Vísir - 11.03.1964, Blaðsíða 2
2
VÍSIR . Miðvikudagur 11. marz 1964.
RITSTJÓRI: JON BIRGIR PETURSSON
íðaiBSHiitffiiiKieiffiaHÍ
IIHHHlflgl
ISSIiffliSJl
Svarið sendist til Vísis, Laugavegi 178 eða
ingólfsstræti 3, fyrir kl. 18.00 þriðjudaginn
17. marz. Þá verða veitt sjöttu aukaverð-
laun, 2 eintök af bókinni fslenzkir þjóðhættir.
Öll svör sem berast verða geymd og dregið
úr þeim við lok keppninnar um páskana um
aðalverðlaunin, tvenn reiðhjól.
í eina tíð þekktust matarílát úr leir — diskar, bollar og skálar —
ckki hér á landi, að minnsta kosti ekki á sveitaheimilum, heldur voru
þau smíðuö ör tré, sum skreytt fögrum rósaskurði og mjög til þeirra
vandað. Á stærri myndinni situr fóik í baðstofu, en húsfreyja ber því
mat, en á litlu myndinni getur að Iíta það matarílát, sem þáv.ir mest
notað og kom bæði í stað disks og skálar. Og nú er spurt:
6. spurníng
Hvað kallast þetta matarílát?
SVAR .
NAFN.
BEKKUR
SKÓLI _
OBM
GETRAUN
/jMa&aMia
Þetta er íslenzka landsliðið í körfuknattleik, sem mun innan skamms fara utan til Svíþjóðar til að keppa
á Norðurlandamótinu í körfuknattleik. Frá vinstri í frremri röð: Þorsteinn Hallgrímsson, Ólafur Thoriacius,
Viðar Ólafsson, Davíð Heigason og Guttormur Ólafsson. I aftari röð frá v.: Sigurður Ingólfsson, Kristinn
Stefánsson, Einar Bollason, Hólmsteinn Sigurðsson Birgir Ö. Birgis og þjálfarinn Heigi Jóhannesson, Gunnar
Gunnarsso og Guðm. Þorsteisson vantar á myndina.
ManchUnitedvann
Sunderland 5:1!
MANCHESTER UNITED vann aðra
umkeppnina móti Sunderiand með
5:1 á velli Huddersfield og horfðu
yfir 50.000 manns á Ieikinn. United
mætir næst West. Ham. í undan-
úrslitum ensku bikarkeppninnar.
Hvorugu liðanna tókst að skora I
fyrri hálfleik, en snemma í seinni
hálfleik skoraði Sharkey 1:0 fyrir
Sunderland. En þá var eins og hin
dýra framlínuvél Manchester Unit-
ed með Denis Law I fararbroddi
færi í gang. Law átti stórkostlegan
leik og hætti ekki fyrr en hann
hafði skorað ,,hat-trick“, þrjú
mörk. Hin tvö mörkin skoruðu
Chisnall og Herd. Fjögur marka
United komu á 4 mínútum.
Fyrri leikir Sunderland og Manch.
United í þessari keppni fóru 3:3 og
2:2.
Skíðamót íslands
frá Norðfírði
til ísafíarðar
Á Skíðaþingi 1963 var ákveðið
að Skíðamót íslands 1964 skyldi
fara fram í Norðfirði og var Skíða
ráði Ungmenna- og íþróttasam-
bands Austurlands falið að annast
framkvæmd mótsins. Formað-
ur Skíðaráðs U.I.A. er Gunnar Ól-
afsson, skólastjóri í Neskaupstað.
Þár eyst'ra er nú að heita má
snjólaust og mjög litlar líkur til
þess að takast megi, að halda mót-
ið þar nú um páskana. Stjórn Skíða
sambands íslands, hefur því ákveð-
ið að mótið skuli haldið á Isafirði
og hefur falið Skíðaráði ísafjarðar
framkvæmd þess.
Á ísafirði er nú minni snjór en
venja er um þetta leyti árs, en þó
talinn nægur til þess að ha[da megi
mótið á Seljalandsdal.
Formaður Skíðaráðs Isafjarðar er
Sigurjón Halldórsson bóndi í Tungu
í Skutulsfirði.
Flokkaglíma Rvíkur 1964 verður
háð á Hálogalandi í kvöld og hefst
kl. 8,30 síðdegis.
Keppt verður í þremur þyngdar-
flokkum fullorðinna og auk þess
í drengjaflokki. Keppendur eru 16,
9 frá Glímufélaginu Ármanni og 7
frá Knattspyrnufélagi Reykjavíkur.
Glímudeild Ármanns sér um mótið.
Yfirdómari verður Ólafur Óskars-
son. Meðal keppenda i þyngsta
flokki eru Kristmundur Guðmunds-
son og Lárus Lárusson úr Ármanni
og Hilmar Bjarnason frá KR.
HM / handknattleik
hetíur áfram í dag
Heimsmeistarakeppnin í hand-
knattleik heldur áfram í dag. I
fyrri riðlinum keppa V-Þýzka-
'and, Júgóslavía, Svíþjóð og
Ungverjaland. I hinum riðlinum
keppa Tékkóslóvakía, Danmörk,
Rúmenía og Sovétríkin.
1 dag fara eftirfarandi leikir
fram:
V-Þýzkaland—Ungverjaland
T ékkósló vakía—Sovétríkin.
S víþjóð—Júgósla vía
Rúmenía—Danmörk
Á föstudag heldur keppnin á-
fram og fara þessir Ieikir fram:
Júgóslavía—Ungver jaland
Danmörk—Sovétríkin.
Sviþjóð—V-Þýzkaland
Tékkóslóvakía—Rúmenía
Leikirnir í riðlunum fara fram
í Prag. Svíar standa vel að vígi
í riðlinum og byrja með 2 stig,
þar sem þeir unnu Ungverja og
skoðast sá sigur jafnframt sigur
í riðlinum. V-Þjóðverjar og Júgó
slavir gerðu hins vegar jafntefli
í undanrásinni og eru því báðir
með 1 stig. Ungverjar eru neðst
ir með ekkert stig, þar eð þeir
töpuðu fyrir Svíum. Tékkar og
Rúmenar eru báðir með 2 stig £*
sínum riðli, en Danir og Rúss-
ar með ekkert stig. Sigurstrang-
legustu iiðin til að vinna riðlana
og þar með að keppa saman um
heimsmeistaratignina eru Tékk-
ar sem varla tapa fyrir Rúmen-
unum á föstudag, enda njóta
þeir þeirrar sérst. að keppa á
heimavelli og á móti beihm gizk
um við á Svía sem mótstöðu-
menn. Þar geta einnig hæglega
blandað sér lið V-Þjóðverja eða
Júgósiava en Ungverjar varla.