Vísir - 02.01.1964, Page 5

Vísir - 02.01.1964, Page 5
V1SIR . Fimmtudagur 2. janúar 1964. 5 / óveðrínu á nýársnótt í óveðrinu á nýársnótt eyðilagð- ist stór byggingakrani við nýbygg- ingu efst í Bólstaðahlíð. Stykki í krananum mun hafa staðið á sér þannig að hann stóð á móti vindi og brotnaði að lokum. Kranar sem þessir munu ekki notaðir, ef eitthvað er að veðri, að því er byggingameistarinn við bygg ingu þessa tjáði okkur í morgun. Er það gert í öryggisskyni, enda geta óhöpp af þessu tagi alltaf hent sig, og sjálfsagt að vera á verði gegn þeim. Myndin sýnir gjörla hvernig kran inn hefur kengbognað og lagzt 1 jörðu, en sem betur fór lagðist hann ekki yfir mótauppsláttinn, enda hefði tjónið orðið mun veru- legra hefði svo farið. r Avarp forsetans Framhald af bls. 7 styrkur. Persónuleg viðkynning og vinátta við nágranna- og við- skiptaþjóðir vorar og ráðamenn þeirra, er vorri fámennu þjóð nauðsyn. Þekking á íslandi nú- tímans fer vaxandi meðal þeirra sem máli skiptir. Vér erum ekki lengur utan sjóndeildarhrings- ins, og vér fögnum því, þegar oss er sýndur skilningur og vina- hót. Ég vil að lokum bæta við sög- una og bókmenntirnar öðrum ó- launuðum fulltrúa íslands erlend- is, en það eru allir íslendingar, sem þar búa, ýmist við nám eða heimilisfastir. Við höfum á ferð- um okkar hitt fjölda þeirra, og ekki sízt nú á Englandi og Skot- landi. Það er ánægjulegt, hve oft máður verður þess var, hve vel þeir bera ættlandi sínu söguna mfeð framkomu sinni, hæfileikum og starfi. Tryggð og ástúð sem þéþ sýna við svona tækifæri er mpð ágætum. Það ber oss að þakka, enda má Fjallkonan vart við því að missa neitt af börn- um sínum. Að svo mæltu óskum við hjón- in, öllum gleðilegs nýárs og þjóðinni gæfu og gengis á þessu nýbyrjaða ári og guðsbiessunar. stríði innan þjóðar? Hvergi á þó innbyrðis ófriður og stéttarstríð minni rétt á sér en í okkar ör- smáa þjóðfélagi, þar sem allir | eru vaxnir af sömu rót og raunar j náskyldir I orðsins eiginlega skiln j ingi. Hættum þeirri togstreitu j stéttanna, sem engum færir á-1 báta. Látum það ekki henda, að ; öflugum samtökum, sem stofnuð ; eru til almennings heilla, sé beitt! gegn handhöfum rlkisvaldsins, ' sem löglegur meirihluti hefur trú að fyrir umboði sínu. Sameinumst um að gera þeim, er örðugast eiga, lífið léttara og búa þjóðinni allri hagsæld og frið I okkar ástkæra en erfiða landi. Að svo mæltu óska ég öllum íslendingum gleðilegs árs 1964. Leltin — Framh. af bls. 1. I tækinu hafði staðið á sér ventill og gefið of lítið loft. Bárður Jónsson er maður í meðal! bifreiðin öll lagi hár, dökkskolhærður með : hana upp. Mun hún vera gjörónýt. þunnt hár. Hann mun vera klæddur Björguðust — Framh. af bls. 16. unum út og lágu þau fyrir utan húsið öll illa brunnin. — Klukkan var um 11 á ný- ársdagsmorgun þegar gestkom- andi maður vakti okkur og kall- aði: Eldur, eldur. Eftir nokkrar mínútur vorum við öll komin út, flest á náttfötunum einum saman. Mér tókst að komast inn aftur og ná I buxurnar mínar, en tæpum tveim mínút- um eftir að við vorum komin út var húsið að heita má al- elda. Konan mfn tók sængina með sér og var það það »eina .sem-okkur-tókst að bþarga, ÖH, húsgögnin Irú .-kolbrunrtint en* innbú var allt óvátryggt, sagði Ingimundur. 1 Teigi bjó Ingimundur, á- samt konu sinni Stefaníu Guð- mundsdóttur og fimm börnum, einnig bjó móðir hans I hús- inu, en hún var ekki heima, þeg ar eldurinn kom upp. Talið er að eldsupptökin .hafi verið I aust urenda hússins, en þar svaf mað ur sem var gestkomandi og vakti hann heimilisfólkið. Teigur er timburhús, ein hæð og ris, byggt 1929 og stendur það við Nesveg. Eins og fyrr segir var allt innbú óvátryggt og hefur þvl fjölskyldan orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni. Bifreið veltur — Framh. af bls. 16. höfuðhögg. Voru þeir fluttir f sjúkrahús. Báðir mennimir eru frá Borgar nesi. Bifreiðastjórinn