Vísir - 16.09.1963, Side 5
V í SIR . Mánudagur 16. september 1963.
5
ús. fjár siátr-
Húsavík í morgun.
Slátrun sauðtjár hófst á Húsavík
í morgun. Slátrað verður sanitals
35 þúsund fjár og mun slátrun
standa til 18. okt. n. k.
Úr einum hreppi verður Iangsam
iega mest slátrað úr Mývatnssveit.
Bændur eru þar yfirleitt fjárríkari
en í öðrum sveitum sýslunnar, en
það sem þykir þó meir um vert er
hversu fé þaðan er vænt. Húsmæð-
ur sem kaupa slátur á haustin
sækjast fremur eftir að fá þau úr
fé Mývetninga fteldur en öðru fé.
iæðes forsefa —
Framhald af bls. 8.
vér búum við. Norður-Atlants-
hafið er vort sameiginlega út-
haf. Meðfram ströndum þess
búa hinar elztu og traustustu
lýðræðisþjóðir. Norður-Atlants-
hafið er nú á tímum Miðjarðar-
haf lýðræðisins. Vort land ligg-
ur nálægt miðju, og vér skilj-
um hvað í því felst.
Herra varaforseti. Vér þökk-
um innilega þessa heimsókn,
sem er vottur vináttu og sam-
starfs. Við sendum Bandaríkja-
þjóð beztu kveðjur og árnaðar-
óskir. Vér óskum þess að þér
og frú Johnson, dóttir og fylgd-
arlið flytjið heim með ykkur
góðar endurminningar. Þér eruð
hér í vinahóp.
Ég bið gesti vora að rísa úr
sætum. Við minnumst forseta
Bandaríkjanna, Mr. Kennedy.
FðnritðfiijaiioiÍeiEan
f'ramhald ’ af bls. - 16.
aginu, sem boðaður hefur verið
í Iðnó kl. 5 í dag.' Þar munu
trúnaðarmenn félagsins skýra
efni hins nýja samkomulags,
en síðan mun fara fram almenn
atkvæðagreiðsla um það. Þess-
um fundi lýkur í kvöld og þar
með verkfallinu, ef samkomu-
lagið verður samþykkt á fund-
inum.
16 skip munu nú hafa stöðv-
azt af völdum verkfallsins, síð-
asta skipið sem stöðvaðist var
Langjökull, sem kom til Reykja
víkur s. I. föstudag.
lorffuknattleiks-
keppnin í París
Alþjóða körfuknattleikskeppn
in á að hefjast í París kl. 8 f
kvöld, mánudagskvöld, hefur
keppnin þannig dregizt f einn
dag, en hún átti upphaflega að
byrja á sunnudagskvöldið.
I kvöld keppa England við
Svíþjóð og ísland við Luxem-
burg. Á þriðjudaginn keppa Is-
land við Frakkland og England
við Luxemburg. Á miðvikudag-
inn ísland við Sviþjóð og Frakk
land við Luxemburg. Á fimmtu
daginn á ísland frí en Frakk-
land keppir við England og Lux
emburg við Sviþjóð. Á föstudag
inn verður siðasti keppnisdag-
ur, þá keppir England við ís-
land og Frakkland við Svíþjóð.
Af þessu má sjá, að írland
sem fyrst átti að taka þátt í
keppninni hefur nú fallið niður
en England komið í staðlnn.
Hljómsveit Svav-
ars Isests endur-
tekur kljómleikana
Hljómsveit Svavars Gests, sem
nýkomin er úr Iangri ferð um land
allt, hélt sína fyrstu hljómleika í
Austurbæjarbíói í gærkvöld. Hús-
fyllir var og skemmti fólk sér hið
bezta, enda var efnisskráin fjöl-
breytt og skemmtileg. Skiptist á
tónlist og skemmtiefni, og er
þarna á ferðinni skemmtiefni fyrir
alla aldursflokka.
Hljómleikarnir verða endurtekn-
ir í Austurbæjarbíói annað kvöld.
igggfgp
»
Hægt að smyrja 100 bíla á dag
S.l. laugardag opnaði Volks-
wagen-umboðið nýja og glæsi
lega smurstöð að Láugavegi 172.
Á smurstöðinni er hægt að
smyrja samtímis 3 bQa og verða
eingöngu smurðir bílar af Volks
agen og Land Rover gerð,
Smurstöðin er einliver sú full
komnasta hérlendis. Stór hluti
hennar er flísalagður. I gólfinu
undir hverri lyftu eru tvö sterk
ljós sem lýsa upp allan undir-
vagn bílanna og eru því allir
handlampar óþarfir. „Smurtroml
ur“ eru allar á sérstökum stæð
um á gólfinu og er það til mik-
ils hagræðis. Einnig eru allar
vélar og dælur í sér einangrunar
herbergi og fæst við það aukið
rými í sjálfri smurstöðinni. Þá
er og sérstök olíugeymsla. I
sambandi við smurstöðina er
vistleg biðstofa fyrir eigendur
bílanna og einnig afgreiðsla.
