Vísir - 25.11.1963, Blaðsíða 5
V í SIR . Mánudagur 25. nóvember 1963.
Oswald —
Framh. af bls. 1.
FJÖLDI
SÖNNUNARGAGNA.
í skólabirgðageymslunni fann
lögreglan byssu, sem falin var
bak við bókastafla. Rannsóknir
lögreglunnar hafa leitt í Ijós, að
seríunúmerið og númerið á
byssunni, sem Oswald hafði
keypt voru hin sömu, og rann-
sóknir lögreglunnar leiða enn-
fremur í ljós, að byssukúlurnar
sem skotið var að bíl Kennedys
voru úr þessari byssu. Morðing-
inn mun hafa setið á kassa og
að líkindum verið að borða
kjúklingasteik, sem vafin hafði
verið í brúnt bréf. ,
Fingra- og lófaför hafa fund-
izt á byssunni, kassanuni og
brúna pappírspokanum, sem
svara til fingra- og lófafara
Oswalds, þrjú tóm skothylki
fundust nálægt kassanum, sem
morðinginn hafði setið á. Rann-
sóknir hafa sýnt, að hylkin voru
úr byssunni. — Svokölluð
olíuprófun leiddi í Ijós, að Os-
wald hafði nýlega hleypt skoti
af. úr byssu. — Heima hjá Os-
wald fannst mynd af honum
með vopn sömu tegundar í
höndum. Ennfremur fundust þar
eintök af „The Daily Worker"
sem er gefið út af bandaríska
kommúnistaflokknum og bækl-
ingar samtakanna „Fair play for
Cuma“.
Oswald hafði sagt lögreglunni
að hann væri í kommúnista-
flokknum og skammaðist sin
ekki fyrir það.
MORÐINGINN ÞEGAR
HANDTEKINN
Lee Harvey Oswald lézt kl.
16.07 eftir íslenzkum tíma í
Parkland-sjúkrahúsinu, sama
sjúkrahúsi og Kennedy forseti
Heiðursvörður úr her og flota Bandaríkjanna stóð vörð um kistu Kennedy forseta f Hvíta húsinu.
lézt í s.I. föstudag, og hann var
þar í umsjá sömu lækna, sem
reyndu að bjarga lífi forsetans,
og þeir reyndu allt, sem í þeirra
valdi stóð að reyna m.a. hjarta
nudd, en lífi hans varð ekki
bjargað. Hann lézt skammri
stund síðar.
Þessi hörmulegi atburður gerð
ist fyrir hádegi eftir Dallas
tíma, eða kl. 15 eftir íslenzkum
tíma. Fjölmenni var á strætinu
við lögreglustöðina og varð fólk
ið vitni að því sem gerðist —
er Ruby skauzt út úr bifreið
sinni og æddi að Oswald, hleypti
af skammbyssuskoti í kvið hon
um. Var Ruby þegar handtek-
inn og Oswald fluttur í sjúkra-
húsið, meðvitundarlaus, en með
kvalasvip á andliti.
Með því sem gerðist úti fyrir
lögreglustöðinni fylgdcjst' og tug
þúsundir mánna úí úm öfl
Hin rússneska eiginkona Oswalds og móðir hennar.
Frá senJikerra
Ban^aríkjm
Blaðinu hefir borizt eftirfar-
andi tilkynning frá James K.
Penfield, sendiherra Bandaríkj-
anna á íslandi:
Haldn verður minningar-
guðsþjónusta um Kennedy for-
seta í dómkirkjunni í Reykjavík
klukkan 17 í dag. Skrifstofur
sendiráðsins verða lokaðar, svo
og upplýsingaþjónustan og bóka
safnið þar sem Johnson forseti
hefir ákveðið, að á morgun skuli
ríkja þjóðarsorg í Bandaríkjun-
um.
— Ég óska að endurtaka við
íslendinga hve áhrifaríkt og
hugljúft það hefir verið fyrir
Bandaríkjamenn, einkum okkur,
sem búsett erum hér á landi, að
sjá þann einlæga vott samúðar,
sem menn hafa auðsýnt okkur
vegna hins hörmulega fráfalls
forseta okkar.
Bandaríkin, því að fréttaritarar
og myndatökumenn sjónvarps
voru viðstaddir, og voru þær
myndir sýndar þegar samdæg-
urs.
Vegna morðsins á Oswald
má vera að hjúpur leyndar verði
á komandi tímum yfir þvi, hver
eða hverjir raunverulega myrtu
Kennedy forseta, segir I einni
frétt um þetta frá Bandaríkjun-
um.
