Vísir - 01.11.1963, Blaðsíða 15

Vísir - 01.11.1963, Blaðsíða 15
VÍSIR . Föstudagur 1. nóvember 1963. 15 Angela hnyklaði brúnir. Nýrri grunsemd skaut upp í kolli henn ar og hún sagði við sjálfa sig: — Ef það væri nú hún! Það datt mér strax í hug, þegar ég sá líkið, nei, nei, það getur ekki verið. Því gæti ég aldrei trúað. Hún hefði ekki látið hann deyja til þess að leyna skömm sinni. Hún mundi ekki reyna að hefna sín á mér þannig, að það bitnaði á dóttur minni, og hún vissi ekki, að Emma Rósa var á leiðinni til mín, og þar að auki: Sá, sem kannske hefir flögrað að henni að myndi grípa til vopna til slíks verknaðar, mundi aldrei gera slíkt. Ég held ég verði brjáluð af að hugsa um þetta. Dóttir mín ein hefir lyk- ilinn að þessari gátu — hún ein getur haft hann, og hafi verið framið afbrot gegn henni, skal réttlætinu verða fullnægt. Hún hneigði höfuð og ýmist vafði saman eða breiddi sundur vasaklútsbleðil sinn með krampa kenndum hreyfingum. Hann er dauður, hugsaði hún áfram, og þeir spurðu mig, hvort ég þekkti hann, og ég neitaði því. Var það rétt af mér eða átti ég að nefna það nafn, sem hefði brennt á mér varirnar, ef . ég hefði nefnt það? Kannski var þar skylda mín. Ég hefði kann- ski átt — hverjar sem afleiðing- amar hefðu orðið, — að láta réttinum í té allar þær upplýs- ingar, sem hefðu getað leitt til þess, að hægt væri að handtaka þann mann, sem myrti hann, og síðan reyndi að drepa dóttur mína? Og nú beindust hugsanir henn ar aftur að dótturinni og hún bað í angist sinni og sálarkvöl: — Guð minn, láttu hana ekki deyja! Nei, hugsaði hún, það getur ekki verið guðs vilji og hún brast í grát. Ekillinn hafði ekið hratt og nú stöðvaðist vagninn fyrir fram an bústað hennar við Rue des Dames. Þegar gamla þernan hennar, Kath'n, sá hana koma grátbólgna og óttaslegna á svip, varð henni mikið um og hörfaði undan, fórn andi höndum: — Hvað hefir komið fyrir? Vonandi ekkert illt fyrir ungfrú Emmu? Angela hneig niður á stól og sagði Katrínu allt af létta um það, sem hún vissi um það, sem gerzt hafði. — Og þér eruð hérna ennþá •— ekki farnar til Saint-Julien- Du-Sault? — Það fer ekki lest þangað fyrr en kl. 12.50. Ég kom til að ferðbúast og biðja þig að ann- ast allt meðan ég er að heiman — það fer eftir líðan dóttur minnar hvenær ég kem. Nú fer ég upp og hefi fataskipti og — svo fer ég, — það bíður vagn eftir mér niðri. — En þér hafið ekkert borð- að? — Ég hef enga matarlyst — hvernig ætti ég að geta borðað, þegar annað eins og þetta dyn- ur yfir mann. sorgin dynur yfir, sem menn þurfa ekki aðeins á sálarstyrk að halda heldur og fullum líkams kröftum. Og ef þér neytið ekki matar veikist þér kannski og getið þá ekkert gert fyrir bless- að barnið. Nú hita ég eitthvað handa yður — það verður tilbú- ið, þegar þér hafið haft fata- skipti. Angela hafði aftur hulið and- litið í höndum sínum. — Og ég var svo glöð, ég hafði hlakkað svo til að sjá hana aftur — og nú verður hún kann- ski dáin, þegar ég kem. — Varðveitið ró yðar, frú, sagði Katrín, sem örvænti ekki síður en hún, en lét það ekki sjást. Þér megið ekki hugsa þann ig, þér megið ekki örvænta, þér hafið aldrei gert neinni mann- eskju mein, og góður guð hegn- ir yður ekki fyrir neitt, sem þér hafið ekki gert. — Ég veit, að þú meinar þetta vel, Katrín, og hefir rétt að mæla, en ég hefi bara ekki fullt vald á tilfinningum mínum, — Emma er eina manneskjan hér í heimi, sem ég elska. Ef ég væri svipt henni, langaði mig ekkert til að lifa. — Einmitt vegna þess, að þér elskið hana, verðið þér að hafa vald á sorg yðar. Angela þrýsti hönd hennar tryggu þernu sinnar og fór upp í svefnherbergi sitt, meðan Kat- rín bjó henni morgunverð. Hún hafði fataskipti og lagði 500 franka seðil og nokkra gullpen- inga í buddu sína, og svo fór hún niður og fór að ráðum