Vísir - 10.03.1964, Síða 7
V í SIR . Þriðjudagur 10. marz 1964.
7
|I|jarni Bragr Jónsson hag-
fræðingur ritar merka
gre:n í ritið Úr þjóðarhúskapn
um, sem Framkvæmdabank-
inn gefur út en hann ritstýr-
ir. Nefnist greinin Atvinnutekj
ur alþýðustétta. Hefir hún að
geyma mikinn fróðleik um þró
un tekna verkamanna, sjó-
manna og iðnaðarmanna árin
1948 — 1962, og samanburð
tekna þeirra við þjóðartekjurn
ar.. Tölulegar upplýsingar
hafa fram að þessu verið held-
ur af skornum skammti um
þessi mál, en nú hefir orðið
á því mikil úrbót.
© 19% aukrnn kaup-
máttur
Margt fróðlegt ^kemur fram
í grein Bjarna. Einna merk-
ast er sú niðurstaða, að kaup-
máttur atvinnuteknanna hefir
aukizt á þessu tímabili, þess-
um 14 árum, um 19.6%. Er
þá vitaskuld reiknað með öll-
um verðbreytingum og kaup-
hækkunum á þessu tímabili,
þannig að hér er um raunveru-
lega kaupmáttaraukningu að •
ræða. Ef reiknað er með fjöl-
skyldubótum og skattalækkun-
um verður hækkunin þó enn
meiri eða rúmlega 21%. Þetta
sýnir, að kjöf lægst launuðu
stéttanna hafa' farið verulegá
i, batnandi á þessu tímabili. Sýn-
ir þessi tala, að áróður komm-
únista er alrangur um það að
hlutur alþýðustéttanna hafi far
ið versnandi á þessu tímabili.
Það veit reyndar hver og einn
að ekki er rétt. Velmegun þess
ara þriggja stétta hefir veru-
lega aukizt. Og hér eru færð
fyrir því óyggjandi rök. Hins
vegar er því ekki að neita, að
æskilegt væri að þessi kaup-
máttaraukning hefði verið
meiri, sérstaklega aukning
kaupmáttar verkamannalaun-
anna.
H Minni hlutdeild í
þjóðartekjunum
Þetta sést af öðrum tölum,
sem birtar cru í greininni. Þar
er gerður samanburður á af-
stöðu atvinnutekna þessara
þriggja stétta til þjóðartekn-
anna á þessu tímabili. Miðað
er við grunntöluna 100 árið
1948. Talan fyrir 1962 er hins
vegar 97.8. Þetta sýnir, að al-
þýðustéttirnar hafa ekki hald-
ið sama hlutfalli af auknum
þjóðartekjum og þær höfðu
1948, þótt munurinn sé að vísu
ekki mikill. Á sama tímabili
hafa þjóðartekjurnar á mann
nefniléga hækkað úr 100 í
122.
Hvað sýnir þetta? Kannski
er þetta stærsti áfellisdómur-
inn, sem kveðinn hefir verið
upp yfir þeirri verklýðsforustu
sem stjórnað hefir kjarabar-
áttu verkamanna þessi árin,
kommúnistum. Þrátt fyrir ill-
vígar deilur og hörð verkföll
hefur hlutur þeirra ekki auk-
izt heldur minnkað.
Það sýnir nauðsyn þess að
reka kjarabaráttuna á öðrum
grundvelli en eilifum krónu-
og prósentuhækkunum. Það
þarf að faru inn á svið raun-
hæfra kjarabóta — og alþýðu
stéttirnar þurfa að losa sig und
an áhrifum kommúnista í
kjarabaráttunni.
1 gær skýrði Vísir frá því uu
náðst hefði i sökudólgana, sem
staðið hafa að fjölmörgum stór-
innbrotum undanfamar vikur. í
flestum innbrotanna virtist höf-
uðkapp hafa verið lagt á leit
að pcningum og minni áherzla
lögð á önnur verðmæti, þótt þau
VCUU 1^111 (lCUUli
Þjófarnir notuðu einkum kú-
bein til athafna sinna og frömdu
með þeim hin feriegustu her-
virki eins og einn lögreglu-
manna komst að orði. Með þeim
brutu þeir upp hverja hurðina
á eftir annarri, hversu ramm-
lega læstar sem þær voru,
sprengdu upp skrifborð og
skápa og réðust á stóra eld-
trausta peningaskápa.
