Vísir - 24.09.1963, Blaðsíða 11

Vísir - 24.09.1963, Blaðsíða 11
VÍSIR . ÞriSjudagur 24. september 1963. n 17.30 Stump The Stars 18.00 Afrts News 18.15 The Merv Griffin Show 19.00 Exploring 19.55 Afrts News Extra 20.00 World Artists Concert Hall 20.30 The U.S. Steel Hour 21.30 I’m Dickens ... He’s Fenster 22.00 The Unexpected Tegar maður hugsar til þess að þurfa að púla við að slá gras- flötina s íðar meir, þá get ég varla Iátið vera, með að hugsa um hvort ekki sé betra að jarða fræin, en að sá þeim. 22.30 To Tell The Truth 22.55 Afrts Final Edition News 23.00 Lawrence Welk’s Dance Party Árnað heilla Um síðustu helgi voru gefin saman í hjónaband af sr. Árelíusi Níelssyni: Ungfrú Guðríður Sólveig Frið- finnsdóttir, (Friðfinns Ólafssonar forstjóra) og Hermann Árnason stud. oceon. Miklubraut 78. Ungfrú Kolbrún KQstjánsdótt ir og Reynir Jónasson hljóðfæra leikari Otrateig 12. Heimili þeirra verður á Húsavík. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Sigríður Birna Guðmundsdóttir og Guðbjartur Vilhelmsson. Heimili þeirra er að Rauðalæk 22. j (Ljósm. Studio Guðmundar —; sími 20900). Spáin gildir fyrir miðvikudag- inn 25. sept. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Þú sýndir mikla fyrir- hyggju með því að auka þekk- ingu þína á störfum þínum þar eða samkeppnin um betri að- stöðu færist nú í aukana. Þú verður reynslunni ríkari. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir ekki að hika við að leita þér aðstoðar annarra ef nauðsyn krefur til að fram- fylgja málefnum þlnum. Annar legar hugmyndir kunna að angra þig- Tvíburarnir, 22. maf til 21. júnl: Vanhugsuð sóum fjármuna gæti auðveldlega orðið að deilu efni milli náinna félaga. Það væri hyggilegra að halda sig að gömlum öruggum starfsaðferð- um. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Þú ættir að vera fullfær um að meðhöndla þau verkefni, sem fyrir liggja í dag einn og án að- stoðar. Talsverðar horfur á að r- samræmis muni ekki gæta heima fyrir í kvöld. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú hefur tilhneigingu til að verða óþolinmóður, þrátt fyrir að tafir eigi sér ekki stað fyrir aðra sök en venjulega málsmeð- ferð. Vingjarnlegar samningaum leitanir árangursríkar. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept.: Þú kannt að þurfa að hafa tals verð afskipti af heimilismálun- um með tilliti til fjármálanna, áður en allt snýst á ógæfuhlið ina. Festu ekki kaup á hlutum í skjótræði. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Það væri hyggilegra fyrir þig að brjóta ekkj upp á viðkvæm um ágreiningsatriðum heima fyr ir í kvöld ef þú vilt hafa frið. Þú virðist vera órólegur. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú hefur yfir að ráða ýmsum hæfileikum, sem þú gætir fært þér í nyt, ef þú hefðir trú á þeim. Efasemdir um gildi sjálfs manns hindra heilbrigðar fram- farir. Bogamaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þú ættir ekki að koma öðr um upp með það að vera þér of háðir, því annars getur slíkt orðið að vana. Þú hefur meira en nóg áð gera með sjálfan þig. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú getur ekki opinberað öðrum leyndarmál hjarta þíns, þar eð of margir einstaklingar eru ófærir um að þegja yfir lej'ndarmáium. Starfaðu út af fyrir þig. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þrátt fyrir að þú hafir aukna löngun eftir einveru og næði, þá ættirðu ekki að nota hana til að kenna í brjósti um sjálfan þig. Þú hefur ástæðu til að bera traust til framtíðar innar. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þú munt finna meira til skyldna þinna heldur en að vanda lætur og nauðsynlegt að bregðast ekki því trausti,, setn , aðrir bera til þín. COf. MAÍItN lOONOt* urinn Kóngurinn vildi að vísu gjarn an fá að sjá klefann sem hann átti nú að búa í, en þar sem hann átti nú að fara I skemmtiferð með Krák, þá fannst honum ekki nema tilhlýðilegt að heilsa upp á áhöfnina fyrst. Ég vil sjá á- höfnina Friðrik, sagð; hann. Hans hátign vill fá að sja áhöfnina, hrópaði Friðrik. Áhöfnin er tilbú- in herra, sagði Kaili kafteinn hreykinn, og benti á stýrimann inn, sem hafði farið í matrósa- fötin hans afa síns, hann benti líka á Tomma, sem stóð teinrétt ur með pappírshattinn á höfðinu, og vélameistarann, sem hafði pússað alia hnappana á einkennis búningnum sínum þangað til að þeir glóðu eins og gull. Konungur inn horfði brosandi á sjómennina og sagði: Bravó. En Friðrik var sko ekki eins ánægður. Yðar há tign yðar hátign hrópaði hann. Þetta er alveg á mótj reglunum, þeir eru ekki í einkennisbúningi. Hann sneri sér að Kalla ösku- vondur. Hvað er þetta, skipstjóri, hvernig stendur á þessu, öskraði hann. Lásuð þér ekki reglurnar sem ég lét yður hafa? En Kalli yppti bara öxlum, því að honum fannst Frikki vera leiðinlegur, og var þess vegna ekkert að svara honum. Dragið upp akkerið, hróp aði kóngurinn. Þetta er á móti reglunum. Þér getið hoppað fyrir borð með reglurnar, sagði kóng urinn óþolinmóður, ég kæri mig ekkert um þær. Það á að draga upp akkerið strax. Mér líkar vel við þetta skip Friðrik. Kaíli og kóng- Ming hiýtur að hafa verið í óvenju mikilli geðshæringu, fyrst hann gleymdi þessu, hugsar Fan, og nú get ég tekið hana fyrir sjálfa mig. Á meðan æða Ming og menn hans um nálægar götur með byssurnar á lofti. Finnið hann, og skjótið hann niður skipar Ming. Hann getur ekki hafa komizt móti honum. Nei .góðan daginn, langt. Rip, sem ekki er langt und segir Rip, og sér þegar að drekinn an svipast um eftir felustað, og muni vera ágætur felustaður. í því kemur dreki einn mikill á Siggi — vantar meiri Rip Brigitte Bardot fer í náinni framtíð til London til þess að leika aðalhlutverkið í kvik- myndinni „Fagra fuglshöfuð- ið“. Hún vill nú geta farið ferða sinna án þess að þekkj- ast og hún álítur að hún hafi fundið enn betra ráð til þess en Gretu Garbo hefur nokkum tíma hugkvæmzt. Brigitte Bardot. Hún ætlar hvorki að setja á sig hárkollu eða dökk gler- augu heldur ætlar hún að taka með sér tvífara, því að nóg er af þeim. Ég ætla að senda stúlkumar út í borgina og svo getur fólk elt þær og látið mig í friði. Það verður gaman að heyra hvernig þetta gengur. Við höfum frétt hvemig de Gaulle forseti hagar starfsdegi sínum: Frú de GauIIe vekur hann klukkan 7 og þá fær hann lítinn morgunverð, svart kaffi og ristað brauð. Síðan fer hann úr röndóttu náttfötunum sínum og í tvíhneppt föt. Kl. 8.15: Hlustar á fréttir i út- varpinu og hraðar sér siðan þvert yfir höllina til vinnu- herbergis síns. Kl. 9: Nánustu samstarfsmenn hans koma til fundar við hann. Því má skjóta De Gaulle. hér inn í, að á skrifborði for- setans er enginn sími því að hann beinlínis hatar síma — og nánustu vinir hans þora varla að hringja hann upp. Kl. 10: Mikilsverðum mönn- um veitt áheyrn. De GauIIe byrjar alltaf á sömu setning- unni: „Hvað hafið þér að segja mér?“ KI. 13: Hádegisverður með samstarfsmönnum. Kl. 20: Forsetinn heldur til íbúðar sinnar, horfir á fréttir í sjón- varpinu og snæðir kvöldverð með eiginkonu sinni. Fer sið- an í einkakvikmyndahús sitt og horfir á eina góða gaman- tmrnH 23; Háttatfmí.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.