Vísir - 16.01.1964, Side 10
10
tma
V í S IRR . Fimmtudagur 16. janúar 1964
Svikabrigzlin —
Framhald af bls. 7
rjeilurnar um Uppkastið urðu
síðan endalausar hártogan-
ir og órðhengilsháttur á báða
bóga, og fær iýsingin af því
grautarlegan svip. Enn er meira
að segja hægt að halda slíku
rifrildi áfram eins og sést af
greinum í blöðum að undan-
förnu.
En að öllum aðstæðum og rök
um athuguðum, finnst sér ekki
vera hægt að komast að ann-
arri niðurstöðu en að Uppkast-
ið hafi verið stórmerkilegur sig-
ur fyrir Islendinga og það hefði
farið betur, ef það hefði verið
samþykkt. Vil ég reyna að rök-
styðja þá skoðun með nokkrum
orðum.
Mér yirðist ómögulegt að
neita þvf, að með því fékk Is-
land viðurkenningu sem sjálf-
stætt ríki. Vist er það rétt, að
ýmis mál áttu að vera sameig-
inleg, sumum þeirra máttu Is-
lendingar segja upp einhliða, en
tveimur málum, utanríkis- og
hermálum, mátti ekki segja upp
einhliða. En ákveðið var i sam-
komulaginu, að endurskoðun
skyldi fara fram eftir vissan
ttma og er ég illa svikinn, ef
Islendingar hefðu ekki slðar,
margefldir eftir efnalegar fram-
farir, átt að hafa einurð í sér
til að fá fram endurskoðun á
meðferð utanríkismála, ef þeir
vildu taka þau að sér. Hermál-
in sé ég ekki að skipti hér neinu
máli.
Þessa skoðun styður svo allt
viðmót Dana við samningslok
og athugasemdir við Uppkastið,
sem sýna það glöggt, að Danir
vildu gefa okkur alveg frjálsa,
forustumenn þeirra þurftu að-
eins að hafa eitthvað til að íá
fótfestu á, þó ekki væri nema
í orðalagi móti þeim öflum i
sfnu eigin landi, sem myndi saka
þá um að vera að lima danska
ríkið sundur. Afstaðan virð-
ist að þessu leyti hafa ver-
ið ákaflega lík og nú fyrir
fáum árum, þegar Bretar voru
að gefast upp fyrir okkur í land-
helgismálinu.
Cíðari þróun í nýlendumálum
^ um allan heim og áhrif
heimsstyrjaldanna gera það að
verkum, að líta má svo á að
allur hitinn og æsingurinn kring
um Uppkastið hafi ekki skipt
neinu máli. ísland hefði hlotið
sitt endanlega algera sjálfstæði,
hvort sem Uppkastið hefði verið
samþykkt eða fellt. En það gátu
hinir góðu forfeður okkar ekki
vitað um.
170 svo verðum við að líta á
aðra hlið á þessu máli,
hvaða áhrif hafði hinn æsilegi
Uppkastsbardagi á framhald ís-
lenzkrar stjórnmálasögu. Ég þyk
ist hafa ástæðu til að halda, að
miklu meiri festa hefði komið í
íslenzk stjórnmál, ef Uppkastið
hefði sigrað. Þá hefði Hannes
Hafstein verið áfram við völd
og þar sem honum héfði þann-
ig verið hlíft við þvi ægilega
áfalli ,sem ósigurinn varð nú
mætti ætla að hans hefði not-
ið lengur við, kannskií hefði
hann þá í meðlætinu jafnvel
þolað það áfall, sem andlát konu
hans var nokkrum árum síðar.
En hvað fengum við í stað-
inn fyrir trausta stjórn Hann-
esar Hafsteins, - ringulreið,
pólitíska upplausn, Björn Jóns-
son fór til að bugta sig fyrir
konungi. Bankamálið og ótal
margt fleira.
Já, meðal þess sem við feng-
um var sigur öfgaaflanna og lýð
skrumsins. í áróðrinum gegn
Uppkastinu var föðurlandsástin
miskunnarlaust misnotuð til
þess að vekja upp æsing og
hatur.
