Vísir - 07.03.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 07.03.1964, Blaðsíða 6
6 VlSIR . Laugardagur 7. marz 1964. Ingimundur hcitinn Ámason borinn til grafar. Útför Ingimundar Árnasonar á Akureyri í gær fór fram á Akureyri jarðar för Ingimundar Árnasonar sðng- stjóra karlakórsins Geysis. Var at- Iiöfnin meS mlklum virSuieikablæ og afar fjölmenn, svo aS þaB var fjarri þvf allir viSstaddir kæmust inn f hlna stóru Akureyrarkirkju. Húskveðja fór fram að heimili hins lótna, En þegar komið var að kirkju lék Lúðrasveit Akureyrar undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Starfsmenn KEA báru kistu f kirkju. Athöfnin í kirkjunni hófst með Magasár — Framh. af bls. 1. er bandarískur læknir prófessor Wangensteen við Minnesotahó- skóla, norskrar ættar, en hjó honum var dr. Snorri einmitt við rannsóknir fyrir nokkrum órum. Aðferðin er í sem allra fæstum orðum fólgin f því að kyngt er gúmmiblöðru, sem er í sambandi við frysti- tæki, niður í hana er dælt frysti lofti, svo hún leggst þétt að magaveggjunum- og maginn er frystur ó skammri stundu nið- ur I 20 stiga frost. Þessi aðferð var fyrst reynd að marki hjó Wangensteen 1961, og fór prófessor Snorri Hallgrímsson gagngert til Bandaríkjanna og var þar i marz og apríl 1962 til þess að fylgjast með þessari til- raunastarfsemi. Ilann sagði að hún hefði síðan verið reynd víða í Bandaríkjunum og væri þvl ekki að neita að skeifugarn- arsár greru oft til að byrja með, en því miður hefðu þau tekið sig oft upp aftur. í rauninni þyrftu að líða fáein ár til að skera úr um gagnsemi þessarar aðferðar, óg því væri það að flestir sér- fræðingar á þessu sviði biðu nú átekta og gætu hvorki sagt af j eða á. Engu að siður kvaðst prófessor Snorri bráðlega verða sér úti um allra síðustu upplýs- ingar og niðurstöður lækna I Bandaríkjunum í þessu sam- bandi og strax reyna þessa að- ferð hér þegar, eða ef ástæða þætti til. Kostnaðarhlið málsins væri ekkert atriði þar sem tæk- in væru svo ódýr. Mestur kostnaður I þessu sambandi hlytist af tilraunastarfsemi sem nauðsynlegt væri að láta fara fram á dýrum, ef farið yrði út á þessa braut. þvf að Karlakór Akureyrar undir stjóm Áskels Jónssonar söng eitt lag. Sr. Pétur Sigurgeirsson jarð- söng, en Karlakórinn Geysir sá um allan sálmasöng undir stjóm Árna, sonar hins látna. í lok athafnarinnar gengu Geysis menn f kirkjukór og sungu „Nú hnigur sól“ eftir Bortnianski. Geys- ismenn báru síðan kistu söngstjóra sins úr kirkju. En I kirkjugarðinn báru frímúr- arar kistuna og söng Karlakórinn Geysir þá lagið „Sefur sól hjá Ægi" eftir Sigfús Einarsson, en með þvf lagi eru Geysismenn kvaddir við útför þeirra. lAð lokum söng kór frlmúrara. Pfleuger — Framhald af bls. 7 ger-verksmiðjurnar höfðu sýn- ingu á aflskrúfum sinum og leiddi það svo til þess, að Stur laugur Böðvarsson ákvað að gera tilraun með þessa nýjung. Og þar hefur það einnig þýð- ingu, að Pfleuger kemur auk aflstýrisins fram með stafn- skrúfu, sem er þvert I gegnum stafn skipsins og hún ásamt afl ' stýrinu á að gera það kleift að andæfa beint út á hlið móti vind inum. Kjarni málsins er þessi: — Gera þessar Pfieuger-skrúfur það mögulegt að veiða I nótina, þó að hvessi? Það má ætla að með þessum búnaði sé hægt að kasta nótinni, þó komin séu 6-7 vindstig og ef allt reynist vel, þýðir það, að skip með Pfleu- ger-útbúnaði fær afla, þegar skip án hans fá engan afla. Út- búnaðurinn er að vlsu dýr. Hef ur verið talað um að hann kosti 21/2 milljón króna. Samt þarf ekki margar veiðiferðir til að fá upp I þann kostnað. Ætlunin er að fara 1 fyrstu veiðiferðina nú eftir helgina á þorskveiðar I nót, og ætti þá að fást nokkur reynsla. Reynist útbúnaðurinn vel, má búast við að fleiri útgerðarmenn komi á eftir, sem vilja fá sér hann. En þá ber þess að geta, að það má heita útilokað að setja hann kostnaðarins vegna I gömul skip, aðeins í nýsmíði. SENDIBÍLASTÖÐIN H.F. BORGARTÚNI 