Vísir - 20.11.1963, Síða 6
V í S IR . Miðvikudagur 20. nóvember 1963.
6
Fjórar nýjar
y Framh. af b!s. 1.
— Það voru notaðar flugvél-
ar sem þú keyptir?
— Já, ég keypti þær notaðar
af Bandarfkjaher. Nv.iar kosta
þær 6 millj. kr. stykkið en ég
fékk þær fyrir 1 millj. kr. eða
tæplega það. Þær eru 7 ára
gamlar.
— Hvað með greiðsluskil-
mála?
— Það verður að borga þær
að sumu Ieyti fvrirfram og að
hinu leytinu við móttöku.
— Þú ert ríkur!
— Það er óneitanlega erfið-
ieikum bundið að borga þessa
fjárhæð. Hinu kvíði ég þó meir
ef ég fæ ekki aðstöðu tii að
geyma vélarnar allt árið á Ak-
ureyri sökum skýlisleysi.,
— Ekkert flugvélaskvli til?
— Ekki ennþá. Það hefur
lengi staðið til, en ekki orðið
af því ennþá. Fjárskortur hefur
hamlað framkvæmdum. En ef
ekki verður byggt flugskýli á
Akureyri á næstunni verð ég
að geyma vélarnar f Revkjavík
yfir veturinn. Það sér það hver
sjálfur hversu henpilegt það er.
— Hvað ætlastu svo fyrir
með allan þennan flugvélakost?
— Það verður tfminn og
reynslan að skera úr. En fvrst
og fremst til flutninga á fólki
og vörum. Ifka til siúkraflugs.
Það er yfrið nóg að gera ög ég
hef á undanförnum árum flneið
víðs vegar um land, en á of liti-
um; og óheppilegum vélum.
— Hefurðu hugsað þér að
taka upp áætlunarflug til á-
kveðinna staða?
— Ekkert ákveðið ennþá með
það, en það er ekkert því til
fyrirstöðu ef svo ber undir.
— Þú þarft að ráða til þín
hejlan heruaf flugmönnum.
— Vafalaust eitthvað, en á
þeim er enginn skortur um
þessar mundir. Ég gæti ráðið til
mfn 20 — 30 flugmenn á stund-
inni ef ég kærði mig um. t>að
er mikið um atvinnulausa flug-
menn.
Annars þarf ekki nema einn
flugmann á hveria þessara véla,
þó aðstaða sé fyrir tvo. Það
þarf heldur ekki neinn véla-
han, eða aðra aðstoðarmenn f
þær.
Fyrsti snjórinn —
Framh. af bls. 16
með sleða sína, sem blessuðu ^
þá náðargjöf að fá snjóinn til
að reyna sleðana, sem þau hafa
fengið svo fá tækifæri til að
reyna. Mjög víða, einkum þó
í úthverfunum áttu menn í erfið,
leikum með bíla sfna. Sums-
staðar reyndu menn að láta
„renna f gang“, en það gekk
erfiðlega, enn aðrir spóluðu sig
áfram eftir götunum. Það var
greinilegt að Revkvfkingar voru
ekki viðbúnir fyrsta snjónum.
Fyrir utan hjólbarðaverkstæði
hafði víða myndazt þröng, þar
voru menn að kaupa snióhjól-
barða í stað sumarhjólbarðanna,
sem til þessa hafa dugað.
Strætisvagnaferðir í morgun
, trufluðust talsvert, vagnarnir
héldu margir hverjir ekki áætl-
un og fjöldi manns kom of
séint til vinnu og varð að bera
fram afsökun við húsbónda sinn
þ.e.a.s. ef hann var þá ekki að
basla við að setja keðjur á bíl
sinn. Á strætisvagnastöðum
norpaði fólkið eftir vagninum,
illa klætt í snjóskaflana, en
leigubifreiðastjórar, sem voru
við vinnu í morgun höfðu ærinn
starfa.
Nokkuð hefu-r bætt á snjóinn
norðanlands og á Akureyri var
snjókoma f morgun.
Samkvæmt upplýsingum frá
Vegagerðinni var Öxnadalur og
öxnadalsheiði þó fær talin stór
um bílui.i og á Norðurleiðinni
yfirleitt ekki um aðra trafala að
ræða fyrir kraftmikla bfla.
Á Bröttubrekku hefur snjó
ekki fest að ráði ennþá, en svell
myndast þar og þarf að gæta
varúðar. í Dalasýslu er víða
þæfingsófærð komin og leiðir
algerlega lokaðar efti-r að kemur
vestur f Gilsfjörð.
