Vísir - 13.02.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 13.02.1964, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Fimmtudagur 1S. febrúar 1964. VÍSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorstelnn Ö. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstrœti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði í lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Mannsæmandi vinnudagur Á Þyí leikur ekki vafi, að eitt mesta hagsmunamál verkafólks landsins í dag, er styttri vinnudagur. Myndi það jafngilda verulegri kauphækkun ef unnt reyndist að koma á föstum 8 stunda vinnudegi hér á landi, svo sem tíðkast með öllum öðrum þjóðum — og jafnvel skemmri hjá sumum. Þetta er mál, sem verklýðshreyfingin þarf að vinna Ötullega að, og þá ekki hvað sízt Alþýðusambandið, í stað þess að eyða orku sinni í ófrjóar deilur um kaupprósentuna og ná- vígi við stjómvöldin. Porsætisráðherra og ríkisstjómin í heild hafa oftar en einu sinni lýst yfir þeim vilja sínum á þingi, að hér verði komið á 8 stunda vinnudegi. Að baki þeim yfirlýsingum liggur sú fullvissa, að vinnuafköstin í 10—11 stundir eru ekki meiri þegar til lengdar lætur en á 8 stunda degi og að það er ekki mannsæmandi að stór hópur launþega þurfi að strita svo langan tíma fyrir lífvænlegum launum. Undanfari breytingar í þessu efni hlýtur áð vera ýt- arleg rannsókn vinnufyrirkomulags og afkasta í ýms- um stómm atvinnugreinum, og athugun á því, hvernig vinnuhagræðingu og ákvæðisvinnu verður bezt við komið. JJér er mál, sem samtök bæði vinnuveitenda og laun- þega ættu að sameinast um og hefja framkvæmdir hið fyrsta í þessu efni. Ríkisstjórnin mun leggja til þess það lið, sem nauðsynlegt er. Hér gefst verklýðssam- tökunum gott tækifæri til þess að sýna framfarahug sinn og umbótavilja í verki og vinna að viðfangsefni, sem mun færa verkamanninum raunverulegar kjara- bætur. Árangurslaus flugráðstefna það er ekki ofmælt að SAS rak í rogastanz þegar Loftleiðir svömðu IATA-lækkuninni fyrir skemmstu með enn meiri lækkun á fargjöldum sínum eftir 1. apríl. Þar snarlegur krókur á móti bragði. Fangaráð SAS var þá að kalla saman ráðstefnu þá, sem í gær lauk í Stokkhólmi. Kvöddu þar flugmála- stjðrar Norðurlanda fulltrúa Loftleiða á sinn fund og ætlunin var að finna einhverja þá lausn, sem SAS hæfði. En fundurinn varð árangurslaus. Og annar fund ur með sömu aðilum mun væntanlega koma saman í Reykjavík innan mánaðar. Flestir munu vænta þess, að Loftleiðir bíði sem minnstan hnekki af fargjaldalækkun IATA á Atlants- leiðinni. Þá væri tekinn stór spónn úr aski íslendinga. Og það er gott til þess að vita, að íslenzku flugmála- yfirvöldin standa þétt að baki Loftleiðum í deilunni. Sá heiður verður ekki af Loftleiðum skafinn, að þeir hafa gert fátæka manninum leiðir loftsins kleifar. Akraborgin siglir inn á höfnina. AKRABORG SIGLIR A NY Akraborgin skaddaðist allmik iö 23. des. s. 1. þegar strand- ferðaskiplð Skjaldbreið sigldi á hlið hennar þar sem hún lá við bryggju. Áreksturinn mun hafa orðið af þvf, að vél Skjaldbreið ar skipti sér ekki. Skjaldbreið sjálf skemmdist Iítið. Þegar þetta gerðist, var togarinn Marz í Sllppnum, þannig að viðgerðin á Akraborgiiini gat ekki hafizt strax, og var þó mjög aðkall- andi að skipið gæti sem fyrst hafið ferðir sfnar að nýju, þar sem samgöngur við Akranes yrðu ekki nema með bíium á meðan, og allra veðra von. Viðgerðinni á Marz var því hraðað eins og unnt var. 2. jan. fór Akraborgin í Slipp, og losn- aði þaðan aftur 8. febrúar. Við- gerðin, sem var fólgin f því að skipta um plötúr á báðum síð- um, gekk fljótt fyrlr sig, enda unnu menn frá Stálsmiðj- unni öðrum megin, Landssmiðj- unni hinum megin, og Slippur- inn tók að sér tréverkið. Ljósmyndari Vísis B. G. og blaðamaður voru niðri við höfn þegar Akraborgin kom úr þriðju ferð sinni eftir viðgerðina, og hittu að máli skipstjórann, Þórð Guðmundsson. — Hvernig líkar þér við „Borg ina“ núna, Þórður? Hefur hún nokkúð breytzt að ráði? — Mér líkar vel við hana eins og endran-ær. Nei, breytingar hafa ekki orðið svo ýkja mikl- ar. — Hvað farið þiö margar ferð ir á dag núna? — Tvær á dag, eins og venju- lega á vetuma. — Er það ekki mikið til sama fólkið, sem fer á milli með ykk- ur? — Jú, mér virðist það nú. Þetta eru verzlunarmenn og aðrir, sem þurfa oft að „bregða sér milli bæja“. — Og hvernig er hljóðið f farþegunum, eru þeir ekki á- nægðir með að vera búnir að fá Akraborgina aftur? — Ég hef nú satt að segja ekki heyrt svo mikið talað um það, en það má held ég gera ráð fyrir að svo sé. Um hina f járhagslegu hlið við gerðarinnar vill Þórður ekkert segja, svo að við kveðjum og förum. Þórður Guðmundsson skipstjórL -X

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.