Vísir - 13.02.1964, Page 7

Vísir - 13.02.1964, Page 7
V í SIR . Fimmtudagur 13. febrúar 1964. Enn nrri unaii Tjað mun svo með flesta hluti, að um þá eru myndaðar fleiri en ein skoðun. Þetta var mér vel ljóst þegar ég fyrir skömmu skrifaði grein í Vísi um piltunga þá sem halda sig vera ljóðskáld. Ég átti því al- veg eins von á að heyra frá einhverjum sem væri á önd- verðum meiði, en ekki bjóst ég við að til þess yrði maður sem væri magister í Norðurlanda- bókmenntum, og auk þess að viða að sér efni í doktorsrit- gerð. Ósjálfrátt er ætlazt til að slíkur maður viti betur. En svo virðist þó ekki. Kári Marðar- son, eins og hann kallar sig, setur skoðun sína fram skýrt og kurteislega, og er ekki að efa, að hugur fylgir máli. Ég varð því nokkuð undrandi er hann lýsti þvl yfir að kvæði Dags Sigurðarsonar, Lofsaung ur, væri „bara dálítið gott”. Hann kemur að vísu með skýr- ingu sem ég gaf ekki (og viðurkenni að þar var hlut- drægni að nokkru um að kenna) sem hann vill meina, að gefi kvæðinu tilverurétt. En hún þyrfti að vera mun betri, ætti það að takast. Þó að kvæð- inu sé í raun og veru gert alltof hátt undir höfði með því að birta það yfirleitt, þá er bezt að koma með það einu sinni enn, til þess að fólk „geti full- komlega drukkið I sig boðskap- Sýngjum lof égégég list listanna eg ek prentlistinni I ich Héðanífrá um mlg frá mÉr skulu aðrar listir moi þjóna henni ego til mín svo sem þernur di terrot drottníngu sinni egó Drot — Erót Ég Ó Eins og Kári segir er það þýzkur prentari diter rot sem á að réttlæta þetta kvæði, vegna þess að hann setti allt á haus. Jafnvel þó að öll prentara- stéttin setti allt þvers og kruss héðan í frá, myndi það ekki nægja til að réttlæta slíkt þrugl. Kári segir að dómur minn um kvæðið: — „Af öllu fáránlegu hnoði sem ég hefi rennt augunum yfir er þetta einna verst“, — sé ekki rétt- látur. Ég vil nú samt halda fast Ólafur T. Jónsson við hann, og geta þess jafnframt að Kári gleymdi síðari hluta umsagnarinnar: „Það getur eng- inn maður með nokkurn snefil af sjálfsvirðingu, eða nokkra glætu af skynsemi í kollinum viðurkennt þetta sem skáld- skap“. iRrrfinBÍ Tjegar Kári skýrir kvæðtð.,, Lofsaung, staðnæmist hann einna Iengst við „erót“ sem virðist minna hann á „erótík". Ég hefði staðnæmzt við „Drit“, það minnir á skáldagáfu höf- undar. Þá tekur Kári fyrir ljóð Jóns frá Pálmholti, sem honum finnst einnig nokkuð gott. Það er Ei steinn (með vísi- tölum). Kári segir orðrétt: „Kvæðið er löng romsa af tölustöfum sem byrjar: 2759 6471 Og fer loksins algerlega út um þúfur: 0000096684 2” Ég velti þvl lengi fyrir mér hvað Kári ætti við með: „Og fer loksins algerlega út um þúf- ur“ og komst einna helzt að þeirri niðurstöðu að honíim fyndist þetta „fagra ljóð“ missa sína „hástemmdu hrynjandi" í lokin. Um kvæðið væri það einna helzt að segja, að SVO slæmur var Eysteinn ekki. Kári gerir sjálfur ferskeytlu sem byggð er á sömu hugmynd og talnadálkur