Vísir - 02.01.1964, Page 8
VlSIR . Fimmtudagur 2. janúar 1964.
3
VISIR
Otgefandi: BlaðaiStgáfan VÍSIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði
1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur)
Prentsmiðja Visis. — Edda h.f.
Ný vinnulöggjöf
\ upphafi hins nýja árs er tilefni til þess að minna enn
i það hver nauðsyn það er að ný vinnulöggjöf verði
>ett. Sú löggjöf um vinnudeilur og verklýðsmál sem
/ið búum við er meir en aldarfjórðungs gömul. Hún
/ar mótuð af viðhorfum og aldarhætti sem er fjarlæg-
ir þeim tíma og þeim viðhorfum sem nú ber hæst.
^öggjöfin er með öðrum orðum úrelt og lengur má
'kki dragast úr hömlu að setja nýja.
\auðsyn þess undirstrika hinar tíðu vinnudeilur sem
úð íslenzka þjóðfélag hrjá og aldrei hafa valdið meiri
’.pjöllum en á því ári sem nýgengið er. Að vísu er það
’.att og rétt að vandi verklýðsmálanna verður ekki
eystur með nýjum lögum. Hann er miklu djúpstæðari
\ en svo og skoðanir um það hvemig skipta skuli þjóðar-
ekjunum verða ávallt deildar. En engu að síður er
bað mjög mikilvægt að kjarabaráttan fari fram inn-
an ákveðins og skynsamlegs ramma, sem komi í veg
fyrir öfgar og auðveldi það að deilur séu útkljáðar með
samningum en ekki verkbönnum og verkföllum. Á
síðustu áratugum hafa grannþjóðir okkar öðlazt mikil-
væga reynslu á þessu sviði. Þá rejmslu þurfum við að
hagnýta okkur og skrá þau nýmæli sem bezt hafa
lefizt á íslenzkar lögbækur. Engin ástæða er til þess
ð ætla að þau muni ekki reynast jafn haldgóð hér
1 landi eins og annars staðar, þótt verklýðs og vinnu-
'eitendasamtökin eigi hér skemmri starfssögu að
•>aki sér en þar.
J>að dylst engum sem með þróuninni í íslenzkum
únahagsmálum hefir fylgzt á undanfömum misser-
im að slíkar umbætur eru einna brýnasta hagsmuna-
mál þjóðarinnar í dag. Reyna verðúr á allan hátt að
stemma stigu við þeirri sundrung og óeindrægni sem
tröllriðið hefir atvinnuvegunum og útkljá ágreining á
;nnan hátt en með afli hnefaréttarins. Vitanlega verða
hér engar umbætur gerðar sem tilgangi ná án þess að
hagsmuna launþegans sé gætt og fyllstu lýðræðisregl-
um fylgt. En það er útbreiddur misskilningur, sem nú-
verandi forusta A.S.Í. hefir nokkuð alið á, að allar
breytingar á vinnulöggjöfinni skerði réttarstöðu hins
v innandi manns. Það er þvert á móti helzt í hag hans
ð svo verði búið um hnútana að hann þurfi ekki að
;tanda í verkföllum vikum saman á hverju ári til
bess að fá fram kjarabætur sínar.
Áramótaræða forsætisráðherra,
Dr. Bjarna Benediktssonar
^ þessari stundu verður áreiö-
anlega fleirum en mér hugs-
að til Ólafs Thors, sem ávarpað
hefði ykkur enn í kvöld, ef heilsa
hans hefði leyft. Hann dvelur nú
vestan hafs sér til hvildar og
hressingar. Auðvitað eru skiptar
skoðanir um Ólaf Thors, því að
stendur um stóra menn
stormur úr hverri átt.
En ég mæli örugglega fyrir
munn allra Islendinga, þegar ég
ber fram þá ósk, að hann komi
sem fyrst aftur heim, hraustur og
hressandi. Megi þjóðin lengi njóta
lífsreynslu hans og ráðhollustu.
