Vísir - 11.03.1964, Síða 1

Vísir - 11.03.1964, Síða 1
VISIR * t DRA GIÐ FÁNA AÐ HÚN Á SIGURDECIÍSLANDS 1 dag er mikill sigurdagur fyrir fslenzku þjóöina. Endan- legur sigur hefur unnizt i bar- áttunni fyrir 12 milna landhelgi Henni höldum viö nú óskertri og óumdeildri. Þannig er mikil- vægum áfanga i lífsbaráttu okkar náð, þó enn verði haldið áfram og unnið að þvf að tryggja þjóðinni yfirráð yfir öllu landgrunnin. Hér er um svo þýðingarmik- inn áfanga að ræða, að Vísir viil benda lesendum sínum á það, að í dag er tilefni til að draga fslenzka fánann að hún og fagna sigrinum. Það var rétt fyrir hádegi í dag, sem sigur ís- lands gekk i gildi. Á tiu árum hefur víðátta íslenzkrar land- heigi verið tífölduð. MESTISI6URINN VANNST1952 Hann vnr upphnfið og Visir sneri sér í morgun til ólafs Thors, fyrrverándi forsæt- isráðherra, i tilefni af þeim merkisatburði að allar veiðiund- anþágur i 12 milna landhelginni eru nú runnar út, og bað hann að segja nokkur orð um málið. Ólafur Thors spurði, hvort það væri ekki að bera í bakkafuilan lækinn eftir það sem blöðin hefðu sagt í morgun, en Vísir Iagði áherzlu á að fá stutt viðtal við þann manninn, sem frá önd- verðu hefir, ásamt Bjarna Bene diktssyni, alira íslendinga mest fjallað um landhelgismálið. SAMKOMULAGIÐ. Ólafur Thors sagði: „Þegar viðreisnarstjómin tók við völdum logaði allt í ófriði milli vinveittra ríkja út af út- gáfu reglugerðarinnar frá 1958, og mátti heita að hemaðar- ástand ríkti þá á miðunum úti fyrir ströndum Islands. Nokkrar breytingar urðu á þessu meðan stóð á seinni Genfarráðstefnunni 1960, en þá kölluðu Bretar heim herskip sín. Nokkru sfðar ákvað þáverandi dómsmálaráðherra, Bjami Benediktsson, uppgjöf saka brezkum skipum til handa. Allt hafði þetta áhrif í friðarátt. Um mitt sumar 1960 hófust samningaumleitanir, samkv. ósk Breta, um málið. Þær fóru fram ýmist f Reykjavík eða London og lauk með þvf samkomulagi, sem gert var með samþykkt Al- þingis 9. marz 1961, og sem rennur út í dag. Skal sú saga ekki rakin hér frekar. STÆRSTI SIGURINN. Ég mun ekki rekja þátt ein- stakra manna í þessum mikla sigri, og ég vil heldur ekki í dag láta mistök stjómarandstæðinga skyggja á þá sigurgleði, sem nú hlýtur að ríkja f hugum allra sannra Islendinga þegar þessum stóra áfanga er náð. En mér þykir heldur ekki rétt að íáta þennan mikla sigur skyggja á stærsta sigur islendinga f land- helgismálinu. Á ég þar að sjálf- sögðu við reglugerðina frá 19. marz 1952, en þá lokuðu Islend- ingar fjörðum og flóum og færðu fiskveiðitakmörkin úr 3 f 4 mílur. Með þessu nær tvö- földuðu islendingar friðunar- svæðin, og var þó hitt enn stærri sigur að þá tókst okkur að brjóta á bak aftur þá skoðun undirstaðan umheimsins að þriggja mílna landhelginni væri helzt að jafna við eitthvert náttúmlög- mál. Og það sem kannske má telja allra merkast er það, að þetta tókst okkur, einni smæstu þjóð heimsins, allt að gera án þess að til nokkurra stórátaka kæmi við þann aðilann, sem þó átti mestra hagsmuna að gæta gegn okkur f málinu. Þessi mikli sigur 1952 ger- breytti hugsunarhætti allra fisk veiðiþjóða í málinu og er upp- haf og undirstaða allra sfðari á- fanga i landhelgisbaráttunni. LANDHELGI EÐA LANDAUÐN. 