Jgg fellst að vísu alls ekki á
það, að hinir ungu öfga-
menn, eins og t. d. Bjarni frá
Vogi hafi gert þetta í illum til-
gangi, eins og Kristján Alberts-
son vænir þá um, — en ofstæk-
ið virðist hafa blindað allan
Landvarnarhópinn. Við skulum
taka nokkrar setningar þeirra
hér upp:
„Hafa Islendingar nokkurn
tíma lofað því að vera þrælar?“
„Það er farið fram á, að vér
lofum Dönum að ráða oss að
miklu leyti um aldur og ævi...
Menij hryllir við að hugsa til
þess, að næsta kynslóð, sem vex
hér upp, verði dönsk... Að
dönsk börn fæðist hér en eng-
in íslenzk".
„Vér semjum á hendur oss
og niðjum vorum og allri ætt
vorri, sem þetta land byggir þau
ókjör, að gera land vort að hern
aðarlandi".
„Danir verða eftir tiltölulega
fá ár orðnir eigendur og um-
ráðamenn alls hins nýtilegasta,
sem landið á til, allra beztu bú-
jarða, námusvæða og hvers
konar arðvænlegra eigna að
ógleymdum fossunum. Það
er varla furða þótt menn
hrylli við slikri tilhugsun.
Þann veg hlyti íslenzkt þjóð-
erni að eyðast og allt íslenzkt
að hverfa á tiltölulega fáum ár-
um“.
„Uppkastsmenn hafa lítið
traust á þjóðinni. Þeir, treysta
henni ekki tií að heita þjóð“.
„Það verður undir Dönum
komið, hvort íslenzkt mál og
þjóðerni týnist eða ekki“.
Þannig var túlkað í þessum
þjóðernislega ofstopaáróðri það
tilboð Dana, sem verður að telj-
ast mesta drengskaparbragð og
vináttuvottur í allri sameigin-
legri sögu þessara þjóða.
Tslendingar losnuðu við Upp-
kastið, en við losnuðum ekki
við þetta ógeðslega orðbragð og
ofstæki, þessa svívirðilegu áróð-
urs-misnotkun föðurlandsástar-
innar. Lítið aftur yfir þessar
tilgreindu setningar hér að fram
an. Þær gætu sem hægast verið
teknar úr áróðursræðum Þjóð-
varnarmanna og kommúnista á
síðustu árum .Það eru sömu
orðin.
Löngu síðar gerist sú ein-
kennilega tilviljun, að sonur
eins fremsta Landvarnarmanns-
ins verður til að beita sér fyrir
því að ísland gerist þátttakandi
í vörnum frjálsra þjóða gegn
glæpsamlegum árásaráformum
brjálaðs einræðisherra í Austur-
vegi og enn síðar beitir hann
sér fyrir lausn og sigri í Land-
helgismálinu. En í bæði skiptin
mátti enn heyra hróp ofstækis-
mannanna um landssvik.
Mér finnst að af þessu mættu
íslendingar draga nokkurn lær-
dóm við lestur bókar Kristjáns
Albertssonar. Er ekki kominn
tími til að hætta þessum and-
styggilegu svikabrigzlum í ís-
lenzkum stjórnmálum.
Þorsteinn Thorarensen.
Tómstundfshúsíð
Framhald at bls. 8.
in er að sýna kvikmyndir öðru
hvoru, einkum þó fræðslu- og
íþróttamyndir. Einnig hef é;?
áhuga á að lána íþróttamönn-
Vélhrein-
gerning
og
teppa-
hreinsun
ÞÖRF. -
Sími 20836
vinnjl
Vélahreingeín-
ing og húsgagna-
Vanir og vand-
virkir menn.
Fljótleg og
rifaleg vinna
ÞVEGILLINN.
Sími 34052.
VÉLAHREINGERNING
Vanir
menn.
Þægileg
Fljótleg.
Vönduð
vinna,
ÞRIF. -
Sími 21857.
TePpa- og
húsgagnahreinsunin
Simi 34696 á daginn
Simi 38211 á kvöldin
og um helgar
Slysavarðstofan
Opið allan sólarhringinn. Simi
21230. Nætur- og helgidagslækn-
ir í sama síma.
