Vísir - 16.09.1963, Blaðsíða 3
VlSIR . Mánudagur 16. september 1963.
A/
Fegurst var aS sjá íslenzku fíöllin
//
Á sama tfma og Lyndon John
son varaforseti Bandaríkjanna
gekk á fund ríkisstjómar Is-
lands í Stjómarráðshúsinu við
Lækjartorg, ók frú hans Lady
Bird með fyigdariiði sínu eftir
Laufásveginum og að heimili
bandaríska sendiherrans. Þar
tók sendiherrafrú Penfield á
móti henni og voru allmargar
íslenzkar konur þar saman
komnar til að bjóða hana vel-
komna.
Þær höfðu setið góða stund
í sendiráðinu vegna frestunar
þeirrar, sem varð á för hinna
bandarísku gesta, og var eftir-
vænting þeirra mikil, að taka á
móti hinum tignu gestum. Á
hinu smekklega heimili sendi-
herrahjónanna var komið fyrir
stóru kaffiborði með ótal tert-
um og kökum, af amerískri
gerð. En heimilishundurinn
Bosco var bundinn við fótinn
á flygli heimilisins.
Meðal hinna íslenzku kvenna
sem biðu þarna voru frú Auður
Auðuns, Ragnhildur Helgadótt-
ir, Sigríður J. Magnússon, Lára
Sigurbjörnsdóttir, Aðalbjörg Sig
urðardóttir, Ólöf Pálsdóttir,
Theresla Guðmundsson, Nína
Sæmundsson, Guðrún P. Helga-
dóttir, Hrefna Tynes, Valborg
Snævarr, Helga Magnúsdóttir á
Blikastöðum, Lilly Ásgeirsson,
Sarah Ross Helgason. Þar var
einnig Elisabeth Carpenter, sem
er blaðafulltrúi varaforsetafrú-
arinnar.
Rétt eftir hádegi kom bifreið
forsetafrúarinnar að sendiráð-
inu og voru með henni í bifreið-
innj frú Penfield og frú Rósa
Ingóifsdóttir kona íslenzka utan
ríkisráðherrans. Varaforsetafrú-
in var gfeesilega klædd í rauðri
dragt og með gráan hatt.
Frú Penfield kynnti íslenzku
konurnar fyrir henni á mjög
skemmtilegan hátt. Þegar hún
kynnti frú Sigríði J. Magnússon
bætti hún því við, að íslenzkar
konur hefðu mikil réttindi. Og
þegar hún kynnti frú Theresiu
lét hún það fylgja, að hún hefði
gegnt einhverju erfiðasta starfi
sem til væri á íslandi, veður-
stofustarfi, en hér væri erfitt
að spá um veðrið. Þegar hún
kynnti Nínu Sæmundsson mynd
höggvara fyrir varaforsetafrúnni
skýrði hún frá þvl að hún hefði
dvalizt lengi I Ameríku og með-
al annars gert höggmyndina yfir
anddyri Waldorf Astoria. Vara-
forsetafrúin fékk mikinn áhuga
á þessu og sagðist sannarlega
skyldi skoða vel höggmyndina á
Waldorf, næst þegar hún kæmi
þar.
Fréttamaður Vísis, Steinunn
Briem var I boðinu og spurði
varaforsetafrúna, hvernig henni
hefði litizt á Island, þegar hún
nálgaðist það. — Það var stór-
kostlegt, sagði hún, þegar við
flugum yfir íslenzku fjöllin. Ég
hafði að vísu lesið um það I
bókum, að þau væru falleg, en
sjón er sögu ríkari.
Hún sagði fréttamanninum, að
hún hefði sjálf verið blaðakona
á yngri árum og langaði hana
frekar til að spyrja heldur en að
svara spurningum. Maður þarf
að hafa mikla andagift til að
geta alltaf svarað spurningum.
— sagði Lady Bird í samtali við Vísi
Kona bandaríska sendiherrans, frú Penfield, býður Lady Bird velkomna í bandaríska sendiráðið við
Laufásveg. Frú Lilly Ásgeirsson lengst L v.
Enda spurði hún margs og
hafði mikinn áhuga fyrir ís-
lenzkum málefnum. Þegar hennj
voru boðnar kræsingar, kvaðst
hún verða að afþakka það,
vegna þess að annars flæri línan
illa I öllum þessum ferðalögum
við þá dásamlegu gestrisni, sem
þau hefðu allsstaðar notið. En
þegar henni var borin svokölluð
Englakaka, sagði hún: — Þessu
get ég ekki neitað.
Hún var mjög aðlaðandi og
sá ekki þreytumerki á henni
þrátt fyrir, 15 þús. km. ferðalag.
