Vísir - 01.11.1963, Blaðsíða 9

Vísir - 01.11.1963, Blaðsíða 9
VlSIR . Föstudagur 1. nóvember 1963. Móðir Bónapart- anna í Mosfellssveit Helga Larsen Það vita fáir að á bænum Engi f Mosfellssveit eiga heima tveir afkomendur Jóseps Bona- parte Spánarkonungs, albróður Napóleons mikla, og það, sem er enn merkilegra við þetta, að hér er um tvo íslendinga að ræða. Þetta eru systkini, Ingibjörg og KetiII að nafni, en móðir þeirra Helga Larsen, alkunn hestamanneskja, dýravinur og ágætiskona býr með þeim börn- um sínum á Engi, lítilli jörð en notalegri og stundar þar alifugla rækt og kvikfjárbúskap. Skjalfest staðfesting. Um ætt þeirra systkinanna á Engi hef ég fengið skjalfesta staðfestingu úr dönsku riti, sem rekur sögu forfeðra þeirra frá Jósep Spánarkonungi og segir frá tildrögum þess hvernig þeir flytjast frá Spáni til Danmerk- ur. Þannig var málum háttað, að Jósep Bonaparte, elzti bróðir Napóleons mikla og konungur á Spáni, var kvæntur þýzkri konu, dóttur Killemois hershöfðingja. Með henni átti hann son, Fran- cois Louison Bonaparte, að nafni.. Þegar byltingin brauzt út, óttaðist Jósep Bonaparte um líf konu sinnar og sonar og sendir þau úr landi norður til Fredericu. Þar taldi hann þau vera óhult. Af því segir svo ekki frekar annað en þau ílengjast þarna bæði og 16 ára gamall gengur Francois Louison Bonaparte prins í Danaher, gerist hljóðfæra leikari í herhljómsveit og kvæn- ist konu að nafni Helene Lind, sem mun hafa átt írskan biskup að afa. Þegar Napóleon Bonaparte féll úr valdasessi og var varpað f dýflissu, varð bróðursyni hans í Danmörku ekki um sel og taldi sér bezt borgið með þvf að sleppa Bonapartenafninu. Eftir það hét hann aðeins Francois Ingibjörg á Engi með ævisögu Napóleons frænda síns fyrir framan sig, og virðir fyrir sér mynd af honum á kápu bókarinnar. Louison. Hann erfði miklar eign- ir eftir móður sína, en sólund- aði þeim öllum og dó gjörsnauð ur í Vartov árið 1877. Hafði hann þá orðið 11 bama faðir. Ein dóttirin, Xai Benjamine Louison, giftist dönskum manni Larsen að nafni, og eitt bama- barna hennar var Axel Larsen, sem kvæntist árið 1928 íslenzkri konu, Helgu Larsen, nú búsettri á Engi f Mosfellssveit. Varð þeim þriggja barna auðið, én eitt þeirra, Fanney að nafni, dó þegar hún var 13 ára gömul. Eftir lifa þau Ketill og Ingi- björg og em þau síðustu afkom endur Jóseps Bonaparte Spán- arkonungs, sem vitað er um. Hinn danski ættleggur mun að öðm leyti útdauður að þvf er frú Helga Larsen veit bezt sjálf. Út úr myrkrinu. Á þessu hausti mun koma út ævisaga frú Helgu Larsen, sem Gísli Sigurðsson ritstjóri hefur skrifað eftir frásögn Helgu sjálfr ar. í tilefni af því Ieitaði Vfsir fundar Helgu og spurði hana nokkurra atriða í sambandi við bókina og æviatriði hennar. Út- gefandi bókarinnar er Gunnar Þorleifsson forstjóri. — Ég held að bókin komi bráðlega út, sagði frú Helga — veit ekki betur en að langt sé komið að prenta hana, eða jafn vel búið. Ég hef ekki fylgzt svo nákvæmlega með því. Útgefand- inn veit það. — Hvað heitir bókin? — Sennilega „Út úr myrkr- inu“. Ég hafði sjálf hugsað mér að kalla hana „Klungur og geislaglit" eða eitthvað þess háttar. Hitt þótti betra. — Þú varst sjálf byrjuð að skrifa ævisögu þína fyrir nokkr- um ámm. Mér er kunnugt um það. — Jú, ég skrifaði nokkur drög, og þau náðu framundir þann tfma er ég varð ekkja, árin næstu áður en heimsstyrj- öldin brauzt út. Gísli ritstjóri fékk þessi drög til meðferðar og hann hefur heflað þau öll til og betrumbætt. Á því var þörf. Þetta vom einvörðungu brot. Ég hafði aldrei ætlað mér að gerast rithöfundur. En ég skrif- aði þetta brotasilfur mér til hug arhægðar, ef til vill líka til rétt- lætingar. Ég veit það ekki. Ég vildi aðeins segja hlutina eins og ég man þá réttast og bezt og eins og atvikin komu mér fyrir sjónir persónulega. Að eignast leiði. — Þú átt viðburðaríka ævi að baki. — Ekki viðburðaríkari en margir aðrir. Síður en svo. Samt hefur margt á dagana drifið, gengiC á ýmsu. Erfitt framan af. - Erfitt? — Það er erfitt fyrir þá að festa rætur og njóta iífsins sem orðið hafa útundan, lent að fjallabaki eins og ég orða það. Ég var lítilsigld og umkomu- laus. Alin upp á sveit. Það tók tíma að brjóta þann örlagafjöt- ur af sér. Mér varð einu sinni hugsað til þess hvflfk gæfa það væri að — Já, og þegar ég var sex ára gömul var ég flutt e'ins og hver annar sveitalimur þangað sem sennilega hefur verið boðið lægst f mig. Það var venjan um þurftarlimi þjóðfélagsins í þá daga. Ég gleymi ekki þeirri stund þegar ég leit hina verðandi hús- móður mína í fyrsta skipti og Helga stígur á bak gæðlngi sfnum inni í miðri Reykjavíkurborg. Hún gerir það þegar syrtir að í lífinu. Þá blrtir jafnan til. eignast þó ekki væri annað en leiði yfir gröf einhvers ástvinar eða ættingja, leiði sem gæfi manni tilefni til væntumþykju og ræktarsemi, leiði þar sem hægt væri að rækta blóm og sýna ást sína og þakklæti í verki. Eitthvað að hugsa um og elska. En ég átti ekkert leiði. Svo umkomulaus var ég Svo rótlaus. Svo fátæk. — Það var erfitt að vera alin upp á sveit? — Erfitt er sennilega ekki rétta orðið. Það var neikvætt líf. ömurleiki í orðsins fyllstu merk ingu. Þannig var f bernsku minni hlutskipti þeirra sem einskis máttu sín. Þeirra sem voru óvelkomnir í þennan heim. Þéir voru alls staðar fyrir, ö!l- um til óþurftar. Þeim varð ekk- ert fyrirgefið. — Þú ert alin upp í Árnes- sýslu? öllu mínu umkomuleysi þá. Ég fékk slæmt hugboð. Hné niður af angist. — Rættist það? — Já það rættist. Ég gæti ekki óskað neinni skynlausri skepnu hlutskiptis míns árin næstu á eftir. Og þegar ég var 13 ára gömul strauk ég. Ég átti móður á Iífi. Hún var eina athvarfið mitt, einasti ljósgeislinn í lífi mínu. Til hennar sótti ég traust — Hún hefur tekið við þér? — Móðir minni þótti vænt um mig og vildi allt fyrir mig gera. En hún var ekki þess megnug að taka við mér og hún bað mig að fara aftur. — Þú fórst aftur? — Átti ekki neinna kosta völ. Húsbóndinn sótti mig. Og þegar ég sá bæinn aftur hné ég niður. Frh. á bls. 4.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.