Vísir - 10.03.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 10.03.1964, Blaðsíða 9
VfSIR . ÞrWjudagur 10. marz 1964. 9 BOoomioDODatraaQoaacm SÍDARI GREIN ÞORSTEINS JéSEPSSONAR m FERD A LANDMANNA- AFRÉTT 00000000000 HAr birtlst síöari hlutl feröa- aögu Þorsteins Jósepssonar inn A Landmannaafrétt { góubyrj- un. Þar var síöast frá horfið sem leiöangur Guðmundar Jónassonar haföi snúið til baka sökum óveöurs og var kominn niöur f Rangárbotna til gist- ingar. VII. Fólk sat fúlt í sætum sfnum og vildi ekki inn f skálann. Sumir vildu snúa heim til Reykjavíkur og fá svefnpoka- pláss á Hótel Sögu. Þóttust betur settir þar í roki og rign- ingu heldur en inni í Rangár- botnum. Auðveldara þar að gamna sér, ekki sfzt þar sem meyjamar sýndu engan lit á að biðja sér manna — þenna eina dag á fjórum árum sem þeim var það heimilt. En Guðmundur lét engan bil- bug á sér finna, hann ætlaði sér að gista f skálanum, ætlaði sér að fá gott veður daginn eft- ir og þá ætlaði hann f sólskin- inu f leiðangur inn með Tungná — inn á Hald. Hann tók til að hita skálann upp með gastækjum, hitaði kaffi og sóp- aði gólf. Það vantaði aðeins ern hús- gögn f skálann og það voru dýnur til að liggja á. Efnilegt var það ekki. Við horfðum með vandlætingarsvip og dálitlum kvíða niður á beinharðar fjal- irnar f gólfinu, bitum pínulítið á jaxlinn og hugsuðum með skelfingu til andvökunætur. En hvað gerði ein löng nótt til. I fyrramálið yrði hvort eð væri komiö hífandi rok með ausandi rigningu og Guðmund- ur æki beint í bæinn. Þá var nógur tfmi að sofa og hvíla sig. Að Guðmundur æki beint í bæinn! Væri það sama og vísa honum beint í yztu myrkur. vra. Draugar voru til í öllum húsum á íslandi í gamla daga. Það var ferleg móðgun við hús ef draugur fékkst ekki til að ríða þeim, eða vera þar heim- ilisdraugur. Nú er þetta viðhorf hrovtí. Hús eru draugslaus orðin nema helzt einstöku fjárhúskofar sem standa einir sér og langt frá bæjum og svo sæluhús á fjöllum. Sæluhúsin virðast vera síðasta athvarf drauga á Is- landi. Sem betur fer úir þar enn af draugum og sumir þeirra býsna magnaðir. Guðmundur Jónasson fullviss- aði okkur reyndar um að það væri enginn draugur til f Rang- árbotnaskála, en þeir væru h'ns vegar allt í kring. Sá mag.nnð- asti er í Landmannahelli og þar skyldi enginn gista einn. Jafn- vel ekki við annan eða þriðja mann. Fyrir fáum árum fóru þangað nokkrir menn — sem enginn trúði á drauga — en þegar þeir komu aftur til byggða voru þeir náfölir og Þessar tvær elskuiegu rjúþúr urðu steinhissa aö hitta mannfólk um þetta leyti árs inni f óbyggöum Þær ætluðu naumast að trúa sínum eigin augum, enda voru þær síður en svo mannfælnar. Þar sem fyrsti bílakláfur á Isiandi verður byggður litu sjálfir eins út og draugar. Þeir höfðu orðið að vaka hver yfir öðrum heila nótt, þvf ef einhver ætlaði að sofna var honum tröllriðið og tekinn kverkataki svo ekki náði að anda. Eldglæringar sáust og ógurleg logandi augu en annað greindist ekki, af djöfli þeim. Um svipað leyti fór einn listamanna íslenzku þjóðarinnar þangað inneftir og hugöist gista nokkrar nætur þar efra og vinna að listsköpun. Hann hvarf á brott eftir eina nótt og hét þvf að koma þangað aldrei aftur. Ástæðan var sú, að hann var tekinn á loft rétt eftir að hann lagðist til svefns