Vísir - 20.11.1963, Síða 5

Vísir - 20.11.1963, Síða 5
V í SIR . Miðvikudagur 20. nóvember 1963. utlönd í. inorgun útlönd 1 morgun útlönd í morgun útlönd í !£>;<■ «-V < > morgun I stuttu múli ’f’ Flóð hafa valdið miklu tjóni á Haiti og á Kúbu. Komu þau í kjölfar hvirfilvinds í síðastlið- inni viku. Á Haiti hafa fundizt 500 lík og óttazt að mörg séu ófund- Forsœtisráðherra Sýrlands er kominn heim frá írak. Var farið að óttast þar, að hann hefði verið handtekinn. 'f Barghoom prófessor segir hand- töku sína hafa borið að þannig að ungur maður hafi undið sér að hon um bg lagt plögg í hendur honum Hugði Barghoorn það venjuleg á- róðursplögg og stakk í vasa sinn. Ekki hafði hann fyrr gert það en tveir öryggislögregluþjónar komu og handtóku hann — og einnig piltinn. Barghoorn kvaðst engan áhuga hafa á hernaðarlegum málum og ekkert reynt til að fá upplýsingar um þau. ► Dean Rusk flutti ræðu á sunnudag £ tilefni þess, að öld er liðin frá því Abraham Lincoln flutti hina frægu Gettisborgar- ræðu sína. // // Wartt-mál" í Moskvu og Profumomál"í Washington Norðurlandablöðin birta frétt- ir af rniklu hneykslismáli í Moskvu,„Ward-málinu“ í Moskvu, en það er sjónvarps- verkfræðingur þar í borg, sem á hefir sannazt ,að hafa ginnt til fylgilags við sig að minnsta kosti 41 unglingsstúlku, þar af 15 úr unglingadeild kommún- istaflokksins í Moskvu. Hann hefir verið leiddur fyrir alþýðu- dómstól. Hann er miðaldra og heitir Boris Judkin. Hann er sagður hafa heim- sótt gistihús og %ðra staði, þar sem hann fékk tækifæri til að hitta ungar stúlkur, kvaðst vera ljósmyndari, skjallaði þær og sagði þeim frá ferðum sínum til Vestur-Evrópu — og bauð þeim svo heim, og þar með voru þær komnar út á hála braut, en mór- allinn I boðskap Borisar var: Etum, drekkum og verum glöð o.s.frv. Það var nágranni manns- ins og einn af embættismönnum flokksins, sem kærði hann — en ekki fyrr en hann ætlaði að tæla dóttur hans, og hlaut mað- urinn þó að hafa áður verið búinn að gera sér Ijóst hvað var að gerast hjá Boris, sem bjó við hliðina á honum. Er hann harð- lega gagnrýndur, «vo og sjón- varpsstjórnin o.fl. í ungmenna- blaði flokksins Moskovskij Komsomolets og fleiri sovézkum blöðum, og vitanlega um kennt vestrænum spillingaráhrifum, en einnig, að mjög skorti á „réttar uppeldisaðferðir hjá okkur“. Því má við bæta, að það er ekki nema þegar mikil hneykslismál af þessu tagi eru á ferðinni, að þau eru gerð eins mikið að umtalsefni í blöðum og þetta mál. „PROFUMO“-MÁL í WASHINGTON. Og þá er ekki minna rætt í bandarískum blöðum og blöðum út um heim „Profumo-málið“ í Washington sem sagt er, að 7 öldungadeildarþingmenn hafi flækzt í, en höfuðpersóna í þeim leik er Bobby nokkur Baker, sem var „fátækur póstmeistara- sonur, en hafði eignazt 2 mill- jónir dollara, er hann var 35 ára“. Og það er sem sé síma- vændi, sem hann virðist hafa þénað á — brask og símavændi. Rámem'a Það vakti mikla athygli í gær- kvöldi og er forsíðufrétt að Rúm enia samfylkti ekki kommúnista- ríkjunum við mikilvæga atkvæða- greiðslu í stjómmálanefnd Alls- herjarþingsins í