Vísir - 29.11.1963, Blaðsíða 7
ats&maam
V í SIR . Föstudagur 29. nóvember 1963.
HINN
LEGI
'É'g man ekki eftir neinni jafn
stuttri frétt og þeirri, sem
kom á firðritara blaðsins s.l.
föstudag. Hún var aðeins fjög-
ur orð: Kennedy forseti er dá-
inn.
Og þó hefur engin frétt, sem
borizt hefur út um heiminn ver
ið átakanlegri en þessi fátæk-
legu orð. Engin frétt held ég
að hafi -nert okkur blaðamenn
ina, sem héldum á þessu skeyti,
dýpra. Þann mannsaldur sem við
lifum nú hefur vart nokkur at-
burður slegið þjóð okkar því-
líkum harmi og skelfingu sem
þessi. Við vitum það öll, að það
var hlustað á fréttir útvarpsins
þetta kvöld með skelfingarþögn,
ungir sem gamlir tárfelldu yfir
þessum hörmulegu tíðindum.
Og sannleikurinn er sá, að fólk
var marga daga að jafna sig
eftir þetta. Sumir voru jafnvel
lengi að skilja það til fulls, að
þetta gæti hafa átt sér stað. Það
var vissulega óskiljanlegur at-
burður.'
Ein byssukúla einhvers staðar
inni í óþekktum víddum Banda-
ríkjanna virtist svo óraunveru
Ieg en samt hafði hún rofið
þessa hyldýpisgjá harms og von
leysis um víða veröld.
Og þó var John Kennedy að-
eins stjórnmálamaði í fjarlægu
landi. Það hefur fyrr gerzt, að
erlendir stjórnmálamenn hafi
fallið skyndilega frá, án þess
að slíkur harmur og skelfing
gagntæki þjóðina. Hvað var það
sem olli þessum sterku við-
brögðum?
T/' ennedy forseti vár vissulega
ákveðinn og harðskeyttur
stjórnmálamaður, stundum kald
rifjaður. Hann lagði sínar á-
ætlanir nákvæmlega sem raun-
hyggjumaður og beitti oft hörðu
valdi. En það sem veldur því
að við söknum hans svo mjög,
er, að hann var óvenjulegur
maður. hugsandi, .eðugur, mann
legur.
Hin yndislega fjölskylda hans
á auðvitað ríkan þátt í samúð-
inni. Síðan hún flutti í Hvíta
húsið í byrjun ársins 1961, höf-
um við öll fylgzt með þessari
ungu fjölskyldu, séð lífsgleði
hennar og hamingju. Það er
margs að minnast frá þessum
árum. Við minnumst glæsileika
forsetafrúarinnar, hvernig hún
varð fyrirmynd kvenna um víða
veröld með fagurri framgöngu,
hvernig tízkuklæðnaður hennar
og hárgreiðsla hafði áhrif á alla
kvenþjóðina. Við minnumst þess
hvernig smekkur og viðhorf
Kennedy-fjölskyldunnar var til
lista. í stað hins einangraða
ameríska smekks, sem okkur
Evrópumönnum finnst oft svo
afkáralegur, rann nútíma-heims-
listin inn í sali Hvíta hússins.
Til dæmis atvik eins og það
þegar Pablo Casals kom til að
leika á knC'iðlu sína. Með
Kennedy-hjónunum kom ungur
og ferskur blær inn í Hvíta hús
ið, því fylgdi nýr glæsileiki, sem
varpáði Ijóma yfir .Bandaríkin.
T/'ið minnumst 'þéirra tímia, þeg
* ar börnin tvö undu í ham-
ingju í Hvíta húsinu, sem var
foreldrahús þeirra. Hvernig
Karolína litla læddist kringum
verðina og inn í samkvæmi se’m
heimsfrægir gestir sátu, dró
upp kowboy-skammbyssu eða
lét þá vita sínar skoðanir á mál
unum, þó hún væri aðeins fimm
ára. Eða myndirnar, s.m við
sáum af litla Jóni, þar sem hann
kom inn í skrifstofu föður síns,
skreið undir skrifborð hans og
talaði í símann.
Þegar sumarhitar gengu yfir,
sáum við myndir af þessari ham
ingjusömu fjölskyldu suður á
Floridaskaga eða uppi í Hyannis
Port, þar sem þau syntu í sjón-
um eða -Cðu sig á sjóskíðum. í
f.jálsræði sínu og formleysi og
leik sínum og hamingju, virt-
ist þetta vera svo venjuleg fjöl-
skylda, og þó svo sérstaklega
yndisleg, að eftir henni vildu
flestir líkja.
