Vísir - 10.03.1964, Page 5

Vísir - 10.03.1964, Page 5
Vtj&lJH . Eriftjudagur 10, marz j&64. 5 Dnvíð — Framh. af Ws. 1 Beethovens og var dr. Páll Is- ólfsson við orgelið. Á undan kistunni gengu þeir prestamir séra Sigurður Stefánsson vfgslu biskup og séra Benjamín Kriist- jánsson. Auk ráðherranna, sem taldir hafa verið voru viðstaddir út- fðrina margir þjóðkunnir menn svo sem próf. Steingrímur J. Þorsteinsson fulltrúi Háskólans, bæjarstjóm Akureyrar, alþingis- mennirnir Jónas G. Rafnar, Magnús Jónsson og Ingvar Gísla son, Þórarinn Björnsson, skóla- meistari, Tómas Guðmundsson skáld og Guðmundur G. Haga- lín, Ragnar Jónsson, útgefandi skáldsins, og Jón Þórarinsson fulltrúi bandalags íslenzkra lista manna, svo aðeins nokkrir séu nefndir. I Möðruvallakirkju flutti séra Benjamfn Kristjánsson líkræð- una og valdi sér sem texta ljóð- línur Davíðs úr Alþingishátíðar- Ijóðunum „Þú mikli eilífi andi, sem f öllu og alls staðar býrð. Þinn er mátturinn, þitt er vald- ið, þín er öll heimsins dýrð“. Kvað hann þessa lofgerð vera í hugum allra nærstaddra, en lofgerðin og bænin hefðu jafn- an verið ofarlega f huga Davfðs Stefánssonar. Snilligáfa hans lék aldrei á tveim tungum, sagði séra Benja- mín, <- en andlega var hann skyldastur Jónasi Hallgríms- syni. Presturinn rakti í likræð- unni ætt og æviferil Davíðs Stefánssonar. Hann kvað Davfð ætið hafa unnað æsku- slóðunum, Fagraskógi, landi sínu og þjóð af einlægni og hann hefði einnig unnað þjóð- legum erfðum og þjóðlegum fræðum. Þangað sótti hann lfka þrótt sinn og kynngi. Hann var söngvari hins nýja Islands með djúpar rætur í fortfðinni. Að ræðunni lokinni lék Páll ísólfsson forleik eftir Bach, en karlakórinn Geysir söng úr sálmi Davfðs „Á föstudaginn langa". Að því loknu flutti séra Sigurður Stefánsson vígslu- biskup nokkur kveðjuorð og las blessunarorðin. Möðruvallakirkja var fagur- lega blómum skrýdd og athöfn- in öll hin hátíðlegasta. tJr kirkju báru kistuna ráð- herrarnir Bjarni Benediktsson, Gylfi Þ. Gfslason og Jóhann Hafstein, Tómas Guðmundsson skáld, Guðmundur Hagalfn rit- höfundur, Karl Kristjánsson alþingismaður, Þórarinn Björns- son skólameistari og Jóhannes Nordal bankastjóri. En sfðasta spölinn að gröf- inni báru bróðursynir hins látna Stefán og Magnús Stefánssynir, Gfsli Teitsson, systursonur skáldsins, Davfð Guðmundsson og tengdasynir Þóru, systur skáldsins, þeir Jóhann Snorra- son og Sigurbjörn Pétursson. Séra Sigurður Stefánsson kastaði rekunum en karlakórinn Geysir söng „I friði Iátinn hvflir hér“. Þetta hafði verið áhri.' .mikil stund, útför þjóð- skáldsins. 1 Möðruvallagarði hvflir hann við hlið foreldra sinna. Loftleidir — Framh. af bls. 16 „Ýmis IATA félög telja óeðli legt að við, lítið flugfélag, fljúg um á lægri fargjöldum en stóru félögin, sem hafa efni á að eiga og reka hinar stærstu flugvélar, sem fljúga tvisvar sinnum hraðar en hljóðöldur berast, En það gæti farið svo, og mér þykirþað ekki óílklegt, að fíeiri féiög standi 1 okkar sporiun eftír fáein ár, 5-é Íx t. d. og grípi þá til okkar raka fyrir lágum