Vísir - 02.01.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 02.01.1964, Blaðsíða 7
VÍSIR • Fimmtudagur 2. janúar 1964. 7 ÍSLENDINGAR NJÓTA MENN- INGARARFS SÍNS ERLENDIS Góðir lslendingar nær og fjær! Við hjónin flytjum yður, héð- an frá Bessastöðum, innilegar þakkir fyrir liðið ár og beztu nýársóskir. Eins og jafnan áður höfum við svo margt að þakka, að of langt yrði upp að telja, þó tíma mínum væri til þess eins varið. Við höfum víða farið og marga hitt á nýliðna ári, meðal annars í hringferð kringum landið. Við fögnum þv£ hve góð lífskjör og aðbúð er almennt orðin með þjóðinni. Á bak við liggur löng þróun, og stórstíg síðustu ára- tugina. 1 lok þessa mánaðar eru 60 ár liðin síðan þjóðin eignaðist hinn fyrsta íslenzka ráðherra, búsettan í landinu. Mér er sá atburður í barnsminni. Það verð- ur ekki annað sagt en að heima- stjórn, fullveldi og síðast endur- reisn lýðveldis hafi borið marg- faldan ávöxt. Það er óþarfi að bera upphaf og lok þessa 60 ára tímabils saman í einstökum atriðum. Land ið er endurbyggt á þessum ár- um, aðeins nokkur myndarleg timburhús og örfá steinhús standa eftir frá eldri tíma, og langflestar jarðir í öllum héruð- um húsaðar að nýju. Eftir því fara önnur kjör og starfsmögu- leikar. Og sama máli gegnir um skipastólinn. En þess skulum vér jafnan gæta, að það sem lyftir þjóðinni, gerist ekki allt á Alþingi eða fyrir breytta stjórn- skipun. Það eru þúsundir for- ustumanna £ landbúnaði, sjávar- útvegi og iðnaði, sem standa í fylkingarbrjósti, og afköstin byggjast á ötulu og þróttmiklu starfsliði. Og þá eru ótaldir menningarfrömuðir á öllum svið- um, í bókmenntum, listum, skól- um og kirkjum landsins. Þeirra tala er há, sem eiga þjóðarþökk, þó hún komi ekki ætíð réttlát- lega til skila. Flestir fá sinn rif- lega skerf við útför sína, en fullnaðardómur bíður venjulega, þar til sagnfræðin fær betri yfir- sýn. Þá vatnar yfir láglendið, en tindarnir blána í fjarska. Hinn fyrsta siðasta mánaðar voru 45 ár liðin frá því Sam- bandslögin gengu I gildi. Það var hið stærsta spor í sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar. fullveldi og réttur til einhliða uppsagnar sambandsins við Danmörku að 25 árum liðnum. Á því timabili óx þjóðinni fiskur um hrygg, og hafði raunar fengið full umráð allra sinna mála áður en frest- urinn var útrunninn. Islendingar voru á þessu tlmabili frjáls þjóð, fullvalda ríki og báru þá jafn- framt alla ábyrgð á sjálfum sér, stjórnarfari og þjóðarbúskap. Þjóðin var ekki við öllu búin og má þetta tímabil teljast þroska og undirbúningstími undir lýð- veldisstofnun. Ég minnist þess, þegar fyrst var gerður greinar- munur á gengi íslenzkrar og danskrar krónu- að þá héldu sumir að hér væri um að ræða nýtt herbragð af danskra hálfu til að litillækka íslendinga. En að sjálfsögðu bárum vér sem fullvalda þjóð ábyrgð á vorum eigin gjaldmiðli og greiðslujöfn- uði. Þeir voru víst ekki margir, sem þá, I upphafi, skildu til nokkurrar hlítar þessi orð: gengi og greiðslujöfnuður, eða gildi þeirra fyrir fjárhagslegt sjálf- stæði. Og þó vér skiljum það öll núna, hvað I þvl felst, þá eru átök hörð um markmið og leiðir I þjóðarbúskap, enda er sú skoðun orðin ráðandi, að þingi og stjórn beri skylda til að skapa almenningi svo góð lífskjör sem framleiðsla og útflutningur leyfir. Á þessu sviði er nú hættast við átökum eins og launabarátta og verkföll siðasta árs béra skýrast- an vott um. Vér fögnum þvi öll af einlægum huga, að vinnufrið- ur komst á nú fyrir hátíðar. Svo viðkvæm erum vér enn