Vísir - 10.03.1964, Qupperneq 2
V í SIR . Þriðjudagur 10. marz 1964.
Reynsluleysið kom í Ijós
í leiknum gegn Ungverjum
Ungverjar og ungverskir áhorfendur
gjörsamlega yfirbuguðu isiendinga
Það má segja að íslenzka
þjóðin öll hafi andvarpað
þegar fréttir bárust um að
Ungverjat hefðu sigrað ís-
land í hehnsmeistarakeppn
inni í handknattleik í Brati
slava með 21:12. Síminn
hjá Vísi stanzaði vart strax
eftir að leiknum lauk. Það
var greinilegt að áhugi al-
mennings á þessum leik
var geysimikill, — og von-
brigðin voru sár. En það
þýðir ekki að sakast um
það, íslenzka liðið verður
að bíta í það súra epli að
komast ekki áfram vegna
verri markatölu en Svíar
og Ungverjar.
Ungverjar hafa áður stöðvað ís-
land á þröskuldi úrslitakeppni HM.
Fyrst þegar ísland var með lék
Island síðasta leikinn i riðli gegn
Ungverjum og hefði sigur gegn
þeim hleypt Islandi áfram en svo
varð ekki þá fremur en nú.
Islenzka liðið var í leik þessum
mjög ólíkt sjálfu sér og greinilegt
var að hér mætti til leiks lið, sem
ekki er vant landsleikjum og þeirri
æðisspennu, sem þeim fylgir. öðru
megin f sal hinnar glæsilegu íþrótta
Jón Þ. Óiafsson.
JON Þ. TIL USA
Jón Þ. Ólafsson, hástökkvari, í ÍR-húsinu á laugardaginn og
hélt utan í nótt með Loftlelða- setti hann þá nýtt íslandsmet í
flugvél til Bandaríkjanna, en
langstökki án atrennu, stökk
, , , „ , „ 3.39. Aðeins munaði einum
þar mun hann næstu 3 manuð. millimetra að Jón fengi stökkið
stunda nám við háskóla San mæit 3.40, en þar eð stökkið
Fransisco og æfa hástökk við náði ekki alveg í 3.40 verður
hln beztu skilyrði, enda munu það -kki viðurkennt nema sem
margir skólabræðra hans vera 3.39. Jón náði ágætum árangri
góðir hástökkvarar með um og á sama móti í hástökki án at-
yfir 2 metra. rennu stökk 1.72, að vísu utan
Jón tók þátt í innanhússmóti keppni
hallar í Bratislava höfðu ungversk
ir stuðningsmenn komið sér fyrir
með lúðra sína og öskurtól. Var
ungverska liðið hvatt ákaft allan
leikinn og hafði það sitt að segja.
lslenzka liðið náði forystu í fyrri
hálfleik í 3:2 og höfðu einnig for-
ustu 5:3, en þá var eins og losnaði
um og Ungverjar skora 4 mörk í
röð. ísland jafnaði 7:7 en Ungverjar
skora tvö næstu rétt fyrir hlé og
stendur 9:7 I hálfleik,
Seinni hálfleikur var mjög slakur
og eitthvert það lélegasta, sem ís-
lenzka liðið hefur sýnt. Islendingar
hreinlega misstu allt vald á leikn-
um og Ungverjarnir gátu beinlínis
gengið í gegnum varnarbrotin. Eink
um var Ungverjinn Orian skæður,
en þann leikmann höfðu þeir
,,geymt“ fyrir leikinn gégn Islandi
en ekki látið hann koma fram
gegn Egyptum eða Svíum.
íslenzka liðið átti slæman dag
sem fyrr segir og engum Ieikmanni
hægt að hæla. Vörnin var óþétt og
lét hraða Ungverjanna rugla sig.
Markverðirnir voru báðir lélegir og
stafaði það fyrst og fremst af
vörninni sem þeir höfðu fyrir fram
an sig. Ragnar Jónsson var látinn
víkja af leikvelli 5 mín. fyrir gróft
brot.
Þeir sem skoruðu mörk íslands
í gær voru: Gunnlaugur Hjálmars-
son 4, Ragnar Jónsson 3, Guðjón
Jónsson, 2, Hörður Kristinsson,
Ingólfur Óskarsson og Örn Hall-
steinsson eitt hver.
Sundmót Ægis
Hið árlega sundmót Sundfélags-
ins Ægis, verður haldið í Sundhöll
Reykjavíkur fimmtudaginn 19.
marz n.k. Keppt verður í eftirtöld-
um greinum:
100 m flugsundi karla, 200 m.
skriðsundi karla, 100 m bringu-
sundi karla, 100 m bringusundi
kvenna, 100 m skriðsundi kvenna,
100 m baksundi telpna, 50 m
baksundi telpna, 50 m bringusundi
telpna, 50 m skriðsundi drengja,
50 m bringusundi drengja og 4x
50 m bringusundi karla.
Þátttökutilkynningum sé skilað
fyrir 12. þ. m. til Torfa Tómasson-
ar, sími 19713 eða Guðmundar
Harðarsonar, sími 19067.
f undfélagið Ægir.
Frá sundmóti
framhaldsskóia
Hið síðara sundmót framhalds-
skólanna 1 Reykjavik og nágrenni
fór fram í Sundhöll Reykjavíkur
fimmtudaginn 5. marz s.l.
í sundkeppni stúlkna voru þátt-
takendur frá 8 skólum. Keppt var í
fjórum sundgreinum auk boðsunds.