fargjöidum, þótt þau virði ekki okkar rök í dag. Það munu ekki ÖÍI flugfélög f frgmtíðinni geta átt og rekið hinar dýrustu og hraðfleygustu vélar, héfdur verða að láta sér nægja ódýrari flugvélar og hæg gengari og þá fara inn á okkar braut, að selja far með þeim á lægra verði en stóru flugfé- lögin með hinum hraðskreiðustu flugvélum. Það er mfn skoðun, að fargjöldin fari meira f fram tíðinni eftir kostnaðarverði flug vélanna en hraða". STIKLAÐ Á STÓRU I SÖGU LOFTLEIÐA Árið 1943 komu þrír ungir ís- lenzkir flugmenn heim frá námi og starfi fyrir kanadíska flug- herinn vestanhafs, þeir Alfreð Elíasson, Kristinn ólsen og Sig urður Ólafsson. Þeir höfðu fest kaup á eins hreyfils, þriggja sæta Stinson flugvél og vestra og kom hún heim með skipi. Þeir félagar höfðu þá ekki í hyggju að stofna flugfélag, held ur höfðu það bak við eyrað að tryggja sér atvinnu, er heim kæmi. Þeir flugu nokkrum sinn um óreglulega innanlands áður en Loftleiðir voru stofnaðar 10. marz 1944, en 7. april það ár var fyrsta áætlunarferðin farin til Vestfjarða og var Alfreð EI- íasson flugmaður og flaug sjálf- ur til 1954, er hann varð fram- kvæmdastjóri Loftleiða og hefir verið það sfðan, Hann var fyrsti Islendingurinn, sem hiaut rétt- indi til að fljúga 4 hreyfla flug- vél milli landa, það var Hekla árið 1947. Árið 1948 fengu Loftleiðir fyrst leyfi til Ameríkuflugs og var fyrsta ferðin vestur farin í ágúst það ár. Árið 1952 hætti félagið innan- landsflugi. Árið 1953 hófust fastar ferðir til Ameríku, og var nú ekki nema um tvennt að velja, að duga eða drepast. Samtímis tóku Loftleiðir upp lágu fargjöldin og hefir sú stefna reynzt félaginu heilla- drjúg til þessa dags, og urðu Loftleiðir þar með brautryðjend ur í lágum fargjöldum yfir Norð ur-Atlantshaf. Segja má, að sú stefna þessa litla félags á heims mælikvarða hafi þó haft alþjóð- lega þýðingu á sviði flugsins. Nýlega gerðu svo Loftleiðir, sem alkunnugt er, samninginn um 2 Canadair skrúfuþotur, sem komsta 400 milljónir króna, og er það hæsta upphæð viðskipta samnings, sem íslenzkt einka- fyrirtæki hefir gert til þessa, og hafa Loftleiðir það eftir opin- berum aðilum. FLYTJA 1 NÝJU BYGGINGUNA í VOR Loftleiðir mun flytja skrifstof ur sínar í hina nýju og glæsi- legu byggingu sína á Reykjavík urflugvelli f vor og flytja jafn- framt allan flugrekstur sinn til Keflavíkur, er nýju flugvélarnar koma, en hin fyrri mun hefja áætlunarflug milli New York og Luxemborgar 1. júní nk. I at- hugun er að Loftleiðir taki Hótelið á Keflavíkurflugveili á leigu. Alfreð Elíasson sagði, að óákveðið væri með framhalds- umræður milli fulltrúa Loftleiða og SAS. Fyrstu stjórn Loftleiða skip- uðu Kristján Jóhann Kristjáns- son formaður, sem lengi var einn helzti forvígismaður Loft- leiða, Ólafur Bjarnason, sem nú er látinn og þeir 3 flugmenn,1 sem keyptu fyrstu flugvélins og V i’ ■■ i FÁ L KINN er kominn út Hvít þrælasala í Mexíkó afhjúpuð Fyrir skömmu komst upp um systur í Mexikó, sem höfðu ginnt til sín ungar stúlkur og neytt þær til vændislifnaðar. Er þær voru orðnar of