Lyfjabúðir
Næturvakt i Reykjavík vikuna
11.-18. janúar verður i Vestur-
bæjarapóteki.
Nætur- og helgidagalæknir i
Hafnarfirði frá kl. 17 16. jan. til
kl. 8 17. jan.: Ólafur Einarsson.
Útvarpið
Fimmtudagur 16. janúar
13.00 „Á frívaktinni", sjómanna-
þáttur (Sigríður Hagalín).
14.40 „Við, sem heima sitjum":
Vigdís Jónsdóttir skóla-
stjóri talar um borðhald.
18.00 Fyrir yngstu hlustendurna
(Bergþóra Gústafsdóttir og
Sigríður Gunnlaugsdóttir).
18.30 Lög leikin á blásturshljóð-
færi.
20.00 Skemmtiþáttur með ungu
fólki (Andrés Indriðason og
Markús Örn Antonsson
hafa stjórn með höndum.)
21.00 Erindi: Katrín frá Alex-
andríu (Sigurveig Guð-
mundsdóttir.
21.20 Organtónleikar: Máni Sig-
urjónsson leikur á orgel út-
varpsins í Hamborg.
21.40 Á vettvangi dómsmálanna
(Hákon Guðmundsson
hæstaréttarritari).
22.10 Kvöldsagan: „Óli frá
Skuld“ eftir Stefán Jóns-
son, II. (Höf. les.)
22.30 Djassþáttur (Jón Múli
Árnason.)
23.00 Skákþáttur (Ingi R. Jó-
hannsson). ,
23.35 Dagskrárlok.
Sjónvarpið
Fimmtudagur 16. janúar.
16.30 Robin Hood
17.00 Zane Grey Theater
uITAVAL
um húsið og útvega þeim þá
myndir, sem eru sérstaklega
fyrir þá, eins og t .d. knatt-
spyrnumyndir o. s. frv.
Klúbbastarfsemi
— Hvað um framtíðina?
— Undanfarið hef ég verið að
stofna klúbba með þeim sem
Tómstundahúsið sækja. Tafl-
klúbbur hefur verið stofnaður
og ákveðið er að efna til borð-
tennismóts. Ég held að nauð-
synlegt væri að skapa hér ein-
hverja aðstöðu fyrir þá ung-
linga sem vilja dansa. Athug-
andi væri að leyfa þeim svo að
„grúppa“ sig saman sem á-
huga hafa á jazz, og þannig
mætti lengi telja. Aðalátriðið er,
að reyna að fá þá unglinga,
sem ekki starfa innan félaga til
þess að koma og svo má síðan
reyna að vekja hjá þeim áhuga
á einhverju. Ég vrl taka það
fram, að ég álít mig ekki neinn
björgunarmann, langt 1 frá —
en reynslan hefur sýnt það, að
hingað koma helzt þeir ung-
lingar sem enginn sérstök á-
hugamál hafa og það eru ein-
mitt þeir unglingar sem við
þurfum að ná til.
..—:— Q
□
iíÓPAVOGS- g
TAR!
n
Vlálið sjált, við§
ögum fyrir vkkg
ir litina Ful) d
•nmin biónusta D
Q
Q
Q
Alfhólsvegi 9 Q
Q
Q
______________ Q
Q
Q
Q
D
Q
Q
Q
Q
Q
Q
Q
Q
Q
a
u
a
u
□
t!
Q
a
a
a
a
u
f!
n
□
□
n
□
Q
□
□
n
a
□
□
□
□
u
ú
□
a
a
a
□
a
is
Q
B
D
Q
a
a
a
□
Bl'óðum
flett
Vant er um vél norna,
veður á dags morgna,
aldur hins óbórna,
.ávöxt. sáðkorna,
skerfi skenks horna,
nær skúr muni upp þorna,
fylla spá forna,
forlögum sporna.
Hallgrímur Pétursson.