Leiðir í námunda við Reykja-
vfk oru seinfarnar í morgun,
meir vegna blindu heldur en ó-
færðar, þvf að yfirleitt hafði
ekki fennt f skafla heldu-r var
að mestu jafnfallinn snjór og
hann ekki djúpur. Mjólkurbílum
að austan seinkaði f bæinn af
því hve illa sást til vegarins og
sama gegndi um bíla sem fóru
Hvalfjörð. Þar áttu bílar f erf-
iðleikum i brekkum og sendi
Vegagerðin stóran bíl, útbúinn
snjótönn, þeim til aðstoðar.
Austan af Fljótsdalshéraði var
Vísi sfmað f morgun að þar
færu samgöngur einkum fram
á snjóbílum. Aðalófærðin er á
neðanverðu Héraðinu og niður
á firðina reyna ekki aðri-r bílar
að komast heldur en snjóbílar.
ðiícf Þeirf-jeppar sem hafa farið inn-
an úr Fljótsdal niður á Egils-
staði hafa verið 7 — 8 klst. hvora
leið.
Veizlan --
Framh. af bls. 1.
voru pelli og purpura að mið-
aldasið. Er fylkingin gekk f. sal-
inn lék hljómsveit íslenzka þjóð-
sönginn. Beggja vegna í göngum
stóðu hallarverðir, „Beefeaters"
heiðursvörð f hinum skrautlegu
búningum sínum. Fögnuðu for-
setahjónin hverjum gesti sem til
veizlunnar kom en hana sátu um
450 manns.
Nokkrir Islendingar voru þar
viðstaddir, allmargir brezkir ráð-
herrar, en meginþorri gestanna
voru „City“ menn, þ. e. framá-
menn verzlunar, banka og trygg-
ingafélaga Lundúna, auk fulltrúa
borgarstjórnarinnar.
Reiddur var fram fimmréttaður
matur og var matseðillinn skreytt
ur myndum frá íslandi. Snætt
var við kertaljós. Borgarstjórinn
C. James Harmann flutti vins.
lega ræðu og minntist langs sam-
bands landanna. m. a. verzlunar-
sambandsins. Ræða forseta Is-
lands vakti mikla athygli. Dáðust
menn að þvf hvílíkt vald hann
hafði á enskri tungu og lofaði m.
a. fyrrverandi borgarstjóri Bela-
bere það mjög er við ræddumst
við undir borðum.
Forseti íslands sæmdi borgar-
stjórann Fálkaorðunni af hárri
gráðu.
Emil Björnsson símaði .m.a.
eftirfarandi f morgun:
Yfirborgarstjórinn í London,
Clement James Harmann, flutti
mjög vinsamlega ræðu í garð
Islands f veizlu þeirri, er hann
hélt forseta íslands í Guildhall í
gærkveldi. Hann gat þess, að for-
seti íslands væri fyrsti erlendi
þjóðhöfðinginn, er hann héldi
veizlu. Hann ræddi um sögu Is-
lands og samskipti við Bretland.
Hann sagði, að þjóðirnar hefðu
ávallt átt mikil viðskipti og mið-
að við fólksfjölda ættu Islending-
ar meiri viðskipti við Bretland en
nokkur þjóð önnur utan samveld-
isins. Þeir keyptu vörur f Bret-
landi fyrir 30 pund á mann á ári
hverju. Borgarstjórinn nefndi Is-
land Aþenu norðursins og sagði
að Bretar væru stoltir af að geta
kallað Islendinga frændur. Hann
ræddi um góða enskukunnáttu Is-
lendinga og dáðist að þvf hvílíkt
vald forseti fslands hefði á enskri
tungu. Clement James Harmann
borgarstjóri sagði, að íslendingar
væru mikil bókmenntaþjóð og
bókmenntir þeirra hefðu haft mik
il áhrif á mörg ensk skáld. Þá
ræddi hann um sjálfstæðisbaráttu
íslendinga og lýðræðisskipulag.
Hann sagði, að hið fslenzka þjóð-
félag væri grundvallað á þing-
ræðislegu lýðræði, sem væri
brezk „tradition". Þó væri þing-
ræðið eldra á Islandi en í Bret-
landi.
