Vísir - 07.03.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 07.03.1964, Blaðsíða 9
VI SIR . ^augardagur /. maiz ivtn. / slydduhríð Ferðinni er heitiO í Land- mannalaugar. Fararstjórinn og bifreiðarstjórinn er Guð- mundur Jónasson. Brottfarar- dagur er ákveðinn 29. febrú- ar. Það er sá dagur, sem kon- um er heimilt að hafa frum- kvæðið til hjúskaparumieit- ana og það er sá dagur, sem giftar konur eru óbundnar af hjúskaparheiti. Það er frels- isdagur kvenna. Guðmundur lýsti öllum þess- um skilmálum í heyrandi hljóði um það leyti sem lagt var af stað á laugardagsmorgni, og margir karlar hugsuðu gott til glóðarinnar, en allir komu þeir vonsviknir til baka, því engin konan bað sér maka. Það voru einu vonbrigðin 1 ferðinni — — jú og svo þau að komast ekki í Landmannalaugar. Það hafði verið frost nóttina áður, frost eftir annan heitasta febrúarmánuð aldarinnar. Það sá heldur ekki ský á lofti. Það lof- aði ekki góðu. En gaman var að Ieggja af stað I þvílfku veðri og þess skyldi notið á meðan stætt væri. Islendingar eru ýmsu vanir með veðráttu, en vanastir þvl orðið að eiga sumarið yfir höfði sér að vetri og veturinn að sumri. En fyrir nokkrum ára- tugun hefði það þótt í frásögur færajdi ef farið hefði verið í góuiyrjun í auðri jörð inn á Lanamannaafrétt eða inn í Þórs- möiK. Cg góuvorið gerði víðar vart við sig heldur en í veðrinu. Jö'ðin sjálf bar þess minjar. TVn og ræktuð jörð var græn stm í maímánuði og austur í Jíoltum voru skurðgröfur að verki I klakalausum mýrum. Veg irnir voru sléttir og holulausir — betri en á sumardegi. Inni á afréttarlöndum, langt fyrir inn- an alla byggð, voru spikfeitar útilegukindur á beit. Vafalaust verið þar I allan vetur og aldrei í hús komið. Það eina, sem mað- ur saknaði frá algeru vori var að sjá ekki kýr á túnum úti. II Það fór sem mig grunaði. Grá- ir skýjaflákar bárust inn yfir Iandið frá hafi. Mér sýndust þeir allir koma frá Surtsey, enda var þar hörkugos. Dimmur gosstrók- urinn steig hátt til lofts, breiddi þar úr sér og sameinaðist skýja- slikju, sem barst af hafi. Óðfluga bárust þessir gráu hnoðrar yfir láglendið, stað- næmdust á fjallatoppum og hnúkum eins og Heklu, Búrfelli, Valafelli og fleiri fjöllum austur □□□□□□□□□□□□□□□□DDDD FYRRI GREIN ÞORSTEINS JÓSEPSSONAR BLAÐAMANNS □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ LA NDMA NNAAFRÉTTI héldu áfram gangandi inn I Laug ar. Hamingjunnar pamfílar þeir! Hermann Kjartansson sagði frá því í talstöðinni við Guð- mund að þar innra væri aðeins 100 metra skyggni, stöðug fann koma og jafnfallinn snjór yfir allt. Hann hafði upphaflega ætl- að austur yfir Tungná, austur um Fiskivatnasvæðið og í Jök- ulheima ef fært væri. En Tungn- á reyndist óárennileg. Háar ís- spangir við bakkana og íshroði úti 1 miðri á. Þar varð ekki kom- izt lengra og þess vegna ætlaði Hermann að freista gæfunnar og komast I Landmannalaugar. En það var litlu skárra. ófær vatnselgur tók við og bíllinn varð að fara óteljandi króka til að komast út úr ógöngunum aft ur. Ferðin sóttist seint. IV. Þetta voru engan veginn örv- andj fréttir fyrir okkur, sem ætluðum að reyna að komast fyrir myrkur í Landmannalaug- ar. Fjúkið