fyrir jólum og áramótum, að vér eig- um erfitt með að sætta oss við, að allt logi I deilum, þegar frið- ur á jörðu, er boðaður, og vel- þóknun með mönnunum. Ég á að sjálfsögðu ekki við, að átök megi ekki eiga sér stað, en bæði átök og áróður verða að vera innan þeirra takmarka, sem þjóðareiningin þolir. Ég minnist tveggja hátíða, þeg- ar ríkti fullkomin þjóðareining og fögnuður: Alþingishátlðarinnar og Lýðveldisstofnunar árið 1944. Á næsta vori er 20 ára afmæli hins unga lýðveldis., „ísland er lýð- veldi með þingbundinni stjórn,“ — þannig hljóða lokaorð langrar baráttu hinna beztu manna, og upphafsorð nýrrar aldar I sögu íslendinga. Það skipti um svið, en lífsbaráttan heldur áfram, baráttan fyrir góðri afkomu og öryggi þegns og þjóðar. Og þann- ig varðveitist afmælisfögnuðurinn bezt, að vér sýnum I orði og verki, að vér séum til þess hæfir og verðskuldum að vera alfrjáls og fullvalda þjóð, sem rækir jafnt skyldur sínar sem réttindi. Ég hefi áður nefnt hið fjár- hagslega sjálfstæði og skal nú bæta við öðru höfuð viðfangs- efninu, sem oss bættist með full- veldi og lýðveldisstofnun, utan- ríkisþjónustunni. Hver er sínum hnútum kunnugastur, og það liggur I augum uppi, að erlendir fulltrúar, ókunnugir vorum hag og háttum, gátu ekki, þrátt fyrir bezta vilja, rekið öll íslenzk er- indi. Þar fyrir nutum vér þó lengi vel tveggja ópersónulegra full- trúa, ef ég má svo segja, þar sem voru fornbókmenntir vorar og Alþingi að fornu og nýju. Hinir ágætustu menn, einkum I Skotlandi, Englandi, Þýzkalandi og á Norðurlöndum sömdu ágæt rit um menningararf Islendinga. Þeir fluttu þann boðskap, að ís- flestum sviðum, sem skilja vel samtíðina og viðfangsefni henn- ar, og gildir það ekki sízt um utanríkis- og fjárhagsmál. Hafa þeir bæði fengið betri skóla, vegna batnandi fjárhags, og meiri reynslu, vegna vaxandi alþjóða- starfsemi, en áður var kostur á. Minnist ég þess, sem Jón Krabbe sagði eitt sinn við mig fyrir löngu, að ein ríkasta þörf ís- og m. a. til að gera það lýðum ljóst, bæði hérlendis og I Bret- landi, bauð forsætisráðherra Bretlands okkur hjónunum og Guðmundi I. Guðmundssyni ut- anríkisráðherra, og hans konu I opinbera heimsókn, sem nú er nýafstaðin. Þetta heimboð var drengskaparbragð, og Bretum líkt. Þeir eru ekki langræknir. Og þó sumum kunni að þykja múr- Ásgeir Ásgeirsson, forseti. lenzku þjóðarinnar væri, að koma sér upp starfsliði, sem gæti horfzt beint I augu við er- lenda sérfræðinga. Einn erfiðasti samningur, sem þjóðin hefir átt við að búa, er gamli þriggja mílna landhelgis- samningurinn, enda gerður I upp- hafi togaraaldar. Þá varð þröngt fyrir dyrum útvegsbóndans á sín- um róðrarbát eða litla vélbát, og arnir þykkir, þegar þeir koma fyrst, ókunnugir, til Lundúna- borgar, þá eru engir betri heim að sækja, brosið hlýtt og hand- takið þétt, þegar komið er inn- fyrir múrana. Jafnvel formenn brezkra togarasamtaka Iétu ekki sitt eftir liggja að koma á fund okkar og skrifa vinsamlegar kveðjur I blöð, eins og að lok- inni bændaglímu. Okkur þótti að sjálfsögðu mik- Nýársræða forseta ísBands, Ásgeirs Ásgeirssonar lendingar væru sér um þjóðerni og forna héraðs- og þingstjórn. Það var oss ómetanleg hjálp á hinum fyrstu uppgangsárum, og kunni Jón Sigurðsson vel að not- færa þá aðstoð. Nú höfum vér byggt upp ,vora eigin utanríkisþjónustu, svo vel sem vér teljumst hafa efni á. Þar var Sveini Björnssyni falið að ryðja brautina. Það er og stað- reynd, að þjóðin hefir nú einkum eftir hina síðari styrjöld á að skipa ágætum starfsmönnum