Vísir - 23.12.1963, Side 14
10
AUGLÝSING
um takmörkun á umferð í Reykjavík þann
23. og 24. desember 1963.
Ákveðið hefir verið að gera eftirfarandi
ráðstafanir vegna mikillar umferðar mánu-
daginn 23. og þriðjudaginn 24. desember.
n.k.:
1. Einstefnuakstur:
a. í Pósthússtræti frá Hafnarstræti til
suðurs.
b. Á Vatnsstíg frá Laugavegi til noröurs.
c. Á Frakkastíg frá Hverfisgötu að Lind-
argötu til norðurs.
2. Bifreiðastöður takmafkaðar:
Bifreiðastöður verða takmarkaðar við xh
klst. á Hverfisgötu frá Vatnsstíg að
Snorrabraut frá Hverfisgötu að Njálsgötu,
á Barónsstíg milli Skúlagötu og Berg-
þórsgötu, Frakkastíg, Vitastíg, Klappar-
stíg og Garðastræti norðan Túngötu.
Þessi takmörkun gildir mánudaginn £}.
desember og til hádegis þriðjudaginn 24.
desember n.k. Ennfremur verða frekari
takmarkanir en nú gilda settar um bif-
reiðastöður á Laugavegi, í Bankastræti,
Aðalstræti og Austurstræti, ef þörf krefur.
3. Takmörkun á umferð vörubifreiða:
Umferð vörubifreiða, sem eru yfir 1 smá-
lest að burðarmagni, og fólksbifreiða, 10
farþega og þar yfir, annarra^en strætis-
vagna, er bönnuð á eftirtöldum götum:
Laugavegi frá Höfðatúni í vestur, Banka-
stræti, Austurstræti, Aðalstræti og Skóla
vörðustíg , fyrir neðan Týsgötu. Enn
fremur er ökukennsla bönnuð á sömu
götum. Bannið gildir frá kl. 13 mánudag-
inn 23. desember og til hádegis þriðjudag-
inn 24. desember.
Ferming og afferming er bönnuð við
sömu götu á sama tíma, nema sérstaklega
standi á, og þarf þá leyfi lögreglunnar til
slíkrar undanþágu.
i
4. Bifreiðaumferð er bönnuð um Austurg
stræti, Aðalstræti og Hafnarstræti 23.
desember, kl. 20—24.
Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að
þeir forðist óþarfa akstur þar sem þrengsli
eru og að þeir leggi bifreiðum sínum vel og
gæti í hvívetna að trufla ekki eða tefja um-
ferð.
Þeim tilmælum er beint til gangandi veg-
faranda, að þeir gæti varúðar í umferðinni,
fylgi settum reglum og stuðli með því að
öruggri og skipulagðri umferð.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. desember 1963.
Sigurjón Sigurjónsson.
Hann valdi rétt....
hann valdi...........
NILFISK —
heimsins beztu ryksugu
,.,. og allir eru ánægðir!
Gíðir oreiðsluskilmálar. Sendum um allt land.
Vegleg jólagjöf,
- nylsöin og varanleg!
I|(l|\|l|\
O. KORNERUP• HANSEN
Sími 12606. - Suðurgötu lO,
BLAÐSÖLUÉÖRN^
VISIR greiðir kr. 1,00
i sblulaun fyrir hvert
selt blað
Árrií Jónsson —
Framhald af bls. 19.
„Það vona ég, að komi fram
í bókinni. „Reyfarinn" í sög-
unni er mér auðvitað hálfgert
aukaatriði. Hann er bara vel
eða illa heppnuð tækni. Per-
sónuleikarnir, viðbrögð þeirra
og þróun finnst mér vera það,
sem skiptir öllu máli. Ég veit
vel, að þetta er ekki I sam-
ræmi við nýjustu tízku í bók-
menntum, samanber „nýi róm-
aninn franski". ÞU mátt ekki
gleyma, að ég er hálf-fimmtug-
ur og enginn „avant-garde“-
höfui^ur."
