Vísir - 18.02.1964, Blaðsíða 10

Vísir - 18.02.1964, Blaðsíða 10
10 V1SIR . Þriðjudgur 18. febrúar 1964. Akureyrartogarar fiskuðu mr Wþós. lestír ó s.l. óri Samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur aflað sér hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa h.f., nam heildarafli togara félagsins, 5 að tölu, 9.737.856 kg. á s. 1. ári. Af einstökum togurum varð Kaldbakur aflahæstur með 2807 lestir, eða rúmlega 12 y2 lest á hvern veiðidag að meðaltali. Alls voru farnar 20 söluferðir til útlanda, þar af 15 til Bretlands og 5 til Þýzkalands, og samtals seldar þar 2500 lestir fiskjar. Að öðru leyti var aflanum að mestu skipað upp á Akureyri til vinnsiu þar. Á árinu fór fram tólf ára flokk- Verkefni Ljónaklúbbs Akureyrar í menn- ingarmálum Ljónaklúbbur Akureyrar hefur gefið bamaskólum Akureyrar vönd uð sjónprófunartæki. En með til- stilli slikra tækja er unnt að sjá ýmsa sjóngalla, sem vafasamt er að fyndust ella. Ef vart verður við sjóngalla hjá börnum með þessu sjónprófunar- tæki verða væntanlega ráðstafanir gerðar til að koma þeim í frekari rannsókn og læknisaðgerð. Þetta er því einn liður í almennri heilsu- gæzlu barna. Formaður Ljónaklúbbs Akureyr- ar, Geir S. Björnsson, afhenti skóia stjórum og skólalækni sjónvarps- tækið um s.l. áramót. Hann gat þess þá, að eitt af markmiðum Ljónaklúbbanna í heild væri aðstoð við blint fólk. Athugun leiddi hins vegar þá athyglisverðu staðreynd í ljós, að á Akureyri er ekki einn einasti blindur unglingur til, en einn fullorðinn maður blindur, sem missti sjónina af slysi. Hins vegar á sjónprófunartækið að geta orðið mikil hjálp í því skyni að koma í veg fyrir sjóndepru eða blindu hjá fólki ef það er notað eins og til er ætlazt. Ljónaklúbburinn á Akureyri er ekki eini aðilinn og ekki heldur sá fyrsti, sem gefur sams konar tæki skólum hér á landi. Það hafa aðrir Ljónaklúbbar gert áður. Tæk- ið kostaði um 14 þús. kr. og fékk klúbburinn andvirði þess með á- góða af skemmtanahaldi. Næsta verkefni Ljónaklúbbs Ak- ureyrar hefur þégar verið ákveðið, en það er eldhúsinnrétting I hinar nýju sumarbúðir við Vestmanns- vatn í Reykjadal, sem æskulýðsfé- lag þjóðkirkjunnar 1 Hólastifti hef- ur þar í smfðum. Smíði eldhúss- innréttingarinnar er vel á veg kom- ið og hefur Ljónaklúbburinn safn- að fjár til hennar með sölu á af- steypu af Akureyrarkirkju, sem klúbburinn hefur látið gera. Af fyrri verkefnum Ljónaklúbbs Akureyrar til menningarmála má geta ríflegs fjárframlags háns í Ekknasjóð Akureyrar, svo og inn- réttingar í setustofu skfðahótelsins í Hlíðarfjalli, sem Ljónaklúbburinn annaðist og gaf. F ramkvæmdamenn Nú er rétti tíminn til að panta hjá okkur. Við tökum að okkur alls konar framkvæmdir, t. d. gröfum skurði og húsgrunni og fyllum upp. Lóðastandsetningar, skiptum um jarðveg, þekjum og helluleggjum. Girðum lóðir og lönd. Einnig margs konar verklegar framkvæmdir fyrir bændur. Útvegum allt efni og sjáum um allan flutning. AÐSTOÐ H.F. Lindarg. 9, 3. h. Sími 1 56 24. Opið kl. 11-12 f. h. og 3-7 e. h. H j ólbar ða viðgerðir Fljót og örugg þjónusta. Hjólbarðinn tilbú- inn innan 30 mínútna! Sérstök tæki fyrir slöngulausa hjólbarða. Felgur á flestar teg- undi^. Reynið viðskiptin. Opið frá kl. 8,00 árdegis til kl. 23,30 síðdegis alla daga vik- unnar. Hjólbarðaverkstæðið MYLLAN Þverholti 6 (horni Stórholts og Þverholts). ' unarviðgerð á Harðbak og 16 ára° flokkunarviðgerð á Sléttbak. □ □ □ VÉLAHREINGERNING OG g HÚSGAGNAHREINSUN D Vanir og vandvirkir menn. Ódýr og örugg þjónusta. ÞVEGILLINN, sími 36281 Opið allan sólarhringinn. Simi 21230. Nætur- og helgidagslækn- ir í sama síma. Næturvakt I Reykjavfk vikuna 15,—22. febrúar verður í Lauga- vegsapóteki. Nætur- og helgidagalæknir í Hafnarfirði frá kl. 17 18. febr. til kl. 8 18. febr. Bragi Ólafsson, sími 51820. ÍJtvarpið KÓPAVOGS- ° BÚAR! D □ Málið sjálf, viðn lögum fyrir ykk° ur litina. FuII-a komin þjónusta° Þriðjudagur 18. febrúar. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 20.00 Einsöngur í útvarpssal: Álfheiður Guðmundsdóttir syngur. Við píanóið: Dr. Hallgrmur Helgason. a) „I rjkkurró" eftir Bj. G. b) Tvölög eftir Fjölni Stef ánsson: „Kvöldvísa“ og „Litla larn.“ c) „Kvö3söngur“ eftir H.H. d) „Vorog haust“ eftir Bjarna torsteinsson. e) „Meden primula veris" eftir Edw.rd Grieg. 20.20 Hugleiðin; um húsagerðar- list, I. erhdi (Hörður Ág- ústsson liímálari). 