Borgarstjóri vék því næst að
landafundum Islendinga tii forna
og nefndi Leif heppna og landa
fundi hans. Kvað borgarstjóri
■ hafið gera þjóðirnar að nágrönn-
-%fnJi œ’ttfcBÉ fikiðtíí "'í ""
jtjfp. fif ft'ðívcjí" i •» ■■] XJS
Borgarstjóri sagði, að landhelg-
isdeilan væri góðu heilli leyst
fyrir 2 árum og öll sárindi, er
skapazt hefðu við hana úr sög-
unni nú. Hann sagði, að ísland
nútímans væri á eins hraðri fram
farabraut og önnur Evrópulönd
þar sem framfarir væru mestar.
Hins vegar væri Islendingseðlið
óbreytt. Las borgarstjóri því næst
upp snialla lýsingu á því eðli eft-
ir Sir Richard Burton.
Borgarstjórinn sagði ennfremur:
Vinátta þjóða okkar er byggð
á gagnkvæmri virðingu og sam.
vinnu í alþjóðamálum. Við erum
ákveðnir baráttumenn fyrir frelsi,
lýðræði og einstaklingsfrelsi og
heimskunnir fyrir að vilja verja
þær hugsjónir. Vináttusamband
þjóða okkar hefur aldrei verið
traustara en nú og nærvera for-
seta íslands í kvöld er tákn ensk-
íslenzkrar vináttu og hið ánægju-
legasta merki f sögu þeirrar vin-
áttu milli þjóðar okkar.
Forseti Islands færði drottn-
ingu f gær að gjöf útgáfu Háskóla
íslands af íslendingabók Ara
fróða. En hún er bundin í dökk-
rautt skinn, silfurskreytt víra-
virki. Fyrirmynd víravirkisins er
tekin frá íslenzku kvensilfri, sann-
kallað drot'>ningargersemi. Að
lokinni heimsókninni f Bucking-
ham Palace ritaði forseti nafn
sitt í gestabók ekkjudrottningar-
innar í Clarence House, sem er
aðsetur hennar.
Fréttamyndir voru af komu
forsetahjónanna í báðum sjón-
varpsdagskrám brezka útvarpsins
í fyrrakvöld og tveggja dálka
mynd í Times af brezka forsætis-
raðherranum að taka á móti for-
seta íslands á Victoria-járnbraut-
arstöðinni.
I dag heldur forseti mikla mót-
töku fyrir Islendinga á einu veg-
legasta hóteli borgarinnar, Dor-
chester.
Leiðrétting
Þau mistök urðu við umbrot
blaðsins í gær, að niður féll kafli úr
upphafi fréttarinnar frá heimsókn
forseta íslands til Bretlands. Var
það hluti úr frétt, er Björn Björns-
son fréttaritari Vísis í London sfm-
aði til blaðsins, sem féll niður. Það,
sem féll niður var eftirfarandi:
„Gosey var aðalumræðuefnið í
veizlu þeirri, er Sir Alec Douglas
Home, forsætisráðherra Breta, hélt
forseta íslands í Downingstreet 10
í gærkveldi. Hinir brezku stjórn-
málamenn, er sátu veizluna sögðu
f gamansömum tón, að greinilegt
væri, að forsjónin hefði sent Is-
landi hina nýju eyju til þess að
íslendingar gætu nú enn einu sinni
fært út fiskveiðilandhelgi sína. Þeir
gamansömustu sögðu, að sennilega
væri nýtt þorskastríð í uppsigl-
ingu!“
Hér kemur fram að það er Björn
Biörnsson en ekki Emil Björnsson
sem er fregnritari blaðsins í
London..
Aðalfundur —
Framh. af bls. 16
þakkaði hinum mörgu samstarfs-
mönnum sfnum starf þeirra og per-
sónulegan vinarhug í sinn garð.
I stjórn Fulltrúaráðsins voru
kjörnir Gunnar Thoroddsen, fjár-
málaráðherra, Baldvin Tryggvason,
framkvæmdastjóri, og Höskuldur
Ólafsson, bankastjóri. 1 varastjórn
voru kjörin frú Gróa Pétursdóttir,
borgarfulltrúi, Jóhann Hafstein,
dómsmálaráðherra, og Ágúst Haf-
berg, framkvæmdastjóri.
Formenn Sjálfstæðisfélaganna
eru sjálfkjörnir í stjórn Fulltrúa-
ráðsins.
^trengjasveit ---
Framhald af bls. 9.
hefði verið tæknilega frábær og
borið blæ nákvæmrar ögunar
jafnframt hjartanlegri leikgleði.
