Vísir - 11.03.1964, Síða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 11. marz 1964.
9
Gunnar Thoroddsen fjármálaráðherra
Landhelgisdeilan leyst
i i ~ r • i J
pennan dag iynr prem árum
Fjögur meginatriði.
11. marz 1961, einni stundu
fyrir hádegi, var undirritaður
samningur milli íslendinga og
Breta um lausn fiskveiðistríðs-
ins, sem þá hafði geisað í 5
misseri. Alþingi hafði faliizt á til
lögur ríkisstjórnarinnar um þá
lausn og fól hún í sér fjögur
meginatriði:
1) Bretar viðurkenndu 12
milna fiskveiðilandhelgi fslands.
2) Bretar viðurkenndu mikil-
vægar breytingar á grunnlínum
á fjórum stöðum umhverfis land
ið ,en af því leiddi aukningu fisk
veiðilögsögunnar um 5065 fer-
kflómetra.
3) Brezkum skipum var heimil
að að stunda veiðar á takmörk-
uðum svæðum á milli 6 og 12
mílna, takmarkaðan tíma á ári,
næstu 3 ár.
4) Ríkisstjórn fslands lýsti
yfir því, að hún mundi halda
áfram að vinna að framkvæmd
ályktunar Alþingis frá 5. maí
1959, varðandi útfærslu fisk-
veiðilandhelginnár við ísland —
þ.e. að afla beri viðurkenningar
á rétti íslands til alls land-
grunnsins — og að ágreiningi
um hugsanlegar aðgerðir skyldi
vísað til Alþjóðadómstólsins.
Mikilvægur áfangi
í sjálfstæðisbaráttunni.
Lausn landhelgisdeilunnar
var mikilvægur áfangi í þess-
um þætti sjálfstæðisbaráttu hinn
ar Islenzku þjóðar.
Sá aðili, sem ekki aðeins hafði
mótmælt 12 mílna útfærslunni
1958 eins og margar aðrar þjóð
ir, heldur beitt flota sínum
þeim mótmælum til áréttingar,
féll nú berum orðum frá þeim
mótmælum og viðurkenndi 12
mílumar. Friður var á kominn
í ófriðar stað.
Stórfelld stækkun landhelg-
innar hafði fengizt til viðbótar
stækkuninni 1958, með hinum
breyttu grunnlínum. Hin nýju
friðunarsvæði voru fjögur: Á
Húnaflóa, sunnan Langaness, á
Faxaflóa og loks á Selvogs-
banka, en þar var stækkunin
Gunnar Thoroddsen
mest og þar eru þýðingarmestu
hrygningarsvæði nytjafiska við
ísland.
Og um framtíðarstefnuna var
það skýrt fram tekið svo að eng-
inn gæti verið í vafa, að ís-
lendingar muni halda áfram að
vinna að því að eignast land-
grunnið allt.
Það atriði i þessum samningi,
sem stjórnarandstæðingar
deildu harðast ét, var hin tak-
markaða og tímabundna heim-
ild brezkra skipa til veiða milli
6 og 12 mílna. En þá er rétt
að minnast þess, að sumarið
1958, meðan vinstri stjórnin var
enn við völd, áttu sér stað við-
ræður um málið á vegum At-
lantshafsbandalagsins. í þeim
viðræðum var þátttökuríkjum
þess boðið af Islands hálfu, að
þeim skyldi heimilt að láta skip
sín stunda veiðar um þriggja
ára skeið, milli 6 og 12 mílna,
allt umhverfis landið, gegn þvl
skilyrði að þau viðurkenndu 12
mílurnar og að vissar breytingar
yrðu gerðar á grunnlínum. Þær
breytingar væru þó miklum
mun minni en fallizt var á I
marz 1961, m.a. engar á Faxa-
flóa og Selvogsbanka. Þessu til-
boði íslenzku stjórnarinnar var
hafnað.
HeiIIaspor.
í dag falla niður hinar tíma-
bundnu og takmörkuðu veiði-
heimildir erlendra skipa innan
12 mílna markanna.