1 mfnum huga skyggir það 6- samkomulag, sem rfkti í tið vinstri stjómárinnar, á það sem gerðist í málinu á stjóraartima hennar og allt fram tU þess að okkur tókst að ná samkomulag- inu við Breta um viðurkenn- ingu hinna nýju fiskveiðitak- marka. Hins vegar hvílir heið- ríkja yfir minningunum frá út- gáfu reglugerðanna um lokun fjarða og flóá. Þá var kjörorð okkar Sjálfstæðismanna: Land- helgi eða landauðn. Og um þá Ólafur Thors grundvallarhugsun að Islending ar yrðu að falla eða standa með stækkaðri landhelgi tókst að sameina alla þjóðina. Varðandi framtíðina vil ég að- eins segja það, að það er auð- vitað hreinn barnaskapur að vera að streitast við að telja sjálfum sér og öðrum þjóðurn trú um að íslendingar hafi afsal- að sér einhverjum rétti til áfram haldandi sóknar í málinu með samningum, sem nú eru að renna út. Þvert á móti. Um leið og Islendingar öðluðust viður- kenningu á 12 mílunum tryggðu þeir sér, að helztu gagnaðilar muni lúta alþjóðalögum en ekki grípa til herhlaups, ef Islending- ar hefja nýja sókn í málinu og fá alþjóðadómstólinn til að fall- ast á Iögmæti aðgerða sinna. Ég vil að lokum segja þetta: Ég dreg fullkomiega i efa, svo ekki sé meira sagt ,að íslending- ar hefðu komið fram með sann- girni og siðsemi Breta ef þeir hefðu staðið í þeirra sporum og Bretar í okkar. Undir lok land- helgisdeilunnar höfðu stjóraar- andstæðingar þetta aðalkjörorð: Samningar eru svik. Slfkt kjör- orð á vörum þjóðar, sem á öll- um öðrum þjóðum meira undir að deilur séu útkljáðar með samningum, en ekki ofbeldi, hlýt ur að vekja þessa spuraingu: Hveraig færi fyrir smáþjóð í ná- býli íslands ef Island væri stór- veldi? Bjarni Benediktsson forsætisróðherrn: Akvæðið um Alþjóðadómstólinn er mikilvægt íslendingum Visir átti f gær viðtai við for- sætisráðherra Bjaraa Benedikts Blaðíð Bls. 3 Floti Landhelgis- gæzlunnar, — 4 AUir vilja eignast bfl. — 7 Viðtal við Pétur Sig- urðsson, forstjóra Landhelgisgæzlunn- ar. — 9 Grein Gunnars Thor- oddsen fjármálaráð- herra. Viðtal við Davfð Ólafsson. son í tilefni þess að í dag cr sigurdagur i landhelgísmálinu, og íslcndingar eiga nú fulla og óskerta 12 milna landhelgi sína eftir áralanga baráttu. For- sætisráðherra sagði: MIKILL GLEÐIDAGUR — Dagurinn í dag hlýtur að vera talinn mikill gleðidagur. Að visu er fullnaðarmarki okkar ekki enn náð, en samningurinn frá 1961 tryggir okkur einu færu leiðina að markinu. Stundum er því haldið fram að þar með höf- um við afsalað einhverjum ein- hliða rétti, en ákvæði samnings ins eru í fullu samræmi við ein róma ályktun Alþingis 5. maí 1959. Við getum að sjálfsögðu ckki tekið okkur lögsögu yfir öUu landgrunninu nema alþjóða lög heimili. 1 samningnum frá 1961 tókum við berum orðum fram að við myndum vinna að því að slík ákvæði yrðu viður- kennd í alþjóðalögum en að lok um hlýtur bað að vera Alþjóða- dómstóllinn er úr bví sker hvort sá réttur sé fyrir hendi eða ekki. Samningurinn um úrskurð arvald hans er trygging fyrlr þann máttarminni sem ekki get ur farið lcngra en rétt lög heim ila, og hindrar að hann verði beittur ofbeldi. Þetta ákvæði er nú orðið það eina sem um er deilt I samningn um frá 1961. Allar hinar hrak- spáraar hafa þegar afsannazt og fáir munu nú deila um að jafn vel hin takmörkuðu timabundnu veiðiréttindi Breta voru mun minni en þau réttindi sem við öðluðumst þegar í stað við út- færslu grunnlínunnar. Allt þetta hefur reynslan nú þegar sannað og hún mun á sínum tíma einn ig skera úr um hve mikils virði fyrir Islendinga var að fá trygg ingu fyrir þvi að Alþjóðadóm- stóllinn skyldi skera úr hugsan- legum síðari ágreiningi varðandi friðun landgrunns'ns. ENDANLEGA UR SÖGUNNI. Við íslendingar höfum þvi vissulega ríka ástæðu til þess að gleðjast á þessum degi, bæði vegna þeirra miklu hlunninda Framhald á bls. 5. Dr. Bjarni Benediktsson

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.