Jóns, og virðist mér af henni að hann hafi meiri rétt til að kalla sig skáld, heldur en þeir báðir til samans Dagur og Jón. I Tm þriðja Ijóðið sem ég tók fyrir, Sólbruna um nótt, eftir Jón, virðumst við vera nokkurn veginn sammála, nema 'hvað Kára finnst það ekki gera svd mikið.til að eitt slæmt ljóð sé í bókinni. Hann segir rétti- lega að eitt gott ljóð geti rétt- lætt útgáfu heillar bókar, og hann þykist ekki finna færri en TVÖ slík í bók Jóns. (Á Dag minnist hann ekki). Og hér er styttra Ijóðiðr Dapurt suðar gola víð járn og hverfur milli streingjanna í símahörpu sveitarinnar leikur hún lángan dag og kálfur jórtrar á palli Undir stafni stendur vél og starir vindþurrum kjálkum til lofts og blður eftir vori Þetta vill Kári telja að sé nógu gott til að réttlæta 60 blaðsíður af annarlegu þrugli. Tjá ræðir Kári um atomljóð mitt, og finnst heldur lítið til þess koma. Ég er nú satt að segja ekki mjög djúpt særður yfir þeim dómi, því að ég hélt alls ekki að ég væri að skapa neitt ódauðlegt listaverk. Þó þykist ég viss um, að hefði þetta Ijóð verið I ljóðabók þeirra Jóm eða Dágs, hefði engum dottið I hug annað en þeir væru höfundar þess. Og ég er jafnviss um að Kári hefði fúsiega tekið að sér að skýra það og verja. Það sést bezt á því hvernig hann féll I stafi yfir síðasta „ljóði“ Jóns, sem reyndist vera efnisyfirlitið. Það er varla hægt annað en brosa að manni sem er reiðu- búinn að verja Ijóðabók sem kemur honum þannig fyrir sjónir, að hann gat tekið EFN- ISYFIRLITIÐ fyrir LJÓÐ. Eftir Ólaf Tynes Jónsson i HÚSBYGGJENDUR I MILLIVEGGINA: VIÐURKENNDASTA OG ÓDÝRASTA MILLIVEGGJAEFNIÐ: PLÖTUR: 50x50 cm 5 og 7 og 10 cm þykkar úr Seyðishólarauðamölinni. 50x50 cm 5 og 7 og 10 cm þykkar úr Snæfellsvikrinum. I EINANGRUNINA: SNÆFELLSVIKURPLÖTUR PLÚS PLAST: BEZTA EINANGR- UNIN PLÖTUR 50x50 cm 5 og 7 og 10 cm þykkar úr Snæfellsvirkinum. PLAST: 100x50 1” og iy2” og 2” HLÝPI.AST OG VARMAPLAST. I INNRÉTTINGAR: HVERS KONAR ÞILPLÖTUR, HARÐVIÐUR OG SPÓNN: PLÖTUR: 122x244 cm 12 og 15 og 18 mm LIGNA SPÓNAPLÖTUR. 122x244 cm 16 og 19 og 22 mm LIGNA GABONPLÖTUR. 122x244 cm 9 og 16 og 19 mm LIGNA HÖRPLÖTUR. TEAKSPÓNN — EIKARSPÓNN - FURUSPÓNN - BRENNISPÓNN — BIRKISPÓNN Greiðsluskilmálar eftir samkomulagi miðað við magn. JÓN LOFTCSON H.F. Eldur í trésmíðu- verkstæði Eldur kviknaði sl. mánud. í trsmíða verkstæði á Bergþórugötu 59. Verkstæðið er í kjallara hússins og er eigandi þess Guðmundur Kristjánsson. Var verið að vinna méð rafmagnsvél á verkstæðinu. er mun eitthvað hafa bilað og neistað út frá henni. Komst neisti í hefilspæni og lakk og varð af bál. Eigandinn mun sjálfur hafa ! reynt að slökva eldinn en brenndist við það á hendi. Var slökkviliðið kvatt á vett- vang og kæfði það eldinn fljótlega. Það taldi skemmdir af völdum eldsins ekki ýkja miklar, sennilega i meira af vatni. Aukin frum- leiðslu lýsis Framleiðsla þorskalýsis jókst nokkuð á árinu 1963. Nam heildar- framleiðsla