Vísir - 18.02.1964, Blaðsíða 7
V f SIR . Þriðjudagur 18. febrúar 1964.
Samkeppni um minnis-
merki Bjarna frá Vogi
maður dómnefndar sagði að verk-
efnið væri nokkuð erfiðara sökum
þess að ekki hefði verið ákveðinn
staður ennþá, og hefðu því lista-
mennirnir ekkert umhverfi að
miða við. Yrði því, þegar til þess
kæmi að velja stað, að velja hann
með tilliti til verksins. Hann tók
það fram að lausn verkefnisins
væri alls ekki bundin við líkneski,
„symbóliskt" verk yrði ekki síður
vel þegið.
Aðrir í dómnefnd eru: Jón
Bjarnason hæstaréttarlögm. og Þor
valdur Skúlason listmálari. Lausn-
um verður að skila eigi síðar en
20. sept. 1964, en verðlaunin verða
veitt 13. okt. 1964.
Leikstjóri Klemenz Jónsson — Þýtt og endursamib hefur Stefán Jónsson
Ein 25.000.00 króna verðlaun
verða veitt þeim listamanni sem
ber sigur úr býtum í hugmynda-
samkeppni um minnismerki, sem
reisa skal Bjarna Jónssyni frá Vogi,
til heiðurs og i þakklætisskyni
fyrir brautryðjendastarf hans í ís-
lenzkum listmáium.
Á aðalfundi Bandalags íslenzkra
listamanna var ákveðið að efna til
þessarar samkeppni, og að öllum
íslenzkum Iistamönnum skyldi heim
il þátttaka.
Tillögurnar skulu verða miðaðar
við að verkið standi utanhúss og
í Reykjavík, en að öðru leyti er
lausn þess óbundin. Björn Th.
Björnsson listfræðingur, sem er for
Einhvers staðar stendur skrif
að, að þess skuli getið, sem
gert er. Og Þjóðleikhúsið á
þakkir skildar fyrir það, að það
virðist þegar frá upphafi hafa
gert sér ijóst hverjum skyldum
það er bundið yngri kynslóð-
inni. Sumir kunna að halda því
fram, að það hefði getað rækt
þær betur. Ég hygg þó að það
hafi staðið þar eins vel í
stöðu sinni og með sanngirni
verður af því krafizt, miðað við
allar aðstæður og hvemig allt
er í pottinn búið. Það hefur
allt frá því, er það tók til starfa
auðvéldað unglingum að njóta
þess, sem það hafði á boðstól-
um við þeirra hæfi hverju sinni
með sérstökum sýningum fyrir
skólafólk við vægu verði og
hvatt það til að hagnýta sér það
I sambandi við sýninguna á
„Hamlet“ hefur það fengið hæf
an mann úr starfsliði sínu til
þess að flytja erindi í skólun-
um um leikritið og höfund
þess og þannig leitazt við að
vekja áhuga unglinganna á sí-
gildri leiklist — og þar hygg ég
að sé komið inn á rétta leið.
EflaUst mætti finna fleiri ráð og.
leiðir, 'Og það verður vafalítið
gert. En til þess að vel takist
þurfa slíkar tilraunir líka að
mæta velvild og skilningi. Leik
listaruppeldið er ekki neinn hé-
gómi, það er æskunni ekki síð
ur mikilvægt en tónlistarupp-
eldið. Þetta þurfa allir viðkom-
andi aðilar að skilja. Á þvl upp
eldi byggist leiklistin í landinu
í framtíðinni. Og á því uppeldi
byggist framtíðargengi Þjóð-
leikhússins.
Þá hefur Þjóðleikhúsið og
sýnt sérstök leikrit fyrir börn
á ári hverju. Þau hafa að vísu
verið misjöfn að gæðum eins
og önnur viðrangsefni þess,
enda ekki við öðru að búast.
Þess ber og að gæta, að ekki
er hlaupið að því að finna er-
lend leikrit við hæfi íslenzkra
barna, nema þá að gerðar séu
á þeim talsverðar breytingar.
