Vísir - 13.02.1964, Page 2

Vísir - 13.02.1964, Page 2
VlSIR . Fimmtudagur 13. febrúar 1964. VIÐ SJÁUM ÞÁ S TOKYÓ 2: THOMAS SlTtUt MARKID HA TT John Thontns var follin stjnrno en nú hefur hnnn fengið trúnu é sjúlfnn sig uð nýju. John Thomas, eitt stærsta nafn bandarískrar frjálsíþrótta- sögu var orðinn dýrlingur 17 ára gamall, heimsmethafi með met, sem talið var af mörgum að yrði aldrei hnekkt, ári síðar, 19 ára orðinn „fyrrverandi met- hafi“, og 22 ára gamall orðinn „nafn“ aftur. Thomas var sann- ariega að falla í gleymsku, en nú fyrir skemmstu vakti hann svo sannarlega athygli á sér og það má vænta mikils af honuni með sama framhaldi á OL í Tokyo í haust. E. t. v. tekst honum nú að vinna gullið, sem hann var svo skyndilega svipt- ur í Róm. ★ I COULD HAVE DANCED . . . OG THOMAS FLAUG YFIR 2.21. Það var í Madison Square Garden að undrið gerðist. Rammfölsk lúðrasveit bögglað- ist við að leika „I could have danced all night“ úr My fair lady, þegar Thomas renndi sér yfir 2.21 án þess að erfiða mikið. Þar með tók Thomas fyrsta metið af keppinaut sín- um Brumel, e.t.v. koma fleiri í kjölfarið. Metið sem hann tók nú var Millroseleika-metið. Sá John Thomas, sem nú stökk 2.21, er gjörólíkur hinum fyrri, sem missti alltaf móðinn og hélt höndum fyrir eyru þegar áhorfendur hrópuðu á stæðunum. Nú er hann rólegur og sjálfsöruggur, skokkar um gólfið milli stökka, rabbar við félaga sína, en skrifar eigin- handaráritanir þess í milli fyrir áhorfendurna. „Ég læt ekkert hafa áhrif á mig lengur", segir Thomas. „Ég læt sem ég heyri ekki í fólkinu. Ég var vanur að trúa því að fólkið væri mér vinveitt, en ég komst fljótt að raun um að það var aðeins vegna þess að ég var svo oft sigurvegar- inn. Thomas gerir lítið úr hinum miklu vonbrigðum, sem ósigur hans í Róm olli, hinum hávaða- sömu „pípkonsertum", sem fyigdu honum eftir níu ósigra í röð gegn Brumel, og því þeg- ar honum mistókst að komast í landsliðið, sem fór til Moskvu I fyrra. „Það er engin ástæða til að láta ósigurinn draga sig niður, enda þótt það >sé síður en svo ánægjulegt að tapa“. segir hann. * VILDI VERÐA TENNISLEIKARI. Thomas hefur nú aftur fengið John Thomas yfir siánni. sama þjálfarann og hann hafði fyrir níu árum, en þá hvatti þessi sami þjálfari hann til að fara yfir í hástökk en leggja tennis á hilluna, en Thomas vildi gerast tennisleik- ari. Duffy, þjálfari, segist hafa farið með Thomas út á tennis- völl og unnið hann með mikl- um yfirburðum, „og eftir það var hægur vandi að fá John til að koma og reyna við hástökk- ið“. Duffy hitti Thomas aftur í nóvember s.l. og bauð honum að þjálfa hann. Hann virti Thomas fyrir sér í æfingastökk- um og var undrandi að sjá þennan stökkvara með 2.23 slyttast yfir 2:03. „Hann var svo mikið út úr þjálfun, að einn af mínum mönnum við Holy Cross-skólann vann John hvað eftir annað, og var sá þó ekki í hópi hinna beztu við skólann.“ ★ ENDURBYGGINGIN: BALLET, LYFTINGAR . . . Nú hófst endurbyggingin af krafti og stendur raunar enn. Æfingarnar eru stórkostlegar og meðal þeirra eru ballett, lyftingar, spretthlaup, hlaup úti á viðavangi og margt fleira. Duffy þjálfari, er sannur Iri, og hið mesta hörkutól að þvi er menn segja og hann hreint og beint „lemur" John Thomas áfram. „Haltu áfram, þú verður að vinna, vinna og vinna", þrumar hann. „Ráin er alltof lágt. Settu hana í 2.05. Beint upp. Láttu ekki handlegginn liggja eftir. Áfram nú, ég vil sjá heilmikið af dagsljósi milli þín og ráarinnar", segir hann. Við blaðamennina segir hann: „Maður verður að vera harður við John. í gagnfræðaskólanum fór hann oft að gráta hjá mér“. ★ TAKMARKIÐ ER OL-GULL I TOKYO. Hinn fullvaxni maður, John Thomas, grætur aldrei. Hann starfar hjá fyrirtæki sem verzl- ar með vörur fyrir lamað fólk og er fulltrúi fyrir nuddvélar sem eru kallaðar Niagara- Cyclo Massage. Hann safnar jazzplötum, býr í tveggja her- bergja ibúð, búinni loðskinnum, afrískum grímum frumstæðra þjóðflokka og þetta kallar hann „Congo Hilton“. „Og nú er það bara gullið á Olympíuleikunum í Tokyo", segir Thomas. „Þetta verður bara á milli mín og ráarinnar", segir hann, „ég fer ekki til að gera neinn ánægðan nema sjálf- an mig núna.