Keppnin var stigakeppni. Sveit
stúlkna úr gagnfræðaskóla Kefla-
víkur vann keppni stúlkna. Stúlk-
ur frá sama skóla hafa unnið
stigakeppnina þrjú undanfarin ár
og hlaut þvl skólinn til eignar
þann verðlaunagrip, sem um hefur
verið keppt. Næstar að stigatölu
urðu sveitir stúlkna úr Flensborg-
arskólanum í Hafnarfirði og frá
Gagnfræðaskólanum við Lindar-
götu í Reykjavík.
Til keppni í sundgreinum pilta
komu þátttakendur frá 12 skólum.
Keppt var í fimm einstaklingsgrein
um og einu boðsundi.
Menntaskólinn í Reykjavík og
Kennaraskóli Islands urðu jafnir
að' stigum, en þar sem Mennta-
skólinn vann boðsundið var þeim
skóla úrskurðaður sigurinn. Hlaut
skólinn í verðlaun keramikdisk.
Næstir og jafnir að stigum urðu
gagnfræðadeild Laugarnesskóla og
Iðnskóli Hafnarfjarðar.
SÁ BETRi VANN
— en við vorum langt undir getu
assrns
r
Islendingarnir
urðu fyrir miki-
um vonhrigðum
Ásbjörn Sigurjónsson, form.
H.S.Í. var í döpru skapi, þeg-
ar Vísir ræddi við hann í síma
nokkrum mínútum eftir að leik
lauk í Bratislava. „Við komum
heim eins og lúbarðir hundar
eftir úrslit sem þessi“, sagði
hann. „Við höfðum óneitanlega
gert okkur stórar vonir um að
standast Ungverjana, enda
höfðu Svíar unnið þá með tals-
verðum mun, en svona fór, það
brást allt.“
íslenzka liðið kemur heim
um næstu helgi. Ásbjörn sagði
að liðsmenn færu nú til Prag,
en þaðan yrði farið á miðviku-
dag til Kaupmannahafnar og
þaðan heim. Islenzka liðið
kemur heim með góða sigra
þrátt fyrir að það kæmist ekki
í úrslitin. Sigur gegn Svíum
er skrautfjöður, sem vert er að
geyma. Islendingar hafa hér
tapað leik vegna lítillar reynslu
í opinberum mótum. Liðið hefur
fengið of fáa landsleiki vegna
skorts á húsnæði m. a. Því
fyrr sem nýja íþróttahöllin
kemur því betra. Þá getum við
farið að bjóða beztu landsliðum
heim til Islands og komizt bet-
ur inn í alþjóðlegan handknatt-
leik.
ekki berjast / bráð
„Islenzku piltarnir léku mjög
veikan Ieik“ sagði Karl Benedikts
son landsliðsþjálfari f viðtali við
fréttamann CIK-fréttastofunnar í
gærkvöldi. „Við vitum, að betri að-
ilinn vann, en þetta var Iangt fyrir
neðan það sem við máttum búast
við“.
Fréttastofan segir að leikurinn í
gær milli lslands og Ungverjalands
hafi verið hraður og harður, en
ungverski markvörðurinn Kovacks
hafi átt mest lof skilið í þessum
leik. íslenzka liðið hafi vantað alla
nákvæmni og kraft gegn Ungverj-
unum og því hafi svona farið.
Mörk Ungverja skoruðu Adorja
og L. Kovacsk 6 hvor, StiIIer, Racz
og Fenyo 3 hver.
Cassius Clay var í gær kjör-
inn „hnefaleikari mánaðarins"
af WBA — alþjóðasambandi
hnefaleikara. Sonny Liston,
fyrrv. heimsmeistari verður á
lista sambandsins að láta sér
nægja 3. sætið á eftir Doug
Jones, sem er 1. áskorandi
Clays og Ernie Terrel, sem er
annar í röðinni. Fjórði á listan-
um er Eddie Machen og fimmti
Zora Folley, þá Cleveland Will-
iams. Floyd Patterson kemur í
7. sæti á listanum.
Floyd hefur skorað á Clay
í keppni, en framkvæmdastjóri
Clay hefur í því tilefni látið
hafa eftir sér: „Floyd er allra
huggulegasti maður, en eftir
öllu að dæma er hann einn af
aumustu meisturum hnefaleika-
sögunnar“. Floyd æfir nú af
kappi fyrir „come-back“, sem
hann ætlar að gera eftir tvo
fyrstu-lotu-ósigra sfna gegn
Sonny Liston.
Annar kappi, sem hefur á-
huga á bardaga við Clay, er
Bretinn Henry Cooper, sem
Clay vann naumlega á stigum
í jún." f fyrra. Cooper vann þá
það afrek að senda unglinginn
Clay í gólfið með heljamiklu
höggi. Cooper hefur afþakkað
boð frá bæði Eddie Machen og
Dough Jones um keppni og
framkvæmdastjóri Coopers,
sem í gær var tilnefndur í 8.
sæti á áskorunarlistanum,
sagði: „Við höfum aðeins á-
huga á Clay og engum öðr-
um“.
Cassius Clay hefur nýlega
verið gerður að heiðursborgara
Louisvilleborgar og fékk „lykla
borgarinnar“ afhenta við hátíð-
lega athöfn. Á blaðamannafundi
eftir þá athöfn trúði hann
blaðamönnum fyrir því að hann
hefði ekki í hyggju að fara út
f bardaga á þessu ári.