gamlar eða veikar, voru þær myrtar. Myndir af þeim sem lifðu af og grein um atburðinn. Inni á Nausti aldrei þverr.... Allir kannast við Naustið og þjónustuna þar. Nú hef- ur Fálkinn rætt við starfs- fólkið í Naustinu og spurt það um álit þess á gestun- um , . . íslenzkir handknattleiksmenn Handknattleikur er nú ofarlega á baugi. FÁLKINN mun í næstu blöðum kynna þá, sem leika í meistaraflokki fyrstu deildar 1 þessari grein. Fyrsti hluti birtist í dag og er um FRAM. BÚIÐ í BLOKK FÁLKINN birtir _________ ___________ö......... Jónsdóttur, skáldkonu. Þetta er ósvikin gamansaga í ádeilu- stíl um vandamál fjölbýlishúsanna, en höfundur þekkir þau mál vel af eigin raun. Hún býr sjálf í blokk. Ungur huglæknir opnar stofu í Reykjavík Nítján ára piltur hefur opnað huglækningastofu í Reykja- vík. Hann var strax á bamsaldri skyggn og lék sér þá við látinn bróður sinn. Viðtal við hann birtist í FÁLKANUM í dag. Vaktmaðurinn Sönn og hrollvekjandi draugasaga, eftir Einar Grétar. Hann var vaktmaður um borð í tveimur togurum f kolvitlausu vetrarveðri um nótt. Þeir höfðu nýlega misst út mann af togurunum. Myrkfælið fólk ætti að sleppa þessari sögu . . . 25 tækniafrek á 25 árum. Grein með fjölda mynda um 25 mestu tækniafrek aldarfjórðungsins, síðasta, mesta umbrotatíma í tæknisögu mannkynsins. áður voru nefndir, Alfreð, Krist inn og Sigurður Ólafsson. Núverandi stjórn Loftleiða skipa: Kristján Guðlaugsson hrl. formaður, Alfreð Elíasson, Ein- ar Árnason, Kristinn Ólsen og Sigurður Helgason. Landhelgin en einnig út af Faxaflóa, Húna- flóa og Vopnafirði og nam hún þá alls um 5 þúsund ferkíló- metrum. Forsætisróðherra talar í Blaðamanna Framn u bls l veiðilögsögu fslands, en fengu j sem fyrr segir þriggja ára und-! anþágu til veiða milli 6 og 12 mílna þó á mjög takmörkuðum svæðum og takmarkað að tíma- lengd á hverju ári. En jafn- framt því sem samningur sá var gerður fállust Brctar á grunn- línubreytingar, sem stækkuðu landhelgina enn frekar en á- kveðið hafð: verið 1958. Var sú stækkun mest á Selvogsbanka. Bclúbbnum í kvöld Bjarni Benediktsson, forsæt isráðhcrra verður gestur Blaða- mannaklúbbsins í kvöld kl. 9,30 og mun hann spjalla við blaða- menn um nafnbirtingar afbrota- manna og gang refsimála. Blaða mannarétturinn verður fram- reiddur að venju. Blaðamenn ent hvattir til að mæta stund- víslega. iliELi LdSfl Tvö hnefastór göt d síðu ÆGIS Klukkan 2 í nótt var lokið við að koma varðskipinu Ægi upp f Slipp. Tvö hnefastór göt eru á stjómborðs hlið skipsins. Botnventlamir hafa verið opnaðir og flæðir sjórinn út. Sjór hefur komizt f asiktækin. Er því um töluvert tjón að ræða. — Það var síðdegis í gær sem varð- skipið lagðist á hliðina, þegar verið var að taka það upp í SIipp. Hleypa varð skipinu í sjóinn aftur og fyllt ist lest þess af sjó. Ægir fær ekki lengi frið f Slippn um, þvf að búizt er við að hann verði tekinn niður í dag, þegar lokið er við að þétta götin. Skipið er skakkt í sleðanum og éinnig þarf að hleypa skipum úr Slippnum

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.