Vísir - 25.11.1963, Blaðsíða 8
8
V í S I R . Mánudagur 25. nóvember 1963.
VISIR
Utgetandi: Blaðaútgáfan VISI5.
Ritstjóri: Gunnar G. Schrajt.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorstemson
Fréttastjóri: Þorsteinn 0 Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsia Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði.
! lausasólu 5 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 llnur).*
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Vindhögg Timans
J>egar draga tók til sátta í landhelgisdeilunni við Breta
og um það leyti sem samkomulagið var gert, urðu
Tíminn og forkólfar Framsóknarflokksins sér svo
rækilega til skammar í málflutningi sínum, að seint
mun gleymast. Margir gætnir og þjóðhollir fylgismenn
Framsóknar liðu þá önn fyrir skrif Tímans og ræður
foringjanna. Öll þjóðin, að undanteknum nokkrum ill-
vígustu liðsoddum Framsóknar og kommúnista, fagn-
aði samkomulaginu og sjómannastéttin studdi það ein-
róma.
í málefnafátækt sinni fyrir síðustu kosningar reyndu
þeir enn að gera sér mat úr landhelgismálinu, en með
sama árangri og áður. Það var því gild ástæða til að
ætla, að þeir hefðu loksins lært svo mikið af þessum
frumhlaupum, að þeir hefðu vit á að þegja um málið
framvegis; en þar var þeim ætlað meira vit en efni
stóðu til.
Það er ekki nema von að Tíminn vilji hvíla sig svo-
lítið frá hagfræðinni, ef-tir alla löðrungana, sem hann
hefur fengið í þeim umræðum, en það er sannarlega.
að farið úr öskunni í eldinn, þegar blaðið hættir sér
nýlega út í skrif um lausn landhelgisdeilunnar.
Allt sem blöð og ræðumenn stjórnarandstöðunnar
hafa um það mál sagt, er svo marg hrakið, að ástæðu-
laust er að fara um það mörgum orðum nú, en eitt
atriði í forustugrein Tímans s. 1. fimmtudag er þó rétt
að athuga svolítið.
Blaðið segir að skrif stjórnarblaðanna undanfarna
daga, í sambandi við heimsókn forseta íslands til Bret-
lands, beri með sér að þau líti svo á, „að íslendingar
eigi ekki að setja markið hærra en að hafa 12 mílna
fiskveiðilandhelgi eins og nú er“ og „telji samninginn
frá 1961 fullnægjandi og viðunandi málalok“.
Hvaða stjórnarblað hefur sagt þetta eða nokkuð,
sem túlka mætti á þennan hátt? Það getur Tíminn auð-
vitað ekki sýnt fram á. Hann er aðeins með órökstudd-
ar aðdróttanir, eins og svo oft áður. Þótt leitað væri
með logandi ljósi í skrifum stjórnarblaðanna, yrði ekki
fundin þar ein einasta setning, sem þannig yrði, skilin
eða skýrð með heiðarlegu móti. Með rangfærslum og
útúrsnúningum er auðvitað hægt að fá sitthvað út úr
máli manna, en í þetta sinn reynir Tíminn jafnvel ekki
að gera það með dæmum, og má að því sjá, að sú full-
yrðing, sem hann slær fram um fyrrnefnd skrif stjórn-
arblaðanna, muni ærið langt sótt.
Því hefur margsjnnis verið lýst yfir af forustumönn-
um Sjálfstæðisflokksins, að lokatakmarkið í landhelg-
ismálinu sé landgrunnið allt. Á þeirri stefnu hefur eng-
in breyting orðið. Forsaga Framsóknarflokksins í því
máli er hins vegar ekki svo glæsileg, að þjóðin fáist til
að trúa því, að hann sé þar til forustu kjörinn, fremur
nú en áður. Það er því algert vindhögg hjá Tímanum,
að fara að byrja aftur á glósum og getsökum um þessa
hluti.
★
r yndon B. Johnson hinn nýi
forseti Bandaríkjanna er 55
ára gamall, fæddur 27. ágúst ár
ið 1908. Hann er Texas-búi og
því var hann einmitt í fylgdar-
liði Kennedys forseta á ferð
hans í Texas, til að vera leið-
sögumaður hans í heimaríki
sínu.
Foreldrar hans voru fátæk
bændahjón og varð hann
snemma að (ara að vinna fyrir
sér sjálfur, sem sendill og af-
greiðslupiltur í nágrannaborg.
Skólanám sitt varð hann að
kosta sjálfur og stundaði það
með vinnunni. Tókst honum að
ljúka prófi í kennaraskóla, vann
síðan að barnakennslu en einn-
ig að ótal öðrum störfum sem
buðust. En að öllu leyti hefur
hann hafizt upp af sjálfdáðum
fyrir sérstakar gáfur og þrek.
Fyrstu þáttaskilin í lífi hans
urðu 1932 er þingmaður nokk-
ur réð hann sem einkaritara
ínn. Þannig fluttist hann til
Washington. Fékk hann þá mik
inn áhuga á stjórnmálum og
gafst tækifæri til að ljúka há-
skólaprófi i lögfræði með kvöld
skólanámi.
