Vísir - 01.11.1963, Blaðsíða 6
I 6 V1 S I R . Föstudagur 1. nóvember 1963U)
Islenzka sendinefndin á ALLSHERJARÞINGINU
Hér birtist mynd af sendinefnd íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Er hú tekin í þingsal og skipa nefndina talið frá vinstri: Thor Thors sendiherra, Kristján Alberts-
son, Hannes Kjartansson ræðismaður, Baldvin Jónsson og Þór Vilhjálmsson. Formaður íslezku sendinefndarinnar Thor Thors var í upphafi AHsherjarþingsins kjörinn varafor-
seti þess.
Sumarsíldveiðar —
Framhald af bls. 4.
sumri, og þaðan kom hinn kaldi
yfirborðssjór, sem áður var get-
ið.
Ciðari hluta júní seig síldar-
gangan út af Melrakka-
sléttu vestur á bóginn. Torfurn-
ar voru óstöðugar og styggar og
mokveiði yarð ekki á þessu
tímabili, enda þótt mikið væri
kastað. Hinn 12. júlí finnast svo
stórar torfur, sem komnar eru
vestur fyrir Kolbeinsey, og
virðist þá vera talsverð síld í
utanve'rðum Eyjafjarðarál. Veð-
ur hamlaði veiðum i tvo daga,
en 15. og 16. júlí varð talsverð
veiði á þessum slóðum. Síldin
hvarf þó austur á bóginn aftur
og gekk aldrei vestar en í
Eyjafjarðarál í sumar, enda
urðu þá mildar og óheillaVæn-
legar breytingar á vestursvæð-
inu, eins og að framan greinir.
Vestanganga . íslenzku vor-
gotssíldarinnar virtist að mestu
hafa stöðvazt út af Vestfjörðum
og varð hennar aldrei vart sem
sjálfstæðrar göngu í sumar.
Hugsanlegt er þó, að dreifð síld
hafi komið inn á vestursvæðið
fyrri hluta júllmánaðar og
blandazt síldinni, sem þá var í
Eyjafjarðarál og út af Mel-
rakkasléttu, því að um y3 hluti
þeirrar síldar var af íslenzkum
stofni.
Enda þótt veiði yrði mjög
stopul og lítil út af Norðurlandi
eftir miðjan júlí, var þó tals-
verð síld á djúpmiðum allt frá
Kolbeinsey og austur fyrir
Langanes. Síldin var þó oftast
dreifð eða í mjög smáum torf-
um, og þá sjaldan að góðar torf-
ur mynduðust, voru þær bæði
styggar og óstöðugar nema
nokkra daga um mánaðamótin
ágúst—september (28. ágúst —
5. sept.). Þá mynduðust mjög
stórar torfur út áf Langanesi
og þar fékkst þá ágæt jeiði. ^
Eins og á undanförnum árum,
var það aðeins nokkur hluti
norsku síldargöngunnar, sem
gekk norður og vestur fyrir
Langanes, hinn hlutinn hélt sig
á Austfjarðamiðum og f hafinu
100 — 200 sjm A og SA af Aust-
urlandi. Þá er einnig ljóst, að
talsverður hluti síldarinnar, sem
var á Austfjarðamiðum í sumar,
var íslenzk síld, sem blandazt
hafði norsku síldargöngunum.
Miklum erfiðleikum er oft bund
ið að fylgjast nákvæmlega með
þessum austangöngum íslenzku
síldarinnar, einkum vegna þess
hve dreifð hún er, þegar hún
kemur fyrst á miðin. Annað ó-
venjulegt einkenni þessarar
göngu er, að á grunnmiðum
austanlands er síldin mjög
botnlæg fyrst þegar hún gengur,
og því vandasamt að gera sér
grein fyrir síldarmagninu, sem
á miðin kemur.
J^annsóknum okkar á síldar-
sýnishornum er ekki það
langt komið, þegar þetta er rit-
að, að unnt sé að greina nánar
frá styrkleikahlutföllum þessara
tveggja stofna á aðalveiðisvæði
síldveiðiskipanna í sumar. Síld-
argöngur á Austfjarðamið voru
þó mjög dræmar fraifi éftir
siímri, en fóru heldurfvaxapdi,
og varð oftast reytingsafli þeg-
ar veður leyfðþ en eins og
mönnum er enn I fersku minni,
var veðrátta mjög óhagstæð á
síldarmiðunum í sumar og verð-
ur að fara a.m.k. fimm ár aftur
í tfmann til að finna gæftaleys-
issumar á borð við það, sem nú
er nýliðið.
