Vísir - 07.03.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 07.03.1964, Blaðsíða 15
Ví SIR . Laugardagur 7. marz 1964. ssrasæssaa ?5 — Ég veit jafnlítið um hand- tösku sem Bemier sjálfan. Ég hefi engan drepið og ekki stolið frá neinum. Aftur opnaði de Gevrey skúff una og tók nú skjalatöskuna, sem Paroli og Cecile höfðu kom ið með daginn áður. — Þekkið þér þessa skjala- tösku? - Nei, ég hefi aldrei séð hana fyrr. - Það þýðir ekki að neita, sagði dómarinn, - við höfum sannanimar. Ég vil ráðleggja yð ur að játa allt án frekari vafn- inga, — ef nokkuð getur bætt horfumar fyrir yður er það slík játning, afdráttarlaus játning í öllu sannleikanum samkvæm. — Leyfist mér að spyrja yður, herra dómari, hvernig þér getið farið fram á, að ég játi á mig glæp, sem ég hef ekki framið. Ég væri heimskur, ef ég gerði slíka játningu. — Jæja, svo að þér ætlið að heyja stríð gegn réttvísinni, en hún mun reynast sterkari, því að hún veit hver sannleikurinn er í málinu. — Réttvísin getur ekki sann að neitt á mig - Hún mun sanna það með játningum þeirra, sem eru yður meðsekir. — Mér meðsekir, sagði Oscar og hélt, að sig væri að dreyma. — Já, ég á við konu þá, sem keypti yður til að fremja glæp- inn - Angelu Bernier. Ætlið þér kannski að halda því fram, að þér þekkið hana ekki heldur? - Svo sannarlega þekki ég hana ekki. Ég veit eins lítið um hana og Jacques Bemier. Ég hefi á hvorugt heyrt minnzt fyrri en í dag. - í hvaða gistihúsi bjugguð þér í Marseille?. — Hótel Alsír — Það er ósatt. — Jæja, svo að það er ósatt. í hvaða gistihúsi bjó ég þá? - í Hótel Beauséjour, — Ágætt. Þér vit;ð sjálfsagt betur en ég. Leiðið gestgjafann þar sem vitni og spyrjið hvort hann þekki mig. Ég krefst rann- sóknar. — Hún hefir verið framkvæmd og vitnar gegn yður. - Ég botna ekkert í þessu. Af hverju hálshöggvið þið mig ekki strax fyrst þið hafið sann- anir fyrir hve voðalegur glæpa- maður ég er? — Þekkið þér þetta? spurði rannsóknardómarinn og hélt uppi blýantsstubbi með bláu blýi Þér áttuð þennan blýant? — Nei, herra dómari. Þar næst tók dómarinn bréfið sem Cecile hafði skrifað og hélt áfram: - Viljið þér neita,- áð þér haf- AR KNATTSPYRNUMENN Meistara-, 1. og 2. flokkur lítiæfing á VíkingsveHinum í dag kl. 5. Nýir félagar eru velkomnir. Fjölmennið og mætiö stundvíslega. STJÚRNIN ið haft þetta bréf undir höndum og strikað undir það með blá- um blýanti. sem þér þurftuð að festa yður í minni — til þess að geta framið glæp yðar? — Já, ég neita því og sver við nafn guðs, að ég er saklaus af þessum glæp. - Og þér eruð ákveðinn í að láta ekkert uppskátt um hvar þér gistuð í París? — Nei, ég skal segja yður það. Fyrst ég er ákærður fyrir morð skiptir víst ekki miklu um það eða annað. Ef þér viljið koma í herbergi mitt er yður það velkomið. Farið þangað, herra dómari og gestgjafinn mun staðfesta, að ég hefi verið þar frá 12. desember, daginn sem ég kom til Parísar, og þér mun- uð sjá, að ég hefi ekki innrit- azt undir fölsku nafni. Ég ótt- ast ekki neitt. — Og hvar er svo herbergi yð- ar? - í „Litla Hótelinu" við Bat ignolles breiðgötu. Skrifarinn hafði bókað öll svör Oscars. Svo var allt lesið upp, sem bókað hafði verið og Oscar skrifaði undir og að þessu loknu fyrirskipaði dómarinn, að hann skyldi fluttur í fangelsið á nýjan leik. Oscari var að vonum þungt í hug, er hann fór. og mjög kvíð |hn undiikfliðBh • > • á Þegar þeir voru orðnir eftir einir, de Gevrey og leynilög- reglustjórinn sagði hinn fyrr. nefndi: - Ég geri boð eftir tveimur vögnum, við ökum í öðrum, en leynilögreglumenn yðar í hinum. Húsrannsókn