í rið 1936 var hann kjörinn
á þing sem fulltrúi demo-
krata í fulltrúadeildinni og sat
hanri síðan á þingi til 1960, að
undanskildum tveimur árum í
heimsstyrjöldinni er hann
gegndi herþjónustu og barðist
hann eins og Kennedy á Kyrra
Johnson varaforseti í heimsókn sinni til íslands í haust. —
Lækjartorg í baksýn.
Fátækur piEtur sem vann sig
upp með gáfum og dugnaði
hafsvígstöðvunum og sýndi þar
mikið áræði og hetjulund.
Hann sat í fulltrúadeildinni
fram til ársins 1948, er hann var
kjörinn til öldungadeildarinnar.
Þar jukust völd hans og áhrif
skjótlega, vegna sérstakra
stjórnmálahæfileika hans. Hann
var kjörinn forustumaður Demo
krata í öldungadeildinni 1951,
en þá var flokkurinn í minni-
hluta þar. Var hann þá yngsti
þingflokksleiðtogi sem nokkurn
tíma hafði verið á þingi.
1 kosningunum 1953 náðu
Demokratar meirihluta í öld-
ungadeildinni og jukust áhrif
Johnson mjög við það, því að
hann hélt áfram forustu þing-
flokksins. Á næstu árum varð
hann frægur maður sem leið-
togi á þingi og er það mál
manna, að enginn þingleiðtogi
hafi orðið eins valdamikill og
hann. Var þá stundum sagt, að
tveir menn stjórnuðu Banda-
ríkjunum í góðu samstarfi og
voru þó sinn úr hvorum flokki,
Eisenhower forseti og Johnson
leiðtogi meirihiut.ans í Öldunga-
deildinni. Leitaði Eisenhower
þá stöðugt eftir hjálp hans til
að koma nauðsynlegri löggjöf
fram.
Xlið frábæra starf Lyndon
Johnsons á þingi leiddi
bráðlega augu manna að honum
sem líklegu forsetaefni Demo-
krata. Á flokksþinginu 1960 var
hann í fyrstu með flest atkvæði
og um skeið horfur á að hann
yrði fyrir valinu. En þá skaut
Kennedy upp og komst fram
fyrir hann. Þeir voru þannig
helztu keppinautarnir um fram-
boðið. En strax og Kennedy
hafði verið valinn stakk hann
upp á því, að Johnson yrði val-
inn sem varaforsetaefni og
samþykkti þingheimur það með
miklum fagnaðarlátum. Sættust
þeir þá heilum sáttum.
Kennedy sigraði í forsetakosn
ingunum heldur naumlega yfir
Nixon og var það talið aug-
ljóst, að Johnson átti sinn
mikla þátt í sigri hans. Honum
tókst sem Suðurríkjamanni að
sveigja fylgi Suðurríkjanna til
Demokrata, þrátt fyrir allmik-
inn kurr þar undir niðri.
egar hann tók við stöðu
sinni sem varaforseti laun-
aði Kennedy honum með því að
veita honum meiri völd og að-
stöðu, en nokkrum varaforseta
Bandaríkjanna hefur verið veitt
Var Johnson jafnan virkur með
limur í ráðuneyti forsetans.
Meðal verkefna hans hefur
verið að ferðast víða um heim
sem sérstakur fulltrúi Kennedy
forseta. Ein frægasta ferð hans
af þvf tagi var, er hann heim
sótti V-Berlín fáeinum dögum
eftir að kommúnistar reistu múr
inn illræmda á hverfamörkun-
um. Þá talaði hann kjark í Berl-
ínarbúa með áhrifamiklum hætti
og er framkoma hans þá öllum
borgarbúum ógleymanleg.
þannig hefur hann ferðazt
víða um heim, um Asíul.,
Suður-Ameríku, Afríku og
Evrópu. Hvarvetna hefur hann
unnið sér hylli fyrir látlausa
og vingjarnlega framkomu. —
Þannig kom hann og fram í
heimsókn sinni til íslands í
haust og varð sú heimsókn
vissulega til að styrkja vináttu-
böndin milli stærsta og minnsta
ríkisins. Síðustu heimsókn sína
til annarra ríkja fór hann nú
í nóvember tii smáríkisins Lux
emborgar. íslenzkir blaðamenn
sem þá voru þar í heimsókn
sáu hann þar og fundu þar þann
velvilja og vináttu sem heim-
sókn hans vakti upp með 'ann-
arri smáþjóð.
JLJann kynntist eiginkonu
sinni frú Lady Bird á fyrstu
árum sínum í Washington. —
Kvæntist hann henni árið 1933
og varð það honum m.a. nokk-
ur stuðningur að hún var af
sæmilega efnuðu fólki komin, en
þau hafa jafnan verið samhent.
Þau eiga tvær dætur, Lyndu,
sem íslendingar kynntust er
hún fylgdi honum hinga", =n
hún er 19 ára og Lucy, sem er
16 ára.
Stutt æviatriði Lyndon B. Johnson forseta