Vísir - 07.03.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 07.03.1964, Blaðsíða 16
VISIR Laugardagur 7. marx 1964. ISLINZK HROSSARÆKT HAFIN ISVISS Svisslendingar eru byrjaðir að rækta íslenzka hesta. Hafa fengið graðfola að heiman og fyrstu tryppht undan honum eru orðin eins og tveggja vetra gömul, 18 talsins. Frá þessu skýrði Friedrich Kem frá Btilach í Sviss f við- tali við Vísi á Keflavíkurflug- velli f gær, en hann hefur sam- tals keypt 363 hesta af Islend- ingum og flutt til slns heima- lands. — Hvenær byrðuðuð þér að kaupa fslenzka hesta? — Ég keypti þá fyrstu 1957 og er búinn að kaupa 363 tals- ins. Þar af 172 á s.l. ári. — Hvað gerið þið við þá í Sviss? — Þetr eru notaðir til reiðar. Og eru ákaflega vinsælir. Þetta spyrst mann frá manni og allir vilja fá að vita hvar sé hægt að kaupa þessi skemmtilegu dýr. — Eru fleiri innflytjendur ís- lenzkra hrossa I Sviss heldur en þér? — Ekki í stórum stíl. Ég held að ég hafi riðið á vaðið með þessi kaup. Það eru kannski einhverjir einstakling- ar, sem hafa keypt einn og einn hest. Núna er t.d. með okkur ungur Svisslendingur sem hef- ur verið hér á Islandi I vetur. Hann hefur keypt 2 hross og verður okkur samferða út. — Hvað hafið þið gefið bænd um fyrir hrossin? — Mjög misjafnt eftir gæðum hrossanna. Hæst 13 þús. kr. I vetur. En áður höfum við gef- ið allt að 15 þús. kr. fyrir einn hest. — Á hvaða verði seljið þér þá aftur. - Frá 22-25 þús. kr. yfir- leitt. En flutningurinn er dýr og margt sem til greina kemur. — Þér hafið einnig keypt graðhesta? — Já, I þessum hópi er tvæ- vetur foli, brúnn, sem er hugs- aður til undaneldis. Áður keypti ég graðhest og er búinn að ala undan honum 18 folöld. Annars hafa hryssurnar sem við höfnm keypt hér oft verið fylfullar og 3ja hver hryssa sem ég keypti í fyrra eignaðist folald eftir að Framhald á bls. 6. Glæsilegur pólskur skut- togari í Reykjuvíkurköfn Friedrich Kem með eitt hrossið. SIALFSTÆÐISFDLK! Munið Varðar-kaffið í Valhöll í dag kl. 3—5. S.I. fimmtudag kom hingað til Reykjavfkur pólski skuttogarinn Pegaz. Erindi togarans hingað til Reykjavikur er að sækja skip brotsmennina af pólska togar- anum Wizlok, sem strandaði á Landeyjasandi. Pegaz er glæsi- legur verksmiðjutogari, aðeins 15 mánaða gamall og búinn öll- um fullkomnustu tækjum. — Fréttamönnum var í gær boðið að skoða togarann undir leið- sögu skipstjórans, Brzezensr. Pegaz heldur héðan beint til Póllands með allar frystigeymsl- itr fullar af fiski svo og mjöl- geymslur. Hér er einnig staddur í Reykjavík forstjóri Dalmer Deep Fishing Company, en það félag á alls 41 togara, þ. á m. Pegaz og Wizlok, sem strand- aði á Landeyjasandi fyrir nokkru. Forstjórinn bað blöðin að færa þeim fjölmörgu, sem aðstoðuðu við björgun skipverj- anna af Wizlok, beztu þakkir, svo og þeim mörgu, sem hafa gert dvöl skipbrotsmannanna hér I Reykjavfk ánægjulega. Brzezensr skipstjóri sagðist hafa dvalizt hér á stríðsárun- um, en þá var hann sjóliðsfor- ingi á ensku herskipi, sem sigldi undir pólsku flaggi. „Þótt liðnir séu 160 dagar frá því að við komum siðast I höfn eru aliir hinir ánægðustu. Pegas er með fullfermi af fiski og I fristund- um okkar höfum við séð kvik- myndir og lesið bækur. Þá eru og starfandi hinir ýmsu