Vísir


Vísir - 16.09.1963, Qupperneq 2

Vísir - 16.09.1963, Qupperneq 2
2 VlSIR . Mánudagur 16. september 19637 Koma Johnsons- '1 Framhald af bls. 1 um að ræða fjölskyldur Banda- rfkjamanna á Keflavfkurflug- velli. Sennilega hafa skólabörn verið í talsverðum meirihluta. Flugvélum varnarliðsins hafði mörgum verið raðað meðfram flugbrautinni, 25—30 flugvél- um. Islenzkir löggæzlumenn og lögregluþjónar varnarliðsins gættu mannfjöldans. L aust eftir 10.45 var flugvél varaforsetans, Boeing 707, ein af flugvélum Bandaríkjaforseta, komin að flugvallarhótelinu. Þá voru komin til að taka á móti honum Guðmundur f. Guðmundsson utanríkisráðherra og frú, Björn Ingvarsson lög- reglustjóri og frú, ambassador Penfield og frú, ambassador Thor Thors og frú auk Buie að- mfráls, yfirmanns varnarliðsins. Eftir að tröppum hafði verið rennt upp að fremri dyrum flugvélarinnar gengu þau um borð og heilsuðu varaforsetan- um og fjölskyldu hans, frú Lady Bird Johnson og Lindu Bird Johnson, dóttur hans. Bandaríski ambassadorinn kynnti hina íslenzku fulltrúa. Þá var hellirigning úti fyrir. En augnabliki síðar, er vara- forsetinn birtist ásamt konu sinni og dóttur á tröppum flug- vélarinnar, stytti algerlega upp og sólin lét loksins sjá sig. Áhorfendur fögnuðu Lyndon B. Johnson af miklum ákafa, og hann veifaði til þeirra. Eftir að hafa sagt nokkur orð í Rík- isútvarpið, sem útvarpaði beint frá flugvellinum, gekk hann yfir til áhorfendanna, til að heilsa upp á fólkið að sið banda rískra stjórnmálamanna. Fólk- ið, börn og fullorðnir, kepptúst um að fá að taka í hendina á varaforsetanum. Var mikil ólga í áhorfendahópnum, komst hann allur á hreyfingu og einstaka bandarískar konur virtust ekki ætla að ná sér eftir að Johnson hafði tekið í hendina á þeim. Varaforsetinn útbýtti eigin- handaráritunum til barnanna og kepptust heimilisfeður um að geta náð í áritanir .fyrir börnin sín. I einu tilfellinu lá við handalögmálum tveggja á- kafra feðra, sem sóttust eftir sömu árituninni, og varð ákaf- inn svo mikill að þeir rifu kort- ið, sem varaforsetinn hafði rit- að á í sundur. „Þetta er eins og { Bandaríkjunum," sagði Lyndon Johnson löndum sfnum til skemmtunar. Eftir að hafa heilsað upp á fjölda manns, fór varaforsetinn og fjölskylda hans yfir f þyrl- ur. I aðra þyrluna fóru vara- forsetinn, utanríkisráðherra og frúr þeirra, Penfield ambassa- dor og lögreglumenn en f síðari þyrluna dóttir varaforsetans, frú Penfield, Thor Thors og frú og tveir bandarískir blaðamenn. Fylgdarlið varaforsetans fór f tveim flugvélum til Reykjavík- ur. í þyrlu til Bessnstaðo Þyrlunum var flogið kringum Keflavíkurflugvöll og síðan til Bessastaða. Þar lentu þyrlurn ar á flötinni framan við kirkj una. Forseti íslands herra Ás geir Ásgeirsson og forsetafrú Dóra Þórhallsdóttir tóku á móti gestunum við þyrlurnar. Lftil stúlka afhenti frú varaforsetans og dóttur hans blómvönd. Síðan var gengið í Bessastaðastofu. Eftir stuttar viðræður var skipzt á gjöfum. Afhenti forseti ís- lands fagurt drykkjarhorn úr silfri, með áletrun, til minning- ar um heimsóknina, en varafor- setinn sérstaklega smíðaðan kortkassa með fullkomnu heims korti, sem verður endurnýjað eftir þvf sem tilefni gefst til. Einnig afhenti hann Iitla mynd af sjálfum sér. Varaforsetinn kvaðst vona „að vinátta íslands og Bandarfkjanna stæði óbreytt, þótt einhver breyting yrði á kort unum“. Frá Bessastöðum var ekið til Reykjavíkur. Avarp á Lækjarforgi Fjöldi manns hafði safnazt saman á Lækjartorgi og í Bankastræti milli klukkan 11 og tólf, búizt var við að vara- forsetinn kæmi kl. 12, en hann kom ekki fyrr en stundarfjórð- ungi síðar. Þá var orðinn gífur- lega mikill mannfjöldi á Lækj- artorgi og í nærliggjandi göt- um, þótt matartími væri. Fánar Lyndon Johnson ræðir við ríkisstjóm Islands. Talið frá vinstri: Ingólfur Jónsson, Gylfi Þ. Gfslason, Emil Jónsson, Bjami Benediktsson, Guðmundur I. Guðmundsson, Ólafur Thors og Lyndon Johnson. voru dregnir að hverjum hún i Miðbænum, fólkið beið i eftir- væntingu, þótt fremur kalt væri f veðri og sólarlaust. Þeir Erlingur Pálsson yfirlög regluþjónn og Lárus Salómons- son héldu uppi reglu, það er að segja auðri akbraut framan við