heitir Gunn- ar Kristjánsson en með honum var Axel Þórarinsson. Bifreiðastjór inn mun ekki hafa verið vanur bif- reiðinni. Farið var með útbúnað að Bægisárbrú til þess að ná bif- reiðinni upp. En það tókst illa. Fór I sundur er hífa átti Framh. af bls. 9. einu — leiðina til bættra lífskjara. Öll vonum við, að stríð á milli þjóða séu úr sögunni. En halda menn þá heilladrýgra að eiga I I tvlhnepptan jakka með ljósum teinum, og vestispeysu, brúnum Iág um skóm og með dökka húfu með skyggni. Einnig getur vferið að hann sé klæddur Ijósum rykfrakka, sem hann hafði gleymt, en tók hjá vina fólki sínu á Nýbýlavegi, þar sem hann sást síðast. Bárður mun hafa 1 verið lítilsháttar meiddur á vinstra fæti og stingur því við. Hafi menn orðið varir við Bárð eftir kl. 4,30 á mánudag eru þeir beðnir að hafa samband við Kópa vogslögregluna. Nýr bæjargjaldkeri á Ákureyri Ráðinn hefur verið nýr bæjar- gjaldkeri á Akureyri, Guðmundur Jónsson, viðskiptafræðingur. Hann hefur starfað nokkur ár á bæjar- skrifstofum Akureyrar. Fjórir sóttu um starfið sem var auglýst laust til umsóknar skömmu eftir að bæjarritarinn varð veikur og varð að láta af störfum en þá- verandi bæjargjaldkeri tók við störf um hans. Óskum öllum viðskiptavinum vorum og öðru landsfólki gleðilegs nýárs Búnaðarbankinn Iðnaðarbankinn Samvinnubankinn Sparisjóður vélstjóra Bárugötu 11 Sparisjóðurinn Pundið Klapparstíg 27 Verzlunarbankinn Eimskipafélag Reykjavíkur Yélsmiðjan Dynjandi Dugguvogi 13 Bílasala Matthíasar Höfðatúni 2 Vélsmiðjan Járn h.f. Síðumúla 15 Radioverkstæðið Hljómur Skipholti 9 ^ I .v, . þíff f . f| P4tneinaða yerksniiðjuafgréiðslan (SAVA) í Bræðraborgarstíg 7 Félag ísl. stórkaupmanna Félag ísl. iðnrekenda Björgvin Sehram Heildverzlun, Vesturgötu 20 Bruninn Framh. af bls. 16. ist. Mátti heita að húsið yrði al- elda á örskammri stundu. Svo litlu mátti muna að fólkið gat nauðuglega bjargast út, allt meira og minna fáklætt, en syni Ingimundar, sem er um fermingu varð að bjarga út, því hann var þá meðvitundarlaus orðinn af reyk. Fljótlega eftir að hann kom I ferskt loft komst hann til meðvit- undar aftur og jafnaði sig. Full- yrða má að þarna hafi mjóu mun- að. Klukkan var um 11 þegar slökkviliðinu barst vitneskja um eldsvoðann. Húsið var þá alelda orðið og mjög erfitt um allar að- stæður til slökkvistarfs, ekki sízt vegna roksins sem var mikið. Stóð eldurinn beint á nærliggjandi hús, sem er steinsteypt, en það tókst að verja. Enda þótt Teigarhúsið standi uppi er það allt kolbrunnið að innan og er talið gerónýtt. Engu varð bjargað úr því og allt var innbúið óvátryggt nema gömul og lág trygging á innbúi ekkjunnar sem átti húsið. Fólkið stendur því allslaust uppi', en nágrannar skutu skjólshúsi yfir það I gær. Um eldsupptök er ekkert vitað, nema hvað talið er að þau hafi veHð á rishæðinni. Slökkviliðið hefur haft ýmis- legt fleira að gera um áramótin, þfett ekki sé um stórbruna að ræða. í gærmorgun var það kvatt að Njálsgötu 1. Þar hafði verið kveikt I timburstafla undir hús- tröppum, en eldsins varð fljótlega vart og tókst slökkviliðinu að kæfa hann áður en teljandi skemmdir hlytust af. í gærkveldi var það kvatt að veitingahúsinu Glaumbæ við Fríkirkjuveg. Kviknað. hafði í rusli I geymsluskúr, en þar var einnig. fljótlega slökkt. Á gamlársdag var slökkviliðið oft kvatt á vettvang. Þá munaði litlu að illa færi I verzlunihni Álfabrekkú við Suðurlandsbraut þegar kviknaði í flugeldum inni í verzluninni. Með snarræði tókst að sópa flugeldunum niður í vask, en þrátt fyrir það urðu nokkrar skemmdir af eldi, vatni og reyk, þó minni en áhorfðist. Sama dag kviknaði í útvarps- grammófóni á Smáragötu 6, sennilega út frá biluðum rofa í tækinu. Skemmdir urðu ekki nema á fóninum. Slökkviliðið var kvatt á nokkra aðra staði, en af litlu tilefni og a.m.k. þrisvar var það gabbað.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.