Á myndunum hér að ofan
sjást tveir peningaskápar, sem
þjófarnir sprengdu upp og ger-
eyðilögðu. Vinstra megin er
skápur, sem brotinn var upp í
birgðahúsi Rafveitna ríkisins að-
faranótt s.l. sunnudags, en.
hægra megin skápur, sem eyði-
lagður var nokkru áður við inn-
brot í benzínstöð Shell við
Reykjanesbraut. Ragnar Vignir
tók báðar myndirnar.
VEGIR MILLI HtRAÐS OG
FJARÐA FÆRIR S ALLAN
Það sem af er þessu ári hefir
verið einmuna tíð hér á Austur-
landi. Jörð er alauð £ byggð og
lítill snjór til fjalla. Fjallvegir allir
svo að segja snjólausir. Hefir verið
akfært milli Héraðs og fjarða svo
að segja í allan vetur. Mun eins-
dæmi að svo sé. Af og til hefir ver
ið ekið bílum yfir Möðrudalsfjöll.
Mundi sú leið alltaf hafa verið fær
bílum í vetur ef uppbyggður vegur
hefði verið kominn frá Möðrudal
austur á Hérað. Þarf að leggja mik-
ið kapp á að þessi vegur verði upp
byggður.
Sauðfénaður hefir verið léttur á
fóðrum í vetur. Vonandi komast
sauðfjárbændur nú í heyfyrningar
nokkrar, enda er það nauðsynlegt
hverjum bónda til að tryggja af-
komu sína.
Unnið hefir verið við byggingar
og önnur mannvirki eins og um há-
sumar væri.
Hér er nú mikið talað um „barna
veiðar'* framsóknarmanna á Hér-
aði. Hygg ég að smölun barna allt
ofaní 13 ára aldur í framsóknar-
félagið mæti andúð allra hugsandi
manna sem næstir standa. Mun
Frá stotntundi launpegaktubbsms.
Stofnfundur launþega-
klúbbs HEIMDALLAR
S4. fimmtudag stofnuðu milli 40
—50 ungir menn, sem fylgja
Sjálfstæðisflokknum að málum,
með sér launþegakiúbb, sem
kemur til með að starfa á veg-
um Heimdallar F.U.S. og Verka-
lýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Tilgangur starfseminnar er að
veita ungum mönnum úr hin-
um ýmsu launþegasamtökum
fræðslu um verkaiýðs- og þjóð-
félagsmál. Fyrirhugaðir eru 7
fundir og ein helgarráðstefna
fram til vors og verður starf-
semin öll hin fjölbreyttasta, og
má í þvf sambandi geta tveggja
kynnisferða, sýningu kvikmynda
er snerta sér í Iagi Iaunþegasam
tökin og fleira.
Á stofnfundinum var sam-
eiginleg kaffidrykkja og fluttu
þeir Gunnar Helgason, form.
Verkalýðsráðs, og Styrmir Gunn
arsson, form. Heimdallar, ávörp,
en auk þess voru sýndar tvær
kvikmyndir og rætt um fyrir-
hugaða starfsemi klúbbsins.
Eru ungir piltar hvattir til
að taka þátt i þessari starfsemi,
en næsti fundur verður í Val-
höll. En í lok þess fundar verð
ur Alþingishúsið heimsótt og
skoðað undir leiðsögn, auk þess
sem hlýtt verður á erindi um
störf og sögu Alþingis.
1
ÍSíl:'1 :.
méíí ii m
Valgarð Thoroddsen.
! ijgsá h •.; \ v *
þessi áróðursherferð forsprakltanna
tæpast verða þeim til framdráttar.
Fjórir af fimm stjórnarnefndar-
mönnum félagsins eru starfsmenn
kaupfélagsins og Búnaðarbankaúti-
búsins, svo að auðsætt er hverjir
að baki standa. — Fréttaritari,
ValgarðThor-
oddsen ráðinn
slökkviliðs-
I ° r °
STjon
Valgarð Thoroddsen yfirverk-
fræðingur hjá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur hefur verið skipaður
slökkviliðsstjóri í Reykjavík. Val-
garð er fæddur 1906, sonur hjón-
anna Maríu og Sigurðar Thorodd-
sen landsverkfræðings. Hann lagði
stund á verkfræðinám í Noregi.
Var ráðinn rafveitustjóri í Hafnar-
firði 1939 og var þá jafnframt
slökkviliðsstjóri. 1961 var hann ráð-
inn yfirverkfræðingur hjá Rafmagns
veitu Reykjavíkur.