óx, flygsurnar stækk uðu — sannkölluð skæðadrífa. Samt sáum við nokkur hundruð metra frá okkur. Auð jörðin gránaði fyrst — varð síðan hvlt. Það sást enn fyrir götuslóða eða hjólförum jeppanna, sem farið höfðu á undan okkur. Á einstöku stað hafði rigningar- vatn myndað ræsi þvert I gegn- um götuna og hjá þeim varð að sneiða, Annars var hún snjólaus að kalla og Guðmundur kvaðst aldrei hafa litið þvflíkt snjóleysi á þessum slóðum á miðjum vetri. Frh. á bls. 10. og norður af byggðinni. Þar stækkuðu hnoðramir, breiddu æ meir úr sér og huldu smám sam- an fjallasýn. Það voru vættir öræfanna að blaka við mann- fölki. Hvaða erindi átti það til fjalla og öræfa um þetta leyti árs Það var enga æðru á andliti Guðmundar Jónassonar að sjá. Hann héit fast um stýrisvölinn eins og skipstjóri, sem stýrir fleyi slnu I hafróti og ver það brotsjóum. Guðmundur stefnir beint inn I gemingaveðrið, sem hvæsir á móti honum. Það er snöggvast staðnæmzt við Tröllkonuhlaup. Það er venja á ferðum inn til öræf- anna. Þjórsá er beðin fyrir kveðju niður I byggð. Svo er haldið áfram upp og inn Sölva- hraun. Þar hefur mnnið mikið úr götuslóðanum, sums staðar meir en metradjúpar gryfjur og engin leið önnur en að aka utan slóðans. Guðmundi veitist það létt. Hann er frægur fyrir að aka utan vega — að þræða sinn einstíg. — í Sölvahrauni mætir geminga- veðrið okkur. Það er reyndar ekki eins magnað og geminga- veður vora I gamla daga. Það er heldur ekki von. Trúleysið á gaidra og drauga og djöfla, for- ynjur og hverskonar kynngimátt er búið að draga allan mátt úr okkar elskulegu draugum og púkum. Það er enginn ærlegur draugur til framar — nema ein- stöku kvendraugar, en þó alltof Nei, Guðmundur er óhræddur við svona gerningaveður. „Þetta er bara fjúk“, segir hann og klór ar sér pínulítið bak við syðra eyrað — það þeirra sem snéri I áttina að Heklu. Og þetta var ekki nema fjúk. Þó það mikið að það gránaði í rót og seinna varð alhvítt. um morguninn ásamt konunni sinni og heimilistfk sem þau hjónin áttu. Nú vora þau kom- inn langleiðina I Landmannalaug ar og á næstu grösum vora þrír aðrir bílar — allt jeppar, sem ætluðu einnig I Landmannalaug- ar. Það var eins og allir vildu Svona var umhorfs á Landmannafrétti laugardaginn 29. febrúar. Þá var glampandi sól og fegursta veður samfara hlýindum í byggð, en kafaldsslydda þegar hærra dró til fjalla svo jörð varð alhvít á skammri stund. Þarna lenti billinn niður i úrrennslisfarveg á götunni. Og þá er betra að fara út og ýta. fáir. Gjörningaveður era alger- lega máttlaus orðin, og einustu fyrirbærin sem pínulítið era I áttina við hinar þjóðlegu gömlu vofur era útfrymi á andatrúar fundum — úr gasbindi ef ekki vill betur til. m. Einhver kallaði Guðmund upp I talstöð. Það var bíll sem kom- inn var á undan honum inn á öræfin. Hermann Kjartansson 1 Axminster stýrði þeim bfl. Hann hafði lagt af stað klukkan 4,30 komast inn I Landmannalaug- ar þessa nótt. Sjötti bfllinn hafði lagt af stað úr Reykjavík föstudagskvöldið 28. febrúar. Leiðangursfarar þess bíls kom- ust f honum inn að Ljótapotti, skildu farartækið þar eftir og ars gengur ferðin ágætlega“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.