Vísir - 15.10.1963, Side 6
VlSIR . Þriðjudaginn 15. október 1963.
utlönd í
uor^un
útlönd í morgun útlönd í morsim útlqnd í mörgun-
MAROKKOHtRSVtlTIR KO
100 KlLÓM. INMI
Hermálaráðherra Alsír
tilkynnti í gærkvöldi, að
Marokkómenn hefðu
gert innrás í Sahara og
væru marokkanskar her
sveitir, studdar skrið-
drekum og flugvélum,
komnar nærri 100 kfló-
metra inn í þann hluta
Sahara, sem Alsír til-
heyrir.
Sagt var og í fréttum frá AI-
sír, að varnarsveitir Alsír berð-
ust af mikilli hreysti gegn „deyj
andi konungsveIdi“ Marokko. —
Tveir hátt settir alsfrskir hers-
höfðingjar voru sagðir fallnir.
Þá var tilkynnt, að samtökum
Afríkuþjóða hefði verið tilkynnt
um þessa atburði.
Fyrst var sagt frá bardögum
um landamærastöðvarnar Massi-
Beidi og Tinjoud, en þær eru
tæplega 30 km. innan landamær
anna. 1 Marokko var sagt, að
þessar stöðvar hefðu verið tekn
ar eftjr harða bardaga, seip
stóðu 3 klukkustundir, og hefði
þarna verið álíka mannmörgu
liði að mæta og Marokkomenn
tefldu fram. Ekki var greinilegt
af fréttum I morgun snemma, á
hverra valdi þessir bæir væru.
Hassan konungur ávarpaði
þjóð sfna í útvarpi og kvað Mar
okko fúst til beinna viðræðna
um landamæradeilurnar, en það
mundi ekki hvika frá rétti sfn-
um. Áður hafði verið sagt frá
samkomulagi utanríkisráðherra
•Marokko og Alsír um fund, og
einnig um fund lielztu manna
Tunis, Marokko og Alsír, en svo
var að sjá af fréttum f morgun
snemma, að tveir alsírskir sendi-
menn væru á leið til fundar við
marokkanska fulltrúa, en flug-
vél þeirra hafi tafizt í Oran.
Af hálfu Alsírstjórnar er því
haldið fram, að Marokko hafi
ágirnd á málmnámum í jörð f
þeim Iandshluta, sem þeir hafa
vaðið inn á, en einnig hafi þeir
í huga að fá greiðan aðgang að
landamærum Mauretaníu, sem
þeir einnig ásælast.
WnuaWRMIIMHMÉnMaWMlBI — ...
í dag lætur dr. Adenauer, forsætisráðherra Vestur-Þýzkalands, af embætti, en við tekur Ludwig Erhard, efnahagsmálaráðherra.
Á myndinni með dr. Adenauer og Erhard er Eugen Gerstenmaier, þingforseti, sem tilkynnir í sambandsþinginu, að dr. Adenauer
láti af embætti. Kristilegir lýðræðissiimar og frjálsir demokratar hafa sameinazt um Erhard sem eftirmann hans og fer atkvæða-
greiðsla um hann fram á þingi á morgun. Það er taiið „fyrirfram vitað“, að hann verði kjörinn. Ýmsir leiðtogar, þeirra á meðal
Kennedy forseti, hafa farið lofsamlegum orðum um farsæla 14 ára stjóm Adenauers.
ÁKVEÐIB í DAG
UM EFTlRMANí
MACMILLAN
BUTLER varaforsætisráðherra
Bretlands hefir boðað stjómarfund
í dag, en Elisabet drottning kom
heim í gær að aflokinni Skotlands-
dvöl, og Macmillam er enn að hress
ast og mun geta gengið á fund
henmar þá og þegar.
Það er þannig allt að verða til-
búið undir forsætisráðherraskiptin
og yfirlýsingar um þau mun að
vænta þá og þegar, en allan dag-
inn I gær voru ráðherrar og aðrir
helztu menn flokksins á stöðugum
fundum um málið.
Það hefur nokkuð verið rætt um
líkur fyrir að Home utanríkisráð-
herra verði fyrir valinu, — ef ekki
næst samkomulag um annan hvorn
þeirra Butler eða Hailsham lá-
varð.
í Alger óvissa er enn um eftirmann
Macmillans en ákvörðunin kann að
verða tekin í dag.