Þegar Oswald hafði verið
handtekinn, sagði hann: Ég drap
ekki Kennedy forseta. Ég drap
ekki neinn.
Hann hélt fram sakleysi sínu
til hinztu stundar.
EIGANDI NÆTURKLÚBBS
• Jack Ruby hefir verið ákærð
ur fyrir morðið á Oswald og
verður leiddur fyrir rétt í dag.
Hariií- er eigandi næturklúbbs
í miðbqrg Dallas. Klúbburinn er
skamrnt frá aðallögreglustöðinni
í bænum. Hann á einnig dans-
hús í öðrum hluta borgarinnar.
Hann er sagður hafa verið mjög
taugaóstyrkur eftir forsetamorð
ið, eins og margir borgarbúar.
Hann lokaði næturklúbb sínum
þegar eftir morðið og var
ekki búinn að opna hann, er
hann skaut Oswald í gær, en
eftir einum félaga hans var haft,
Aðgæzluleysi —
Framh. af bls. 1.
serriinnar, sem leitt hafi til
morðsins á Kennedy forseta,
verði enn meiri vegna hins fyrir-
litlega morðs á manninum, sem
ákærður var fyrir morðið á
forsetanum. Sökina verður lög-
reglan í Dallas að bera — sök-
ina á þessum nýja ljóta bletti,
sem fallið hefur á réttarskipun
þjóðarinnar. Smánin fellur ekki
eingöngu á lögregluna í Dallas
heldur á alla þá, sem eiga að
halda uppi lögum og framfylgja
þeim. En enginn okkar, heldur
blaðið áfram, getur skotið sér
undan ábyrgðinni á þeirri
heimsku og ofbeldis, sem brauzt
út í morðinu á forseta okkar,
og morðinu á þeim manni ,sem
sakaður var um að vera bana
maður hans. Og enn segir blað-
ið:
Yfirvöldi í Dallas, sem voru
studd og hvött af blöðum, út-
varpi og sjónvarpi, tröðkuðu
undir fæti hvert einasta réttar-
legt grundvallaratriði í með-
ferð sinni á Lee Harvey Oswald.
Nú getur ekki orðið um neinn
málarekstur að ræða, sem
sker úr um sekt eða sakleysi
Oswalds — málarekstur, sem
átti fram að fara á grundvelli
að hann hefði harmað meira
glötuð viðskipti, sem hann þótt-
ist sjá framundan, en lát forset
ans. Hefði hann búizt við, að
fyrirlitningin á Dallas vegna
forsetamorðsins, myndi leiða til
minnkandi ferðamannastraums,
e aðrir hafa ekki sömu sögu
að segja. Félagar hans og
vinir segja, að hann hafi verið
mjög miður sín eftir forseta-
morðið, og iðulega sagt: „Vesal-
ings Kennedyfjölskyldan“.
Ruby er meðalmaður á hæð
og sterkur og talinn mjög bráð
lyndur, jafnvel uppstökkur, ef
nokkuð var gert á hluta hans.
Líklegt var talið, fyrir morðið
á Oswald, að hans biðu þau
örlög að láta lífið í rafmagns-
stólnum, Og nú virðast þau ör-
lög bíða Ruby.
Útförin -■
Framh. af bls. I.
þögulla, syrgjandi manna, sem
safnazt höfðu saman beggja
vegna Pennsylvania Averiue,
sem ekið var um.
Næst á eftir fallbyssuvagnin-
um ók frú Jacqueline Kennedy
ásamt börnum sínum í lokaðri
bifreið og sat Lyndon B. John-
son forseti hjá henni.
Þegar komið var til þinghúss-
ins var hleypt af 21 fallbyssu-
skoti og kistan borin inn og
lögð á sömu börurnar og kista
Lincoln hvíldi á fyrir 98 árum.
Stutt kveðjuathöfn fór fram.
Þingleiðtogar og forseti hæsta-
réttar, Earl Warren, minntust
hins látna forseta, og þar næst
byrjuðu menn að ganga fram
hjá líkbörunum til að votta
lionum virðingu, ástvinir, æðstu
menn, hæstaréttardómarar, ráð-
herrar, þingmenn og aðrir, en
þögulir syrgjendur, sem margir
grétu, stóðu í löngum biðröð-
um, og á göngunni fram hjá lík-
börunum varð ekkert lát í alla
nótt.
Þannig var útsýni morðingjans úr glugganum á birgðageymslunni í
þess óhlutdræga réttarfars semDa,las- Bíllinn sem örin bendir á er á sama stað og bifreið forsetans
er stolt lýðræðis okkar. var, þegar skotin riðu af.
MK