Vísir - 11.03.1964, Side 6
I
VlSIR . Miövikudagur 11. marz 1964.
athugaðar
Kærnested skipherra er lengst
til hægri á myndinni.
í vetur stunda 74 íslenzkir ungl-
ingar nám á Norðurlöndum, fyrst
og fremst í lýðháskólum, fyrir milli
göngu Norræna félagsins.
í Danmörku er 21 nemandi, 2 í
Finnlandi, 24 í Noregi og 27 í Sví-
þjóð. Því nær allir nemendurnir
njóta styrkja til námsdvalarinnan.
Norræna félagið hefur eins og
undanfarin ár milligöngu um skóla-
vist á norrænum lýðháskólum á
næsta skólaári og hafa óvenju
margar umsóknir og fyrirspurnir
þegar borizt.
Umsóknir um skólavist næsta
vetur skulu hafa borizt Norræna fé-
laginu Box 912 Reykjavík, fyrir 1.
maí n.k. og skal fylgja þeim afrit
af prófskírteini, upplýsingar um
aldur, fæðingardag og ár (en um
sækjendur mega eigi vera yngri en
17 ára, helzt a.m.k. 18 ára), með-
Skemmdirnar á Æg\
Allmiklar skemmdir urðu á
varðskipinu Ægi sl. mánudag
þegar verið var að taka skip-
ið í slipp. Óhappið varð með
þeim hætti að varðskipið lagð-
ist á hliðina, er stoðir gengu
undan skipinu. Var skipinu þá
slakað í sjóinn aftur, og ekki
leið Iangur tími þar til lestln
fylltist af sjó en göt höfðu
komið á síðu Ægis, er ein af
stoðunum gekk inn í ísðuna.
Á myndinni má sjá menn vera
að athuga teikningu af skip-
inu og ræða um framkvæmd
viðgerðarinnar. Guðmundur
LÍÚ TELUR AFKOMU ÚT-
mæli skólastjóra, kennara eða at-
vinnuveitenda og gjarnan einnig
upplýsingar um störf. Æskilegt er
ennfremur að tekið sé fram í hverju
landanna helzt sé óskað eftir skóla-
vist og auk þess fylgi ósk til vara.
Nánari upplýsingar um skóla,
námstilhögun o.fl. gefur Magnús
Gíslason framkvæmdastjóri Nor-
ræna félagsins (sími 37668).
74 íslenzkir ung
ingar á norrænum
lýðháskóium
Gjafahlutabréf til
styrktar Hallgrfms-
kirkju
Biskupinn yfir Islandi, herra Sig
urbjörn Ei'narsson, hefur valið
fimmta sunnudag í föstu, sem er
15. marz, til þess að vera aimenn-
ur minningardagur um Hallgrím
Pétursson, í tilefni þess, að i ár
eru liðrn 350 ár frá fæðingu hans.
Verða þá messur, helgaðar honum,
sungnar um land allt.
I þvf sambandi hefur einnig ver-
ið minnt á minningarkirkjuna sem
verið er að reisa á Skólavörðuholti
og þeir íslendingar, sem langar til
að styrkja hana, hvattir til að
kaupa svokölluð gjafahlutabréf,
sem gefin verða út á þessum tíma-
mótum. Bréf þcssi eru prentuð í
mismunandi litum eftir upphæðum
þeirra, sem eru kr. 100, 300, 500,
1000 og 5000.
Á fundi með fréttamönnum sögðu
forráðamenn Hallgrlmskirkju að
þeir teldu fráleitt að efna til sam
keppni um hvernig það sem eftir
, er kirkjunnar, skyldi byggt, eins
og samþykkt var á fundi þeim,
| sem haldinn var í Sjálfstæðishús-
inu. Bentu þeir og á, að svo virt-
ist sem samþykktin hefði verið
gerð út í loftið, þar sem ekki hefði
hún enn verið lögð fyrir neinn á-
byrgan aðila, og ekkert útlit fyrir
að slíkt yrði gert.
Aðalfundi Landssambands ísl.
útvegsmanna fyrir árið 1963, sem
hófst 28. nóvember s.l., en var
j frestað þann 30. nóVember vegna
! hinnar miklu óvissu, sem þá ríkti
' í kaupgjalds-' og efnahagsmálum,
\ var fram haldið mánudaginn 2.
marz og lauk þann 4.
Á framhaldsfundinum voru m. a.
þessar tillögur samþykktar sam-
hljóða:
„Framhaldsaðalfundur L.l.Ú. tel-
ur að hækkun kaupgjalds og verð-
lags, sem orðið hefur á siðustu
mánuðum, hafi leitt til þess, að
starfsgrundvöllur er ekki fyrir
hendi, hjá þeim, er sjávarútveg
stunda.
