Vísir - 10.03.1964, Síða 8

Vísir - 10.03.1964, Síða 8
8 VÍSIR . Þriðjudagur 10. marz 1964. Uígefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjóri: Gupnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjómarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 70 krónur á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Landhelgin og Haagdómstóllinn Ámorgun gengur úr gildi landhelgissamningurinn um undanþágur Breta til fiskveiða á vissum stöðum innan 12 mílna landhelginnar. Eftir morgundaginn eigum við því einir fulla og óskerta landhelgi okkar. Sá sigur er ekki minna að þakka framsýni þeirra manna, sem forystuna höfðu í samningunum sem leystu landhelgisdeiluna fyrir þremur árum. — Ber þar hæst nafn Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar að öðrum ólöstuðum. Þeim samningum var það að þakka, að friður fékkst aftur á hafinu kringum landið, slysum var forðað og 12 mílurnar tryggðar eftir nokkum um- þóttunartíma, sem nú er liðinn á enda. J dag er ekki tilefni til þess að þrátta um fortíðina. Allir landsmenn hljóta að gleðjast yfir fengnum sigri, og deilurnar eru bezt grafnar og gleymdar. En þó verður ekki hjá því komizt að ræða um eina hjáróma rödd sem kvað við í málgagni Framsóknarflokksins í fyrradag. Þar er landhelgissamningurinn kallaður „ein stæður niðurlægingarsamningur.“ Ástæðan er sú, að í honum segir að við frekari útfærslu landhelginnar, út fyrir 12 mílur, skuli tilkynnt brezku ríkisstjórninni og rísi ágreiningur skuli honum ef annar hvor aðili ósk- ar skotið til Alþjóðadómstólsins í Haag. Þetta segir Tíminn að sé haft á íslenzkum rétti og réttarskerðing. Slík röksemdafærsla er fráleit, og er sorglegt að sjá slíka ósvinnu í víðlesnu blaði. / fslendingar vilja reka mál sín gagnvart öðrum þjóð- um með lögum en ekki ólögum. í öllum frekari aðgjörð- um í landhelgismálinu, sem öðrum málum er snerta önnur ríki, verður þjóðin að'standa fast á grundvelli laga og réttar. Alþjóðadómstóllinn í Haag er æðsti dómstóll veraldar, sem engum dettur í hug að væna um hlutdrægni. Þar munu hagsmunir íslands jafnvel tryggðir og stærstu ríkja veraldar. Þess vegna er það fráleitt að halda því fram að einhver réttarskerðing EFTIR ÓLAF ÓLAFSSON Þess verður vart hvert sem komið er I Afriku sunnan Sah- ara, að yfir afrisku þjóðlífi er lægð, sem dregur til sín flilut- un og áhrif margvíslegra hreyf inga, víðs vegar að. Á sviði stjórnmála gætir mik illar togstreitu milli Austurs og Vesturs og úr þriðju átt, Araba- bandalagsins. Fyrir framan rússneska sendi ráðið I Addis Abeba, er lang- ur garðveggur alþakinn mynd- um og kommúnískum áróðurs- miðum. Á öðrum áberandi stöð- um í borginni eru sendiráð og upplýsingaþjónusta Egypta, for ystuþjóðar Arababandalagsins, Bandaríkjanna og Bretlands. Ekkert vantar á að reynt sé að stuðla að því, að Afríka hallist að þingræðislegu stjómarfari og vestrænni samvinnu. Tvo síðustu tugi 19. aldar háðu vestrænar þjóðir hatrama baráttu um yfirráð náttúruauð- æfa og landa í Afríku. Nú er barizt um fólkið sjálft, um s á 1 Afríku. En sú barátta er að ekki óverulegu leyti trúar- legs eðlis. MARX EÐA MÚHAMMEÐ? Efnahágsaðstoð Rússa vegna Asvanstíflunnar I Níl, hefur ver ið og er enn básúníið um alla Afríku kommúnismanum til lofs og dýrðar. Miklum fjölda ungs fólks hefur verið boðið á ári hverju til námsdvalar I löndum austan járntjalds. Blöðum og bæklingum á hundruðum afr- ískra tungumála hefur verið dreift til allra landa álfunnar. Útvarpsáróður frá Moskvu dun LÆGÐ ar í eyrum allra, sem hafa hlust- unartæki. Fluttur er fagnaðar- boðskapur frelsis frá hvers kon ar pólitískri og trúarlegri á- nauð. Einnig hafa á ári hverju