verður að fara fram í Hotel Batignolles. Hver er skoðun yðar á þessum Rig- ault? — Hann er bæði kænn og frekur, svaraði leynilögreglu- stjórinn. Hann er að reyna að koma yður á villigötur með því að þykjast hafa farið til Afríku. Hafið þér lesið skýrslu manna minna gaumgæfilega? - Já. — Annar þeirra skrapp inn í búð í Angelu Bernier og talaði við þemu hennar og hún heldúr því ákveðið fram, að húsmóðir hennar þekki ekki mann að nafni Oscar Rigault. — Það er ekkert að marka. Hún getur logið, og vel getur verið, að þrjóturinn hafi tekið sér falskt nafn. Ég fæ ekki ann að séð, en að hún hljóti að vera flækt í málið. Ég tel rétt að yfirheyra félaga hans, Bauna- stöngina. - Það mun ég gera undir eins og hann er fær um að tala. - Þá verður að leita uppi systur þessa manns, sem hann þykist hafa verið að leita að — sé hún til ætti hún að geta skor ið úr hvort hann hafi verið í Afríku eða ekki. - Að hvaða gagni mætti það koma? - Hún veit ekki að bróðir hennar er í fangelsi — og er ekki við því búin að Ijúga neinu — Það er ógerlegt að festa neinn trúnað á sögur þessa manns, sagði de Gevrey. Það er augljóst, að hann er sekur, hnífurinn sannar það, - hefir hann ekki játað að hann eigi hann? Hann heldur því fram, að hann hafi týnt honum, en það er hlægilegt, og allt kemur heim. Var hann ekki fjarverandi tvo daga? - Nú mun ég hugsa mál ið, og ég hygg, að hann geti ekki þráazt við að neita við næstu yfirheyrslu. — Hver veit nema eitthvað komi í ljós við húsrannsóknina í „Litla gistihúsinu"? Við seljum: Volks;agen ’64, ’63, ’62. N.S.U. Prins ’64, ’63. Opel Caravan ’60. Mercedes Benz 190 ’57, innfluttur, 1. flokks. Skipti á minni bíl. Ford ’59, ’55. Chevrolet ’56, ’55 og ’53. Austin Gipsy ’63. Chevro- let 3100 ’59, sendiferðabíll með stöðvarplássi. Chevrolet ’57, 6 cil, bein- skiptur. Rambler ’60. Góður bíll. RAUÐARÁ SKÚLAOATA 55 — SÍMI15Í1Í T A R Z A N Mombai og ég ætlum að fara til Medus, og síðan fer ég til þorpsins sem Medu lét byggja fyrir Púnóana, til þess að sækja Wildcat og neyðarsendinn hans ef þeir eru þar ennþá. Vinur 7 TAMANÍIRUSHEROVER, PR.OU TUS RUUO VILLASE ( PROtó THE PUNO VILLASE, AS SOOM AS X HEAK.P YOU AUP NUKSE NAOMI WEKP HEKE! þinn Dominie er að reyna að segja mér eitthvað, Tarzan, segir Medu þegar þeir koma út. En ég skil ekki hvað það er. Mig langar til að kaupa dálítið af gula púðrinu sem hann lét í mat Púnóanna fyrir þennan hníf, út- skýrir læknirinn. Þeir urðu lygi lega fljótt heilbrigðir og mig lang ar til að rannsaka púðrið. í sömu andrá kemur Joe Wildcat á har.ða hlaupum inn 1 þorpið. Tarzan, hrópar hann fagnandi, ég lagði af stað strax og ég frétti að þú og Naomi væruð komin hingað. Þú ert einmitt maðurinn sem við þurfum á að halda. Hún er á lífi en fætur hennar eru lamaðir. 3 og 4 herb. í Vesturborginni 5 og 6 herb. íbúðir f N-mýri og Hlíðunum, 5 og 6 herb. íbúðir í smíðum í Kópavogi. 4 herb. íbúð við Kirkjuteig. 4 herb. íbúð við Löngufit. Sérverzlun í fullum gangi. Höfum kaupendur að 2 og 3 herb. fbúðum, fullbúnum eða f byggingu. Höfum kaupanda að 3 herb. íbúð í Vesturbænum, góðri íbúð jarðhæð eða 1. hæð, útb. getur verið 400-500 þús. Höfum kaupendur að 4 herb. íbúðum á hæg víðsvegar f borginni, 5-7 herb. fbúðum, mættu vera fokheldar eða til búnar undir tréverk. Höfum kaupanda að stóru verzlunarhúsi á góðum stað í smfðum eða fullbúnum. JÓNINGIMARSSON lögmaður HAFNARSTRÆTI 4 SiMi 20788 sölumaður: Sjgurgeir Magnússon v/Miklatorg Sími 2 3136 cof Fonný Benonýs sími 16738 ÓDÝR BARNANÁTTFÖT Miklatorgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.