Vísir - 23.12.1963, Síða 2
V í SIR . Mánudagur 23. desember 1963.
UNDIR FÖNN
12 HÝJAR BÆKUR
endurminningar Ragnhildar Jónasdóttur, skráðar af Jónasi
Ámasyni. Hugljúf saga ástríkrar konu, sem ann hrjóstrugu
og stórbrotnu umhverfi sínu af þeirri hugarhlýju og alúð,
að ósvikna aðdáun vekur. Bækur Jónasar hafa jafnan verið
í röð vinsælustu bóka á hverju ári.
ÞÉR AÐ SEGJA
FRÁ Æ6ISÚTCÁFUNNI
veraldarsaga Péturs Hoffmanns Salómonssonar. Stefán Jóns-
son fréttamaður skráði. Þetta er bókin, sem ungir og aldnir
hafa ánægju af að lesa, um svaðilfarir og berserksgang
víkingsins íslenzka, sem hvergi hopaði, þótt við harðsnúið lið
væri að etja — en hlóð valkesti.
í BJÖRTU BÁLI
er frásögn Guðmundar Karlssonar, biaðamanns og fyrmm
slökkviliðsmanns, af brananum mikla í Reykjavík, árið 1915.
Bókin er f stóru broti og prýdd fjölda mynda frá atburðinum
og af mönnum þeim, sem helzt koma við þessa sögu af
mesta eldsvoða á íslandi. — Guðmundur tileinkar þessa
fallegu bók minningu föður síns, Karls Ó. Bjarnasonar, vara-
slökkviliðsstjóra.
DÆTUR FJALLKONUNNAR
nefnist bók eftir skáldkonuna Hugrúnu og hefur að geyma
æviminningar tveggja kvenna, Sigríðar Sveinsdóttur, sem
hefur lagt gjörva hönd á margt og er listfeng kona, m. a.
hefur hún smíðað hin fegurstu líkön af ýmsum munum og
fleira mætti telja. Saga hinnar konunnar. Önnu Margrétar,
er baráttusaga fátækrar alþýðukonu, eins og hún gerðist
hörðust um og upp úr síðustu aldamótum.
UNDIR GARÐSKAGAVITA
eftir Gunnar M. Magnúss. Þessi bók hefur að geyma sögu
byggðarlaganna tveggja. Garðs og Leiru, allt frá landnáms-
öld. I þessari miklu bók Gunnars M. Magnúss er að finna
nokkra skýringu á því þreki og þeirri atorku, sem gerði
þeim Suðurnesjamönnum fært að sækja sjóinn jafn fast og
um var kveðið.
ALLTAF MÁ FÁ ANNAÐ SKIP
heitir fyrsta bók Sigurðar Hreiðars, blaðamanns, og geymir
farmennskuminningar Rikka f Höfnum, sem segir sína sjó-
arasögu af því æðruleysi og þeirri hreinskilni, sem slikum
frásögnum hæfir bezt, og Sigurður Hreiðar hefur fært hana
í skemmtilegan búning.
EINFALDIR OG TVÖFALDIR
ný bók eftir Gísla J. Ástþórsson, safn smásagna í léttum
dúr með lítilsháttar ívafi af alvöru, sem Gfsla lætur afar
vel. Höfundur hefur sjálfur gert nokkrar spaugilegar teikn-
ingar sem prýða bókina. Gísli J. Ástþórsson hefur öðlazt
slíkan sess í hugskoti íslenzkra lesenda að mönnum hefur
jafnan þótt liða of langt á milli bóka hans.
GENGIS KHAN
hershöfðinginn ósigrandi eftir Harold Lamb, í þýðingu Giss-
urar Ó. Erlingssonar. — Þessi ævisaga Mongólahöfðingjans
mikla, sem hóf baráttu sína í örbirgð en lagði undir sig
meginhluta Asíu og Evrópu, hefur verið þýdd á fjölda tungu-
mála og hvarvetna þótt bæði merkileg, fróðleg og ákaflega
skemmtileg aflestrar.
TÖFRAR ÍSS OG AUÐNA
eftir danska landkönnuðinn og ævintýramanninn Ebbe
Munck, en Gissur O. Erlingsson þýddi. Formála að þessari
bók skrifar Ejnar Mikkelsen skipherra, sá er Peter Freuchen
dásamar sem mest í bókum sínum, enda fjallar bók þessi
að mestu um mannraunir höfundar og félaga hans á auðnum
Grænlands.
ÁST OG ÖRLÖG
asta úrval hókamarkafains
BRIMGNÝR OG BOÐAFÖLL
heitir bók sem Jónas St. Lúðvíksson hefur tekið saman
um stórorustur á sjó og aðra hrikaleiki á höfunum. Segir
þar frá mönnum, sem horfðust í augu við hættuna og brugð-
ust ekki á hverju sem gekk.
Skemmtilegasta og vandaí-
Þetta er íslenzk skáldsaga eftir höfund, sem nefnir sig Jón
Vagn Jónsson. Eins og nafnið bendir til er hér á ferðinni
ástarsaga í hefðbundnum stil og gerist hún á dögum dönsku
verzlananna.
HJÚKRUNARNEMINN
eftir Renée Shann er ein þeirra bóka, sem Gissur Ó. Erlinrs-
son hefur þýtt fyrir Ægisútgáfuna.