klúbbar meðal áhafnarinnar, en alls starfa um borð 104 menn,“ sagði Brzezensr. Eins og fyrr segir er Pegaz mjög fullkominn skuttogari og var skipstjórinn ánægður með skipið. „Allur fiskur, sem veið- ist, er fullunninn — engu er hent. Þegar skipið kemur f höfn tökum við frystan fiskinn úr frystihólfunum og mjölgeymsl- an er losuð. Það er um að gera að nýta aflann sem mest og bezt,“ sagði skipstjórinn. LEIKMBNN YFIRCÁFU VÖLUNN ÓÁNÆCDIR ÞRÁ TTFYRIR SICU.T ÍSLAND VANN ECYPTALAND 16:8 tsland vann í gær- kvöldi sigur yfir leik- mönnum Egypta með 16 gegn 8. íslenzku leik- mennirnir gengu þó óá- nægðir frá leik og ástæð an var sú að leikaðferð- in sem beita átti, fór út um þúfur að mestu leyti. „Við verður að gera mun betur, eigi sigrar að nást gegn Svíum og Ungverj- um“, sagði Ásbjöm Sig- urjónsson, form. HSÍ í viðtali við Vísi í gær- kvöldi. Heimsmeistarakeppnin hófst í öllum 4 borgunum samtímis, en það er í Prag, Pardubice, Brati- slava og Gottvaldow. Fór fram athöfn og gengu öll þátttöku- liðin inn á leikvanginn en for- menn framkvæmdanefndanna á hverjum stað settu keppnina. I Prag setti þó formaður alþjóða handknattleikssambandsins keppnina, en þar fór aðalsetn- ingarathöfnin fram. íslendingar byrjuðu mjög illa gegn Egyptum og höfðu undir eftir 10 mínútur 2:3. Smám saman tókst þó að mola mót- stöðuna niður en í hálfleik var staðan aíeins 8:5 fyrir ísland. í seinni hálfleik var aldrei um annað en íslenzkan sigur að ræða og leik lauk með stórum sigri Isla:.ds 16:8. Egyptarnir voru mjög fljótir, einkum báðir kantmennirnir, sem skoruðu 5 af mörkum liðs- ins með snöggum upphlaupum. íslendingarnir voru heldur slakir í þessum leik, svo sem fyrr segir, og enginn nálægt sínu bezta. Mörkin skoruðu þeir Gunnlaugur Hjálmarsson og Ragnar Jónsson 4 hvor, Sigurður Einarsson og örn Hallsteinsson 3 hvor og Hörður Kristinsson og Karl Jóhannsson 1 hvor. Ingólfur Óskarsson var ekki með íslenzka liðinu. Hann var í hópi varamanna allan leikinn og ekki þótti ástæða til að ,,kynna“ hann nánar njósnurum Svía og Ungverja, sem voru meðal 3000 áhorfenda í gær og kýnntu sér einstaka leikmenn íslands af miklum áhuga. Þegar Vísir ræddi við Ás- björn Sigusjónsson á Hotel Carlton í gærkvöldi voru ís- lenzku landsliðsmennimir um það bil að festa blund og sagði Ásbjörn piltana vera ákveðna í að selja sig dýrt gegn Svíun- um. Það er hins vegar af Svíun um að segja að þeir voru á sama tima í skemmtisölum hó- telsins við glaum og gleði. Ásbjörn sagði að hann gerði sér meiri vonir um að komast eitthvað áleiðis með Svíana, sem hann kvað þunga og silalega, og leika án nokkurrarsérstakrar „taktíkur". Ungverjar voru hins vegar mun léttari og skemmti- legri leikmenn. Það væri því greinilegt að það yrði mikil bar átta á mánudagskvöld þegar Is- land keppir við Ungverja, en bú- ast má fastlega við að sá leikur verði jafnframt keppni um sæt- ið í úrslitakeppninni með Svi- um. Önnur úrslit í gær voru þessi: A-riðill: V-Þýzkaland — Júgóslavia 14:14 A-Þýzkaland — USA 20:9 B-riðill Svíþjóð — Ungverjaland 15:8 Island — Egyptaland 16:8 C-riðill Tékkóslóvakía — Frakkland 23:14 Danmörk — Sviss 16:13 D-riðill Rúmenía — Rússland 16:14 Japan — Noregur 18:14

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.