Fundurinn bendir á þá staðreynd,
að hækkunum á kaupgjaldi og
verðlagi er velt yfir á útflutnings-
atvinnuvegina, sem háðir eru verð-
Iagi á erlendum mörkuðum. Þær
I bráðabirgðaaðgerðir, sem Alþingi
samþykkti í janúar s.l. til þess að
I koma í veg fyrir stöðvun sjávar-
útvegsins eru langt frá því að þær
muni tryggja áframhaldandi rekst-
! ur sjávarútvegsins.
Fyrir því samþykkir fundurinn
að beina þeirri eindregnu áskorun
til Alþingis og ríkisstjórnar, að
\ gera þær ráðstafanir, sem nægja
til þess að koma í veg fyrir yfir-
vofandi stöðvun útvegsins.
Þá samþykkir fundurinn að fela
stjórn samtakanna að fylgja þess-
um málum fast fram við ríkis-
stjóm og Alþingi."
„Framhaldsaðalfundur L.I.Ú.,
haldinn f Reykjavík 2. marz 1964
lýsir yfir megnri óánægju með
fiskverð það, sem ákveðið var af
formanni yfirdóms Verðlagsráðs
sjávarútvegsins I janúar s.l.
Fundurinn skorar á Alþingi, er
nú situr, að gera þær breytingar
á lögunúm um Verðlagsráð sjávar-
útvegsins, er tryggi það, að ávallt
sé lagt til grundvallar við fisk-
verðsákvörðun raunverulegur kostn
aður við útgerð meðalbáts.
Fáist þessi breyting ekki gerð,
þá telur fundurinn að afnema beri
lögin um Verðlagsráð sjávarút-
vegsins."
„Aðalfundur L.Í.Ú. samþykkir
að beina þvl til ríkisstjórnarinnar,
að útflutningsverzlun með óunninn
fisk, þar með talin síld, verði gerð
frjálsari en verið hefur.“
Þá var einnig valin 5 manna
nefnd, til þess að vinna að fram-
I gangi hinna ýmsu vandamála, sem
útvegurinn á nú við að etja. í
þeirri nefnd eiga sæti:
Sigurður Pétursson, Reykjavík,
j Valtýr Þorsteinsson, Akureyri,
Baldur Guðmundsson, Reykjavík,
1 Ölver Guðmundsson, Neskaupstað
og Jóhann Pálsson, Vestmannaeyj-
um.
Þjóðleikhúsið fær
„tilraunaleikhús"
þessum ungu leikfélögum fullt svig
rúm. Þjóðleikhússtjóri sagði að ef
leikrit sem sett væri upp 1 tilrauna
skyni, gengi sérstaklega vel, og
fengi góða dóma, kæmi til mála að
það yrði flutt yfir í Þjóðleikhúsið
sjálft, en slíkt yrði matsatriði
hverju sinni. Hann gat þess einnig
að listrænar kröfur yrðu þarna
engu síður strangar en í Þjóðleik-
húsinu sjálfu, þannig að fyrsta
flokks leikarar yrðu hafðir í öllum
þeim hlutverkum er þess krefðust,
þá myndu þó ungir og upprennandi
leikarar úr léikskólanum fá aukin
tækifæri til að spreyta sig á sýn-
ingum. Leigusamningurinn var
gerður til eins árs, til að byrja með.
Undanfarið hefur staðið yfir í Reykjavík fundur umboðsmanna Flugfélags Islands er'indis. — Talsverðar
breytingar hafa orðið á umboðsmönnum F.í. ytra, sumir hafa komið heim og aðrir farið út í staðinn eins
og Vfsir hefur áður skýrt frá. Myndin er frá fundinum.
Þjóðleikhúsið hefur tekið á leigu
125 manna sal f húsi Dagsbrúnar
og Sjómannaféiags Reykjavíkur,
við Lindargötu. Verða þar væntan
lega sett á svið ýmis leikrit sem
ekki er talið ráðlegt að setja upp
í Þjóðleikhúsinu sjálfu. Þjóðleikhús
stjóri, Guðlaugur Rósinkranz tjáði
Vísi, að hann hefði nokkuð Iengi
haft hug á að fá slíkt húsnæði,
bæði til að setja upp veigaminni
sýningar og tilraunaleikrit, og til
þess að gefa Leikskóla Þjóðleik-
hússins betri aðstöðu til æfinga.
Athugaðir voru möguleikar á
þessu í fyrra, en hóffið frá, þar eð
þá var Leikhús æskunnar í Tjarn-
arbæ, og Gríma var einnig með sýn
ingar, og Þjóðleikhúsið vildi gefa