Nú ættu allir að sjá, að
samningurinn frá 1961 var
heillaspor fyrir Island.
Svo segir I snilldarþýðingu
Brands ábóta á Alexanders
sögu, að spekingurinn Aristótel-
es gaf lærisveini sinum, Alex-
ander mikla, það heilræði, að
eigi skuli á minnast eftir teknar
sætt-ir umliðið sundurþykki.
Það væri hyggilegt af Islend-
ingum að fylgja þessu heilræði
hins spaka manns. Eigi svo
bókstaflega, að ekki megi rifja
upp sögulegar staðreyndir og
skýra þær. Fremur í þeirri merk
ingu, að ýfa ekki upp gömul sár
að óþörfu, heldur sættast heil-
um sáttum.
Við sendum hinni brezku þjóð
bróðurkveðjur I trausti gagn-
kvæmrar vináttu og skilnings
meðan aldir renna.
Takmarkið er landgrunnið allt
um útfærslu, fyrir Haag dóm-
stólinn. En með því, að Islend-
ingar hafa ávallt grundvallað
allar sínar aðgerðir í landhelgis
málum á alþjóðarétti og eins og
þeir hafa talið að túlka bæri
alþjóðalög og munu að sjálf-
sögðu gera það framvegis mun
þetta ákvæði ekki verða neinn
Þrándur í Götu frekari aðgerða
Islendinga í Iandhelgismáíum.
— Hver voru aðalatriði samn-
ingsins við Breta frá 1961?
— Þau voru þessi:
1) Með samningnum var leyst
deilan við Breta, er staðið hafði
í 2 y2 ár en hún hafði reynzt
mjög hættuleg og hefði getað
leitt til óbætanlegs tjóns fyrir
báða aðila.
2) Það fékkst óafturkallanleg
viðurkenning Breta á 12 mílna
fiskveiðilögsögu Islands en þar
með má segja, að 12 mílna land
helgin hafi verið tryggð um
alla framtíð.
svæðið undanskilið. En þessi á
kvæði jafngilda því f rauninni,
að undanþágurnar giltu skemur
en í 3 ár, eða aðeins í um 15
mánuði samfellt.
Davíð Ölafsson
— segir Davíð Ólafsson,
fslendingar hafa undanfarin
ár kynnt þau sjónarmið sín er-
lendis, er liggja þvf til grund-
vallar, að þeir telja sig eiga
rétt til alls landgrunnsins og ég
tel, að þeir eigi að halda því
starfi sfnu áfram, segir Davfð
Ólafsson fiskimálastjóri í við-
tali við Vfsi í tilefni af því, að
íslendingar fá í dag óskerta 12
mílna fiskveiðilandhelgi.
— Leggur landhelgissamning-
urinn við Breta frá 1961 nokkr
ar hömlur á frekari aðgerðir
Islendinga f landhelgismálum?
— Nei, svo sannarlega ekki.
Og allar staðhæfingar stjórnar-
andstöðublaðanna um, að svo
sé, eru tilhæfulausar með öllu.
I samningnum við Breta var það
einmitt tekið skýrt fram, að
Islendingar myndu áfram vinna
að landhelgismálum sínum á
grundvelli ályktunar Alþingis
frá 5, maí 1959 en í þeirri álykt
un segir, að íslendingar muni
vinna að því að afla viðurkenn-
ingar 'á rétti Islendinga til land
grunnsins alls.
— Hvaða atriði landhelgissam
komulagsins við Breta er það
einkum er stjórarandstaðan hef-
ur talið, að gæti torveldað að-
gerðir íslendinga í landhelgis-
málum í framtíðinni?
Það er einkum það atriði, að
íslendingar muni tilkynna Bret
um með sex mánaða fyrirv. um
frekari útfærslu íslenzkrar fisk-
veiðilögsögu og fallast á að
leggja ágreiningsmál er upp
kunna að rfsa milli þjóðanna
3) Dregnar voru nýjar grunn
línur á 4 stöðum og höfðu þær
í för með sér verulega stækkun
á fiskveiðilögsögu Islands mið-
að við reglugerðina frá 1958.