á auk þess við allsendis ónóga landhelgisgæzlu. Einn stærsti sigur og ávinningur, síðan ís- lendingar tóku í sínar hendur ut- anríkismálin, er útfærsla land- helginnar. Á síðasta stigi þess máls var þjóðin sammála um 12 mílna kröfu, en að sjálfsögðu mátti deila u'm aukaatriði, eins og oftast vill verða. Leiddi þetta til alvarlegra átaka við Breta, eins og kunnugt er, en leystist stórslysalaust. Sættir hafa nú tekizt að fullu ið til komá að heimsækja Breta- drottningu og mann hennar, prins Philip, I Buckinghamhöll- inni, Sir Alec Douglas-Home forsætisráðherra I Downing Street 10, og borgarstjórann í Guildhall. Ég hafði áður komið tvisvar I Downing Street 10, og hitt fyrst McDonald og síðar Lord Bald- win, og þekktu þeir báðir vel til íslands af frásögn William Morris, sem hafði heimsótt fs- land og þýtt og ort út af Islend- ingasögum. Urðu þeir á sinni tíð vel við mínum málaleitunum. Að vísu sagði Baldwin, að sín stærstu vonbrigði á ævinni stæðu I sambandi við ísland, þvi þegar Morris hafi komið að kveðja móður sína áður en hann lagði I Islandsferðina, hafi hann klapp- að á kollinn á sér, og lofað að gefa sér íslenzkan hest þegar hann kæmi til baka. En hestur- inn kom aldrei. Hér ásannaðist þó það, sem ég sagði, að íslenzk- ar fornbókmenntir hafa reynzt oss góður fulltrúi. Líkt er að segja um Sir Alec, hann er Skoti, en þeir eru vorir næstu nágrann- ar, þekkja til sögu íslands, og sýna oss jafnan mikla vinsemd. N" Hjá drottningu og borgarstjóra nutum við hinnar mestu gestrisni og viðhafnar, sem Englendingum er svo töm, hallarstíll og fornir búningar, skikkjur og skarthúfur. Þar sómdi íslenzki skautbúning- urinn sér vel. En þessi Ihalds- semi Englendinga er aðeins á ytra borðinu, því hið innra með sér eru þeir raunsæir nútíma- menn, og fúsir og fljótir til að semja sig að nýjum og breyttum háttum I hugsun og fram- kvæmd. Ég-drep aðeins -á þessi atriði, og of Iangt mál að rekja ferðasöguna, enda er hún áðuf komin að nokkru leyti I útvarþi. Þó vil ég ekki láta hjá líða að nefna heimboðin til háskólanna I London, Oxford, Leeds og Edin- borg, og British Museum. Þau heimboð voru engin tilviljun, heldur áttu þau rót sína að rekja til þess, sem ég endurtek enn: íslenzkra fræða og sögu. Þar voru okkur sýndir margir dýr- gripir íslenzkra handrita og elztu prentaðra bóka, og bar margt á góma um íslenzk og engil-sax- nesk fræði, enda munu hvorir tveggja hafa skilið annars mál, Aðalsteinn konungur og Egill Skallagrfmsson, þegar hann dvaldi með konungi á Englandi. Titill drottningar „The Queen“ er engil-saxneska, og sama orðið og „kvon“ á íslenzku I kvonfang og kvonbænir. I Oxford sá ég bók, sem ég raunar þekkti áður, um „Hamlet £ íslenzkum bók- menntum", en hann er fyrst nefndur I Snorra-Eddu og heitir þar Amlóði. Um hann eru og Brjánssögur I íslenzkum þjóðsög- um, og nokkrir rlmnaflokkar. En mikill munur er á leikriti Shake- spears og fslenzkum Amlóða- rímum. Veldur hver á heldur, þó söguefni sé hið sama. Butler, ut- anrikisráðherrann, bauð okkur I leikhús til að sjá „Hamlet". Það var stórkostleg sýning að efni og meðferð. Því vænna þótti mér um að sjá Hamlet hér I Þjóðleik- húsinu um jólin til samanburðar. Sú sýning tókst mjög vel, og enginn amlóðabragur eins og á rímunum. En hér verð ég að láta staðar numið. Ég hefi lagt nokkra áherzlu á það, að vér Islendingar njótum erlendis vors menningararfs I ríkum mæli I hóp menntamanna og margra valdsmanna, og er það þjóð vorri ómetanlegur Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.