20.50 Þriðjudagslikritið: „í Múrnum“, ft. Gunnar M. 5. og 6. kalj: Gapastokk- urinn í Aðalíræti og Tukt- húslimir og .-firvöld. 21.45 Tónlistin rekir sögu sína. (Dr. Hallgr. Hjgason). 22.10 Lesið úr PasSusálmum. 22.20 Kvöldsagan: ,Ó1 frá Skuld* eftir Stefán Jónson. 22.40 Létt músík á síikvöldi. 23.25 Dagskrárlok. LITAVAL Álfhólsvegi 9 ° Kópavogi. □ TePpa- og húsgagnahreinsunin Simi 34696 á daginn Sfmi 38211 á kvöldin og um helgar □ Hrelngemingar < glugga- □ hrelnsnn. — Fagmaður 1 □ hverju starfi. □ □ Þórður og Geir D Símar 35 787 og 51875 g Bl'ódum flett Sé konuhefndin hræðileg, þið hljótið að skilja það, að raun sé óumræðileg, sem ruddi henni af stað. Þið ættuð að heyra urg í þjöl, sem yddir konuhefnd. Þið ættuð að takast á við kvöl, sem ást í fyrstu er nefnd. Ólöf Sigurðardóttir. Þann 11. marz, 1801, varíÞ smalamaður frá Hftardal úti í hríðarveðri með 160 fjár. Fannst han:i ekki fyrr en á þriðja degi og var þá svo þrekaður og kal- inn, að honum var ekki líf hugað. Hljóp og brátt drep í sárin á út- limum hans, svo að saga varð af honum bæði hendur og fætur. Þessa miklu læknisaðgerð fram- kvæmdi maður nokkur, ólærður með öllu, og tókzt svo vel, að með fádæmum þótti, og að ekki hefði margir læknislærðir menn betur gert. En hrottaleg má sú aðgerð hafa verið og kvalafull og hraustur hefur smalamaður sá verið að upplagi, að hann skyldi lifa hana af. REST BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dun- og fiðurheld ver Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur - og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatn-.stip H Simi 18740 ... og það voru hljóðir og hóg- værir menn, mætti kannski segja um skíðagarpa okkar, heimkomna frá vetrarólympfukeppni í Austur- rfki . . . o-jæja, það er þá ekki í fyrsta skiptið, sem íþróttagarp- ar okkar koma heim, hljóðari og hógværari en þeir fóru . . . en vilji maður taka þessum skíða- mönnum af sanngirni þá er engin ástæða til þess fyrir þá að laum- ast heim, eins og þeir hafi eitt- hvað af sér brotið suður þar ... þeir reyndust bara ekki menn til að vinna sigur, það er allt og sumt, en enginn efast um að þeir hafi gert eins og þeir gátu .. með öðrum orðum. þeir gátu bara ekki nógu r.iikið, saman borið við keppinauta sína ... og þó undar- legt megi virðast, er þam ekki fyrst og fremst um það að ræða hvers vegna þeir gátu ekki nema svona lítið heldur öllufrem ur hitt, hvers vegna keppimutar þeirra gátu svona mikið .. .þau íþróttaafrek, sem nú eru unnii — ekki eingöngu á skíðum, heldvr á öllum sviðum — eru dýru verði keypt, svo dýru verði, að þaðer harla vafasamt hvort slík kaip borga sig... vitanlega hafa þ:u sitt auglýsingagildi fyr.tr þjóð sg urvegarans, en hvað kostar sí auglýsing hann sem einstaklinj — það gleymist okkur, þegar við ausum af skálum reiði okkar yfir okkar eigin íþróttamenn, eða höf- um þá að háði og spotti — sem ég get ekki neitað að er alltaf ákaflega freistandi, sér í lagi vegna þess hvernig alltaf er iát- ið með þá í blöðum og útvarpi, þegar þeir eru að leggja af stað, enda þótt bæði þeir og aðrir viti það fyrirfram, að þeir hafa ekki minnstu möguleika til sigurs ... til þess að íþróttamaður geti unn ið afrek á heimsmælikvarða, þarf hann nefnilega, eins og málum ér nú háttað, annað hvort að vera gæddur svo óvenjulegúm líkamlegum hæfileikum til vissr- ar íþróttar, að ónormalt hlýtur að kallast, eða hann verður að undirgangast skipulagða þjálfun- arþrælkun, undir handleiðslu lærðra sérfræðinga, eta og drekka samkvæmt boði þeirra, jafnvel neyta vissra næringar- efna, sem nálgast lyf, til þess að auka á getu sína, auk þess sem dælt er að staðaldri í blóð hans vissum hormónum og hormóna- hvötum í sama tilgangi... þetta er opinbert leyndarmál meðaL f- þróttamanna, þó að þessum þjálf unaraðferðum, hormónalyfjasam- setningu og öðru þess háttar, sé haldið eins leyndu og um hernað- arleyndarmál væri að rasða... þegar svo að sýnt hefur þótt, að jafnvel allt þetta mundi ekki duga til, hefur verið gripið til enn rót- tækari og óíþróttalegri ráðstaf- ana til að tryggja viðkomandi í- þróttamönnum sigur, og hefur á stundum tekizt miður... þegar á allt þetta er litið, ber kannski eins að fagna því að íþróttamenn vorir sækja ekki sigur f hendur keppinautum sfnum.. .en þeir ættu bara einhvern tíma að læra það, að hafa álíka hljótt um sig, þegar þeir fara af stað, og þejgar þeir koma heim ...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.