Vísir - 16.09.1963, Blaðsíða 16

Vísir - 16.09.1963, Blaðsíða 16
rnffl Mánudagur 16. september 1963. í landhelgi Aðfaranótt suiuiudags kom varðskipið Óðinn að brezka tog 1 aranum Thuringia frá Grimsby l að ólöglegum veiðum út af Glett i.nganesi, 2 mílur innan mark- anna. Farið var með togarann til Seyðisfjarðar og fór þar fram I málsrannsókn í gær. Deilan nð leysast? Famannafundur um sáttutill. / dag KI. 2 í gær lauk nær tveggja sólarhrínga sáttafundi í farmanna- deilunni með því að samninganefndimar staðfestu með undir- skrift sinni nýtt sam- komulag, sem þær höfðu komizt að fyrir sitt leyti, og verður það lagt fyrir farmannafund í Sjómannafélagi Reykja víkur á fundi, sem hefst í Iðnó kl. 5 í dag. í hinu nýja samkomulagi mun m. a. vera gert ráð fyrir stighækkandi kaupi eft- ir starfsaldri og breyttu fyrirkomulagi á greiðslu fyrir yfirvinnu. Einar Amalds, yfirborgardóm ari, stýrði hinum langa sátta- fundi, sem lauk í gær. Að hon- um loknum var víst flestum orð ið mál á að fá sér blund og sváfu menn af nóttina. En í morgun voru stjóm og samn- inganefnd Sjómannafél. Reykja- vfkur semma á fótum og komu saman á fund til undirbúnings almennum farmannafundi i fél- Frh. á bls. 5. Sjö slösuðust ú Hell- isheiði í fyrrinótt BÍLL VELTUR Á HRINGBRAUT Sjö manns slöðuðust við bílveltu sem varð á Hellisheiði, skammt austan við Skiðaskálann aðfaranótt sunnudagsins. Einn hinna slösuðu var fluttur i sjúkrahús en gert var að meiðslum hinna sex f Slysavarð stofunni og að því búnu var þeim leyft að fara heim. Bifreiðin sem valt var sendiferða bifreið sem var á leið til Reykja- víkur af skemmtun er haldin var í Aratungu í Árnessýslu í fyrra- kvöld. Bifreiðin var skráð fyrir 2 Það slys varð sl. Iaugardag á Reykjavíkurflugvelli að maður varð fyrir skrúfublaði á kennslu- flugvél og slasaðist töluvert. Mað- urinn var þegar f stað fluttur á slysavarðstofuna og siðan í Land- spítalann. Hlöðubruni Húsavik í morgun. Síðastliðinn laugardagsmorgun gereyðilagðist hlaða ásamt heyi að Bakka á Tjömesi. í hlöðunni voru miili 250 og 300 hestar af heyi. Slökkviliðið á Húsavík var kvatt á vettvang, en þegar það kom á staðinn, var hlaðan fallin og svo mikill eldur I heyinu, að ekki varð við neitt ráðið. farþega auk ökumanns, en í henni voru alls 8 manns. Hafði verið komið fyrir sætum aftur í bifreið- inni og töldu farþegarnir að það hafi verið sæmilega rúmt um þá. Þegar bifreiðin var komin lang- leiðina að Skíðaskálanum seinni hluta nætur, um 5 leytið, lenti hún út af veginum og hafnaði á hraun- bletti utan vegar. Mennirnir köst- uðust allir til í bilnum, sumir hrukku fram á framrúðuna, sem brotnaði í mél, og hlutu við það Á Iaugardagskvöldið var kennslu flugvél að hita sig upp á Reykja- víkurflugvelli. Inn; í flugvélinni sat nemandinn sem er með einkaflug- mannsréttindi og var að æfa sig undir atvinnupróf. Flugkennarinn skrapp frá vélinnj inn í flugaf- greiðslu Flugsýnar, en í sama mund bar að útlending. Skuggsýnt var og sá nemandinn ekki mann- inn fyrr en hann lenti í skrúfu- blaðinu og hentist hann síðan frá því. Maðurinn sem fyrir slysinu varð er útlendingur og meiddist hann töluvert á öðru lærinu. Þess skal getið að flugvélin var með ljós og áður en kennarinn yfirgaf fiugvélina gekk hann I kringum hana. — Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er líðan manns ins eftir atvikum góð. meiri eða minni áverka, bæði á andliti og víðar. Allir, sem í bif- reiðinni voru, slösuðust, að einum I undanteknum, sem að vísu skrám- í aðist lítillega á hendi og fæti, en svo óverulega, að honum þótti ekki taka því að leita Iæknisaðgerðar. Hinir hlutu meiri eða minni áverka og einn þeirra, Vilhelm