“ UMRÆÐUR UM SJONVARPIÐ Benedikt Gröndal (A) flutti þings- ályktunartillögu í sameinuðu þingi ásamt 2 öðrum þingmönnum Al- þýðuflokksins, þar sem segir að Alþingi álykti að fela ríkisstjórn inni að láta undirbúa frv. um há- marksvinnutíma barna og ungl- inga f hinum ýmsu starfsgreinum Kvað flutnings- maður þetta vera n. k. vöku lög. Vinnan er góður skóli ef hún er í hófi, og nú þarf þjóðin ekki lengur að slíta kröftum barna og unglinga til að hafa í sig og á. En á síðustu árum hef- ur þróunin orðið önnur og nú er svo komið, að barnavinna er meiri hér heldur en í löndunum sem næst okkur eru vegna skorts á vinnuafli. Freisting peninganna er mikil og vinna lengri en góðu hófi gegnir, og fjárráðin af þeim sökum meiri en gott er. Vinnan á fyrst og fremst að miðast við uppeldisgildi hennar. Virðist nú vera orðið tímabært að setja löggjöf um þetta efni. HÆGRI IIANDAR AKSTUR. Birgir Finnsson (A) mælti fyrir þáltill. sem hann flytur ásamt þrem öðrum þingmönnum stjórn- arflokkanna um að skora á ríkis- stjórnina að láta hefja hið allra fyrsta undirbúning að því að upp verði tekinn hægri handar akstur hér á landi. Sagði flutnings maður, að þetta væri gert til sam ræmis við aðr- ar þjóðir og þær sem hefðu hann ekki þegar væru ákveðnar að koma honum á. Svíar hefðu ákveðið þessa breyt- ingu ’67 og talið væri að hún mundi kosta 400 millj. króna. sænskar. Árið 1945 var talið að þetta hefði aðeins kostað 47 millj. sænskra króna. Upphaflega hefði vinstri handar umferð verði ákveðin með til- liti tii ríðandi kvenfólks í söðli. Árið 1940 hefðu verið sett um- ferðarlög, og þá þótti sjálfsagt að taka upp hægri handar akstur. En þegar Bretar hernámu landið var hætt við þetta, þar eð það þótti ekki óhætt. Aðalkostnaðurinn við þessar breytingar mundi verða við að breyta almenningsvögnum. Gert væri ráð fyrir að rikissjóður tæki að einhverju leyti á sig þann kostnað. í greinárgerð frv. segir, að eip ungis 1% að bílaeign landsmanna sé miðuð við vinstri handar akst- ur. UMRÆÐUR Einar Olgeirsson (/■.. „vaddi sér hljóðs utan dagskrár og vildi hann vekja athygli ríkisstjórnar- innar á þvi, að nú væri í athugun að koma á fót nýrri kassagerð fyrir frystihús- in. Núverandi kassagerð væri hins vegar mjög fullkomin og væri ekki þörf fyrir fleiri. Og ef íslenzkir kapitalistar geta ekki komið sér saman um verð á um- búðum, þá á ríkið að reka hana. Nú væru margar milljónir veittar úr ríkissjóði til frystihúsanna sem síðan væri kastað í svona lagað. Gils Guðmundsson (Ab) beindi þeirri fyrirspurn til menntamála- ráðherra hvernig mál stæðu með sjónvarp á íslandi. Menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, svar- aði þessu í ýtar- legri ræðu, sem ekki verður rak- in hér, þar sem það hefur þegar verið gert í blöð um. Gils tók þá aftur til máls og harmaði, að ekki yrði lokað fyrir hermannasjón- varpið á Keflavíkurflugvelli ef hið íslenzka kæmist upp. Taldi hann það mjög ,,ameríkanísera“ hina ís- lenzku þjóð, og íslenzkt sjónvarp yrði e. k. viðbót við hið ameríska. Benedikt Gröndal sagði, að hér væri grundvöllur fyrir sjónvarpi ef athugað væri hvað þjóðin leyfði sér, og þetta væri aðeins spuming um að velja eða hafna. Ennfremur fannst honum leitt að menn skyldu nota hið ófædda ísl. sjónvarp sjálfum sér til fram- dráttar í baráttu sinni gegn utan ríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Eysteinn Jónsson (F) kvaðst álíta, að það bæri sem fyrst að koma upp ísl. sjónvarpi um allt land. ÞINGFRÉTTIR í STUTTU MÁLI Þrír nýir þingmenn tóku sæti á Alþingi í dag. Jón Kjartansson tók sæti Ólafs Jóhannessonar, Unnar Stefánsson kemur í stað Sigurðar Ingimundarsonar, og Kristján Jónsson í stað Sigurðar Bjama- sonar. Ragnar Arnalds (Ab) mælti fyr- ir tillögu um rannsókn á atvinnu ástandi í Norðurlands kjördæmi vestra. til máls tók einnig Jón Kjartansson.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.