Það er eflaust ekki fyrir neina
hendingu, að barnaleikrit norska
höfundarins T. Egner, hafa átt
einstökum vinsældum að fagna
— það er margt líkt með skyld-
um. En Ieitt er til þess að vita,
að enginn af okkar ágætu rit-
höfundum skuli hafa tekið á sig
rögg og samið frambærilegt
leikrit fyrir börn til sýningar I
Þjóðleikhúsinu. Ekki ætti efni-
viðinn að skorta — þjóðsögurn
ar ættu að vera hrein gullnáma
hefði ekki orðið enn betra, ef
Stefán hefði samið það einn og
sjálfur, án allra áhrifa frá Disn
ey og þeirri þýzku. 1 því formi
sem það er sýnt, virðist manni
þvl á stundum bregða til skrum
skælingar á listaverki Disneys,
enda þýðingarlaust að ætla sér
að ná neinni líkingu af þvl á
leiksviði. Þetta á einkum við
um dvergana. Ekki þar fyrir,
að þeir sem. leika þá, leika vel
og leggja sig alla fram, enda
eru þar vanir og vandvirkir leik
arar að verki. En gagnvart
dvergum Disneys verður að-
staða þeirra vonlaus.
Hvað um það, ef leikendurnir
I Þjóðleikhúsinu léku alltaf fyr
ir jafn þakkláta frumsýningar-
gesti og þá fulltrúa yngri kyn-
slóðarinnar, / sem þar voru
varðandi efni I barnaleikrit. Ef
laust kemur þetta eins og annað
En þossaer þ.egar> qfótjtj löng,
bið.'M- -j5• tr[ jg r .iníyoid
Barnaieikrit þtfbissemnliÞjöð-jsg!
leikhúsið hefur tekið til sýning-
ar að þessu sinni er að vísu
íslenzkt I eina röndina, að því
leyti til, að hinn kunni barna-
bókahöfundur, Stefán Jónsson,
hefur um það fjallað og betrum
bætt það úr höndum erlendra
höfunda. Það er og öllum börn-
um og öllum fullorðnum gamal-
kunnugt að efni til, sagan af
Mjallhvít og dvergunum sjö I
leikritsformi, einhverju hugþekk
asta ævintýri, sem um getur.
Spurning er þó, hvort leikritið
staddir sl. laugardag, þyrftu þeir
hvorki að kvarta né kvíða. Þeir
skemmtu . sér konunglega og
yoru. ekki feimnir við að láta
það I Ijós, og grun hef ég um
það, að margir af þeim eldri hafi
skemmt sér dável líka. Tjöldin
voru hin skrautlegustu, búning
ar allir íburðarmiklir, hirðmenn
irnir stoltir og þó kátbroslegir
I aðra röndina og þarna var
dansað og sungið af fjöri og list
og allt eins og 1 ævintýri á að
vera,
Bryndís Schram leikur Mjall
hvít kóngsdóttur. Hún er ljóm-
andi falleg á sviði, sviflétt I
hreyfingum og dans hennar með
ágætum. Til leiks gerir hlut-
Þjóðleikhúsið:
Mjallhvlt og prinsinn úr riágrannaríkinu — Bryndis Schram,
Jóhann Pálsson
yerkið ekki miklar kröfur, en
hún skilaði öllu eins og efni
: sfððu til og átti óskipta sarnúð
yngri áhorfenda, þegar ljóta
kerlingin var eitthvað að áreita
hana. Helga Valtýsdóttir leikur
drottningarflagðið, og hefur oft
boðizt brattara, gervið var á-
gætt — ekki hvað sízt dular-
gervin — og leikur hennar all
ur vel hugsaður og útfærður.
Ég heyrði einn snáðann hafa
orð á því eftir sýninguna, að
hann skyldi sjá svo um að hún
kembdi ekki hærurnar — hann
notaði raunar ekki það orðalag
— og það fannst mér sönnun
þess að það hlutverk væri í góð
um höndum. Ævar Kvaran leik
ur veiðimanninn „sem aldrei hef
ur gert nokkurri skepnu mein“
og leikur það þannig, að mað-
ur á auðvelt með að trúa því.
Bessi Bjarnason er forkostuleg-
ur hirðmaður og Nína Sveins-
dóttir kát og fjörug hirðpinka,
Árni Tryggvason, Flosi Ólafs-
son, Lárus Ingólfsson og fleiri
forkostulegir dvergar Jóhann
Pálsson glæsilegur konungsson
úr nágrannaríkinu — og þannig
mætti lengi telja.
Ég þykist viss um það, að
Mjallhvlt verði vel tekið af
yngri kynslóðinni I þessum bún
ingi. Börn spyrja vitanlega ekki
að þvf, hvort þeir, sem að þvl
standa, eigi þakkir skildar, þau
leggja nú einu sinni sitt mat á
hlutina. En Klemenz Jónsson
hefur unnið þarna gott starf
sem Ieikstjóri og Gunnar Bjarna
son sem sviðsgerðarmaður, svo
og allir aðrir sem að þessari
sýningu standa.
Loftur Guðmundsson.
MJALLHVÍT
Emra