Hinar erfiðu aðstæður, sem
voru við síldveiðarnar í sumar
sýndu vel, hve miklu framar
íslendingar standa öðrum þjóð-
um í síldveiðitækni. Þannig
urðu norsku skipin að liggja
vikum saman í höfn vegna veð-
urs á meðan okkar menn voru
að veiðum og öfluðu nóg til
þess a.m.k. að söltun hélzt í
fullum gangi. Þetta kom skýrt
fram í aflaskýrslum, þar eð
miðað við aflann 1962 náðum
við f land í sumar um 70%,
en Norðmenn aðeins 25% af
afla sínum 1962, er veiddur var
við mjög góð skilyrði á allan
hátt.
Meðfylgjandi mynd sýnir,
hvernig veiðin skiptist eftir
svæðum s.l. 3 ár. Mjög eftir-
tektarvert er, að öll árin er
meira en helmingur aflans
veiddur austan Langaness, þrátt
fyrir stöðugar og eðlilegar til-
raunir leitárskipa og veiðiskipa
til að finna síld og stunda veið-
arnar sem næst helztu síldar-
móttökuhöfnum norðanlands.
Reynsla undanfarinna ára
hefur þannig ótvírætt sýnt, að
bæði norsk og fslenzk vorgots-
síld hefur, í vaxandi mæli hald-
ið sig úfj af A|ustúr- og Norð-
austurlandi á sumrin og haust-
in. Rannsóknir hafa einnig sýnt,
að norska síldin a.m.k. hefur
undanfarin ár dvalizt á djúp-
miðum austanlands fram yfir
áramót. Veiðitilraunir íslendinga
á þessum miðum á haustin hafa
dregizt fram úr hófi og hljóta
að hefjast eigi síðar en að ári.
TJér að framan var nokkur
grein gerð fyrir komu síld-
argangnanna á miðin, og má í
aðalatriðum segja, að f sumar
hafi göngurnar verið seinna á
ferð en í fyrra og vestanganga
íslenzka vorgotssíldarstofnsins
hafi brugðizt. Ekki verður svo
skilizt við þessar hugleiðingar,
að ekki sé minnzt á síldargöng-
urnar f vertíðarlok. Er skemmst
frá því að segja, að um síðustu
mánaðamót var meginhluti
norsku og fslenzku sfldarinnar,
sem kom á miðin í sumar, þá
55 — 100 sjm út af Austfjörðum.
Við lok sumarsfldveiðanna í
fyrra taldi ég, að eftirfarandi
atriði hefðu ráðið mestu um
gang veiðanna:
1. Mjög hagstæð veðrátta.
2. Sterkar síldargöngur.
3. Góð fæðuskilyrði og því
mikið um stórar torfur.
4. Veiðitækni á háu stigi.
5. Aukin vitneskja um göngur
síldarinnar, vegna jákvæðs ár-
angurs rannsóknastarfsemi og
síldarleitar.
Séu þessi atriði tekin til
athugunar nú, kemur í Ijós, að
í sumar var:
1. Veður var miklu verra en
í fyrra.'
2. Síldin gekk framan af ver-
tfðinni í mun minna magni en
þá.
3. Fæðuskilyrði síldarinnar og
torfumyndun var miklu óhag-
stæðari herpinótaveiðum en f
fyrra.
Þannig voru þrjú þessara und
irstöðuatriða mun óhagstæðari
en í fyrra.
Á hinn bóginn verður að telja,
að veiðitækni hafi enn aukizt,
m. a. vegna fleiri stórra og vel
útbúinna skipa og almennari
leikni skipstjóra í meðferð sfld-
arleitartækja. Þá stóð vertíðin f
sumar nokkru lengur en f fyrra
og má þakka það þessum síöast
töldu atriðum, að svo góður ár-
angur náðist, sem raun varð á.
Jakob Jakobsson.