Maðurinn hefur í sér líkindi
fjögurra höfuðskepna, og má það
marka á æðablóði manns, ef það
stendur um stund í keraldi, þá
er það með fjórum litum. Efst er
rauðablóð, eldi líkt, og að nátt-
úru heitt og þurrt. Þar næst er
rauðbrúnt blóð, líkt loftinu að
vökva og varma. Neðst er svarta
blóð, jörðu líkt að lit, að náttúru
þurri og kaldri . . . Svo segja
náttúrbækur, að sá maður, er hef-
ur alla þessa fjóra hluti jafn-
mikla í blóði sínu, þá er hann
vel heill og hófsamur maður og
stöðugur,/ mundangablíður og
ekki mjög bráður. En ef rauða-
blóð er mest í blóði manns, þá er
sá fimur xig flugall, léttur á sér,
slægur og bráður og má mikið
eta. En ef mostur hluti af blóði
manns er það, er rétt blóð er
kallað, þá er hann blíður og hæ-
verskur, kátur og lítillátur, vakur
og varmur í náttúru sinni, En ef
svartablóð er mest, þá er hann
þungur og þögull, sínkur og svefn
ugui*, styggur og prettugur, öf-
undsjúkur og af kaldri náttúru og
þurri...
Hauksbók.
fyrr en á eftir . . . nú er
það helzta afsökunin, að iþrótta-
menn hérlendis verði að vinna
með íþróttaiðkunum sinum, og að
hér sé illa að þeim búið, ekki
hvað sízt hvað veðurfarið snert-
ir . . . hingað til höfum við
heyrt því lýst með miklum fjálg-
leik í setningarræðum íþrótta-
móta, að íþróttirnar eigi að vera
uppeldismeðal fyrir æskulýðinn,
að hann megi verða dugmeiri og
afkastameiri í öllu starfi, en nú
má helzt skilja, að honum beri að
leggja niður alla vinnu til þess
að tilhlýðilegur árangur náist á
sviði íþróttanna . . . eitthvað hef
ur maður líka heyrt um það, að
íþróttirnar eigi að herða mann-
fólkið, en nú kemur á daginn, að
ekki sé unnt að iðka þær nema í
glaðasólskini . . .
Tóbak^
korn
át
Eina
sne/ð.
. . . nú eru hinir svokölluðu
olympíuleikir framundan, og mað
ur er strax farinn að heyra færð-
ar fram afsakanir fyrir því, hvers
vþgna Islenzkir iþróttamenn geti
ekki staðið þeim erlendu á sporði
... .er þetta óneitanlega nokkur
framför, því að áður heyrði mað-
ur þe;r afsakanir yfirleitt ekki
... nei, nei, það er ekkert að
frétta, ekki nokkur skapaður hlut
ur . . . það gerast hér ekki nein-
ir stórviðburðir, sei-sei-nei...
nema ef telja skyldi það til frétta
að kvenfélagið kvað hafa sam-
þykkt það á fundi hjá sér núna
um helgina, að fá hingað í sveit-
ina sérfræðing í andlitssnyrtingu
— það er bara rétt svo að ég
kunni að nefna það — sem ferð-
aðist á milli þeirra bæja í sveit-
inni, þar sem enn fyrirfinnst
kvenfólk, að mér skilst ... raun-
ar er mér fortalið, að einhver
hafi skýrt frá því á þessum fundi
að þarna fyrir sunnan létu karl-
mennirnir allteins fríkka á sér
fésið, og heyrzt hefur það, þó að
ekki fari með fjöllum, að meining
in hjá þeim í kvenfélaginu sé allt-
eins að láta sérfræðinginn punta
uppá snoppuna á karlfólkinu, þær
væru þá ekki konur, ef þeim
fyndist ekki meira við karlmenn
ina að athuga en sjálfar sig . . .
jú, ætli að yrði ekki einhver mun
ur að fara í fjós og hesthús, rauð
málaður um talfærin og allur út-
makaður í angandi smyrslum,
skyldi ekki það . . . verstur
skrattinn, að nú ganga konur
ekki lengur í fjós til að mjólka,
og fjandinn hafi það, að nokkurn
langi til að spreka mjaltavélinni
til, eða laumast með hana upp í
moðbásinn . . .
I