4) Bretar féllust á, að umþótt-
unartími þeirra á ytri 6 mílun-
um væri miðaður við takmark-
aðan tíma á ári hverju í 3 ár og
bundinn við takmörkuð veiði-
svæði. T. d. var allt Vestfjarða-
5) Yfirlýst var, að íslending-
ar mundu áfram vinna að land
helgismálum sínum, eins og við
höfum áður rætt um.
— Teljið þér ekki, að samning
urinn frá 1961 hafi verið mikill
sigur fyrir ísland?
— Jú, vissulega. Ég tel, að
hann hafi verið einn mesti stjórn
málasigur er Island hefur unnið.
Og það kom skýrt fram í blöð-
um erlendis að talið var, að Is-
lendingar hefðu staðið sig vel í
landhelgisdeilunni við Breta og
fengið hagstæða lausn á henni.
— Hverju þakkið þér það, að
hin hagstæða lausn fékkst?
Ríkisstjórn Islands á að sjálf
sögðu fyrst og fremst heiður-
inn. Hún hélt vel og skynsam-
lega á málum íslands og lét
aldrei hrekja sig af réttri braut
þrátt fyrir hatramman áróður
stjórnarandstöðunnar. Það kom
sér vel, að unnið hafði verið
árum saman að þvf að kynna
málstað Islands erlendis. En að
sjálfsögðu hefði hinn góði ár-
angur ekki náðst, ef Bretar
hefðu ekki haft skilning á
aðstöðu okkar og sérstöðu enda
þótt þeir yrðu einnig að taka til
lit til hagsmuna sinna fiski-
manna.
— Hvernig haldið þér, að á-
standið væri í dag, ef við hefð-
um ekki gert samninginn við
fiskimálastjóri
Breta? Haldið þér, að þorska-
stríðið stæði enn?
Að ræða málið á þann hátt er
svipað og að deila nú um Upp-
kastið frá 1908 og það er gerzt
hefði ef því hefði ekki verið
hafnað. Ég treysti mér ekki til
þess að segja neitt um það
hvernig ástandið væri í dag, ef
samningurinn við Breta hefði
ekki verið gerður, En hitt má
benda á, að ástandið var orðið
mjög hættulegt i þorskastríð-
inu. Það hafði staðið f 2y2 ár
og ekkert benti til þess að það
væri að leysast. Sú staðreynd
gefur ef til vill nokkra vísbend
ingu um það hvað gerzt hefði.
— Við ræddum áðan um land
grunnið. Hafa fleiri þjóðir en
Islendingar lagt áherzlu á að
tileinka sér það?
— Já, ýmsar þjóðir hafa gert
það og nokkrar þjóðir hafa til-
einkað sér landgrunnsbotninn.
En til er alþjóðasamþykkt um
það að ríki hafi rétt til þess
að eigna sér landgrunnsbotninn
og utanrfkissáðherra, Guðmund
ur I. Guðmundsson hefur vikið
að því í ræðu, að til athugunar
væri að Islendingar gerðu það.
— Hversu vfðáttumikil yrði
fiskveiðilandhelgi Islands, ef við
fengjum allt landgrunnið?
— Um það er erfitt að segja,
þar eð landgrunnið nær mjög
misjafnlega Iangt út. En vfða
nær það 60 — 70 mílur út.
— Það yrði nokkuð stór land
helgi. En hafa ekki nokkur ríki
allt upp f 200 mílna landhelgi?
— Jú, til eru ríki er tileinkað
hafa sér 200 mílna Iandhelgi en
það viðurkennir ekki nokkurt
ríki svo stóra landhelgi.
— Hafa fulltrúar íslands á er-
lendum vettvangi iðulega vakið
máls á landsgrunnsrétti ís-
lendinga undanfarin ár?
— Já, ekkert tækifæri hefur
verið látið ónotað til þess að
Fnunhald á bls. 5.