■.V.V.V.V.VV.V.V.V.^V.V'.'.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V/.V.V.VAV.y
5
Atvinna — enskur
Enskur maður, sem vill læra íslenzku og mun
dvelja hér til næsta vors, óskar eftir einhvers
konar atvinnu. — Margt kemur til gr^ina,
kennsla o. fl. eða tækniieg teikning. Uppl. í
síma 14172.
Flóra / Reykjav'tk
Það er ekki á hverjum degi,
sem fellibyljir heiðra Island með
návist sinni. Og það slíkur geysi
bylur, sem varð 5000 manns að
aldurtila suður á Haiti fyrir fá-
um dögum!
Þegar Reykvíkingar komu á
fætur í gærrnorgun, mátti sjá
að veður var allt válynt. Og er
líða tók á morguninn, herti'veðr
ið, svo að varla var stætt í
úthverfum borgarinnar. Allmörg
dæmi voru til bess að yngstu
bornin fóru ekki í skólann
vegna veðurofsans og undir há-
degið rauk særinn óskaplegavið
höfnina og Skúlagötuna.
En sem betur fór var það
ekki nema jaðar þessa mikla
hvirfilvinds, sem snerti vestur-
strönd íslands og sem betur fór
kom ekki hér til neinna tíðinda
svipuðum þeim og á. hinni sól-
fögru eyju Haiti í Iíarabíska
hafinu.
Hin h'/imhiðu hlé
Mér hafa borizt r.okkur bréf
frá kvikmyndah’ásagestum
vegna skrifanna hér um daginn
V.VAV.VAVAV WAVA’.
um hin hroðalegu hlé i kvik-
myndahúsunum. Bréfritarar segj
ast allir vera á sama máli um
að þau séu óskiljanleg og til
stórlegra leiðinda fyrir gesti
kvikmyndahúsanna. Einhvern
tíma mun atkvæðagreiðsla hafa
farið fram í bíóunum um þau.
Hví ekki að Iáta aðra slíka at-
kvæðagreiðslu fara nú fram?
Ekki er vafi á því að fæstir
gestir munu telja sér nauðsyn-
lega kortérshvild eftir klukku-
tíma setu í bíóinu, eins og nú
er upp á þá þvingað.
Losfæt þorskhrogn
. Ég hef jafnan augun opin fyr-
ir nýjum kræsingum í verzlun-
um borgarinnar, þar sem mér
finnst maturinn, ekki síður en
listin, auðga lífið. Fyrir ör-
skömmu eru komin á markað-
inn þorskhrogn gerð að hinurn
bezta kavíar, og er það sjávar-
afurðadeild SlS sem þetta góð-
meti sendi á markaðinn. Allir
kannast við grásleppuhrognin
gómsætu, sem hér hafa alllengi
fengizt, en þessi þorskhrogn eru
góð viðbót á borðið og hið
mesta hnossgæti hverjum sæl-
kera.
Verzlur.armenn matarbúða
höfuðstaðarins eiga þakkir skild
ar fyrir hina miklu fjölbreytni
AV.VA' '-•.“.V VAVAVA'.V
í innfluttum krásum, sem nú
eru á boðstólum, ýmis raritet |I
meira að segja frá Rússlandi og "I
Kína. Og þá er ekki síður að
finna nú í sumum verzlunum *«
drjúgan skerf af öllu heimsins
kryddi — hluti sem aldrei sá- Ij
ust hér áður. Svo nú er auðvelt
að setja saman indverskt curry
eða fuglahreiður frá Ceylon, svo Ij
maður tali nú ekki um ekta J.
ungverskt paprikugúllas, sem er >1
eins og það réttilega á að mat- I"
reiða.
Ég leyfi mér að fullyrða, að ■;
þessi sundurgerð í hráefni er I?
eitt af því, sem gerir Reykavlk
að sæmilegri stórborg, svo mað
ur tali nú ekki um ánægju
þeirra útlendinga, sem hér búa 'I
og finna mat og krydd loks við
sitt hæfi í reykvískum verzlun- 1»
um. ■»
■
■
SálfræBideild skóla ;■
Eitt þarf ég að leiðrétta að "I
iokum. í sjalii hér á laugardag- ■;
inn um Sálfræðideild skóla var 1«
ekki nógu skýrt tekið fram, að %
hún er til húsa í Tjarnargötu
12, og er forstöðumaður henn- J.
ar Jónas Pálsson — viðtalstími ■!!
milli 11-12 á morgnana. Hins II;
vegar er það Geðverndardeild J.
barna, sem er til húsa í Heilsu- «J
verndarstöðinni. Kári. I*
*.
W.V.V.VAVAVAVAVAV/