Vísir - 04.03.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 04.03.1964, Blaðsíða 2
2 V í SIR . Miðvikudag 4. marz 1964. RITSTJÓRI: JON BIRGIR PETURSSON ársins" byrjaBi Tók svo ibátt í námskeiði i „frjálsum" með Omari Ragnarssyni og 80 strákum 'óðrum,... og fer nú til Bandarikjanna til keppni Á næstunni mun íþróttasíðan kynna fyrir les- endum sínum marga af þeim íþróttamönnum, sem mest hafa skarað fram úr í sínum greinum, bæði starfandi íþróttamenn og eins þá, sem lagt hafa skóna á hilluna, og einnig munu efnilegir íþrótta- menn verða kynntir, ef ástæða þykir til. Fyrsti íþróttamaðurinn, sem við kynnum, er Jón Þ. Ól- afsson, hástökkvari úr ÍR, sem fyrir nokkru var kjörinn „íþróttamaður ársins“ í vali íþróttafrétta- manna. Jón Þórður Ólafsson eins og hann heitir fullu nafni er einn þeírra fáu frjálsíþróttamanna, sem er fæddur og uppalinn hér í Reykjavík. Hann s'á dagsins Ijós 21. júní 1941 og komst ungur 1 kynni við íþróttir, þeg- ar hann sparkaði fótbolta í Hljómskálagarðinum með félög- um sínum af Smáragötunni. Þessir drengir mynduðu kjarn- ann I 4. flokksliði Víkings, sem að visu gekk ekki sem bezt. „Ég var aðallega látinn leika í vörninni hjá Víking, og það var sannarlega ekki uppörvandi verk, þvl liðinu gekk mjög illa. Oft þurftum við að fá blaðaút- burðardrengi til að slást í lið með okkur til að ná fullri tölu til að hefja leik og tvlvegis man ég eftir 14—0 tapi. Samt hafði ég alltaf gaman af knattspyrnu og hef raunar enn ef góðir leik- ir bjóðast.“ — Hvernig stóð á að þú fórst í frjálsar iþróttir? „Ég rakst á auglýsingu i einhverju dagblaðanna um námskeið, sem ÍR hélt fyrir unglinga i frjálsum íþróttum. Ég hafði lengi haft í huga að reyna mig í frjálsum íþróttum og hafði mig upp i að mæta á þetta námskeið. Þarna voru nær 80 strákar og áhuginn skein úr hverju andliti. Þarna voru margir sem seinna komu mik- ið við sögu, en einkum man ég þó eftir þeim Kristjáni Eyjólfs- öyiii, Stéindóri Guðjónssyni og Jörú Ö. Þormóðssyni. Þarna var Og Omar nokkur Ragnarsson, sem var mjög efnilegur sprett- hiaupari. Kristján, Steindór og Ómar eru því miður hættir keppni en Jón Ö. er enn virkur keppandi og í mikilli framför. Qg eftij: námskeiðið var haldið mót, sem fram fór undir stjórn þjálfarans Guðmundar Þórarins- spnar, og þar varð ég fyrstur með 1.45, sem var ekkert sér- lega glæsilegur árangur, en veitti mér tiltrú." - Og svo hafa opinber mót fylgt? „Já, næst kom sveinameistara mótið, sem þá var háð í fyrsta sinn og þá keppti ég í hástökki. Sigurvegarinn var enginn annar en Guðmundur Gfslason, sund- „Ég byrjaði eins og flestir með gamla saxstílinn, en vissi auðvitað að hann gat ekki geng- ið, en gekk illa að skipta yfir. Það var ekki fyrr en á jólamóti lR 1959 að Ungverjinn Simoniy Gabor kom til mín og sagði mér, að ég gæti náð langt, EF ég skipti um stíl og raunar því aðeins að ég gerði það. Hann fullvissaði mig um að hann gæti fengið mig til að fara yfir 1.90 innan 6 vikna, ef ég færi að hans ráðum. Ég ákvað að gera eins og hann segði og þess er skemmst að minnast að undir handleiðslu þessa ágæta manns stökk ég yfir 1.90 eftir 5 vikur, og notaði nú aðeins 3 skref í atrennuna. I j>etta sinn vann ég Jón Pétursson, þáver- adi methafa, og var þetta minn fyrsti sigur gegn honum.“ Jótn fer yfi: rána. kappi, sem stökk 1.60, en ép varð annar með sömu hæð ei fleiri tilraunir. Þriðji var Krist ján Stefánsson, handknattleiks kappi, með 1.55. En sem sagt með þessu var neistinn orðinn að báli. Ég æfði um veturinn að Laugarvatni og stökk 1.6C innanhúss og um sumarið bætti ég mig úti í 1.73 á unglinga- meistaramótinu á Akureyri.“ — Hvaða stíl notaðir þú í hástökkinu? ast að stökkva. Þessi komplex háði hinum heimsfræga Sjav- lakedse, OL-meistara í Róm 1960, mjög mikið og stökk hann lengi ekki yfir 1.80, en endaði feril sinn með 2.16 og olympíu- gulli. Þennan komplex lagði ég að velli loksins í árslok 1960, en Olympíuleikarnir voru búnir þá og ekki um neina þátttöku að ræða hjá mér jafnvel þótt ég hefði stokkið tvo metra.