Vísir


Vísir - 11.03.1964, Qupperneq 11

Vísir - 11.03.1964, Qupperneq 11
V í SIR . MiSvikudagur 11. marz 1964. n Jæja, hugsar Scorpion, jafnvel þegar glasið er tómt, þá er hægt að finna lyktina af svefnlyfinu. Það er bezt að láta sem ég hafi drukkið það, og sofni svo strax Hann gengur til Juliu og réttir henni fagra perlufesti. Þetta er tii þess að hjálpa þér að gleyma vandræðunum út af Sable, segir hann. — Ó, þakka þér fyrir, svar ar hún og lætur sem hún sé hrif- in. En innra með sér hugsar hún: Hvað skyldi það taka langan tíma fyrir svefnlyfið að verka. Og Rip bíður líka eftir að svefnlyfið verki Þetta gervi er svo gott, að ég vona bara að engum manna Scor- pions sé illa til hans. Sjónvarpið Miðvikudagur 11. marz. 1630 Captain Kangaroo 1730 The Price Is Right 1800 Sea Hunt 1830 Lucky Lager Sports Time 1900 Afrts News 1915 The Sacred Heart 1930 The Dick Van Dyke Show 2000 Armstrong Circle Theater 2100 Zane Grey Theater 2120 The Untouchables 2200 Peter Gunn 2300 Afrts Final Edition News 2315 The Tonight Show Bíöð og tímarit Heimilisblaðið SAMTÍÐIN marzblaðið er nýkomið út og flytur að vanda gott og fjölbreytt efni. Sigurður Skúlason skrifar forustugrein, er nefnist: Þeir byggja hátt I Málmhaugum. Þá eru fjölbreyttir kvennaþættir eftir Freyju. Tvær sögur: Má ég dansa við þig, Ijóshærða stúlka — og: Vofubleikir seildust þeir til henn- ar. Grein: Ballett-drottningin I Bolshoi. Undralandið ísrael. And- látsorð frægra manna. Ingólfur Davíðsson skrifar greinina: Veizla í frumskóginum. Guð- mundur Amlaugsson skrifar skák þátt og Árni M. Jónsson bridge- þátt. Þá eru stjörnuspár fyrir marzmánuð, grein um Skáldatlma Halldórs Laxness, fjöldi af skop- sögum, heimilisföng frægra leik- ara, skemmtigetraunir o.fl. Messur Laugarneskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Garðar Svavarsson. Neskirkja. Föstumessa í kvöld kl. 8.30 Séra Jón Thorarensen. Langholtsprestakall. Föstu- messa í kvöld kl. 8,30. Séra Sig. Haukur Guðjónsson. Hallgrímskirkja. Föstumessa kl. 8,30. Séra Halldór Kolbeins. Fríkirkjan. Föstumessa kl. 8.30 Séra Þorsteinn Björnsson. Tjarnarbær sýnir um þessar mundir nokkuð óvenjulega og mjög áhrifaríka mynd, er nefn- ist Hönd í hönd. Aðalleikararnir eru tvö böm, Lorette Parry og Philip Needs, sem í myndinni nefnast Michael og Rakel. Þau em saman öllum stundum, og það angrar þau ekki mikið, að Rakel er gyðingatrúar, en Mike er kaþólskur. Ekki fyrr en einn félaga Mikes segir honum, að það hafi verið Gyðingamir, sem krossfestu Krist. Þetta em aivar ieg tíðindi og iitlu leiksystkinin ræða málið fram og aftur. Þau ákveða að komast að raun um hvort né sterkara, guð eða „fóst bræðralag“ þeirra, því að þau höfðu blandað blóði, eins og Indíánarnir í sjónvarpinu. Og eina leiðin til þess virðist vera að fara hvort í annars kirkju, þvi að þau hafa óljósa hugmynd um að það sé synd að hlýða á guðsþjónustu, sem ekki boðaðl trú þá, sem þau fyjgja hvort um sig. Þegar svo ekkert .alvar- légt gerist í kirkjunni, finnst þeim þau hafa sigrað heiminn — í bili. Hin fjölmörgu ævin- týri barnanna og hið dásamlega skemmtilega viðhorf þeirra til ýmissa vandamála lífsins, hrifa áhorfandann með þegar frá byrjun. Þetta er tvímælalaust mynd, sem allir ættu að sjá. — Hefurðu gert þér grein fyrir því, að upp á síðkastið höfum við fengizt mun meira við hina meiri og stærri hluti í lífinu en áður. Kaupverð t. d. Tilkynning Frá Dómkirkjunni. Séra Hjalti Guðmundsson, settur prestur við Dómkirkjuna, hefur viðtalstíma á heimili sínu, Brekkustíg 14 kl. 11- 12 og 6-7 alla virka daga. Þá eru afgreidd vottofð úr öllum prests- þjónustubókum, sem séra Jón Auðuns varðveitti. Sími 12553. Mi nningar sp j öl d Minningarspjöld fyrir Innri-Njarð víkurkirkju fást á eftirtöldum stöðum: Hjá Vilhelmlnu Baldvins- dóttur Njarðvíkurgötu 32, Innri- Njarðvík, Guðmundi Finnboga- syni Hvoli Innri-Njarðvík og Jó- hanni Guðmundssyni, Klappastíg 10, Ytri-Njarðvík. l'»l'i|l>P I'll ll»l l'MH ' Spáin gildir fyrir fimmtudag- inn 12. marz. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríl: Beindu athygli þinni að því, sem hinn innri maður kann að hvísla að þér núna, því að það gætu reynzt þér dýrmætar upplýsingar. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir að vera á varðbergi eftir því, sem vinur þinn eða kunningi hefur að leggja til mál anna, því að það gæti reynzt þér dýrmætt. Hafðu hemil á ó- þolinmæði þinni. Tvíburamir, 22. maí til 21. júní: Þú getur aflað þér virðing- ar annarra með því einfaldlega að sýna festu. Þér er nú ljóst, hvað það er, sem þú raunveru- lega vilt, og hvernig hægt er að afla þess. Krabbinn, 22. 'úni til 23. júli: Það gæti bæði verið fróð- legt og skemmtilegt að hafa bréfaskipti viö einhverja per- sónu, sem ætti heima einhvers staðar erlendis. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Það eru ávallt meiri líkur fyrir því, að þeir verði efnaðri og auð ugri, sem ;afa hemil á fjárút- látum sínum. Reyndu að draga sem mest úr fjárútlátunum. Meyjan, 24. ágúst til 23 sept.: Þú ættir að fallast á þá skilmála, sem eru báðum aðil- um fyrir beztu, og byrjaðu að grundvalla hin ýmsu fram- kvæmdaatriði. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú kannt að fá mjög uppörv- andi fréttir og ættir að taka á- kvarðanir með fujlu tilliti til þeirra. Vertu reiðubúinn að taka hverju sem er. Drekinn, 24.jjkt. til 22. nóv.: Þú gætir skoðað sjálfan þig sem heppinn, þar sem þú átt einr hvern að til að styðja þig og styrkja. Ástin og rómantíkin er sérhverri persónu lífsnauðsyn. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Nýr grundvöllur kynni að skapast á næstunni fyrir náið samstarf. Þú ættir að gera sem nákvæmust drög að öllum fram tlðaráformum þínum. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Möguleikar þínir til að vera meira á ferðinni eftir því sem hugur þinn girnist aukast nú að mun. Það væri skynsam- legast að gera allar undirbún- ingsráðstafanir strax. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú skalt safna I forðabúr- ið eins lengi og þér er unnt I dag. Ýmsir atburðir kynnu að verða þess valdandi, að þú ættir örðugra með þetta aftur síðar meir. Fiskarnir, 20. febr. til 20. marz: Þú hefur talsverða til- hneigingu til að taka hlutina á- kveðnum tökum, en skynsam- legra væri að bíða með það eins og tvo daga. Nú er hins vegar ágætt að leggja drög að hlut- unum. HOPE NONE OF SCORPION'S A'EN HATES Prins Philip er, sem kunn- ugt er, mikill póló og tennis- spilari. Bn aftur á móti er hann lftið hrifinn af billiard. Og sem afleiðing af því er nú verið að breyta hinum sögu lega biIUardsal í Windsor □ □ □ □ □ Eil □ □ ia ta □ □ □ □ □ 13 □ □ □ □ H D □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ a □ □ □ D D □ □ □ D D D D D D D D D D D D D D D □ D P □ D D D D □ D □ D D D D D U D D U D D D D D D □ U U D D Prins Philip Castle. Mörgum finnst þó að það sé ekki rétt gert, og að prinsinn ætti að minnsta kosti að skilja eftir einhverjar minn ingar um alla þá frábæru snill ardspilara er heimsóttu salinn Hinir þekktustu af þeim eru: Edward VII., G^org V., Ge- org VI., Edward VIII., og svo þekktasti spilarinn af þeim öllum, drottning Alexandra. í París: Þjónninn sem var ekki alltof fær til gangn kom til gests til að þjóna honum og var hann þð ekki vel stöðugur á fótunum. Hafið þér froska- læri, spurði gesturlnn. — Nei herra, svaraði þjónninn dapur- lega, það er gigt. Hin fallega þýzkfædda Ieik- kona, Maria Schell, er mjög áhýggjufuil þessa dagana. Hún er stödd í París þessa stundina og leikur aðalhlutverk I leik- riti Somerset Maughams, Caro line, sem var sett á svlð I til- efni 90 ára afmælis höfundar- ins. Búizt var við, að þetta yrði eins og hver annar afmæl- isieikur, sem myndi ganga í 2—3 skipti. En það var eitt- hvað annað. Leikritið „sló i Maria Schell. gegn“ og það er þar, sem á- hyggjur Mariu byrjuðu. Hún er ein af þeim konum, sem allt af verða að passa sig, og halda í við sig í mat, til þess að fitna ekki um of. Og þar sem hlut- verk hennar krefst þess, aö hún innbyrði 4 ristaðar brauð- sneiðar og litla öskju af kon- fekti á hverju kvöldi, þá er elcki nema von að hún sé döp- ur. — Látum vera með kon- fektið, ég get fengið það syk- urlaust. En ef leikritið á að ganga mikið lengur, þá verð ég að skrifa herra Maugham og biðja um' léyfi til að borða kéx f staðinn fyrir ristað brauð.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.