„The Observer“ sagði um
sömu hljómleika, að þeir hefðu
verið eftirminnilegir. Strengja-
sveitin hefði verið frábærlega
vel samæfð, blæbrigði leiks
hennar góð og sannfærandi og
hún hafi sameinað í fullkomnu
jafnvægi glæsileik, mildi, við-
kvæmni, glaðleik og styrk. Eft-
ir hljómleika „I Solisti Veneti“
í hljómleikasal Glyptoteksins í
Kaupmannahöfn skrifaði gagn-
rýnandi Berlingske Tidende, að
strengjasveitin hafi haft ung-
legan og frísklegan hljóm, yfir
leiknum hafi leikið blær leik-
gleði og einlægni, samfara
miklu tæknilegu öryggi og fág-
uðum samleik.
Eldsvoði -
Framh. af bls. 16.
á staðinn með 4 bíla og allt iið
ið var kallað út.
Þegar á staðinn kom var mik-
ill eldur í norðurenda bygging-
arinnar. Nóg vatn var á staðn-
um, en hinsvegar var bæði
sterkur austan strekkingur og
kuldi. Þakið á verksmiðjunni er
fremur bratt og gekk slökkvi-
liðsmönnum illa að fóta sig á
því, vegna þess að vatnið fraus
á þakinu og gerði það slökkvi-
liðinu nokkuð erfitt fyrir. Fljót-
lega gat slökkviliðið rofið gat á
þakið að vestanverðu, en að
austan var sprautað inn um þak
glugga.
Miklar skemmdir urðu á hús-
inu í eldsvoðanum, en talið er
að vélar hafi sloppið að mestu.
Uppi í risinu var m.a. geymt
nokkuð magn af bókum, þar á
meðal mikið safn af Skírni.
Það óhapp henti hinn dug-
mikla va-ra-slökkviliðsstjóra
Gunnar Sigurðsson, að hann féll
niður um lúgu eða gat er hann
var að vinna að slökkvistarfinu
uppi á lofti I verksmiðjunni.
Féll hann þó ekki alveg niður,
- heldur upp að höndum, en við
fallið brotnuðu 3 rifbein.
Bruninn í Pípuverksmiðjunni
í gær er þriðji stórbruninn, sem
verður á Rauðarárstígnum á
skömmum tima. Þann 18. júlí
sl. var hinn mikli Isaga-bruni,
við hliðina á Pípuverþsmiðjunni
og 11. þ.m. kviknaði í mótor-
verkstæði Egils Vilhjálmssonar,
sem er rétt hjá Pípuverksmiðj-
unni. Allt er þetta iðnaðarhús-
næði og nemur tjónið milljón-
um króna. Samkv. upplýsingum
frá Magnúsi Eggertssyni, varð-
stjóra í rannsókarlögreglunni
voru eldsupptök ókunn í morg-
un, en helzt var álitið að kvikn
að hefði í út frá rafmagni.
Þökkum af alhug auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
JÓNS SIGURÐSSONAR loftskeytamanns
Lára
Þórdís Jónsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Sigriður Jónsdóttir
Svanhildur Thors
F. Hákonardóttir
Sigurður Jónsson
Katrín Jónsdóttir
WiIIiam Gunnarsson
Þórður Thors
KONUR - HANDKLÆÐI
Þær konur, sem eiga handklæði hjá mér, sæki það til mín sem fyrst.
Ásta Baldvinsdóttir Eskihlíð 18. Sími 12770
ANDLITSBÖÐ - SNYRTING
Andlitsböð, handsnyrting, augnabrúnalitun og megrunarnudd Sími 12770
HANDRIÐ
Smíðum handrið. hliðgrindur og önnumst ýmsa aðra jámsmiðavinnu.
Fljót afgreiðsla. Verkstæðið Langholtsvegi 31. Sími 35093 og 36497.
HÚSASMÍÐI
Getum tekið að okkur húsbyggingar og fsetningar á hurðum. Sími 36092
eftii kl. 7.
SANDBLÁSTUR
Sandblásum timbur og járn. Smíðum einnig skorsteinsfestingar fyrir
sjónvarpsloftnet. Málmiðjan, Barðavogi 31. Sími 20599.
STÚLKA óskast
Afgreiðslustúlka óskast. Veitingahúsið Laugavegi 28B.
STÚLKUR ÓSKAST
Tvær stulkur óskast Þvottahúsið Bergstaðastræti 52 Símar 17140 og
14030
INNHEIMTUMAÐUR ÓSKAST
Vel borgað — Tilvalið aukastarf Uppl. i símum 14856 og 17333