Þór Árna- son, Efstasundi 91, slasaðist illa á höfði og mæddi mjög blóðrás, var fluttur í sjúkrahús að athugun í Slysavarðstofunni lokinni. Að sár- um hinna allra var gert í Slysa- varðstofunni. Bílar, sem komu á slysstaðinn skömmu eftir að bifreiðin valt, fluttu hina slösuðu til Reykjavíkur. ökumaðurinn á bifreiðinni sem valt reyndist ódrukkinn, en hánn kvaðst enga grein geta gert sér fyrir óhappinu, telur hugsanlegan möguleika á að hann hafi sofnað við stýrið. | Sigldi ó lönd- unarkrana Brezki togarinn Aduba sigldi í fyrradag á einn löndunarkrana síldarbræðslunnar á Seyðisfirði og skemmdist kraninn það mik ið, að löndun með honum stöðv- aðist. Kom þetta sér mjög illa, þar sem Iöndun gekk mjög hægt fyrir og löndunarstöðvun var. Tjónið á krananum var metið, og setti togarinn tryggingu fyrir þvf. Viðgerð á löndunarkranan- um hófst strax á laugardag. Mjög harður árekstur varð á Hringbraut vestan við Elliheimilið síðdegis í gær. Áreksturinn varð á seinni hluta 7. tímans e. h. og skeði með þeim hætti, að lítilli fólksbifreið — 4ra manna —- var ekið inn af Blóm- vallagötunni í veg fyrir stóra 6 manna fólksbifreið, sem kom eftir Hringbrautinni. Þetta varð harður árekstur, þann ig að litla bifreiðin valt á hliðina og skemmdist mikið. Stóra bifreið- in skemmdist tiltölulega lltið að því er lögreglan tjáði Vísi f morg un. Fólk í hvorugri bifreiðinni sak aði. í morgun höfðu orðið fjórir bif reiðaárekstrar í Reykjavík fyrir kl. 10. Ekki varð slys á mönnum, en sumir bílanna skemmdust mikið. Lífil veiði Reytingsafli var á síldarmiðunum s. 1. sólarhring og hafa 11 skip tilkynnt um afla, samtals 7350 mái. Sfldin veiddist um 50 mflur SA af Gerpi. Veður var gott á miðunum f nótt, en nú er að koma bræla, SV kaldi. Þar sem lltill afli berst nú að landi, er löndun farin að ganga betur og er nú á sumum höfnum austurlands hægt að fá löndun svo til strax. Löndun á Raufarhöfn gekk mjög vel f s. I. viku, en engin skip eru þar nú, og er þvi laust um 10 þúsund mála þróarpláss. Þessi skip tilkynntu um afla s.l. sólarhring: Lómur 800 mál, Engey 900, Gunnar 800, Akraborg 500, Auðunn 500, Höfrungur II. 750, Stefán Ben 250, Garðar GK 750, Freyfaxi 700, Vigri 800, Páll Páls- son GK 600 Borgarróð hefir samþykkt: Samhærileg launakjör borgarstarfs- manna og ríkisstarfsmanna Otlit er nú fyrir að borgar- starfsmenn f Reykjavík semji við borgaryfirvöldin um svipuð launakjör og samizt hefir um við rfkisstarfsmenn. 28 flokka kerf ið, sem ríklsstarfsmenn taka laun eftir, var samþykkt í borg arráði s.l. föstudag og kemur fyrir borgarstjóm á næsta fundj hennar. i Á föstudaginn var lagt fram bréf f borgarráði frá launanefnd Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og launamálanefnd borg arinnar, ásamt samkomulagi um niðurröðun fastra borgarstarfs manna í launaflokka, en þar er gert ráð fyrir 28 launaflokkum. Borgarráð samþykkti þetta sam komulag fyrir sitt leyti og verð ur það lagt fyrir borgarstjórnar fund n.k. fimmtudag. 1 sem allra stytztu máli sagt gerir þetta samkomulag ráð fyrir sambæri legum launakjörum borgarstarfs manna og ríkisstarfsmanna. Formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og launa- nefndar þess er Þórður Ágúst Þórðarson, en f launamálanefnd borgarinnar eru Auður Auðuns, Birgir ísleifur Gunnarsson, Ósk ar Hallgrímsson og Guðmundur Vigfússon. Samkomulagið, sem borgar- ráð hefir þegar fyrir sitt leyti fallizt á, nær ekki til lögreglu- manna þar eð þeir eru ekki f Starfsmannafélagi Reykjavíkur- borgar heldur í sérstöku félagi, sem verið er að semja við um þessar mundir. LENTI I FLUG- VÉLARSKRÚFU

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.