Vísir - 29.11.1963, Blaðsíða 6

Vísir - 29.11.1963, Blaðsíða 6
V1SIR . Föstudagur 29. nóvember 196. Fiskveiðiráðsfefnan í London: VILJA I2MILUR „Stóra-Bretland vill kunngjöra að það útvíkki fiskveiðilögsögu sína úr núverandi þrem sjó- mílum í 12 sjómílur“, segir stjórnmálafréttaritari Lundúna- blaðsins The Times. Stóra-Bretland vill, að því er blaðið telur, kunngjöra útvíkk- unina á fiskveiðiráðstefnu 16 þjóða í London í næstu viku: Það er brezka ríkisstjórnin, sem býður til ráðstefnu þessarar. Á- kvörðunin um útvfkkunina kom fyrst fram í ræðu Edwards Heath, fyrrum varautanríkisráð- herra í neðri málstofunni 29. apríl. Sagði Heath þá, að ríkis- stjórnin gæti ekki lengur með nokkrum rétti neitað brezkum fiskimönnum um að færa út fisk veiðilögsöguna. Hefur þess vegna verið ákveðið að segja upp samningnum um fiskveiðar, sem gerðir voru 1882 milli Breta Frakka, Belga, Hollendinga, Þjóðv. og Dana, þar sem lönd- in viðurkenna þriggja mílna fisk veiðilögsögu. Fréttam. Times segir að aðal- málefni ráðstefnunnar í London í næstu viku sé að koma á sam- eiginlegri fiskveiðistefnu Evrópu þjóðanna. öll fríverzlunarlöndin ásamt íslandi og Spáni, hafa fengið boð um að sitja ráðstefnu þessa. Þau lönd, sem útvíkkun- in mun hafa mest áhrif á, eru Frakkland, Belgía, Þýzkaland, Pólland og Sovétríkin. Blað brezkra togaraeigenda, Trawling Times, hefur verið meðmælt útvíkkun fiskveiðilög- sögunnar við Bretland. Segja tog araeigendur að þeir hafi undan- farin ár liðið mikið tjón af út- víkkun á fiskveiðilögsögu margra þjóða, fyrst Islendinga, þá Dana og Norðmanna og nú Sovétríkjanna, sérlega þó hinna þriggja fyrstnefndu. „Þessi lönd hafa annaðhvort gert róttækar breytingar á fiskveiðilögsögunni eða gjört kunnugt um fyrirætl- anir sínar f þessum efnum og þær hafa Iokað veiðisvæðum, sem hafa verið opin öllum í marga mannsaldra", segir Trawl ing Times um þetta. Súlnasaluriim rúmaði ekki uppboðsgestimr Geysilegt fjölmenni var á Kjar- valsuppboði Sigurðar Benediktsson ar f gær og var Súlnasalurinn á Hótel Sögu fullur út úr dyrum. Veðrið — Framh. af bls. 16. eftir því sem hér gerist. í Reykjavik var veðurhæðin 9 vindstig í morgun og var þá held- ur að aukast. Var þáð mesta hvass viðri sem þá var komið yfir Iandið. Um veðurútlitið væri það helzt að segja, að áliti veðurfræðinga, að ekki væri annað að sjá en framhald yrði á umhleypingum. Mikið fjör var í uppboðinu og þeir sem lögðu saman heildarupp- hæðina, sem málverkin voru sleg- in fyrir, töldu hana hafa numið röskum þriðjung úr milljón. Dýrasta myndin, vatnslitamynd, sem listamaðurinn kallaði „Eftir stórrigningu“ var slegin á 25.500 kr. Listasafn ríkisins keypti tvær abstraktionir, olíumálverk fyrir 25 þús. kr. og vatnslitamynd um eða innan við 10 þús. kr. íon Ém imæb me2 ! .Jsíssr Á uppboðinp gaf Kjarval Lista- safni Reykjavíkur eina myndina, sem var á uppboðsskránni „Pant- heon“. