Vísir - 16.01.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 16.01.1964, Blaðsíða 16
»7 - hér á landi ■1962 Samkvæmt upplýsingum, er Vísir fékk f morgun frá dr. Ólafi Bjamasyni, er veitir forstöSu krabbameinsskráningunni hafa 117 fegið lungnakrabba hér á landi á tímabilinu 1954—1962 að báðum árum meðtöldum. Dr. Ólafur Bjarnason skýrði Vísir svo frá í morgun, að frá árinu 1954 hefði farið fram skráning krabbameinstilfella á Framh á bls. 5. Ennisvegur full- gerðurnæstu daga Samkvæmt upplýsingum frá vegamálastjóra í morgun er vega- gerð fyrir Ólafsvíkurenni á Snæ- fellsnesi í þann veginn að ljúka og verður væntanlega lokið að mestu eða öllu f lok þessarar viku. Öllum sprengingum og annarri jarðvinnu er fyrir nokkru lokið og nú er verið að bera ofan í síðasta vegkaflann, en búizt við, að því verði lokið einhvern næstu daga. Framh. á bls. 5 LyfíB MZTA TRAXA T getur læ, lega eina tegund krabbameins alger- l konam Hin óþreytandi barátta lækna og vísindamanna gegn krabba- meininu heldur áfram um heim allan, t.d. má nefna að í einni stofnun í Bandaríkjunum eru reyndar um 1000 nýjar tegundir lyfja árlega, sem fundin eru upp f því skyni að beita þeim við krabbamein. Níels Dungal pr.ó- fessor sagði í viðtali við Vísi, að það lengsta sem menn hefðu komizt með lyflækning- um krabbameins ennþá væri í einstöku tilfellum lækning dauð vona sjúklinga um skeið, mán- uði eða ár, jafnvel að sjúkling- arnir næðu starfsorku þann ttoa—. Frá -hessu væri þó ein. gleðileg undantekning: Eitt lyf Metatraxat, hefir í ýmsum til- fellum Iæknað algerlega eina tegund krabbameins, sem áður var algerlega ólæknandi og bráðdrepandi. Það er svonefnt Chorion Epitheliom, en það er krabbameinsæxli, sem er að .vísu jsjaldgæft en vex út frá fylgju, í sambandi við barns- burð eða hafnlos. Það með hef- ir þá verið fundið upp lyf sem getur læknað algerlega eina hættulegustu tegund krabba- meins. Dungal nefndi annað ameriskt lyf, Actinomysin D. og þýzka lyfið E 39, sem kunnugt er orð- ið í Evrópu, en hvorugt þessara lyfja hefir reynzt eins afgjör- andi og Metatraxat gagnvart þeirri tegund sjúkdómsins, sem það læknar. Lyfið E 39 er fáan- legt hér á landi. Prófessor Dungal kvað þessi lyf hafa það sameiginlegt að Framh. á bls. 5 Umferðarslys í morgun í morgun um klukkan hálftíu varð umferðarslys á mótum Njáls- götu og Barónsstígs. Roskinn maður sem er hátt á 70. aldri, Þorlákur Guðmundsson, Njálsgötu 80, varð fyrir bíl rétt austan við Barnósstígsgatnamótin. Hann slasaðist eitthvað og var fluttur f slysavarðstofuna. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglunni í morgun hafði bílnum verið ekið austur Njálsgötu og að sögn ökumannsins hafði hann farið hægt yfir gatna- mótin. En rétt þegar hann var kominn yfir þau sá hann mann fyrir framan bílinn og var árekst- ur óumflýjanlegur. Maðurinn sem varð fyrir bílnum, Þorlákur Guðmundsson, var á leið norður yfir Njálsgötuna og var nærri kominn yfir hana þegar bfllinn ók á hann, enda kastaðist hann við höggið upp á gangstétt- ina. Ummerki sáust á bifreiðinni Framh. á bls. 5 Verður þetta aðalfiugvöllur landsins? Veiði á línubáta var misjöfn í gær, en nokkrir bátar fengu góðan afla, svo sem Blíðfari ,sem landaði 14 lestum í Hafnarfirði, Anna, er landaði 10,4 lestum á Akranesi og Sigurður 9,1 lest einnig á Akra- nesi. Anna er frá Siglufirði og leggur upp á Akranesi. Aflinn á Akranesbáta var niður f 2 lestir, og afli Hafnarfjarðarbáta frá 6-14 lestir. Fiskurinn er mest vænn þorskur. Enginn bátur reri frá Akranesi í morgun, en bátar frá Suðurnesjum munu hafa róið. Haraldur og Höfrungur II. eru að búa sig á sfldveiðar. byggingar í nágrenninu kreppa að, þannig að ógerlegt er að leyfa lendingu í minna en 400 feta skýjahæð, ekki er hægt að lengja brautirnar þannig að nýjustu millilandavélar geti lent þar, og ógerlegt er að koma fyrir nauðsynlegum blindflug- tækjum. Keflavíkurflugvöllur hins vegar uppfyllir allar þær kröfur sem gerðar yrðu til flug- vallarins á Álftanesi, ef hann yrði byggður. Aðalflugbrautirn- ar eru 3, og eru brautarlengdim Framh. á bls. 5 segir Péfur Guðmuui3ssou fSugvuSSursfjéri þur Ég tel alis ekki rétt að byggja nýjan flugvöll á Álftanesi, og ekki heldur að láta framkvæma dýra bráðabirgðaviðgerð á Reykjavíkurflugvelli, sagði Pét- ur Guðmundsson, flugvaliar- stjóri á Kefiavíkurflugvelli, á fundi með fréttamönnum í gær. Nýr flugvöllur myndi kosta hundruð milljóna, sem er óþarfi að eyða á þann hátt, og flestir eru sammála um að Reykjavík- urflugvöllur hafi lokið hlufverki sínu sem aðalflugvöllur Iands- ins. Til þess eru margar ástæð- ur. Sérfræðingar telja að undir- stöður hans séu að gefa sig, VISIR Fimmtudagur 16. janúar 1964.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.