og þótti honum um stund tvfsýna nokk- ur hvar hann myndi lenda. Á Skarðsfjalli sunnanverðu er fjárhúskofi — sennilega af- lagður nú, en stendur þó uppi. ... Þetta er Hald. Þarna á fyrsti bflkláfur á íslandi að koma á næsta ári. Til hægri á myndinni er vatnshaeðarmælir Raforkumálastjórnarinnar. Hann stendur 8 metra fyrir ofan vatnsflöt Tungnár, en þaö kemur fyrir aö allt fari í kaf nema húsið eitt Svo stórkostlega getur sveiflan á vatnsmagni árinn- ar oröiö. Þar var draugur, ferlegur draug ur, sagði Guðmundur bílstjóri okkur. Verri draugur og lúmskari var þó í gangnakofa norðan undir Valafelli. Þar gisti Guð- mundur Jónasson einsamall um nótt. Síðan veit hann að það er kvendraugur. Guðmundur fullvissaði okkur um að það væri ekki draugur í Rangárbotnaskála. Samt var þar draugur. Hann réðist á einn ferðafélaga okkar, þannig að hann barðist um hálfa nóttina, hljóðaði og veinaði, tók andköf og lá f svitabaði. Ég heyrði raunar ekkert f honum, enda var mér sagt að það hafi varla verið von — ég hraut svo hátt. IX. Og svo var það óveðrið, rigningin og rokið, sem Veður- stofan spáði. Við bjuggumst öll ac vakna við sviptibylji og heyra úrfellið dynja á skálaþak- inu. Ég hlakkaði næstum til. Það fer um mann notaleg kennd að vera f öruggu skjóli og heyra óveðrið dynja úti fyrir. í þessu efni varð ég fyrir vonbrigðum. Þegar ég reis upp úr poka mínum — helaumur að vfsu eftir bévítis fjalirnar — skein sól f heiði. Og himinninn var svo blær — svo tær að það sá ekki skýhnoðra á lofti — og sá ekki allan þann dag til kvölds. Ég fékk mér morgungöngu, fyrst að upptökum Rangár. Það er forvitnilegt og gaman að sjá hvernig hún sprettur upp í svo- lítilli urðarsprungu milli sand- bakka. Þar er Rangá aðeins smálækur sem hægt er að stíga yfir. Tvö hundruð metrum neð- ar er f Jn orðin að stórfljóti. Frá Rangárbotnum er stuttur spöiur yfir að Þjórsá, þeirri beljandi elfu sem á að mala gull fyrir fsienzku þjóðina um ókomna tíma. Ég kem einmrtt að henni þar sem hugsað er að stífla hana vegna fyrirhug- aðrar Búrfellsvirkjunar. Þama á eitt dýrasta og arðmesta mann- virki á íslandi að rfsa. Enn er þetta land ósnortið af menn- ingarmannvirkjum. Það ber þann svip, sem það bar fyrir þúsund árum, en e.t.v. hefur það breytt um svip næst þegar ég kem á þennan stað. Það er bezt að njóta útsýnisins á með- an þess er kostur og festa svip- mót þess f huga sér. X. Hald heitir staðurinn. Það er skrftið nafn og er vfst hvorki dregið af sögninni að halda né nafnorðinu framhjá- hald. Hald er við Tungná 35—40 km fyrir ofan efstu byggð f Landsveit. Hinum megin er Búðaháls, hin forna alfaraleið miili byggða um Sprengisand. Þarna er gamall ferjustaður yf ir Tungná og þar hafa Sunnlend- ingar ferjað fé sitt vor og haust þvf það gengur f sumarhögum norðan Tungnár. Er rekið þang- að á vorin og sótt á haustin. Kunnugir telja, að þar séu ein grösugustu afréttarlönd á öllu íslandi. Sjálfúr þori ég ekkert um þau að segja — hef ekki séð þ-.... En Hald er að verða merkileg ur staður i samgöngumálum ís- lendinga. Þar á næsta sumar að koma fyrsta bílakláfferja á Is- landi. Hún tekur allt að 3ja lesta þunga, eða yfirleitt alla smærri bíla. Þegar bílaferjan er komin upp geta menn skroppið Frh. á bls 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.