Vísir - 02.12.1963, Side 3

Vísir - 02.12.1963, Side 3
VlSIR . Mánudagur 2. desember 1963. 3 -x „Er Vfsir ekki kommn?“ heyr Ist sagt með óþolinmóðri rödd. „Skelfing kemur hann seint í dag“. Og fleiri taka undir. Þetta er endurtekið æ ofan í æ með margs konar orðaiagi og mis- „Við erum komin frá dagblað- inu Vísi“, útskýrir Ingimundur og bregður myndavélinni á loft. „Já, eruð þið með blaðið?“ Nei, við verðum að hryggja blessað heimilisfólkið með þeim fregnum, að við sjáum ekki um dreifingu blaðsins, heldur aðeins myndskreytingu þess og skrif- finnsku í það. Þá verður uppi fótur og fit. # „Á að fara að skrifa um okk- ur?“ „Á að taka myndir af okkur?“ „Almáttugur, maður er svodd- an hallæri, að það er ekki hægt að setja mann í blað!“ „Ég er svo gömul og hrukk- ótt“. „Ænei, ég myndast hræði- Iega“. „Ekki verðið þið minna pjatt- aðar með aldrinum“, segir Ingi- mundur stríðnislega og manar nokkrar aldraðar heiðursfrúr til að láta mynda sig. „Maður getur ekki einu sinni greitt sér!“ Greta Þorsteinsdóttir er búin að vera áskrifandi Vísis í 50 ár eða Iengur. Halldór Jónasson frá Hrauntúni, fyrrverandi fornbókasali, sér um blaðadreifingu á heimilinu. og er auk þess bókavörður safnsins. Heimsókn í Hrafnistu munandi áherzlum. Blaðsins er auðsjáanlega beðið af mikilli ó- þreyju. Við Ingimundur lítum hvort á annað með vandlega dui inni sjálfsánægju — hér kann fólk sko að meta okkur. -x Við erum stödd f Hrafnistu, Dvalarheimili aldraðra sjómanna en þarna búa margir aörir en aldraðir sjómenn, og ekki sést minna af kvenfólki en karlmönn um. „Ef maður hefði nú getað lagað sig til!“ En með lagninni hefst það. Bæði konur og karlmenn leyfa náðarsamlega, að teknar séu myndir af þeim, þótt ekki séu allir jafnhrifnir af hugmynd- inni. Og loks heyrist ánægjulegra hljóð úr horni: „Jæja, aldrei fór svo, að mað- ur kæmist ekki í biöðin!“ ■ < glliillfll . .... ’i ^ í '*v, % v •• ■ Elín Andrésdóttir, sem kenndi 45 ár við Miðbæjarskólann, er að flytja í einkaherbergi, og vinkona hennar, Ingveldur Jóns- dóttir (t. v.) hjálpar til að bera kassa og böggla. Þær sitja og spjalla saman á rólegri stund, vinkonumar Margrét Kristjánsdóttir, Sigurlína Daðadóttir og Halldóra Sigurðardóttir. í lesstofunni. Kún er við hliðina á bókasafni nu, og hér eru dagblöðin lesin af mikilli á- fergju og skrafað og skeggrætt um efni þeirra.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.