“ - Og tveir metrarnir komu stuttu seinna? „Fyrst setti ég met í hástökki innanhúss 1.99 og bætti það skömmu síðar í 2 metra slétta. Unglingamet sett ég með 1.96 úti, en Skúli Guðmundsson átti fyrra metið 1.94. — En hvenær fauk íslenzka metið utanhúss? „Það var þetta sama sumar. Ég var boðinn til Rostock á- samt þremur öðrum íþrótta- mönnum. Þessi keppni verður mér minnisstæðust allra minna keppna fyrir margra hluta sak- ir. Það byrjaði í Warnemúnde, þegar okkur Einari Frímanns- syni, Sigurði Björnssyni og Sig- urði Júlíussyni var fagnað á hafnarbakkanum af lítilli lúðra- sveit og móttökunefnd. Síðar komst ég að raun um að blöðin I Rostock höfðu slegið því upp að aðaíkeppnin mundi standa í hástökkinu milli Durkop og mín, en Dúrkop þessi hafði skömmu áður sett þýzkt met með 2.09. Mér leizt ekki sem bezt á blikuna, því auk þessa góða árangurs voru þarna margir tveggja metra menn og ég með einn lakasta árangur- inn fyrir keppnina. Ég byrjaði fyrstur keppnina í byrjunarhæð 1.80 og var einn með 1.85 en I 1.90 byrjuðu hinir og allir yfir í fyrstu tilraun. Þá byrjaði að rigna og Þjóðverjarnir taut- uðu fyrir munni sér: „Nicht gut, nicht gut ...“ Ég stóð á- lengdar og var hinn ánægðasti og sá mér leik á borði, enda vanur verra heima, eink- um meiri kulda. Ég stökk vel yfir 1.95 en það tókst engum hinna, allir felldu þeir í þrem tilraunum sínum og ég var sig- urvegarinn í þessu mikla móti og mínu fyrsta stórmóti. Ég reyndi næst við íslenzk met 2.01 og fór yfir í fyrstu tilraun. Næst komu 2.03 og einnig þá hæð tókst mér að stökkva, en forin á vellinum var orðin ó- bærileg þegar kom að 2.05.“ — Þú varst með í Evandt- mótinu að Hálogalandi, var það ekki? — 'v> ’in '•hssar mundir -lifígí [j-.róUamenn sig mdir ilonnTleikana.. Stefndir 'iú að bvi marki að komast bapgað? „Já, þyj er ekki að npitá, ág reyndi að ná settu marki. pp einhvcrn veginn vnr eins og sá alkunni ,,kompíex“ hásfökkvar- anna að komast yfir ejgin hæð hefði náð heljartökum á mér. Ég er 193 sm. á hæð og yfir þá hæð ætlaði mér aldrei að tak- Jón Þ. Ólafscjon. „Jú, það var ógleymanleg keppni, enda ekki á hverjum degi sem heimsmet er sett í Reykjavík. Vilhjálmur hafði náð góðu afreki I hástökki án atrennu með 1.75 og ég hafði náð 1.78 á æfingu. Evandt sló heimsmet Vilhjálms nokkrum dögum áður en hann kom hing- að og stökk 1.76 sem er gild- andi heimsmet í dag. Keppnin gat því orðið tvísýn og mikill áhugi ríkjandi og húsið troð- fullt. Evandt vann báða dag- ana. 1 Iangstökkinu setti Evandt heimsmet og bætti heimsmetið í 3.65 sem stendur enn.“ — Hefurðu hitt Brumel í keppni? „Já það má heita svo. Brumel var I sömu keppni og ég í júlí ’62 í Moskvu. Hann spratt þarna upp á leikvang- inum I fylgd þjálfara síns, sem kvikmyndaði öll hans stökk, en Brumel vann þarna öruggan sigur og hvarf að því búnu jafn skyndilega og hann birtist. Hann er stórkostlegur stökkvari hvernig sem á hann er litið, fjaðurmagnaður, sterkur og bú- inn fullkominni tækni og að auki mjög viðkunnanlegur mað- ur að sjá.“ — Og Evrópumeistaramótið 1 Belgrad? „Ég keppti þar en var ó- heppinn eins og alltaf vill verða með íslendinga i \keppni er- lendis. Ég stökk 2 metra og var sá eini af þeim 8, sem stukku þá hæð, sem ekki slapp í úr- slitakeppnina. Þetta stafaði af því að ég var fyrstur í stökkröð og hafði ekki næga keppnis- reynslu á stórmótum, sem varð mér dýrkeypt." — Eftir þetta bættirðu afrek þín mjög? „Ég æfði mjög eftir heim- komuna og bætti metið í 2.05 um haustið, en þá var hið stutta íslenzka sumar búið að kveðja. Inni stökk ég 2.06—2.07 —2.08 og loks á jólamóti ÍR 2.11 metra, sem var næstbezti árangur innanhúss I heimi það ár. Á sama móti stökk ég 1.75, Framh á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.