J^ennedy var sonur milljóna-
mærings, en það var aldrei
á honum að finna að hann teldi
sig hafinn upp- yfir aðra. Hapn
átti mikið sjálfstraust en aldrei
kom það fram sem yfirlæti. Al-
þýðleiki hans, þó hann gegndi
hinu æðsta embætti var einstæð
ur. Enginn hefur heldur virt
eins að vettugi öryggisreglur
og það varð honum síðast að
fjörtjóni. Ef bifreið hans í Dall-
as hefði haft þann skothelda
plasthjálm, sem öryggisreglur
gera ráð fyrir, hefði hið mikla
örlagaatvik aldrei gerzt. En
Kennedy hafði sjálfur óskað eft-
ir því, að slíkur hjálmur yrði
fjarlægður. Við minnumst ótal
mynda af honum, þar sem hann
gekk um umkringdur af fólkinu,
þegar hann heimsótti háskóla I
Bandaríkjunum leyfðist stúdent-
um að þyrpast utan um hann.
Og myndir eru til af því, þegar
hundruð manna þyrptust að
honum þar sem hann var að
synda við baðströndina.
Kehn'edy forseti ' v’erður ó-
'gíéým’ánlégur frá' ' þéim mörgu
blaðamannafundum, sem hanp
hélf. Hann hafði sérstaka djörf-
ung til að ræða opinskátt við
blaðamennina um allt milli him-
ins og jarðar. Þekking hans virt
ist óþrjótandi og hann hélt sig
aldrei við þá formlegu orða eða
setningaskipun, sem stjórnmála
mpnn grípa svo oft til, þegar
þeir ræða um viðkvæm mál. Inn
á milli kryddaði hann mál sitt
stöðugt með g^mansögum og
hnyttiyrðum.
Tjegar Kennedy komst til valda,
höfðu menn það á tilfinn-
ingunni, að nýir straumar væru
að koma inn í bandarísk stjórn-
mál, hann vildi breyta og um-
bylta svo mörgu í þjóðfélaginu.
Þetta var kallað New Frontier
og var litið á það sem eins kon-
ar byltingarstefnu. Þegar hann
féll nú svo skyndilega frá hafði
hann aðeins komið fáu fram af
stórmálum. Stjórnar hans verð-
*
Bréf sr. Bj'órns
Á þriðjudaginn birtum við
bréf hér I þættinum frá séra
Birni O. Pjörnssyni um þátt út-
varpsins í fréttaflutningi af
láti Kennedys Bandarlkjafor-
seta. Átaldi séra Björn að ekki
hefðu verið leikin sorgarlög í
útvarpið við þetta tækifæri eins
og útvarpsstöðvar annars staðar
um helm hefðu gert.
Útvarpsstjóri hefir nú sent
VIsi eftirfarandi svar við bréfi
séra Bjöm:
Fljótar frétiir og
rækilegar
Frásögn sr. Björns O. Björns-
sonar I Vísi 26. þ. m. um tón-
list útvarpsins í sambandi við
andlátsfregn Kennedy’s forseta
er ekki rétt. Upphaflega fréttin,
sem útvarpið flutti fyrst hér,
var aðeins um tilræðið og ekki
tilefni til flutnings á „harms
músík“. Þegar andlátsfregnin
barst skömmu síðar var einmítt
strax sett inn ný tónlist op
fluttur sálmur eftir Bach. I aðal
fréttum rétt á eftir var nánari
frásögn og góður fréttaauki um
Kennedy, stutt þögn og sorg-
arlag leikið. Jafnframt bað út-
varpið forsætisráðherra að
minnast forsetans og gerði
hann það strax sama kvöldið I
virðulegu ávarpi.
Úm útvarpsfregnirnar eftir
þetta fer ekki milli mála og þeg-
ar þess er gætt, að útvarps-
frégnir eru sagðar níu sinnum
á dag og að I hverjum einasta
fréttatíma var sagt meira eða
minna frá Kennedy er augljóst,
að útvarpið. eða fréttastofa
þess, flutti þessar fregnir fljótt
og r: ikilega og hófsamlega í
fullri virðingu fyrir fallinni
hetju og í góðri þjónustu við
hlustendur sína.