Af gæðum lifsins riður mest á,
að heilsan haldist. Aldrei hafa
fleiri á samri stundu gert sérgrein
fyrir hverfulleik lífsins en þegar
sú fregn barst út, að forseti
Bandaríkjanna, hlaðinn lffskrafti
á bezta aldri, hefði fallið fyrir
morðingjahendi. Þrátt fyrir allan
skoðanaágreining var hans inni-
legar saknað um allan heim en
áður eru dæmi til um nokkurn
einn mann. Hinn almenni söknuö-
ur er því athyglisverðari sem John
Kennedy var vissulega I lifanda
lífi umdeildur maður, harður f
horn að taka og hikaði ekki við
að beita hinu ítrasta valdi, ef á
þurffi að halda. En einmitt með
þvi bjargaði hann heimsfriðnum
svo sem sést á viðurkenningu
þeirra, er þá Iétu undan sfga, á
þvf, að hann hafi verið sannur
friðarins maður.
Ófriðarskýjum
léttir.
Vonandi verður ársins 1963
minnzt í sögunni fyrir það, að
þá hafi farið að létta ófriðarskýj-
unum, sem lengi hafa yfir vofað.
Enn er þó of snemmt að dæma
um, hvort þai; er varanlegur bati
á ferðum eða einungis svika-
gienna. En trúa viljum við þvi,
að bannið gegn helsprengjutil-
raunum boði nokkuð gott og þýð
an f kalda strlðinu haldi áfram
að aukast. Eitt merki hennar er
heimildin, sem Vestur-Berlinar-
búar hafa fengið til þess að heim
sækja um hátíðirnar frændur og
vini fyrir austan múrinn mikla.
ískyggilegt er þó, að ekki nær
sú leyfisveiting til þess, að Austur
Berlínarbúar fari vestur fyrlr múr
inn. Þá er óttazt, að þeir hverfi
ekki austur yfir aftur, en eng-
um virðist til hugar koma, að
þeir, sem austur fara,- flendist
þar.
Á meðan svo stendur ber að
taka öllum batamerkjum með
varúð. Sjálfir getum við Islend-
ingar ekki lagt mikið af mörkum
til að auka friðarhorfur, annað en
leyfi okkar til þess, að á landi
okkar sé haldið uppi vömum fyr
ir málstað frelsisins. Sú þjóð, sem
neitar að tryggja svo sinn eigin
hag og skoðanabræðra sinna,
mundi sýna, að hún skildi ekki
hvað til friðar og sjálfstæðis henn
ar heyrir.
Vinfengi við
aðrar þjóðir.
Skipti okkar við aðrar þjóðir
hafa á þessu ári öll horft til auk
ins vinfengis og bættrar sambúð
ar. Landhelgisdeilunni við Breta
lauk með hinni happasælu samn
ingsgerð 1961 og nú f vetur lýkur
þeim tímabundnu fiskveiðirétt-
indum, sem Bretar fengu innan
fslenzkrar fiskveiðilögsögu. Aldrei
kom til iriála, að þau réttindi yrðu
endumýjuð eða framlengd og
munu nú flestir hafa sannfærzt
um, að allar hrakspár um slíkt
vom ástæðulausar. Brezka stjóm
in vildi með heimboði til forseta
Islands gera augljóst, að öll óvild
vegna Iandhelgisdeilunnar væri úr
sögunni. Kemur öllum saman um,
að forsetinn hafi gert frægðarför
til Bretlands. Hann varð þar var
einiægs vinarhugar f garð fs-
lenzku þjóðarinnar og bar hróður
hennar meðal þeirra, sem Iftt
þekktu til hennar áður.
Heimsókn varaforseta Banda-
rikjanna, Lyndon B. Johnsons,
hingað til lands var tákn vináttu
þjóðar hans f okkar garð. Al-
menningur hér sýndi glögglega,
að hann kunni að meta þessa
vinsemd og varð tilraun til trufl-
unar einungis til þess, að hinn
sanni hugur Islendinga kom enn
betur f ljós. Af Johnson höfðu far
ið ýmsar sögur áður en hann kom
hingað, en þótt menn sæju hann
einungis í svip duldist þeim ekki,
að hann er mikilhæfur maður.
