Vísir - 29.10.1963, Blaðsíða 2
V í S IR . Þriðjudagur 29. október 1963
2
JON BIRGIR PETURSSON
Heimsfrægir handknattleiksmenn í REYKJAVIK
Beimsfrægt handknattleiks
lið, SPARTAK PILSEN, kom
tii Reykjavíkur um ld. 22.30
í gærkvöldi með áætlunarflug
vél frá Flugfélagi íslands.
Spartak Pilsen hefur meðal
liðsmanna sinna 5 landsliðs-
menn og marga, sem eru ekki
langt frá landsliði. Liðið leik-
ur hér 6 Ieiki, 5 í Reykjavík
og einn á Keflavíkurflugvelli.
Verður fyrsti leikurinn ann-
að kvöld að Hálogalandi.
Myndin, sem hér fylgir, er
tekin í hinum nýju salakynn-
um Flugfélagsins á Reykja-
víkurflugvelli, en þau munu
hafa verið tekin í notkun um
síðustu helgi.
frá Flugfélagi Islands. ur hér 6 Ieiki, 5 í Reykjavík tekin í hmum nyju salakynn-
'.R.-ingar sváfu á landamæralínu
Austur-og Vestur - Þýzkal
STUTTA
samtalid
SPARTAK PILSEN í Reykjavík.
Þetta gífurlega mikla fyrirtæki hef
ur handknattleiksdeild ÍR á herð-
um sér og þá ekki sízt Gunnlaugur
Hjálmarsson, sem hefur manna
mest starfað við að koma þessari
heimsókn á. Við röbbuðum augna-
blik við Gunnlaug í gær um heim-
sóknina.
— Þetta er mjög dýrt fyrirtæki,
en samt gerum við okkur vonir um
að sleppa taplausir Ut úr þessu.
Það verður þó ekki nema við fyll-
um Hálogaland fimm sinnum og
húsið á Vellinum einu sinni, þ. e.
þegar landsliðið leikur við Spartak.
Þetta vonum við að takist og ekki
er víst nema að það takist, því við
bjóðum góða vöru, Urvals lið með
úrvalsmönnum í hverri stöðu.
— Annars vildi ég ráðleggja
mönnum að kynna sér vel dag-
skrána fyrir heimsóknina annað
hvort í blöðum, útvarpi eða í Mál-
araglugganum, en þar höfum við
komið fyrir handknattleiksútstill-
ingu með myndum eftir Bjarnleif
Bjarnleifsson, og þar eru sýndir
bikarar Tryggingamiðstöðvarinnar,
sem keppt er um í íslandsmótinu
í handknattleik og þar gefur líka
að líta dagskrána fyrir SPARTAK-
heimsóknina.
KR-in . r komu um helg
Jna úr . oi heppnaðri keppn
isferð til Þýzkalands. Þaci
dreif margt á daga hópsins,
ag sagði annar fararstjór-
anna, Sigurgeir Guðmanns
son, okkur frá ferðinni í
samtali í gær.
„Þetta var afar erfitt ferðalag
eins og sjá má af því að við ferð-
uðumst 2100 kílómetra á 8 dögum
og lékum 4 leiki og hraðkeppni.
Þetta kom talsvert niður á getu
manna undir lokin, en annars var
árangurinn ágætur. Fyrsti leikurinn
okkar var í Hamborg og var leik-
inn 11 manna handknattleikur. Við
urðum að fara í verzlun og kaupa
okkur reglurnar daginn sem við lék-
urrí. 1 11 manna hahdknattleik er
margt frábrugðið, t. d. mega ekki
nema 6 menn leika í einu í vörn-
inni, en fjórir liggja frammi. Þenn-
an leik unnum við með yfirburðum,
enda langlélegasta liðið, sem við
lékum við“.
Hvernig leizt ykkur á þýzkan
handknattleik?
„Handknattleikur í Þýzkalandi er
mjög grófur og það er mitt álit
að ef íslenzkir dómarar hefðu blístr
að á þessa leiki hefðum við ekki
fengið færri en 50 vítaköst í ferð-
inni, — en alls voru okkur dæmd
7 í ferðalaginu. Strákarnir sáu strax
að sjálfsagt var að fara eins langt
og dómararnir leyfðu og tóku bara
á móti og það gekk mjög.vel satt
að segja“. Á þessu unnum við t. d.
í Lohne með 17:15, en það lið var
úr 3. deild Neðra Saxlands“.
Hvaða lið var bezta liðið, sem
þjð sáuð og lékuð við?
„Robalden var langbezt, en það
lið vann okkur 27:15, en okkur til
afsökunar var ákaflega þreytandi
ferðalag, sem við vorum nýkomnir
úr. Robalden er í 1. deild og hefur
oftlega unnið Hassloch, sem lék
hér fyrir nokkrum árum og vakti
' athygli manna.
Hins vegar veittist okkur létt að
vinna liðið Lemgo, sem er í 2. deild
! í Neðra-Saxlandi. Nú og svo var
hraðkeppnin í Bad Schwartau, sem
er utan við Liibeck. Þar minntist
handknattleiksfélag 100 ára afmælis
síns með þessu móti. Við komumst
j í undanúrslit með því að vinna
j Wittingen, sem er 1. deildarlið í
j Neðra-Saxlandi, en töpuðum fyrir
Phönix 4:3 í hörkuspennandi leik,
kona hans, Heinz og Sveinn Björnsson, fararstjóri.
KR-ingar skoðuðu svínabú í ferðinni og þessa mynd tók Karl Jóhanns-
son við það tækifæri. Greinilegt er, að ódauninn leggur að vitum KR-
inganna, a. m. k. má marka það af svip þeirra.
byrjaði með 2:0. Þarna voru ann-
ars eintóm þekkt lið, t. d. Ham-
burger Sprossverein, sem er annars
sérlega þekkt fyrir knattspyrnu-
garpa sina, t. d. Uwe Seeler, Phön-
ix Lubeck, sem er 1. deildarlið,
Zehlender frá Vestur-Berlín, Witt-
ingen, Bad Schwartau og svo auð-
vitað KR! Phönix vann keppnina í
úrslitum gegn HSV 5:2 en við urð-
um 3. eftir úrslit um það sæti við
Bad Schwartau með 4:0“.
Hvernig var aðsókn að leikjun-
um?
„Mjög góð má ég segja. Mest
var aðsóknin um 1200 manns, en
tvisvar var uppselt og alitaf margt
nema í Lemgo. Þetta sýnir að ís-
lenzkur handbolti er í miklu gengi |
í Þýzkalandi. Þetta er örugglega eft
ir heimsmeistarakeppnina, þvl enn
muna menn mjög vel frammistöðu
landsliðsins okkar í Þýzkalandi. —
Þetta kom og vel fram, þegar við
stóðum í bréfaskriftum. Fjöldi liða
vildi taka á móti okkur og við
höfum komizt í góð sambönd, sem
önnur félög ættu mjög auðveld-
lega að geta gengið inn í, kæri þau
sig um“.
Var nokkuð sérstakt sem gerðist
skemmtilegt í ferðinni?
„Já, það var fjölmargt og verður
ekki talið upp á stuttum tíma. —
Piltarnir voru afskaplega samhentir
og skemmtilegir ferðafélagar og
þess vegna gerðist margt ánægju-
Framh. á bls. 5.
Rætt við Sigurgeir Guð-
mannsson um vel heppnaða
utanför í handknattleik