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri var viðstaddur, veitti hann myndinni móttöku og færði gef- Fagnaður Stúdenta- félagsins annað kvöld Fullveldisfagnaður stúdentafé- lagsins er á morgun og hefst með borðhaldi að Hótel Borg kl. 7 e. H. Meðal rétta er m. a. humar og rjúpur. Ræðumaður kvöldsins er Gunn- Gunnar Thoroddsen. Jón Sigurbjömsson. ar Thoroddsen fjármálaráðherra. Jón Sigurbjörnsson óperusöngvari syngur og Karl Guðmundsson og Jón Gunnlaugsson flytja gaman- þátt. Aðgöngumiðar að fagnað'n- um fást í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, og er verði þeirra mjög í hóf stillt. Stúdentar eldri sem yngri eru hvattir til þess að taka þátt í fagnaðinum. andanum þakkir fyrir hönd höfuð- staðarins og hins fyrirhugaða lista- safns þess. Verðmæfi — Framh. af bls. 1. þess, að stofna ekki til of mik- illar fjárfestingar í nýjum bát- um, a. m. k. yrðu að vera mögu- leikar til þess að manna alla hina nýju báta og halda þeim úti. Formaður LÍO sagði, að 1962 hefði 38 fiskiskip bætzt í flotann og 20. nóvember hefðu 56 ný stór fiskiskip, yfir 200 tonn, verið í smfðum. Kvaðst formaður óttast, að hér væri of hratt farið. Einnig gagnrýndi for maður hina miklu fjárfestingu í iðnaði og verzlun og taldi, að hún hefði átt nokkurn þátt f þeirri ofþenslu er nú ætti sér stað. Sverrir ræddi einnig um afla- brest togaranna og erfiðleika þeirra. Kvað hann lögin um Afla tryggingasjóð sjávarútvegsins hafa hjálpað togurunum mikið, en ljóst væri þó, að veita yrði togurunum frekari aðstoð. Kvað formaður vandamál togaraút- gerðar ekki vera neitt sérmál íslendinga. Aðrar þjóðir ættu við svipuð vandamál að stríða svo sem Bretar og Vestur-Þjóð- verjar og veittu þeir togaraút- gerð sinni mikla aðstoð. f dag fara fram nefndarstörf á aðalfundi LfO. Munu nefndir skila álitum eftir hádegi í dag og álitin verða rædd. Einnig mun Emil Jónsson sjávarútvegs- málaráðherra flytja ræðu í dag á fundinum, en áætlað er að fundinum ljúki á morgun. Fund- arstjóri er Jón Árnason alþing- ismaður. Drukknaði — Framh. af bls. 16. son, 47 ára gamall, drukknaði. Om kl. 23 f gær voru tveir sjó- menn af Iínuveiðaranum Glenstru- an A200 frá Aberdeen á leið frá borði, en féllu óvænt í sjóinn, milli skipsins og bryggjunnar. Einn fé- laga þeirra sá þá falla og varpaði til þeirra björgunarhring og línu. Sá, sem náði f línuna, Gordon Thompson, missti hana aftur og sökk. Hann náðist samt fljótlega upp. Voru gerðár lffgunartilraunir f tvær klukkustundir en þær báru ekki árangur. Hinum sjómanninum líður eftir atvikum. Somið um sundluug og slökkvistöð Verið er að semja við Bygging- arfélagið Brú um fullnaðarsmíði stóru sundlaugarinnar f Laugardal, ásamt áhorfendapöllum og þaki yf- ir pallana. Þá mun snemma á næsta ári verða boðin út bygging bún- ingsklefa, það sem óbyggt er af þeim. Verkefni Byggingarfélagsins Brú- ar á að vera Iokið um áramót 1964 -1965. Þá hefur verið samið við Magn- ús K. Jónsson o'g Magnús