„Mér skilst, að breyting sé
á stíl þínum og tækni frá fyrri
skáldsögu þinni, „Einum unni
ég manninum" — — hverju
svarar þú?“
„Kannski — — ég veit það
ekki. Gamla bókin var í róman-
tískum stíl. Stíllinn á nýju sög-
unni er ósköp hversdagslegur,
ekkert merkilegt við hann.“
„Finnst þér gaman að skrifa
skáldsögur?"
„Þvert á móti, en því verður
ekki breytt.“
Eftir öll þessi greiðu svör
skáldsöguhöfundarins, var
hann spurður, hvort hann
ætiaði ekki að halda áfram að
skrifa. — ,,Nei, áreiðanlega
ekki“, sagði hann, „ég lagði
alla rithöfundardrauma á hill-
una fyrir meira en áratug.
Þe'r eru löngu rykfallnir og
verða ckki látnir í hreinsun“.
Oss þótti karlmannalega
mælt og buðum góðar nætur.
- s t g r.
V í S IR . MánudagUr 23. desember 1963.
Jól í Argyle —
Framhald af bls. 17.
Sunnudagaskólar kirknanna hér
hafa líka mikinn viðbúnað fyrir
jólaskemmtanir sínar, sem eru
talsverður viðburður í bæjarlífinu
síðustu dagana fyrir jólin. Jóla-
skemmtanir þessar fara fram í
kirkjunum sjálfum, og annast
börnin þær að mestu eða öllu
leyti undir leiðsögn sunnudaga-
skólakennara sinna. Skiptast þar
á helgileikir, einsöngvar, kór-
söngvar, hljóðfæraleikur og upp-
lestrar. Kostar þetta yfirleitt
mikla vinnu og undirbúning.
Okkur, sem hér erum hvort
tveggja í senn gestir og heima-
fólk, finnst, að forleikur jólanna
hér sé bæði of langur og íburðar-
mikill miðað við jólin sjálf, sem
hér standa aðeins einn dag, 25.
des. Aðfangadagur er hér á eng-
an hátt helgur dagur. Þann dag
eru verzlanir opnar eins lengi
frameftir og venjulega, og veit-
ingahús loka ekki fyrir en undir
miðnætti. Annar jóladagur er
heldur ekki neinn hátíðisdagur
hér. Allar verzlanir og skrifstof-
ur eru þá opnar, og engar guðs-
þjónustur i kirkjum.
^fkomendur íslendinga og ann-
arra Norðurlandabúa hafa þó
ekki með öllu gleymt helgi að-
fangadagskvölds, og enn er reynt
að hafa eitthvert helgihald það
kvöld á einstaka heimilum og í
fáeinum kirkjum. Enn er það t.d.
fastur siður á Brú, sem er önnur
lútherska sveitakirkjan hér í
byggðinni, að hafa aðaljólamess-
una kl. 3 séðdegis á aðfangadag.
í lúthersku kirkjunni okkar hér
í Glenboro er aðaljólamessan kl.
10 á aðfangadagskvöld. Er sú
mðssa með nokkuð sérstökum
hætti. í lok messunnar eru raf-
piagnsljósin í kirkjunni slökkt, en
allir kirkjugestir kveikja á litlum
kertum ,sem hver og einn er lát-
inn hafa. 1 daufri birtunni frá
kertaljósunum er slðan beðið sam
an, presturinn blessar yfir söfn-
uðinn, og allir syngja „Heims
um ból“ (auðvitað á ensku). Er
þetta hátíðleg stund og fögur. I
þetta sinn á einnig að syngja hér
I Glenboro hluta af jólahátíðar-
söngvum séra Bjarna Þorsteins-
sonar. Til hægðarauka fyrir fólk-
ið þýddi ég íslenzka textann á
ensku. Þetta verður því líklega
í fyrsta sinn sem hátíðasöngvar
séra Bjarna verða sungnir á
enska tungu.