gær, en þess hefir sézt í ýmsu vottur £ seinni tíð að Rúmenar hafa hug á að fara sinar götur, en viðjar Moskvuvaldsins eru traustar, og Rúmenum meinað að fara þær brautir, sem þeir helzt vildu fara. Þetta var við atkvæðagreiðslu £ stjórnmálanefnd AUsherjarþings- ins, er samþykkt var með 89 at- kvæðum gegn engu tillagan um Suður-Ameríku sem kjarnorku- laust svæði. Fjórtán þjóðir sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, þeirra meðal öll kommúnistaríkin — nema Rúmenía og Kúba — einnig Vene- zuela og Frakkland. Síðan var samþykkt tillaga, til stuðnings uppástungum um, að kjarnorkuvopn verði bönnuð um allan heim, og snerust vesturveldin gegn henni á þeim grundvelli, að slíkt bann yrði að vera hluti al- þjóðás'ámÉohíiiragS-'úm afvöpnun og ií'u3.jusi3vH 'mvm*. '• itls iísv Undir umræðunum um Suður- Ameríku sem kjarnorkuvopnalaust svæði deildu einkum hart fulltrúar Kúbu og Bandaríkjanna. Vildi hinn fyrrnefndi binda samþykktina við það, að Bandaríkin flyttu úr öllum herstöðvum sem þeir hafa í Mið- og Suður-Ameríku, svo og úr flota- stöðinni á Kúbu. Þá yrðu þeir að fallast á, að nota ekki kjarnorku- vopn Panamaskurðinum til varnar. Fulltrúi Bandarlkjanna bar það á 'Kúbustjórn, ,að,i hún ynni. fyrir 'jkbfhmúniáma .og' að byltingum í Mið- og Suður-Amerfku, og þess vegna vildu þeir Bandaríkjamenn burt úr öllum herstöðvum, og reyndu að grafa undan þeim sem bakhjalli frelsisunnandi afla f þess- um löndum. , Jóhann Hafstein, dómsmálaráð- herra hefur aftur tekið sæti á Alþingi eftir setu á þingmanna- fundi NATO. Sem þingmaður á hann sæti f neðri deild og bauð forseti deildarinnar, Sig. Bjarna- son, hinn nýskipaða ráðherra vel- kominn og óskaði honum heilla f störfum. Þá gerði Sigurður Ingimundar- son (Alþfl.) örstutta grein fyrir stuðningi fjárhagsnefndar við frumv. um bráðabirgðabreytingu og framlenging nokkurra laga. Síðan gerði Guðlaugur Gíslason (S) grein fyrir nefndaráliti um frumvarp Jónasar G. Rafnar um aðstoð ríkisins við kaupstaði og kauptún vegna landakaupa. Með lögum um fyrrgreinda að- stoð er- ákveðið að ríkissjóður leggi árlega fram 3 millj. króna á árunum 1963 — 1972 sem ríkis- stjórninnni er heimilt að lána kaupstöðum og kauptúnum til þess að kaupa lönd og lóðir inn- an hlutaðeigandi sveitarfélags. Lánin mega nema allt að 60% af kostnaðarverði hins keypta lands, en jafnframt er ríkisstjórninni heimilt að ábyrgjast allt að 40% af verðinu. Tilgangur laganna er því sá að auðvelda sveitarfélögum að eignast lönd er þau þurfa að hagnýta á einn eða annan hátt. í lögunum er einnig tekið fram að fjármálaráðuneytið megi fella niður þinglesturs- og stimpilgjöld af lánsskjölum, sem um getur í lögunum. Þessi heimild nær ekki til afsalsbréfa, en stimpil- og þinglestursgjöld af þeim geta numið allháum upphæðum. Telur flutningsmaður nauðsyn- legt að undanþáguheimildin nái einnig til þeirra. Viðkomandi nefnd lagði ein- róma til að frumvarpið yrði sam- þykkt, enda búið að leita álits viðkomandi yfirvalda. Þá gerði Halldór Ásgrímsson (F) grein fyrir frumvarpi sínu og tveggja annarra þingmanna Áust- fjarða um breytingar á vegalög- um, þannig að allmargir sýslu- og hreppavegir yrðu teknir f þjóðvegatölu. Eru breytingartil- lögunar í 20 liðum. Taldi flutn- ingsmaður brýna þörf á sam- þykkt frumvarpsins þar sem Austurland væri einna verst statt allra landshlutanna hvað»,vegamál snerti. Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráðherra, taldi áhuga Fram- sóknarþingmanna á vegabótum á Austurlandi seint kominn fram. Kvað hann ríkisstjórnina hafa lát- ið gera allsherjar endurskoðun á vegalögum og væri beðið loka- tillagna nefndar er um málið hef- ur fjallað. Mundi þeirra að vænta fyrr en síðar og mundi frumvarp- ið þá strax verða lagt fram. Kvað hann ríkisstjórninni ljóst að mikils þyrfti við og væri hún á- kveðin í að endurskoðunin mið- aðist við að gert yrði myndarlegt átak í þessunr efnum. Jóh. Hafstein boðinn veikominn -» IBefndaróSit - Wegssmó! Sjálfur Kennedy forseti var spurður um þetta mál á fundi með fréttamön.num og svaraði hann, að s.lltaf væri til fólk, sem stæðist ekki þunga freisting- anna. Baker hafði lagt fé f spila- víti á Karíbahafseyjum, veitinga stofu í Norður-Karolinu, far- fuglaheimili í Maryland, veð- hlaupabraut í Kaliforniu, lög- fræðingafirma, tryggingafirma, ferðaskrifstofu í Nashington, kirkjugarð í Suður Karolinu og dósaverksmiðju á Haiti, og um hið síðastnefnda fyrirtæki er sagt, að Baker og félagar hafi fengið greiðslu sem nam 1 centi á útfluttu kjötpundi fyrir að hafa útvegað stimplað plagg Iandbúnaðarráðuneytisins, að f verksmiðjunni væri öllum heil- «brigðisskilyrðum Bandaríkjanna fullnægt, og af þessu námu tekjur þeirra tvö síðastliðin ár 50,000 dollurum. Þannig verða menn milijónerar segir í blaði nokkru um þetta, og líklega gæti Baker þénað milljón á að upplýsa hvernig hægt sé að græða milljón. Þingnefnd hefir háft þetta mál til meðferðar og nefir fengið sér málflutnings; mann á áttræðisaldri sem ráðu- naut, og ennfremur, að ef allt kæmi fram gæti verið þarna um álíka hneykslismál að ræða og „Profumomálið“ ÚTBOÐ Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík óskar eftir að kaupa ofaníburðarmöl til mulnings í vélum í Ártúns- höfða. Tilboð skal miðast við að skila efninu í muln- ingsvél og skal það vera hæfilega blandað grjóti, sandi og leir. Efnið skal vera frostiaust við afhendingu. Áætlað er að kaupa um 30 þús. rúmmetra á þessu og næsta ári, þar af ca. 8. þús. rúmmetra á þessu ári og eftirstöðvarnar í 3—4 áföngum á næsta ári. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri Vonarstræti 8, mánudaginn 25. nóvember n. k. kl. 11.00 f.h. * Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Tilboð óskast Tilboð óskast í m/s LAUGI G.K. 207 þar sem hann liggur í fjörunni í Hafnarfirði. Nánari uppl. veitir Sigurjón Einarsson Dröfn h.f. Hafnarfirði. Tilboðum sé skilað fyrir 27. nóv. Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta c/o Fiskifélagshúsinu. v Hreinsum vel og fljótt Hreinsum allan fatnað — Sækjum Sendum EFNALAUGIN LINDIN H.F., Skúlagötu 51, sími 18825 Hafnarstræti 18, simi 18820.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.