Vegna þess hversu tækin eru
fljótvirk og fullkomin verður
með fullum afköstum hægt að
smyrja um 100 bíla á dag. Eig-
endur bílana geta vallð um
hvort þeir velja olfur frá Skelj-
ungi, Olíuverzluninni eða OIíu-
félaginu.
Verkstjóri á smurstöðinni er
Skúli Ólafsson.
Hlaða brennur áAkureyrí
Akureyri í morgun.
í fyrrakvöld brann hlaða til
kaldra kola á býlinu Kotá hjá Ak-
ureyri.
I’ hlöðunni voru 350—400 hestar
af heyi, tókst að ná miklu af því
út, en sumt er ónýtt og óvíst
hversu tekst til um verkun á hinu.
Það var laust fyrir kl. 9 í fyrra-
kvöld að elds varð vart í hlöðunni
á Kotá, en hún var gamalt báru-
járnshús á trégrind. í henni voru
350—400 hestar af heyi.
Þegar slökkviliðið kom á vett-
vang, var mikill eldur kominn bæði
í hlöðu og hey, Samt tókst slökkvi
Á sýningunni SKRIFSTOFUTÆKNI 1963, sem haldin verður
í Verzlunarskóla íslands, dagana 14. — 22. þessa mánaðar,
gefst almenningi í fyrsta skipti hérlendis kostur á að sjá IBM
skýrsluvélar og vélasamstæður starfræktar.
Sýningin veröur opin frá kl. 2-7 síðdegis og verða vélarnar
látnar vinna fjölþætt verkefni daglega frá kl. 5 til 7 e. h.
Á ÍSLANDI
Oftó A. Micheísen
KLAPPARSTÍG 25—27 — SÍMI 20560
liðsmönnum með harðfylgi að
draga út mikinn hluta heysins út úr
hlöðunni með dráttarvélum.
Heyið liggur nú á túninu fyrir
utan, sumt virðist óskemmt að
öðru leyti en því að það er renn-
blautt af vátni, sem dælt var á
eldinn.Annað er aftur á móti mjög
skemmt af eldinum, og annað ó-
nýtt með öllu. Reynt verður að
þurrka heyið sem minnst er
skemmt ef tök verða á, en þurrkar
eru nú litlir, enda flestar nætur
verið frost.
Presfar sefftir inn
í embæffi ó Efúsavíb
Húsavík í morgun.
í gær var nýi sóknarpresturinn
á Húsavík, séra Bjöm H. Jónsson,
settur inn í embættið af prófast-
inum í Suður-Þingeyjarsýslu, séra
Sigurði Guðmundssyni á Grenjað-
arstað. Mikið f jölmenni var viðstatt
og var athöfnin í hvívetna hin
virðulegasta.
Prestkosning fór fram á Húsavík
7. júií s. 1. Umsækjendur voru að-
eins tveir, séra Björn og Hreinn
Hjartarson cand. theol.
Séra Björn H. Jónsson á marg-
þættan starfsferil að baki, var m.
a. um skeið lögregluþjónn og enn
fremur gagnfræðaskólakennari í
Reykjavík, en síðast var hann sókn
arprestur á Árnesi á Ströndum.
Hey og hlaða voru vátryggð.
Talið er að um sjálfsíkveikju
hafi verið að ræða vegna þess að
heyið hafi verið látið of illa þurrt
inn f hlöðuna í sumar.
Eigandi hlöðunnar er Kristinn
Björnsson bóndi á Kotá, sem rek-
ur þar stórt bú með 20 kúm, 100
svínum og auk þess hæsnabúi
nokkru.
SKIPAFRÉTTIIl
SKIPAUTGCRB RÍKISINS
Dll«s. Esja
fer vestur um land til Akureyr-
ar 17. þ.m. Fareðlar seldir á
morgun.
Ms. Herðubreið
fer austur um land í hring-
ferð 17. þ.m. Farseðlar seldb
á morgun.
M.s. Skjuldbreið
fer vestur um land til Akur-
eyrar 18. þ.m. Vörumóttaka f
dag til Breiðafjarðarhafna, á-
ætlunarhafna Húnaflóa og
Skagafjarðar, Ólafsfjarðar og
Dalvíkur. Farseðlar seldir á
morgun.
úseignir til sölu
Ný, glæsileg 7 herbergja íbúð ásamt bílskúr í Safa-
mýri tilbúin undir tréverk og málníngu, tvöfalt gler
í gluggum, til sölu nú þegar.
Einnig er til sölu einbýlishús í Smáíbúðahverfi 7 her-
bergi og eldhús ásamt bílskúr, allt mjög vandað. —
Upplýsingar í síma 22851.
«s«s»w»aBi»3s;í’
-- i.ijiiiimsjsiss&im&m. ■