Þessi viðleitni okkar Iútherskra
til viðhalds helgi aðfangadags-
kvölds er þó alls ekki illa séð hér
um slóðir. Þar sem þetta er eina
messan hér I bænum á aðfanga-
dagskvöld, er kirkjan okkar venju
lega troðfull af fólki, og er þá
jafnan margt af fólki annarra
safnaða. Jafnvel katólskir eru
stundum gestir okkar vlð þetta
tækifæri.
Annars verð ég að segja eins
og er, að okkur finnst sjálft jóla-
haldið stórum óhátíðlegra hér en
heima á Fróni. Heima er fólk
ekki tiltakanlega kirkjursekið,
nema á stórhátíðum. Hér kemur
fólk til kirkju hvern sunnudag ár-
ið um kring, ef það mögulega
getur, en stórhátíðirnar verða
hins vegar ekki eins stórar.
j-joir örlagaríku atburðir, sem
gerzt hafa nýl. hér 1 álfu, munu
á vissan hátt setja svip sinn á
jólin, ekki aðeins í Bandaríkj-
unum, heldur einnig hér í Kan-
ada. Morð Kennedy og allt er
á eftir fór verkaði fyrst á fólk
eins og hálfgert rothögg. En eftir
á spyrja margir: „Hvernig stend-
ur á, að annað eins og þetta get-
ur gerzt hér í þessari álfu, álf-
unni, sem hefur verið svo stolt
af frelsishugsjónum sfnum og frið
arást? Is something rotten in the
state of Denmark, eins og Hamlet
sagði?
Vera má, að fleiri líti í eigin
barm nú um þessi jól en áður,
til að reyna að finna svar við þess
um spurningum, hvort nokkuð sé
t.d. hulið I okkar eigin barmi af
þeim öflurn, sem myrða saklaus
negrabörn og bana þeirh leiðtoga,
sem vann að því, að allir hefðu
jafnan rétt að lögum. Ef hin
hálfvaknaða sjálfsgagnrýni finn-
ur einhver af hinum réttu svör-
um, má segja að fórnimar hafi
ekki verið til einskis. „
Að minnsta kosti rni. Eetla, að
hugir margra verði hljóðari nú
um þessi jól en stundum fyrr, en
bænirnar, sem upp stfga til föð-
ur Ijósanna, heitari og einlægari.
Við þrjú í lútherska prestshús-
inu f Glenboro sendum öllum vin
um og vandamönnum heima inni-
legar óskir um gleðileg jól. Við
óskum landi og þjóð gæfu og
blessunar á komandi ári.
Megi þessi hátíð kenna okkur
öllum, hvar sem við erum, að
ganga betur en fyrr veg hin"
sanna friðar.
Skrifað í Glenboro,
12. cjesember 1963.
Kristján Róbertsson.
DillTSCHE WEIHNACHTS- UHD
NEUJAHRSGOTTESDIENSTE
Katholischer Weihnachtsgottesdienst
am 1. Weihnachtstag, dem 25. Dezember 1963, um 15,30 Uhr
in der
Christköfiiifiskirche, Lændabí,
Steykjcsvík
Die Gemeinschaftsmesse zelebriert Bischof Jóhannes Gunnars-
son. Die Predigt halt Pater A. Mertens, der auch den
Gottesdienst leitet. •
★
Evangelischer Weihnachts- und Neujahrsgottesdienst
am Sonntag, dem. 29. Dezember 1963, um 14.00 Uhr in der
Domkirche in Reykjavik.
Die Weihpachts- und Neujahrsandacht hált Propst Sigurjón
Gudjónsson von Saurbaer. Der Chor der Domkirche und die
Gemeinde singen deutsche Weihnachtslieder.
An der Orgel: Dr. Páll ísólfsson.
★
Die Gottesdienste werden nicht in Rundfunk ubertragen.
Die Botschaft wilrde sich úber eine rege
Beteiligung sehr freuen.
Dr. C. H. Cassens
Chargé d’affaires a.i.