Vísir - 10.03.1964, Qupperneq 3
V1S IR . Þriðjudagur 10. marz 1964.
3
SiStSivi?:
"i v;, ; %'j v*W*F!7-!
.
§111
: : . .....' .
L 4
vqmwmMMi.
v t? «|
MYNDIR FRÁ ÚTFÖR
ÞJÓÐSKÁLDSINS
FRÁ FAGRASKÓGI
„Meðan við áttum Davíð
fannst okkur Norðlendingafjórð
ungur fylla landið hálft“, sagði
sr. Benjamin Kristjánsson í lík-
ræðu sinni við útför Davíðs Stef
ánssonar f Möðravallakirkju f
gær. „Sjálfur var hann eins og
andi skáldskaparins holdi
klæddur, þessi vörpulegi og
myndarlegi maður, sem alla
hreif með rödd sinni og per-
sónuleik".
Davíð Stefánsson var lagður
til hinztu hvíldar í Möðruvalla-
kirkjugarði síðdegis í gær. Þar
hvílir hann við hlið foreldra
sinna og ættingja undir Staðar-
hnjúk í faðmi þess norðlenzka
fjarðar sem hann orti þau
kvæði um er aldrei gleymazt.
Þjóðskáldið er aftur komið
heim.
Kista Davfðs Stefánssonar borin f Möðruvallakirkju. í kirkju báru
vinir skáldsins og sveitungar, þeir Friðrik Magnússon, Vésteinn Guð-
mundsson Ingimar Brynjólfsson bóndi á Ásláksstöðum, Helgi Helgason
bóndi á Kjarna og Þórir Áskelsson og Kristján Rögnvaldsson frá Akur-
eyri. Meðan kistan var borin í kirkju lék Páll ísólfsson sorgarmarz
eftir Beethoven.
innanlands og utan. Fremstir ganga þeir Gylfi Þ. Gíslason og Bjarni Benediktsson. Aðrir sem kistuna báru úr kirkju voru Jóhann Hafstein,
Tómas Guðmundsson, Jóhannes Nordal, Þórarinn Bjömsson, Guðmundur G. Hagalín og Karl Kritsjánsson. Páll ísólfsson Iék sorgarmarz
eftir Chopin er kistan var hafin úr kirkju.
Að leiðarlokum
Að Iokinni minningarathöfninni i Akureyrarkirkju á Iaugardaginn var
kista skáldsins flutt á líkvagni út í Fagraskóg. Þar var hún borin til
stofu af bróðursonum hans Stefáni og Magnúsi og öðrum ættingjum.
í stofunni stóð hún uppi þar til húskveðjan hófst kl. 2 e.h. í gær. Við
húskveðjuna vom sungnir sálmamir „Á hendur fel þú honum“ og
„Kallið er komið“. Sr. Benjamfn Kristjánsson flutti húskveðjuna.
v