þús- undir Afrlkana fengið I Kairó ákjósanlegasta undirbúning þess að verða skeleggir erindrekar Nassers og Múhammeðs. Til þessa hafa Arabar ekki fengið orð fyrir að líta upp til blökkumanna nema sem álits- felist í heiti um að leggja milliríkjadeilur fyrir dóm- stólinn. Undir slíka skuldbindingu hafa tugir ríkja veraldar fyrir löngu ritað. Þau hafa meira að segja skuldbundið sig til þess að leggja öll sín milliríkjamál fyrir Haagdómstólinn ef nauðsyn krefur. JJ Xjví er greinin í samningnum um hugsanlegt máls- | skot til Haagdómstólsins órækur vottur þess að ís- || lendingar vilja byggja framtíðaráform sín á fullum p lögum en engum ólögum. Það er þeim ekki hneisa held ur virðing. Og allra sízt mega ábyrgir stjórnmálaflokk- ar rangtúlka þýðingu þessa ákvæðis eða gefa í skyn að ; hér sé fjötur lagður á þjóðina. í því felst lítil hollusta við það réttarþjóðfélag, sem er undirstaða þess að ís- lenzku þjóðinni farnist vel, bæði í utanríkismálum sín- um og innanlandsefnum. legs varnings á þrælamörkuð- um, enda nú einir um kaup á svörtum þrælum. En Nasser seg ir nú af heilagri vandiætingu: „Við getum ekki horft aðgerðar- lausir á það hræðilega stríð, sem 5 millj. hvltra heyja nú gegn 200 millj. blökkumanna, þar sem við erum I Afríku." Ekkert blökkumannaríki I Afr- íku mun fagna „aðgerðum“ Nassers hafi það ekki áður svar ið Múhammeð hollustu. Á síðustu árum hefur Mú- hammeðstrú útbreiðzt ört á breiðu belti, er liggur að suð- urmærum Sahara og suður eft- ir Vestur-Afríku. Trúboðið fékk byr undir vængi, eftir að leið- andi menn afrískir tóku að lialda því fram, fyrir fáum ár- um, að hjátrú og andadýrkun frumstæðustu tegundar væri KWAME NKRUMAH Iýsir yfir fullveldi Ghana, 1957. - Hann er á myndinni I fangabúningi frá 6 árum áður, er hann var hnepptur I varðhald vegna áróðurs gegn nýlendustjómimri. YFIR AFRÍKU þjóðflokkunum fjötur um fót, jafnvel engu síður en erlend óstjórn. Fyrir þrem árum var áætlað í skýrslum, að Múhammeðstrú- armenn sunnan Sahara væru 35 eða 40 millj. eða álíka margir og k-ristnir menn voru þar þá. MÚHAMMEÐSKT SÆLURÍKI Þeir sem lesið hafa lýsingar Alan Moorheads á Múhamm- eðstrú I hinni ágætu bók hans Síðnri grein „Hvíta NII“ — sem Almenna bókafélagið gaf út í góðri ís- lenzkri þýðingu s.l. ár — fara nærri um það, að slíkur boð- skapur hefur fallið í frjóan jarð- veg í Afríku. Þær lýsingar eru í fullu samræmi við það, sem ameríski rithöfundurinn, John Gunther, segir í hinni miklu bók sinni, „Inside Africa“ — 1955 — um múhammeðskt trúboð. Hvorugur þeirra merku rithöf- unda verður sakaður um þröng- sýni, fáfræði eða hlutdrægni I trúarefnum. Báðir lýsa þeir múhammeðsku trúboði á þá lund, að það sé laust við flóknar kenningar og torskilda helgisiði. Trúarjátning getur ekki einfaldari verið: „Það er enginn guð nema Allah og er Múhammeð spámaður hans!“ Tilbeiðsla fer fram á sama tíma fimm sinnum á dag, hvar sem menn eru staddir, úti eða inni, einir í eyðimörk eða mitt í fjölmenni iðandi stórborgarlífs, án prests og mosku. Lestrar- kunnátta er óþörf, enda má ekki snúa Kóraninum á framandi tungur. — Nýlega var sagt í fréttum frá Sómalíu, að 99 hundraðshlutar landsmanna væru Múhammeðstrúar, og að 95 hundraðshlutar þeirra væru ólæsir! Nýjar lífsvenjur eru fábrotn- ar og auðveldar, fyrir heiðna menn er trú taka. Fyrirheit er gefið um sæluvist eftir dauðann, i hvers konar holdlegum mun- aði. Ákvæði um stöðu konunn- ar henta Afríkönum sérlega vel. þar sem þeir eru fjölkvænl van ir. Konum er engin sæla búin gftir dauðann, og alla ævi eru þær mönnum sínum óæðri og undirgefnar. Þrælahald hefur Framh. á 13. siðu

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.