Vísir - 24.09.1963, Blaðsíða 8

Vísir - 24.09.1963, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Þriðjudagur 24. september 1963. Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn ó Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði. 1 lausasólu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Á krossgötum Þá hafa Iandbúnaðarafurðirnar hækkað í verði og mun flestum neytendum þykja nóg um. Sú hækkun leiðir hugann enn einu sinni að þeirri miklu þenslu, sem aftur er komin í flesta þætti efna- hagsmálanna. Verðbólgan magnast nú með viku hverri, en grundvöllur þeirra mögnunar eru hinar stórfelldu kauphækkanir sem orðið hafa að undanfömu. Menn spyrja að vonum: Hvar endar þetta? Flestir gera sér ljóst að kjarabætur eru lítils virði ef þær fuðra upp á einni nóttu í eldi nýrrar verðbólgu. Því hefir aldrei verið nauðsynlegra en einmitt nú að stinga við fótum og stöðva kapphlaupið milli verðlags og kaupgjalds. Ella hlýtur illa að fara og sú gamla hörm- ungarsaga að endurtaka sig, sem þjóðin þekkir allt of vel frá fyrri árum. Tvær stövunarráðstafanir hafa þegar verið gerð- ar, sektarvextimir og takmörkun erlendra vömkaupa- lána. En þær ráðstafanir duga hvergi einar sér. Mun víðtækari stöðvunarráðstafanir verður að framkvæma. Og því fyrr seni það er gert því fcejráy^aagBveftðy úr hinni miklu þenslu sem nú er á vinnumarkaðinum og setja niður verðbólguna. Ráðin Qru vel kunn og aðrar þjóðir hafa undanfarið beitt þeim gegn sínum svipuðu vandamálum, þjóðir eins og Danir, Svíar og Frakkar. Þá Ieið verðum við íslendingar einnig að fara, ef forða á hruni efnahagslífsins og tryggja áframhaldandi viðreisn í landinu. Úrslitin í Noregi Þá er norska stjórnin fallin, sat ekki nema í 23 daga. En hún sat nógu lengi til þess að afsanna þá kenningu Verkamannaflokksins að engir aðrir en þeir einir væm færir um að stjóma landinu, undir merki hins íhaldssama sósialisma sem flokkurinn hefir haldið á lofti frá styrjaldarlokum. En Verkamannaflokkurinn kunni ekki vel við sig í útlegðinni. Hann notaði fyrsta tækifæri til þess að koma stjóm borgaraflokkanna frá völdum og það áður en henni gæfist tækifæri til þess að koma stefnumálum sínum í framkvæmd. lírslit sveitarstjórnarkosninganna í gær sýna að bæði borgaraflokkarnir og Verkamannaflokkurinn hafa unnið örlítið á, á kostnað óháðra. Er það engin traustsyfirlýsing á stefnu Gerhardsens. Nú mun stjóm hans stýra landinu enn um hríð. En stjórnarskiptin fyrir þremur vikum sýna að það eru komin feyskja í fylgi norska sósialista og minna Norðmenn á að fleiri era hæfir til að stjórna landinu en menn Gerhardsens. Fréttamennirnir saklausir! Þjóðviljinn getur þess í morgun að fréttamenn blaðsins á Austurlandi séu ekki heimildarmenn að á- sökununum sem Þjóðviljinn hefir undanfarið beint að Síldarmatinu og síldarsaltendum eystra. Þessi yfirlýsing sýnir að ekki er málstaðurinn ýkja góður, þegar jafnvel fréttamenn blaðsins neita að leggja nafn sitt við hann! ☆ Árgerðir 1964 af banda- rískum bifreiðum eru að koma á markaðinn. Þær hafa tekið gagngerðum breyting- um frá í fyrra. Það er venjan í bandarískum bílaiðnaði að skipta algjörlega um útfit bílanna á þriggja ára fresti. Hringferðin byrjar með nýj- um yfirvagni, annað árið er skipt um það sem auðveld- ast er að breyta. Þriðja árið eru gerðar breytingar á bif- reiðunum að framan, skipt um grindur o. s. frv. ☆ gjaldan hafa verið gerðar jafnmiklar breytingar eða kostað jafnmiklu í endurnýj- un tækja. Þar sem gert er ráð fyrir 7 milljón króna bílasölu þriðja árið í röð, hafa banda- rískir bílaframleiðendur ekki hikað við að eyða 950 millj. ónum dollara í endurnýjanir á tækjum. Ford eyddi um 300 milljónum dollara í gagn gerar breytingar og Chrysler um 125 milljónum dollara. JTord segir að útlitsbreyting ar þeirra láti bílinn sýn- ast stærri en hann raunveru- lega er. Chrysler hefur látið gerbreyta dýrustu gerðinni, Imperial. Studebaker breytti Lark, en Hawk aðeins litil- lega. General Motors kynnir nýja gerð, Chevelle, sem er í verð- og stærðarflokki milli Chevy II og hinum venjulega Chevrolet. ☆ J^ark var nú breytt í fyrsta sinn síðan 1959, svo að nokkru nemur. Hann hefur lengst um 6 tommur. Fram- endinn er orðinn lóðréttur. Grindinni framan á Dodge hefur verið breytt. Dyr eru stærri en áður og nú er tveim tommum lengra milli fram- hjólanna en áður. Valiant hef ur að Iangmestu leyti verið breytt að framan. Dart kem- ur fram með Dodge merk- inu. Stöðuljósin eru neðan á stuðaranum. Framrúðan hef- ur verið breikkuð um þrjár tommur. Plymouth var minna breytt en öðrum bifreiðum. Hann var lengdur lítið eitt og framhluti þaksins hækk- aður. Chrysler er nánast ð- breyttur, 1 meginatriðum. Ford Chrysler r

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.