21 SÍMI 24113 RHHBnflBHnH Njósnari — Framh. af bls. 4. / skilnaði hennar. Hjónaband þeirra varð að flestra dóml mjög hamingjusamt. Frúin var engin fegurðardfs en góður félagi Philbys. Þau fluttu I betri fbúð og bðrn Philbys komu frá Eng- landi til að búa hjá þeim. Sömu leiðis átta ára gömul dóttir frú- arinnar. Þeir sem áttu að hafa auga með Philby urðu ekki varið við óeðlllega starfsemi hans. Hann spurði stundum um hálfgerð leyndarmál, eins og tftt var um fréttaritara, en var hvorki á- gengur né sérlega spuruli. Spurningar hans þóttu ekkert óeðlilegar sem spumingar fréttamanns, fyrir tvö virt vikublöð. Ekkert bar á öfga- skrifum hjá Philby og raunar var hann talinn stuðia að aukn- um skilningi milli Vesturveld- anna og Araba með skrifum sln- um, sem stundum þóttu með því bezta sem sást I blööum. Ef hann var njósnari þá var hann að minnsta kosti ekki virkur þessa stundina, var flestra dómur. p’n þá gerðist það, að Philby reyndi að fá kunnan ara- biskan stjórnmálamann til að ganga I leyniþjónustu Breta. Sá var þegar í leyniþjónustunni og tjáði henni tilraunir Philbys. Komizt var að þeirri niðurstöðu að Phiiby væri að reyna að fá menn tii starfa fyrir Rússa I nafni brezku leyniþjónustunnar. Nú var settur vörður um Philby allan sólarhringinn. Yfirmaður lejmiþjónustunnar 1 Libanon, Jalbout, var beðinn um aðstoð. Hann var talinn meðaL.allra beztu gagnnjósnara veraldar. Rannsóknir hans leiddu. í Ijós að Philby var 1 sífelldum þön- um um Beirut, hagaði sér alltaf eins og hann væri að hrista einhvern sem elti hann af sér, og sást á tali við ýmsar grun- samlegar persónur. Loks var komizt að þvl að hann sendi merki að næturlagi og sá sem tók við þeim var handtekinn, geymdur I fangelsi I nokkrar vikur. Þegar Philby sá að merkj um hans var ekki svarað setti hann sig I samband við yfir- boðara sína sem er brot á meg- inreglu allra njósnara. Hann hélt til fundar við einn af starfs mönnum sovézka sendiráðsins I Líbanon. Þar sem lögreglan I Líbanon taldi njósnir Philbys ekki snerta þeirra rfki, létu þeir málið falla niður en brezka leyniþjónustan sendi menn á fund Philbys tll að spyrja hann um starfsemi hans. Philby svar- aði illa fyrir sig og varð oft tvísaga. En Bretar gátu ekki j handtekið hann á erlendri grund. En nú varð Philby hug- sjúkur og taugaveiklaður. Hann j virtist eiga um tvo kosti að i velja, að fremja sjálfsmorð eða flýja og hann valdi slðari kost- inn. Kona hans fékk síðar skila-1 boð sem fólu I sér að Philby væri fyrir austan járntjald. | Henni var sagt I skilaboðum að kaupa farmiða til Englands en jafnframt annan til Tékkó- slóvakíu. Slðan átti hún að vera I flughöfninni á tilsettum tíma. Báðar flugvélarnar áttu að fara á líkum tíma, hún átti á síð- ustu stundu að blanda sér I hóp þeirra sem tóku tékknesku vél- ina. Hún hikaði og fór hvergi. En til þess að vita betur gaf hún merki sem henni hafði verið sagt að gera, ef iiia stæði á. Hún setti tiltekinn blómapott í eldhúsglug: .nn. Nokkrum klukkustundum síðar birtist starfsmaður sovézka sendiráðs- ins, sá hinn sami og Philby hafði sézt á tali við. Eftir það efaðist frú Philby ekki um að- setur manns síns. Hún hikaði alllengi vlð að fara austur fyrir, en 1 september yfirgaf hún London og flaug til fundar við mann sinn. ¥já hafði málið komið til um- ræðu í brezka þinginu. Macmillan, sem nú var orðinn forsætisráðherra átti f hörðum deilum við Wilson, foringja Verkamannaflokksins. Þar varð Macmillan hálfvegis að játa að hafa sagt ósatt árið 1955, en mállð féll niður 1 þinginu, eftir að stjómarandstaðan hafði fengið að vita hvernig I öliu lá.