Það hringdi einn útvarps-
hlustandi f mig fyrir nokkrum
dögum. Tilefnið var að kvarta
yfir hinum nýja skemmtiþætti
Flosa ólafssonar, sem hann
sagði að sér hefði fundizt helzt
til bragðdaufur.
Ég hlustaði sjálfur ekki á þátt
Flosa og get ekkert um hann
sagt. En ég kem þessari um-
kvörtun á framfæri ef Flosi tel-
ur sig eitthvað geta betrumbætt
þátt sinn.
ÞaS er nú einu sinni þannig,
að erfitt er að gera öllum til
hæfis. Sumum líkar vel þáð sem
öðrum geðjast ekki að og öf-
ugt. Maðurinn sem ræddi þetta
mál við mig sagði það lika, að
það mætti vel vera að þáttur-
inn hafi verið góður og félli
öðrum í geð, en sjálfur kvaðst
hann litla eða enga ánægju hafa
haft af honum. Fyrir sig væri
hann of bragðdaufur.
V'isnaþáttur
Að tilhlutan sama útvarps:
hlustanda kem ég á framfæri
beiðni til útvarpsráðs um að
þ_ð endurveki þátt — býsna
skemmtilegan — sem helgaður
var ferskeytlum okkar — og
mig minnir að Sveinn Ásgeirs-
son hafi staðið að á sínum tíma
áoamt fleirum góðum mönnum.
Mér er kunnugt um það að
þessi þáttur náði miklum vin-
sældum meðal almennings,
miklu meiri heldur en almennt
gerist og gengur. Vísnagerð er
þjóðaríþrótt íslendinga ekki síð
ur en glíman, enda felst 1 henni
bæði list og leikni ef vel er
á haldið.
Ég tek undir þessi tilmæli
útvarpshlustanda.
Leit að rjúpnaskyttum
Rjúpnaskytterí er fyrir ýmsa
æsandi íþrótt eða leikur. Sjálfur
var ég rjúpnaskytta á yngri ár-
um mínum, eða þar til augu
mín opnuðust fyrir því hve svi-
virðilega ljótur leikur þetta er.
Rjúpan er gæfasti fugl, sem
í landi okkar býr og setur traust
sitt á mennina öðrum fuglum
fremur. Elskulegri sjón gefur
vart að líta heldur en rjúpu með
unga sína á sumrin, ást henn-
ar á afkvæmum sínum og hví-
líkt traust hún ber til mann-
fólks, sem á .vegi hennar verð-
ur. Ég hef strokið rjúpu á
hreiðri, svo gæf var hún.
Þessi pistill átti samt ekki að
vera neitt ástarbréf til rjúpna
heldur örlítil kveðja til rjúpna-
skytta, sem leggja sig niður við
að særa og drepa þennan sak-
lausa og fallega fugl.
Við skulum — í þetta skipti
— láta það afskiptalaust, þótt
þeir drepi rjúpur, en hins veg-
ar mælast til þess að þeir sjái
fótum sínum forráð og fari sér
ekki að voða í veiðiferðum sín-
um.
Það kom fyrir aftur og aftur
á dögunum að hefja varð leit
að jjessum „villingum" sem
voru í rjúpnaleit, en vissu ekki
hvert þeir fóru, vissu ekki hvar
þeir voru staddir og villtust
Iengri eða skemmri veg. Sams
konar atvik kom fyrir í fyrra-
vetur og hefur reyndar oft áð-
ur komið fyrir. Safna þurfti
fjölda manns til að hefja leit,
jafnvel senda heilar Ieitarsveit-
ir um langan veg á bílum þsss-
ara erinda.
Það er ekki af því að neinn
telji eftir sér að leita að týnd-
um manni og nauðstöddum. Síð-
ur en svo. En þetta á ekki að
koma fyrir. Menn sem eru að
leika sér hvort heldur að dráps-
fýsn eða öðru, hafa minni á-
stæðu til vorkunnar eða sam-
úðar heldur en þeir, sem vill-
ast eða týnast í nauðsynjaer-
indum Þeim ber þess vegna
margföld skylda að hætta sér
ekki lengra en svo, að þeir
komist hjálparlaust til baka.
Kári II.