Vísir - 25.11.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 25.11.1963, Blaðsíða 6
6 Frásöguþættir af eftirminnilegum atburðum skráðir af 19 höfundum. Heiti þátta og höfunda: AÐ MÉR HAFA SVIPIR SÓTT: Vigfús Björns- son bókbindari. HUNGURVOFAN: Sr. Sveinn Víkingur. TVÆR FURÐUSÖGUR: Jónas Jónas- son frá Hofdölum. TALISMAN-SLYSIÐ: Arin- björn Árnason sjómaður. HÉR ER ÉG, MAMMA: Guðrún frá Lundi. MÍN FYRSTA FERÐ í FJAR- LÆG LÖND: Ingibjörg Þorbergs. FLUGVÉLIN GEYSIR OG BJÖRGUN ÁHAFNARINNAR: Ólafur Jónsson ráðunautur. MEÐ 13 í TAUMI: Gísli Sigurðsson ritstjóri. ALDAMÓT: Sigurður Nordal. Allir þættirnir eru nýskrifaðir, prýðilega samdir af ritfæru fólki úr ýmsum stéttum, um fjöl- breytt og lifandi efni. K V ÖLD V ÖKUÚTGÁF AN Akureyri er öllum bóklesendum góður fengur. ... 1'.j. nóvember 1383. Merkið standi Inn hviti ás mildi og mikilla dáða er fallinn í valinn einu sinni enn fyrir mistilteini mannhaturs og blindu. Andvarp Iíður frá íþyngdu brjósti og innir þér harmslátt sinn: í öndvegi rílcis hneig öndvegismaður, — einkavinur minn. Friðarfáninn dríipir, fara dunur um löndin. Heyrum vér dauðadyn? Nei, hefja skal fánann að húni, hefja skal merki hins fallna. Hvar er nú hvítur ás? Baldur Pálmason. Frægur píanóleikari r I minningu Kennesiys forseta heldur tónleika hér Bandaríski píanósnillingurinn Daniel Poliack er væntanlegur til íslands á vegum Tónlistarfélagsins n. k. miðvikudagskvöld. Hér heldur hann tvenna píanótónleika á veg- um Tónlistarfélagsins og verða þeir fyrri á fimmtudagskvold kl. 7, en hinir séinni á laugardag kl. 3 i Austurbæjarbíói, fyrir styrktarmeð iimi Tónlistarfélagsins. Pollack hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn og er einn hinna frægustu í hópi yngri píanóleikara í Bandaríkjunum. , i Árið 1958 var Pollack meðal þátt takenda i Tchaikovsky-keppninni í Moskvu, þar sem Van Cliburn vann sigur Pollack fór að vísu ekki með sigur af hólmi, en fékk titil- inn „lárviðarleikari", því frammi- staða hans þótti mjög góð. Þrem árum síðar sögðu Rússar, þegar hann var á tónleikaferð um Sovét- rfkin, að hann hefði „gengið út úr skugga Van Clibums“. AP-frétta- stofan sagði um för hans að „eng- um Bandaríkjamanni hefði verið tekið svo vel í Sovétríkjunum sem honum". Margt fleira má nefna, sem sannar að hér sé um mikinn snilling að ræða, t. d. var honum geysivel tekið á tónleikum í Pól- Iandi, heimalandi Chopin, þar sem hann lék verk hans. Pollack kemur hingað úr miklu ferðalagi, hann hefur farið um ísra el, Búlgaríu, Noreg og Niðurlönd, en héðan heldur hann til Banda- ríkjanna og heldur tónleika í Carne gie Hall í New York. Hér leikur Poliack verk eftir Schubert, Men- otti, Brahms, Schriabin, Szyman- owsky og Samuel Barber. u. lítför móður okkar ÁSTRÍÐAR EGGERTSDÓTTUR fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 26. nóv. kl. 10.30 f. h. Athöfninni verður útvarpað. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Slysavarnafélag íslands. Bömin. Móðir mín GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR frá Engey andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 23. nóvember. Fyrir hönd systkina minna. Guðrún Benediktsdóttir. Stjóm KSf, sem í gær var endurkjörin. — Á myndinni eru frá vinstri: Jón Magnússon, Ragnar Lárus- son, Sveinn Zoega, Guðmundur Sveinbjörnsson, Ingvar N. Pálsson, Axel Einarsson og Björgvin Schram, formaður. „í Solisti Veneti66 J Solisti Veneti, itölsk strengja hjjómsveit sem lék hér á föstudaginn var, er tvímælaiaust meðal fremstu í sinni röð, og stendur í engu að baki frægustu strengjahljómsveitum, eins og til dæmis Virtuosi di Roma, eða „I Musici“, sem eru einnig frá Ítalíu. En þessar tvæ'r hafa starf að allmiklu lengur en okkar góðu gestir Feneyingar, og með al annars náð eyrum íslenzkra hlustenda, á grammófónplötum, og éiga, eftir því, sem mér hefur virzt, nokkuð stóran hóp aðdá- enda hér. Þjóðleikhúsið var þó varia nema hálfskipað áheyr- endum að þessu sinni. Höfðu auglýsingar samt ekki verið sparaðar, og ýmis konar blaða- ummæli og útvarpsfréttir, hefðu átt að gera sitt til að vekja at- hygli á þessum hljómleikum. Aðalástæðan er líklega, að í vikunni sem leið, var einfaldlega meira um hljórrileika en okkar þröngi músikmarkaður getur borið, þessir voru þeir þriðju, og daginn eftir lék Odnoposoff á aukahlómleikum sinfóníunn- ar. þeir fáu áheyrendur sem mættir voru, fengu að hlýða á fágaðan samleik valdra músí- kanta, í nokkrum skemmtiiegri tónverkum eldri tíma. Allir árs- tíðarkonsertarnir fjórir eftir Vi- valdi, kanna að verka fráhrind- andi í auglýsingum, því f eyr- um nútímamanna eru þeir nokkuð upp á sömu bókina. En fluttir með slíkum tilþrifum og þarna var gert, er engin hætta að þeir veki leiða. Slík tilfinn- ing fyrir styrkieikaandstæðum, hafði ekki verið vakin áður á íslenzkum hljómleikapalli, og sú blæbrigðaauðgi, sem þeir félag- ar náðu fram, innan takmarka einfalds, allt að því ,,banals“ stíls Vivaldi, er ekki á færi nema einstakra snillinga. Sama á við tiltektir þeirra í verkum eftir Corelli, Geminiani og Ross- ini. Aðeins eitt skyggði á, og það er hljómurinn í okkar ágæta Þjóðleikhúsi. En var þá í annað hús að venda í þessu tilfelli? Mönnum ber víst ekki saman um það. Leifur Þórarinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.