John F. Kennedy.
ur þannig e.t.v. minnzt sem
stjórnar drauma, er eigi höfðu
rætzt. Sem dæmi má nefna
að þingið hafði fellt frum-
varp hans um sjúkratryggingar
og dregið á langinn frumvarpið
um jafnrétti kynþáttanna og
skattalagafrumvarpið, sem átti
að verða undirstaða viðreisnar
atvinnulífsins og útrýmingar at-
vinnuleysis.
En undir niðri hafa þó orðið
miklar breytingar á bandarlska
þjóðfélaginu á valdatíma hans,
sem miða I framfaraátt.
T/ ennedy var sterkur forseti.
Sjálfur var hann sterkur
persónuleiki, sem þorði að ráð-
ast I það að ryðja nýjar brautir.
En auk þess var það eftirtakan-
legt, hve miklum hæfileikamönn
um hann safnaði I kringum sig.
Þeir voru mjög margir komnir
frá æðstu menntastofnunum
Bandaríkjanna, en aðrir höfðu
getið sér frábært orð fyrir
stjórn stærstu fyrirtækja Banda
ríkjanna. í stað þess að fyrri
forsetar Bandaríkjanna höfðu
valið sér til aðstoðar gamla
pólitíska samstarfsmenn var það
ákveðin regla Kennedys að velja
eingöngu þá hæfustu menn, sem
hægt var að finna I hverri grein,
sérfræðinga og prófessora og
gerði þá minna til, þó þeir hefðu
ekki vanizt afskiptum af stjórn
málum.
Þessi hópur náði slíku sam-
starfi og samheldni, að einstakt
mátti kalla. Kennedy forseti var
djarfur maður, eins og kom
skýrt fram I Kúbu-deilunni, en
þvf aðeins gat hann verið svo
djarfur, „ð hann mátti fullkom-
Iega treysta þessum félögum
sínum. Hann vissi, að þeir
myndu ekki stíga nein vfxlspor
og hafði málin þannig algerlega
I stjórnartaumunum.
Hann var einnig djarfur og á-
kveðinn, þegar hann tók hina
frægu ákvörðun sína um stál-
verðið, sem síðar olli hinu ill-
ræmda tímabundna verðhruni á
kauphöllinni svartamánudag
I maí 1962. Og enn lét Kennedy
sér ekki bregða, heldur greip til
réttra ráðstafana og skýrði ró-
lega út fyrir þjóðinni eðli þeirra
atburða, sem voru að gerast.
Allt svndi betta óvanalegan
styrk, en til þess naut hann að-
stoðar hinna færustu ráðunauta.
Skömmu eftir að Kennedy
hafði tekið við völdum fór
hann til fundar við höfuðand-
stæðinginn Krúsjeff. Hann þjáð-
ist af bakeymslum á þeim
fundi, en hann lét hvergi bil-
bug á sér finna. Þegar hann
kom aftur heim sagði hann:
— Krúsjeff lítur á Bandaríkin
eins og tígisdýr. Hann hefur
auðan stað á veggnum hjá sér,
þar sem hann ætlar að hengja
feldinn af tígisdýrinu upp, —
en þvf miður, — tígisdýrið er
ekki sömu skoðunar. Það ætlar
ekki að láta hengia sig upp.
Og skömmu sfðar. þegar Ber-
línarvandamálið hófst, flutti
Kennedy sína frægustu ræðu,
þar sem hann sagði m. a.: Ég
heyri sagt, að Vestur-Berlín sé
hernaðarlega óverjandi, — en
svo var einnig um Bastogne og
rauna líka um Stalingrad. Sér-
hver hættustaður er verjandi,
ef menn — hugrakkir menn
vilja verja hann. Okkur langar
ekki til að berjast, — en við
höfum barizt áður Og aðrir
hafa áður gert ban mistök, að
ímynda sér, að Vestrið væri
of eigingjarnt, of lint, of sundr-
að til þess að veita mótspyrnu.
Jþannig var styrkur Kennedys.
Því setur menn hljóða og
menn óttast framtíðina, þegar
þessi merkilegi forustumaður
fellur svo skyndilega frá. Víst
heldur jörðin áfram að snúast
og nýr maður kemur I hans
stað, en verður hann á nokkurn
hátt fær um að taka við þessu
mikilvæga hlutverki. Menn ótt-
ast að þetta tjón verði aldre’
bætt.
Þorsteinn Thorarensen.