Vísir - 02.01.1964, Blaðsíða 1
I
VÍSIR
• ' 4 .
54. árg. — Finuntudagur 2. janúar 1964. — 1. tbl.
Ingunn Þóra Jónsdóttir meö sinn 14 marka strák, sem var8 fyrsta
barn ársins 1964.
60 SLÖSmST
Á NÝÁRSNÓTT
Samkvæmt upplýsingum sem
Haukur Kristjánsson yfirlæknir
Slysavarðstofunnar gaf Vísi í
morgun, varð meira um siys af
sprengjum á gamiárskvöld heldur
en orðið hefur a.m.k. tvö næstu
gamlárskvöld á undan.
Haukur sagði að um eða yfir
30 manns hefðu komið til aðgerðar
BHodÍð" í dag
V
BIs. 3 Brennur á
gamlárskvöld.
— 7 Nýársræða forseta
íslads.
— 8-9 Nýársræða for-
sætísráðherra.
—
í Slysavarðstofunni frá því á gaml-
árskvöld og þar til I gær, sem
allir höfðu meiðzt meira eða
minna af sprengjum. Af þeim voru
fjórir svo alvarlega slasaðir að það
varð að leggja þá inn í sjúkrahús.
Einn þessara fjögurra hafði fðt-
brotnað er sprengja lenti á honum.
Hinir þrir höfðu allir hlotið mikil
brunasár, og einn þeirra af því að
neisti frá blysi eða einhvers konar
sprengju hafði komizt í skyrtu
hans sem var úr nylonefni og fuðr-
aði upp. Hann brenndist við þetta
illa, en þó ekki lffshættulega.
Auk þessara aðgerða á fólki sem
slasazt hafði af völdum spreng-
inga var mikið annrlki í slysavarð
stofunni alla nýársnótt og á 12
klukkustundum komu þá til aðgerð
ar þangað samtals um 60 manns,
vegna ýmissa meiðsla, sumt hafði
dottið og jafnvel beinbrotnað. Ekk-
ert þeirra slysa var þó jafn alvar-
légt sem slysin af Sprengjunum.
Yfirlæknirinn sagði að ölvun hefði
verið áberandi meðal hinna slös-
uðu.
ÓGURLEGT ÞRUMUVEÐ-
UR í EYJUM í NÓTT
Það var óvenju bjart um Vest-
mannaeyinga um þessi áramót,
gosleiftrin eins og undanfarnar
vikur, fjölmargar áramótabrenn
ur á gamlárskvöld, þar af ein
uppi á Helgafelli, og milli kl. 11
og 12 í gærkvöldi geisaði þar
fádæma þrumuveður. Fréttarit-
ari Vísis í Eyjum, Sigfús John-
sen, sagði í viðtali í morgun að
þetta þrumuveður hefði staðið
stutt en verið hið mesta, er
hann myndi eftir, Þrumuhljóðin
líktust Þórdrunum og eldinga-
leiftrin lýstu upp myrkrið svo
að bjart var í húsum, þar sem
Ijós höfðu verið slökkt, sem um
hádag væri.
Einhverjir kunna í fyrstu að
hafa sett þetta þrumuveður í
samband yið eldgosið, þar eð
eldingar hafa oft leiftrað í gos
mekkinum undanfarnar vikur,
en brátt varð ljóst að skollið
hafði á óvenjulegt þrumuveður.
Ailhvasst var af austri.
Á gamlárskvöld var kveikt í
bálkesti, sem hlaðinn hafði ver
ið uppi í gömlu gígopi uppi á
Helgafelli i Vestmannaeyjum.
Þar hefir ekki verið áramóta-
brenna í mörg ár en var höfð
þarna í gígopinu að þessu sinni
til þess að tákna eldgosið í Vest
urey.
m
FYRSTA BARN ARSINS
VlSIR hringdi eins og um fyrri
áramót i hinar opinberu fæðing
arstofnanir borgarinnar, Fæðing
arheimiii borgarinnar og Fæðing
ardeild Landsspítalans til þess
að forvitnast um fyrsta bam árs
ins 1964, hver Væri fyrsti nýi
borgarinn á árinu.
Það kom í ljós, að fyrsta barn
ið fæddist á Fæðingarheimilinu
við Eiríksgötu, eins og í fyrra.
Það fæddist kl. 2.15 og var
drengur, 14 merkur og 50 cm.
langur. Foreldrar hans eru frú
Ingunn Þóra Jónsdóttir og Vil-
hjálmur Elías Þórhallsson verzl-
unarmaður, Akurgerði 13. Þau
áttu eina stúlku fyrir, sem nú er
þriggja ára.
Þegar fréttamaður Vísis fór í
morgun til að heimsækja og
skoða nýja þjóðfélagsborgarann,
var hann ósköp syfjaður og ætl
aði ekki að fást til að vakna og
var greinilegt, að hann ætlaði
ekki að láta frægðina stíga sér
til höfuðs, þó hann væri nú
frægasta barn á íslandi þessa
stundina og blaðaljósmyndarar
kepptust við að taka af honum
myndir.
Við spurðum móðurina, hvort
hún væri nokkuð farin að hugsa
um, hvað drengurinn ætti að
heita, en hún svaraði að hún
hefði ekki hugmynd um það. —
Svona eru íslendingar, sagði
Hulda Jensdóttir forstöðukona,
er var þar hjá, það er öð-ru vísi
með útlendinga, þeir eru yfir-
leitt búnir að ákveða nafnið áð-
ur en barnið fæðist.
Drengurinn var aðeins einn
af sex drengjum sem fæddust á
fæðingarheimili á nýársnótt. Á
fæðingardeildinni fæddist fyrsta
barnið kl. 6 um morguninn. Það
var líka drengur. Foreldrar hans
eru frú Kristín Vilhjálmsdóttir
og Ásgeir Bjarnason, Ægisgötu
27.
Reykjavikurskátar skoða kort af leitarsvæðinu á lögregluvarðstofunni 1 Kópavogi i morgun.
UMFANGSMIKIL LEIT
AD ÖLDRUDUM MANNI
Geysiumfangsmikil leit hefur ver
ið gerð að 68 ára gömlum manni,
Bárði Jónssyni, Borgarholtsbraut
37A í Kópavogi, en hann hvarf að
heiman frá sér s.l. mánudag 30.
des.
Bárður sást síðast um 4,30 e.h.
á mánudag við hús kunningja sinna
í Kópavogi, en síðan er ekki vitað
um ferðir hans, en < álitið var að
hann ætlaði til ættingja sinna í i
Blesugróf en þangað kom hann
ekki svo vitað sé.
Skátar í Kópavogi, Hafnarfirði
og Reykjavík hafa leitað Bárðar
og hefur verið leitað á mjög stóru
svæði, öll fjaran milli Hafnarfjarð
ar og Gufuness, Kópavogur, Foss-
vogur, Flugvallarsvæðið, öskjuhlíð,
austurhluti Reykjavíkur, og tals-
vert langt út fyrir borgarmörkin.
Sama svæði verður tekið fyrir í
dag og sennilega stækkað að mun.
Andri Heiðberg, froskkafari, reyndi
að kafa I gær, en án árangurs.
Hann gerði þrjár tilraunir, en loft-
kútar hans virust ekki í lagi og
munaði minnstu að illa færi fyrir
honum. Við athugun kom í ljós að
Framhald a bls. b