á þorskalýsi þá 7753 lcstum en árið 1962 nam hún 7311 Iestum. Verð á þorskalýsi á er- lendum markaði fór hækkandi á árbiu. Framleiðslan skiptist þannig milii báta og togara: (í svigum töl- ur ársins 1962): Togarar 446 lestir (576), bátar 7307 Iestir (6735). Síldarlýsi hækkaði stöðugt í verði allt árið 1963, en verðhækkana á þorskalýsi fór ekki að gæta fyrr en í október og þá fyrst og fremst á unnu lýsi, svo sem fóðurlýsi. Stafar þetta af því að verðsveiflur eru mun minni á þorskalýsi (fóður- lýsi og meðalalýsi) en á búklýsi. Fluttar voru út á árinu 8197 lest- ir af þorskalýsi, þar af 3650 lestir tankskipum. Á innanlandsmarkað fóru 753 lestir. Birgðir um áramót voru 1775 lestir, en um áramótin 1962 — 63 voru birgðir 3136 lestir. Til lýsisherzlu innanlands voru notaðar 628 lestir af þorskalýsi. Voru á árinu 1963 settar upp full- komnar vélar til lýsisherzlu f herzluverksmiðjunni hér á landi. Jjað ætti að veita Tímanum orðu fyrir hugvit. 1 gær fann hann það út, að það væri ríkisstjórnin, sem bæri ábyrgð á þeim fjársvika- málum, sem nú eru rann- sökuð f landinu! Mun margan góðan lesand- ann hafa rekið i rogastanz yf- ir þessum upplýsingum og jafnvel hörðustu Framsóknar- menn hrokkið við, þegar þeir sáu þessar merku upþlýsingar. • Snjöíl blaðamennska Tekur þetta langí-- fram hæstaréttardómnum í olfumál- inu, er nokkrir forkólfar Fram- sóknar voru dæmdir f háar sektir — þvf vitanlega er sönn unargildi dóma fímáns engu minna en Hæstaréttar~Það er fróðlegt að athuga, ^hvernig Tíminn kemst að þessari skarp vitru nifturstöðu. jú. Verðbólg- an er orsök fjársvikamSlanna. Og ríkisstjþrnin ber ábyrgð á verðbólgunni. Ergo: Hún er höfuðpaurinn f fjársvikamál- unum. Punktum og basta. Þetta kallar maður nú snjalla blaðamennsku. • Roði Eysteins Einn er sá maður reykvfsk- ur, sem líklega hefir roðnað ofurlftið á vangann, þegar hann las þennan leiðara Tím- ans í gær. Hann heitir Ey- steinn. Eysteinn hefir nefni- lega örugglega minnzt þess, að hann hefir verið fjármálavitr- ingur landsins í tuttugu ár — einmitt þau árin, sem verð- bólgan hefir grasserað og dill- að sér sem mest í þjóðfélag- inu. Og kannski hefir Eysteinn sagt við sjálfan sig þessa morg unstund: Líklega á ég svolít- inn þátt í verðbólguskollan- um! Og Hermann kannski líka. Verst er nú ef Vísir og hin blöðin fara að taka upp kenn- ingar Tímans og kenna okkur fóstbræðrum um fjármála- svindlið nýja. Og þar Jiefði Eysteinn haft rétt fyrir Sér, enda glöggur maður og nátt- úrugreindur. • Tímaheilindi En jafnvel harðvftugustu andstæðingum hans og Her- manns mundi ekki koma til hugar að lúta hugvitskenningu Tfmans um fjársvikamálin, og kenna honum þar hlutdeild. Slíka snilli má ekki taka ó- frómri hendi. Þótt margt megi segja um þá Framsóknarfóst- bræður myndi engum Sjálf- stæðismanni detta f hug að nefna þá fjársvikamenn. Til þess þyrfti Tímaheilindi. \

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.