þernu sinnar og neytti morgunverðar, áður en hún ók aftur til stöðv- arinnar. ★ Nú víkur sögunni að lögreglu- fulltrúanum, sem ók til réttarins til þess að hafa tal af saksókn- ara -og dómara og gera þeim grein fyrir því, sem gerzt hafði, en svo hátt settur embættismað- ur sem saksóknarinn var ekki viðstaddur svo snemma dags, en þarna var viðstaddur stað- gengill hans, Femand de Rodyl, fingurgómana“, talinn samvizku samur embættismaður og ágæt- lega gefinn maður, sem gæti ver ið kominn í dómarastöðu, ef hann hefði sótzt eftir því, en hann kaus heldur að vera stað- gengill dómara. Hann var vel býggðúr, andlits- fagur, en nokkuð strangur á svip stundum, einkum við fyrstu kynni, en það fór af, og hann vann alla á sitt band og þeim varð vel til hans. Hann var ekki ræðinn um eigin málefni og það var ekki ótítt, að hann hnyklaði brúnir, eins og hann væri að hugsa um eitthvað, sem hann helzt vildi gleyma, en gat ekki gleymt. Það var sagt, að herra de Ro- dyl hefði verið mikið kvenna- gull, er hann var yngri — og suma grunaði, að hann væri ekki við eina fjölina felldur í þeim efnum enn í dag, en hann var einhleypur og sagði stundum í gamni, að hann væri „fæddur piparkarl", en hvað sem um þetta var, fór hann svo vel með það, ef satt var, að hann hafði aldrei beðið álitshnekki vegna ævintýra sinna. Faðir hans hafði verið saksóknari í Marseille, — Menn mega aldrei láta ör- væntingu eða vonleysi hafa á-1 maður um fertugt, af mjög tig- ' hrif á sig. Það er einmitt, þegar I inni ætt, glæsimenni fram „í voru foreldrar hans báðir látn- ir. Ekki vantaði það, að honum mundi hafa verið fagnað sem tengdasyni í mörgum fjölskyld- um, en það hafði ekki tekizt að hneppa hann í slíka fjötra. Lögreglufulltrúinn gerði de Rodyl grein fyrir því, sem gerzt hafði. — Þetta virðist allflókið mál, sagði de Rodyl, er hann hafði hlýtt á hina munnlegu greinar- gerð lögreglufulltrúans. Hafið þér gert lögreglustjóranum að- vart? — Ég reyndi það. Hann var ekki við./ — Og yfirmanni leynilögregl- unnar. — Hann var ekki kominn held ur. — Þá skal ég gera boð eftir honum. Fjórði hver miði vinnur að meðaltali! Hæstu vinningar 1/2 milljón krónur. Lægstu 1000 krónur. Dregið 5. hvers mánaðar. ^jJiavJutíIlBSA I SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver. Æða- og gæsadún- sængur og kodda fyrir liggjandi. Dún- og fiðurhreinsunin Vatnsstíg 3 — Sími 14968 auglysiðj r WE KEEr THEW SO 'TIL MOKWING-- THEW PUT FHZE ANTS OKI THEM . .. V SEFOIiE WE KILL THEtó WITH CLUSSt THE COCOOH-LIKE TKAPOFCAPTAIH WILPCAT SUPPEHLY EKPL07ES- Eu.ioTr jOHrl CeiARpO Diatr. I>.v t'nitH Fralurr Svndfr Töframennirnir hata Tarzan og vini hans eins og pestina, fyrir að gera þá útlæga úr öllum þorp- um skógarins. Og þeir nota fyrsta tækifæri sem þeir fá til þess að hefna sín. Eftir að hafa bundið þá rækilega, segir einn þeirra og hlær illgirnislega: — Við látum þá bíða svona þangað til í fyrra- málið, en þá látum við maura skríða um þá, áður en við berjum þá til bana. En þeir gleymdu að reikna með því að Captain Wild- cat .er amerískur hermaður, og að amerískir hermenn eru vel vopn- aðir og þjálfaðir. Og þessi gleymska verður þeim að fjör- tjóni. Skyndilega virðist sem gildra sú, sem Wildcat er i, springi í loft upp. Hann hefur gripið til vélbyssunnar og hellir skotunum yfir töframennina fyrr- verandi, sem vita ekkert hvað þeir eiga af sér að gera. ER FYRIRLIGGJANDl Þ. ÞORGRÍMSSON & CO. Suðurlnndsbraut 6 LAUGAVEGI 90-02 Sölusýning á bifreiðum alla virka daga vikunnar. • Stærsta úrval bifreiða á einum stað. Salan er örugg hjá okkur. Bílakjör Nýir bílar, Commer Cope St. BIFREIÐALEIGAN, Bergþórugötu 12 Simai 13660. 34475 og 36598 j iFÓTSN YRTING' jGuðfinna Pétursdðttir iNesvegi 31 . Sími 196951

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.