Vísir - 24.09.1963, Blaðsíða 6
6
V1SIR . Þriðjudagur 24. september 1963.
v utlönd í raorgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd í morgun
KOSNINGARNAR í NOREGI:
NORRÆNN
I
I
I
I
I
I
|
I
í
Almenna
verzlunarfélagið
Laugavegi 168.
Sími 10199.
Verkamenn
Verkamenn óskast nú þegar. Mikil vinna
PÍPUVERKSMIÐJAN H.F.
Rauðarárstíg 25 Sími 12551
Verzlunarstarf
Stúlka helst vön óskast til afgreiðslustarfa.
VERZL. HALLA ÞÓRARINS H.F.
Hverfisgötu 39.
ÍBÚÐ TIL LEIGU
Ný 3ja herb. íbúð við Kaplaskjólsveg 27 I. til sýnis kl. 5—8 1 dag.
Leigist til 1 árs. Fyrirframgreiðsla áskilin. Leigutilboð óskast.
4000 kr. sekt fyrir smygl
1 sakadómi Reykjavíkur var ný-
Iega kveðinn upp dómur £ máli sjó
manns, sem hafði tollsvikið áfengi
I fórum sfnum.
Tollþjónar fundu við komu skips
þess, sem viðkomandi sjómaður var
á, einn kassa af áfengi, sem ekki
hafði verið gefinn upp til tolls, Sjó
maðurinn meðgekk að eiga kass-
ann og var málið kært til saka-
dóms.
Fyrir nokkru var málið
tekið fyrir í sakadómi Reykjavikur
og kveðinn upp dómur í því. Sjó-
maðurinn var dæmdur í 4 þúsund
króna sekt og áfengið gert upp-
tækt til ríkissjóðs.
Gestabækur
Einn af eldri borgurum
Reykjavíkur á gestabók með
teikningum eftir allflesta
fremstu listamenn okkar á
seinni tímum. Hann 'á áritanir
þeirra og margar skemmtilegar
athugasemdir frá þeim í gesta-
bók sinni. Annar á mikinn
fjöida nafna, manna af öllum
stéttum. Hann hefur gaman af
að fletta upp í bókinni og rifja
upp um heimsóknir þeirra og
mennina sjálfa. Hann er einn áf
þeim sem sér gott í öllum
mönnum, svo hann hefur senni-
lega meira gaman af þessu en
margir aðrir myndu hafa.
Þessi dæmi og önnur sem
hægt væri að nefna segja okkur
að það geti verið gaman að eiga
gestabók. Falleg gestabók er
prýði á heimili. Og oft skilur
heimsóknin meira eftir sig, þó
ekki sé nema nafnið eitt f bók-
inni. Það eru ekki allir, sem
eiga kost á teikningum lista-
manna.
Réftirnar
Kjósarrétt og Hafravatnsrétt
standa yfir i dag. Réttir hafa
löngum verið mikill viðburður,
en á seinni árum er eins og
glansinn hafi að miklu leyti
runnið af þessum samkomum
manna og dýra
Þetta er að sumu leyti eðli-
legt. Fyrrum voru réttirnar sú
samkoma sem bar af öðrum
samkomum, jafnvel eina sam-
koman í héraðinu. Þar hittust
menn jafnvel i eina skiptið á
árinu, sögðu þá fréttir og skipt-
ust á skoðunum. Nú eru tæki-
færin til þessa fleiri. Réttirnar
eru ekki lengur jafn þýðingar-
miklar í þessum efnum. Og
fyrir marga eru þær aðeins
„sport“. Engu að síður er
skemmtilegt fyrir marga að
koma í réttir ekki sízt borgar-
búa.
Sennilega leggja margir leið
sína í réttir á næstu dögum.
Ögmundur.
’.V.V.V.V.V.V.V.V.W.V.',
Saumasfúlkur
Saumastúlkur óskast.
íWy h'BÍ
-ðiof '(f, Tf-;rí .luRÍrj «o bnr;I jgusl.
BÍq^fuPvm?I7|Jev 5e ibrm h
Sími 33542.
ÍBÚÐ ÓSKAST
2—3ja herbergja íbúð óskast í vesturbænum. Fyrirframgr. Uppl.
í síma á herb. 12 Hótel Vík milli kl, 4 og 7 í dag.
í flestar tegundir bifreiða, smærri
og stærri.
SICUR JAFNABARMANNA
Oslo í morgun.
Klukkan tfu í morgun var búið að telja í 462 af 525 kjördæm
um í bæjar- og sveitastjómarkosningunum í Noregi. Jafnaðarmenn
höfðu unnið á, sem nam um tveim prósentum. Borgaraflokkamir
höfðu einnig unnið á. Kommúnistar höfðu tapað vemlega. Er
augljóst að landsmálin og einkum deilumar í Stórþinginu að und-
anfömu hafa haft meiri áhrif heldur en innanhéraðsmálefni.
Hér fara á eftir atkvæðatölur eins og þær lágu fyrir klukkan 10
f morgun og innan sviga tölur frá sama tíma í síðustu kosningum,
árið 1959:
Jafnaðarmenn: 810.274 (690.328) 46,57% (44.16)
Hægri flokkurinn: 343.844 (302.701) 19.76% (19,36)
Kommúnistar: 31.500 (61.074) 1,81% (3,91)
Kristil. þjóðarflokkurinn: 118.636 (117.554) 6.82% (7.52)
Miðflokkurinn: (tölur ógreinil.) 8,48% (7,94).
Vinstri flokkurinn: 146.170 (139.936) (prós. ógrl.)
Sósíaliski þjóðarfl.: 50.506 (1339) 2,90% (0,09)
Smáfl. og óháðir: 91.332 (126.083) 5.25% (8.07)
Alls höfðu kosið 1.739.730 (1.563.202)
KOMMÚNISTAR TAPA
VERULEGU FYLGI
FUNDUR
Kaupmannahöfn í morgun.
Fundur forsætisráðherra Norð
urlanda og formanna Norður-
Iandaráðs hefst í Kaupmanna-
höfn á morgun.
Fundinn sitja allir forsætis-
ráðherrar Norðurlandanna nema
Noregs, sem sendir engan ráð-
herra vegna stjómarskiptaima
þar í iandi.
Þetta er fimmti fundurinn af
þessu tagi, sem haldinn er.