Stjórnarráðið, spjölluðu við fólk og gerðu að gamni sínu, eins og þeirra er vandi. Og loksins kom varaforsetinn. Fyrir bifreið varaforsetans og föruneytis hans fór lögreglumað ur á mótorhjóli og siðan annar bfll með lögreglumönnum, en í bílnum með Lyndon B. John- son varaforseta Bandaríkjanna var Guðmundur í. Guðmunds- son utanríkisráðherra. Viðstöddum virtist varaforset inn mjög líkur því sem hann er á Ijósmyndum, mjög hár og myndarlegur maður, frjálslegur og glaðlegur í bragði. Hann heilsaði þegar með handabandi þeim er næstir honum stóðu, er hann steig út úr bifreið sinni, en mannfjöldinn hrópaði ferfalt húrra fyrir Johnson varaforseta og klappaði og veifaði f kveðju skyni, og hann á móti. Þá gerðist það, að varaforset- inn flutti stutt ávarp til mann- fjöldans á gangstéttinni framan við hliðið á girðingunni umhverf is Stjórnarráðsblettinn, en Ragn ar Stefánsson major, sem var í bíl varaforsetans, þýddi jafn- óðum. Johnson sagði m. a., að það væri komizt svo að orði f heimalandi hans að lesa mætti hjartalag fólks úr augum þess og þakkaði þær vinsamlegu við- tökur er hann hafði hlotið. Hann afsakaði þá töf, sem orðið hefði á komu hans, kvaðst nú þurfa að ganga inn í Stjórnarráð ís- lands og eiga þar þýðingarmik- inn fund með Ólafi Thors, for- sætisráðherra, en síðari kæmi hann aftur og myndi þá taka í höndina á öllum viðstöddum. Þvf gamni og þeirri alvöru, sem fólst í þessum ummælum, var tekið á viðeigandi hátt af mann- fjöldanum, sem hyllti aftur for- setann er hann gekk inn í Stjórnarráðið. Svo sem eins og einni mínútu eftir að hann hvarf inn úr dyrunum kom rigningar- skúr, sem menn höfðu verið að óttast. A fundi ríkissfjórnar Innan veggja Stjórnarráðs- byggingarinnar hitti Lyndon Johnson íslenzku rfkisstjðmina, fyrst forsætisráðherra Ólaf Thors og sfðan hvem af öðrum. Síðan var slegið upp fundi rík- isstjórnarinnar og varaforsetans sem kemur hingað sem persónu- legur fulltrúi Kennedy Banda- ríkjaforseta. Var m. a. rætt um ýmsa þætti heimsmálanna, sem efstir eru á baugi, m. a. Kína- málin, Þýzkalandsmálin, afvopn unarmálin og sitthvað fleira. Var hér aðeins um óformlegar viðræður að ræða. Viðstaddir vom Thor Thors ambassador og James Penfield ambassador. Frá stjómarráðinu ók vara- forsetinn til Hótel Sögu, en þar var hádegisverður í boði for- setahjónanna. 1 dag fer hann til Þingvalla og heldur sfðan ræðu í Háskólabíói, en situr sfðan kvöldverðarboð ríkisstjómarinn- ar að Hótel Borg. Hann fer frá íslandi um kl. 23. Góðaksturskeppni um næstu helgi Lyndon Johnson afhendir forseta íslands kortakassa, með heimskortum, sem á sér aðeins örfáar hlið- stæður. Forsetafrúin, frú varaforsetans og dóttir hans horfa á. Aðeins sex virðingarmenn hafa fengið slíka kassa áð gjöf, þ. á m. páfinn og Winston Churchiil. Næstkomandi laugar- dag hyggst Bindindis- félag ökumanna gangast fyrir góðaksturskeppni í Reykjavík. Keppni þessi verður að nokkru leyti svipuð þeim góðaksturs keppnum sem áður hafa farið fram bæði hér í Reykjavík og á Akur- eyri Oftast áður hefur keppnin farið að ein- hverju leyti fram utan borgarinnar, en að þessu sinni verður eingöngu ekið innan hennar. Um fjörutíu þrautir verða Iagð ar fyrir þátttakendur. Keppnin hefst á skoðunarsvæði bifreiða- eftirlitsins við Borgartún og lýkur henni fyrir utan verk- smiðjuhús 0. Johnsson og Kaabef við Sætún. Margvísleg- ar þrautir verða lagðar fyrir ökumenn. Þeir verða spurðir ýmissa spurninga á leiðinni og einnig verða ýmis óvænt atvik látin henda ökumennina á leið- inni. Góðaksturskeppnin verður mjög umfangsmikil og gizkað er á að 50 til 60 starfsmenn vinni að framkvæmd hennar. 1 hverjum bíl verða sérstakir leið sögumenn, einnig munu bifreiða eftirlitsmenn og lögregluþjónar vinna við keppnina. Keppnisstjóri verður Sigurð- ur Ágústsson lögregluvarðstjóri og eftirlitsmaður með keppninni verður Gestur Ólafsson, for- stöðumaður Bifreiðaeftirlitsins. í góðaksturskeppninni verður einkum reynt á viðbragðsflýti ökumanna, aksturshæfni, öryggi og kunnáttu f umferðareglum. Tala þátttakenda í keppninni er bundin við 25. Formaður Bindindisfélags öku manna er Ásbjörn Stefánsson, læknir.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.