Vísir


Vísir - 13.02.1964, Qupperneq 3

Vísir - 13.02.1964, Qupperneq 3
V1SIR . Fimmtudagur 13. febrúar 1964. 3 öskudagurinn hefur löngum verið haldimt með sérkennileg- um hætti á Akureyri. Þar tíðk- aðist það t. d. lengi að berja kött úr tunnu, en nú er svo komiö, að bömin í bænum ,eiga þenman dag. Þau iðka þá margs konar skemmtanir, einkum þá að fara um götumar i grímu- búningum í gervi álfakonunga, sjörænrngja og kúreka. Siðan ryðjast kúrekamir inn í verzl- anir bæjarins, draga upp skamm byssur og biðja kaupmenninga um að afhenda kassann eða góð hlöss af sæigæti. Og hinir full- orðnu taka þátt í þesum leik. Þennan dag em allir í góðu skapi á Akureyri. Myndsjáin í dag birtir mynd af fáeinum hópum grímuklæddra ævintýrapersóna frá Akureyri. Bömin byrja að æfa þennan dag einum eða tveimur dögum fyrir fram. Þau skipta sér niður í hópa og syngja bæjarbúum til skemmtunar. í staðinn vænta þau þess að kaupmenn og fleiri gefi þeim peninga og sælgæti. Penrngamir renna til Rauða krossins, én sælgætinu skipta krakkamir á milli sín. Stærsti hópurinn safnaðist saman við Kaupfélag Verkamanna, söng þar og skemmti, enda var búðarfólkið örlátt á sælgæti við indíána og kúreka. - Ji g|. Mfj lll 'y Myndimar af grímuklæddum bömum á götum Akureyrar sýna ýmis gervi, ræningja töfra menn, hreppstjóra og konunga, sótara, matsveina, svertingja, kínverja og hjúkrunarkonur. Og litlu stúlkurnar tvær Iengst til vinstri klæddu sig í gervi þar sem önnur er heitir Steinunn túlkaði það með spilum að henni þætti gaman að spila svartapét- ur, en hin Margrét. túlkaði það með úrklippum á blaðhaus Vísis að Vísir væri alltaf fyrstur með fréttimar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.