K. Vig- fússon um byggingu slökkvistöðv- arinnar í Reykjavfk og eru fram- kvæmdir um það bil að hefjast. Nylonblússur Jólaskyrtur fyrir drengi nýkomnar. Verzl. DANÍEL Laugaveg 66 . Sími 11616. SÍ-SLEÍT POPUN (N0-IR0N) MIMERVAcÆ^fe* Vutnuvextir — Framh. af bls. 16. þar niður af heldur en í uppsveit- unum. Og flóðsins sem var þar efra f fyrradag gætti ekki að ráði fyrr en í gær niður f ölfusá. Þá braut hún upp fsinn sem kominn var á ána og flæddi allt í kringum Kaldaðarnes, þannig að ófært var með öllu þangað heim. Vegna úrkomunnar í nótt og morgun og hlýinda í lofti óttast bændur nýtt flóð í Hvítá og öðrum ám þar eystra, en þess fer ekki að gæta að ráði fyrr en á daginn líður. 1 Hvítá f Borgarfirði var flug í morgun, en þó ekki óvenjulegt. En þar var óhemju rigning í alla nótt og hélzt enn er Vísir hafði sam- band við Ferjubakka nokkru fyrir hádegið í dag. Mikið yfirborðsvatn er þar hvarvetna á láglendi og er búizt við miklum vatnavöxtum f Hvftá og hliðarám hennar er á daginn líður, a. m. k. ef heldur áfram að rigna. Hvítá sjálf ruddi sig fyrir tveim dögum, en bæði Norðurá og aðrar uppár háraðsins eru enn á fs. Má búast við að þær ryðji sig þá og þegar og að jakaburður geti orðið mikill áður en lýkur. Hins vegar er ekki mikilla leysinga af snjó að vænta, því héraðið er að meátu autt, nema þá helzt í ofanverðum Norðurárdal. Olíumólið — Framh. af bls. 16. magni af áfengi. Einnig var hóp varnarliðsmanna boðið á flug- sýningu til Englands. 1 ræðu saksóknara kom fram að fé það sem um er að ræða í fjárdráttarkærunni ,hefur ver- ið notað til greiðslu á vörum f hús ákærða (Hauks Hvannberg) sem hagsmunafé og risna. Lagði saksóknari fram í réttinum út- reikninga á því hversu háar upp hæðirnar væru samkvæmt þess- um ákærulið. Samkvæmt núver andi gengi reyndist upphæðin vera rúmar 9 milljónir króna. í kaflanum um innflutnings- brotið kemur það m.a. fram, að flutt voru inn allskonar tæki og varahlutir f nafni varnarliðs- ins, en raunverulegir eigendur voru HÍS og Olíufélagið. Fjórði þáttur ákærunnar fjall ar um bókhaldsbrot og er hann í 10 liðum. Haukur Hvannberg er kærður fyrir alla. Jóhann Gunnar fyrir 3 og stjórnarmeð- limirnir fyrir 1. 1 þessum kafla ákærunnar er fjallað um rúmar 13 milljónir dollara sem haldið var fyrir ut- an bókhald félagsins. Eins og fyrr segir, er ákæran í fjórum þáttum:- 1. Fjárdráttur, þar er Haukur Hvannberg á- kærður. 2. Brot á innflutnings- löggjöfinni, ákærðir eru þeir Haukur Hvannberg, Jóhann Gunnar og stjórnarmeðlimimir. 3. Brot á gjaldeyrislöggjöfinni, ákærðir þeir sömu og Vilhjálm- ur Þór að auki. 4. Bókhalds- brot, sem er í 10 Iiðum. Á- kærðir Haukur Hvannberg fyr- ir alla. Jóhann Gur.nar fyrir 3 og stjórnarmeðlimirnir fyrir 1. í dag heldur málflutningur á- fram og mun þá Benedikt Sigur- jónsson, hæstaréttarlögmaður, verjandi Hauks, flytja ræðu sína STRAUNING ÓÞÖRF i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.