Hún var glaðleg og vildi allt
um ísland vita. Sérstaklega var
hún áhugasöm um þjóðbúning-
inn, sem tvær hinna íslenzku
kvenna klæddust I.
ff
— sagði Lynda Byrd, þegar stú*
dentar færðu henni rokk að gjöf
Ungfrú Lynda Bird Johnsson
kom að Háskóla fslands kl. 25
minútur yfir tólf. Þar tóku á
móti henni stúdentar úr hinum
ýmsu deiidum Háskólans. í and-
dyri skólans færði Ragnheiður
Briem henni fagran blómvönd.
Fimm manns munu fylgja
ungfrú Lyndu I dag. Þau Hrefna
Harðardóttir, Styrmir Gunnars-
son, Sigurður Gissurarson og
frú Bittnir.
Eftir að Lynda Bird hafði
heilsað stúdentunum gekk hún
um Háskólann og skoðaði hann
undir leiðsögu Jóns E. Ragnars
sonar. Skoðaðj hún meðal ann-
ars háskólakapelluna. Þar lék
Guðjón Guðjónsson, guðfræði-
nemi eitt lag á orgelið. Síðan
var haldið til kennarastofunn-
ar og þar drukkið kaffi, en
Lynda Bird vildi aðeins Coca
Cola.
í kennarastofunni rabbaði hún
við stúdentana og spurði mikið
um námsfyrirkomulag og próf I
Háskólanum. Hún var spurð að
því hvað hún ætlaði að ge[a,
þegar hún kæmi heim. Lynda
Bird sagðist ætla. að byrja í
skólanum n.k. mánudag. En hún
er að búa sig undir B.A. próf
í sögu.
Meðal annarra kvenstúdenta,
sem tóku á mótj henni má
nefna Guðrúnu Agnarsdóttur,
Áslaugu Ottesen, Kristrúnu
Ólafsdóttur. Þá voru þarna full
trúar stúdenta, stúdentaráðs og
fulltrúar námsmanna I sérstök
um háskóladeildum.
I háskólanum sýndi hún mik
inn áhuga á gömlum bókum sem
henni voru sýndar, Guðbrands-
biblíu, Gráskinnu o. fl.
Eftir 15 til 20 mínútna dvöl
ók Lynda Bird ásamt föruneyti
sínu að Þjóðleikhússkjallaran-
um, en þar mun hún snæða mið
degisverð. Eftir það mun hún
m. a. skoða Árbæjarsafnið og
einnig mun hún fara I ökuferð
um Reykjavík.
Um leið og Lynda Bird kvaddi
Háskólastúdentana færðu þeir
henni að gjöf rokk. Lynda var
mjög hrifin að gjöfinni og um
leið og hún veitt; henni mót-
töku sagði hún „þetta er alveg
eins og rokkurinn hennar
ömmu“.
NORRÆNU SUND-
KEPPNINNi LOKIÐ
Norrænu sundkeppninni lauk I
gær, 15. sept. Enn eru ekki komn
ar neinar tölur um heildarþátt-
töku en útlit er fyrir að þátttaka
hafi verið meiri en árið 1960 er
síðast var synt.
Vísir hafði í morgun samband
við Þorstein Einarsson íþrótta-
fulltrúa og sagði hann að Akur-
eyri væri eini bærinn sem hann
hefði fullnaðartölur frá. Þar syntu
alls 2600 manns, þar af 1966 Ak-
ureyringar. Komið var á keppni
milli hverfa, hvert þeirra yrði fyrst
að synda boðsund út I Grímsey.
Bænum var skipti í 5 hverfi þar
sem áætlað væri að 500 manns
gætu synt 200 metra og fór fram
keppni milli þeirra. En ef 500
synda 200 metra gerir það sam-
tals 100 kílómetra, sem er vega-
lengdin út í Grímsey. Tvö hvérfi
komust á áfangastað og voru hin
nálægt því. Árið 1960 syntu 2094
bæjarbuar á Akureyri 200 metra.
1 Sundiaugum Reykjavíkur
syntu 1 allt 3959 en sfðast syntu
5026. I Sundhöll Reykjavíkur
syntu nú nærri 5750 en síðast
syntu þar 7424. I sundlaug Vest-
urbæjar syntu nú 2749 en það er
I fyrsta skipti sem Norræn sund-
keppni fer þar fram. í sundlaug
Austurbæjarskólans munu eitthvað
á 4. hundrað börn hafa synt 200
metrana.
Mikill mannfjöldi synti 200
metrana 1 Reykjavík I gær, eða
um 625.
r