“ Enginn veit hvað Phiiby hefst að fyrir austan, en Burgess arf- leiddi hann að bókasafni sínu. K.R. — Framhald af bls. 5. Af Erlendi tók við ungur mað ur, Einar Sæmundsson, sem hafði árum saman verið vara- formaður félagsins. Hefur Einar síðan reynzt verðugur arftaki fyrirrennara sinna og greinilegt að undir hans stjóm mun KR eflast enn meir en hingað til. Er svo komið að mannvlrkin við Kaplaskjólsveg eru að springa undan eftirspurninni eftir tlmutn til æflnga og hefur verið ákveðið að stækka þau að mun og verður einn æflnga- salur byggður til viðbðtar. ★ 65 ár eru merkur bautasteinn í sögu fþróttafélags hvar sem er f heiminum, en erm merkari áfangi er það fyrir fslenzkt fþróttafélag. Hér á landi hefur til þessa verið gert hryggilega iftið til þess að laða æskuna að hinni hollu starfsemi fþrótt- anna. Félögin hafa orðið að lifa á bónbjörgum við að rétta æskunni hönd sfna. Mörg félög hafa dáið á þeim 65 árum, sem KR hefur starfað, en nokkur hafa iifað af, sum þó með mjög daufu lífsmarki. KR er ein af undantekningunum í fslenzkri íþróttasögu. Það er þvf að þakka að þar hafa alltaf haldið styrkar hendur um stjómvöllnn. Það er þvf sérstök ástæða til að óska KR til hamingju með 65 ára afmælið sitt. — jbp. Gregory — Framh. af bls. 1 með heimskautaferö Pan American. Það kvaðst hann ætla að hvlla sig I mánaðartima og ekki vita enn hvað hann tæki sér næst fyrir hendur. v Gregory Peck kvaðst vera að , sókn og fór að spyrja fréttamann inn um Island. Hann spurði hvað margir íbúar væru I Reykjavík. Eru þeir fleiri en svo sem 20 þús- und? Fréttamaðurinn sagði honum að Reykjavik væri stærri en það. Að öðru leyti hafði Gregory helzt áhuga á að spyrja um menningu Islendinga, hvort þeir ættu t. d. Sinfónluhljómsveit og hvort al- þjóðiegir listamenn heimsæktu staðinn. Um kvikmyndir eða sjón- varp spurði hann ekki.. Hinn heimskunni kvikmyndaleik- ari gekk nokkra hríð um Flug- vallarhótelið með konu sinni, sem var með I förinni. En brátt safn- aðist fólk f kringum hann, bæði ís- lenzkt og bandarískt fólk á flug- velllnum og bað hann um að letra nafni sitt á miða og bækur og fékk hann lftinn frið þar til hann steig að nýju upp í flugvél slna. W Isflenzkír fliestor — Framh. at bls. 16 kom suður í Sviss. I þessum hópi, sem nú fer utan eru 20 hryssur. Og af þeim vitum við með nokkurri vissu að 11 þeirra eru fylfullar. — Hafið þér komið til Islands áður? — Aldrei. Þetta er fyrsta ferðin mln hingað. En sonur minn, sem hefur nú tekið við þessu innkaupafyrirtæki mínu kom tvisvar 1 fyrrasumar og hann var héma lfka um tlma I vetur. — Hvemig ilkar yður á ís- landi? — Alveg stórkostlega. Fyrsta daginn sem ég dvaldi hérna lenti blllinn, sem ég var I nið- ur í holu og við sátum fastir I 5 klukkustundir. Það var af- skaplega skemmtilegt. Og hérna er nóg rými til að hreyfa sig. Það er meira en við getum sagt suður í Sviss. Nei, það var gaman að koma tll íslands. — Hvað eru það mörg hross, sem þér hafiö keypt að þessu sinni? — Þau voru 70. Flugvélin tekur helzt ekki meira. Hún er reyndar gerð fyrir 30 lesta' flutning — ef um vörur er að ræða. Nú vigtar hver hestur um 300 kg. að meðaltali og eftir því væri unnt að flytja rúm- lega 90 hross. En flugvélin tek-ji ur ekki svo mikið af lifandú flutningi. 70 — 72 hross er há-’ markið. — Hafið þér þegar selt þessi hross erlendis? — Ég hefi þegar pantanir i 58 þeirra. Hin sel ég eftir' hendinni, - Og ætlið að koma aftur og kaupa fleiri hesta? - Já, þ.e.a.s. Það verður sennilega sonur minn sem kemur. En hann fer til Islands’ aftur strax þegar þessi eru seld. Getraun skélabnrna í gær var dregið í þriðju um- ferð í getraun skólabarna. Verð- launin sem eru eintök af bók- inni fslenzkir þjóðhættir eftir Jónas Jónasson hljóta Bergþóra Jóhannsdóttir 7 ára A í Mýrar- húsaskóla og Helgi K. Sveins- son 10 ára bekk Bamskóla Akraness. Verða þeim sendar bækuraar. Kjólaefni Pólsku kjólaefnin eru komin. Verð 40,00 kr. pr. m. VERZL. ÁSBORG Baldursgötu 39. Þakkaróvarp Öllum þeim, sem á einn eða annan hátt heiðruðu mig og auðsýndu mér vinarþel á níræðis afmaeli minu færi ég hjartans þakkir. - Guð blessi ykkur öll Anna Sigrfður Adolfsdóttlr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.