Enda er það haft eftir hinum
látna forseta, að ef hann hefði
ekki sjálfur haft hug á forseta-
dæminu mundi hann hafa stutt
til þess þann Bandarfkjamann, er
hann vissi til þess hæfastan,
Lyndon B. Johnson. Er nú mikið
undir því komið fyrir alla heims
byggðina, að Kennedy hafi þarna
reynzt sannspár um hæfileika
eftirmanns sfns.
Von um lausn
handritamálsins.
Horfur eru á þvf, að á árinu
1964 Ijúki þvf eina deilumáli, sem
við eigum við frændþjóð á Norð
urlöndum. Gert er ráð fyrir al-
mennum þingkosningum 1 Dan-
mörku og hefur þvf verið heitið,
að eftir þær verði handritamálið
tekið upp að nýju og afgreitt á
þann veg, sem við megum vel
við una. Ber að fagna þvf, að
þettá deilumál leysist svo, að báð
um þjóðum verði sæmd að. Met-
um við það því meira við Dani
sem þeir sýna með þessu sannan
stórhug, en eru ekki þvingaðir
vegna réttarkrafna eða lögskyldu,
sem fram yrði knúin gegn vilja
þeirra. Nú f árslok er og rétt að
rifja upp og þakka þá gjafmildi,
sem ýmsir Danir og raunar fleiri
Norðurlandamenn, einkum Norð-
menn, sýndu f sambandi við bygg
ingu Skálholtsdómkirkju, en
vfgsla hennar fór fram á árinu
með miklum hátfðleik.
Efnahags-
málin.
Af innanlandsmálum vefjast
efnahagsmálin enn mest fyrir
mönnum. Minnist ég raunar ekki,
að öðru vfsi hafi verið öll þau
ár, sem ég hefi haft afskipti af
stjómmálum. Höfum við reynzt
furðanlega fundvísir á að búa
okkur þar til örðugleika, sem ekki
hafa orðið auðleystari við það,
að þeir eru heimatilbúnir. Sannast
þá enn, að sjálfsskaparvitin eru
verst. Ég hefi allra sízt löngun
til að gera lftið úr vandanum,
sem nú er við að etja, né draga úr
áhyggjum manna hans vegna. Þó
koma mér f hug ummæli, sem ég
sá nýlega höfð eftir John Mayn-
ard Keynes, einum kunnasta hag
fræðingi þessarar aldar. Þau
hljóða svo:
„Látum okkur ekki ofmeta þýð
ingu efnahagsvandans né vegna
ætlaðrar nauðsynjar hans fórna
öðmm efnum, sem hafa meira
og varanlegra gildi. Úrlausn hans
ætti með sama hætti og tannlækn
ingar að vera f höndum sérfræð-
inga“.
Efnahagsörðugieikar heillar
þjóðar verða að vfsu fleiri og eru
vandmeðfarnari en skemmdar
tennur f einum manni, en um
hvort tveggja gilda lögmál orsaka
og afleiðinga, sem sérfræðingar
kunna mest skil á og ekki verður
haggað hvorki með fundasam-
þykktum né samtakamætti. Sjálf-
ur benti t. d. Keynes á sfnum
tíma á ráðin til að koma f veg
fyrir atvinnuleysi og er það ekki
sfst þeim ráðum að þakka, að böli
atvinnuleysisins hefur nú tekizt
að útrýma eða halda í skefjum
gagnstætt þvf, sem var á árunum
milli ófriðanna. Sérfræðingar eru
ekki alvitrir en hagnýt þekking
er samt mun hollari leiðarvfsir
en ótal Egilsstaðasamþykktir.
Virðum staðreyndir
efnahagslífsins.
Þekkingin ein stoðar ekki, ef
menn fást ekki til að skeyta henni
en án hennar skapa menn sér oft
örðugleika að óþörfu. Enginn efi
er á því, að okkur Islendingum
mundi nú um langt skeið hafa
vegnað mun betur, ef við hefðum
áttað okkur á nokkrum helztu
staðreyndum efnahagslifsins og
virt lögmál þess.
Með þessu er engan veginn
sagt, að við höfum til einskis
unnið eða engu góðu fengið áork
MENN VERDA AB VINNA